Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 23 MINNINGAR Atvinnuhúsnæði Iðnaðarhúsnæði Leitum að iðnaðarhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu fyrir traustan leigjanda. Um er að ræða fyrirtæki með léttan iðnað sem þarf gott 100-200 m² iðnaðarbil með innkeyrsludyrum undir starfsemi sína. Höfum einnig á skrá leigjendur að iðnaðarbil- um frá 200 til 2000 m². Sími 511 1600 Atvinna óskast Kröftugur og kappsamur Hver hefur sjópláss fyrir góðan og kröftugan mann sem vill skipta um vinnu og kynnast sjó- mennskunni? Sími 896 1837. Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 an hennar gerði sér heldur grein fyr- ir því, enginn lét a.m.k. nokkru sinni slíkt á sér finna. Svo sjálfsagt þótti þar að vera jafnan þeim til taks sem á þurfti að halda. Það lætur nærri að hver einasti Mývetningur sem nú er milli ferm- ingar- og sjötugsaldurs hafi verið í skóla hjá Þráni, og að auki allmargir unglingar utan sveitar sem koma skyldi til nokkurs þroska. Og sam- vistirnar héldu áfram eftir að skóla lauk – við vinnu og félagsstörf. Hvert sem hann fór og hvar sem hann kom var eftir honum tekið og hann setti mark sitt á hópinn: hafði vit á hest- um, fé og mönnum og setti það feimnislaust fram, gerði kröfur um góðan söng – söng enda sjálfur flest- um betur – og í landsmálum leyndi hann ekki skoðunum sínum. Kunni vel að njóta fagurs ljóðs og ekki síður góðrar sögu – ekki örgrannt um að átt hafi hann stundum hlut að hönn- un sumra þeirra er frásagnarverð- astar þóttu. Athafnir hans stundum umdeildar, en þó jafnan vel vinsæll. Hann var vel til forystu fallinn og allt var fas hans eftirminnilegt. Þróttmikil röddin vekur ei lengur bergmál fjallhringsins forna. En hljómur hennar lætur í eyrum svo lengi sem heilsast engjar og heiði á bökkum Baldursheimstjarnar þar sem hún ómaði fyrst í hópi bræðra fyrir meira en áttatíu árum. Farðu vel frændi. Þótt oss skilji hábrýnd heiðin, heyrum vér á hverjum degi hver í öðrum hjartað slá. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni.  Fleiri minningargreinar um Þrá- in Þórisson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Margrét og Brynhildur; Þórir; Margrét Lára Höskulds- dóttir; Margrét Bóasdóttir; Sig- urður Rúnar Ragnarsson. ✝ Svandís Guð-mundsdóttir fæddist á Kleifa- stöðum í Kollafirði í Austur-Barða- strandarsýslu 6. september 1924. Hún lést á líknar- deild Landakots- spítala 25. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórey Jónsdóttir, f. 6.11. 1900, d. 14.6. 1965 og Guðmundur Jónsson, f. 14.6. 1896, d 25.8. 1973. Bræður Svandísar eru: Jón, f. 24.2. 1923, Oddur, f. 14.12. 1925, d. 6.11. 2004, Ástvaldur, f. 28.5. 1940 og Júlíus, f. 30.3. 1942. Svandís giftist í nóvember 1950 Jóni Páli Ágústssyni, f. 23.10. 1919, d. 13.6. 1999. Börn þeirra eru: 1) Eyþór Guðmundur, f. 3.12. 1949, kvæntur Bryndísi Gísladótt- ur, f. 5.10. 1950, þau eiga þrjú börn, Ínu Dögg, f. 19.4. 1975, hennar maður er Björn Ingvar Einarsson, Katrínu Svönu, f. 24.8. 1979 og Eyþór Pál, f. 26.2. 1984. 2) Sveinn, f. 13.8. 1951, kvæntist Margréti Magnúsdóttur, f. 5.1. 1951, þau eiga tvo syni, Magnús Björn, f. 30.11. 1972, unn- usta Auður Harpa Andresdóttir, sonur hennar er Róbert Andri, og Jón Pál, f. 2.11. 1973, kona hans er Bíanca E. Treffer, dóttir þeirra er Svandís Rós. Sveinn og Mar- grét slitu samvistir. 3) Sigríður, f. 10.1. 1958, giftist Stein- ari Jónssyni, f. 13.4. 1958, börn þeirra eru Steinunn Ósk, f. 15.4. 1980, maður hennar er Björn Róbertsson, dætur þeirra eru Emilía Ósk og Embla Nótt, og Sigurður Atli, f. 16.12. 1985. Sigríður og Steinar slitu samvistir. Fyrir átti Jón Páll soninn Björn, f. 3.7. 1944, kona hans er Kerstin Wallquist Jonsson, f. 23.7. 1955, börn þeirra eru Einar Ingi, f. 18.9. 1982, Sólveig María, f. 17.2. 1984 og Ingrid Cecilia, f. 14.11. 1986. Svandís verður jarðsungin frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þá er hún elsku móðir okkar búin að kveðja þetta jarðlíf. Hún ólst upp í sveitinni á Kleifa- stöðum við Kollafjörð fram til ung- lingsára. Þá var hún einn vetur í Flatey til að læra á orgel og vann þar sem stofustúlka. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún við heimilishjálp (passa hús og börn) einnig á kaffihúsi, þar sem hún kynntist Jóni Páli eiginmanni sín- um. Fyrstu hjúskaparárin sín bjuggu þau í Efstasundi 48, síðan stutt á Hringbraut 69 í Hafnarfirði en í Kópavoginum frá 1953 til ’73. Fyrst í Skólagerði 4 fram til 1960 við að ala upp strákana sína og rækta gulrætur og jarðarber, sem voru miklar kræsingar á þeim tíma og ef það var snjór um jólin var bú- inn til heimagerður ís sem var al- gjört lostæti. Það voru líka fyrstu störf okkar bræðranna að taka upp gulræturnar og þvo og síðan að ganga í hús og selja. Síðan eftir að systirin kom í heim- inn var flutti í austurbæinn að Digranesvegi 41 sem síðar breyttist í 73. Þar héldu garðyrkjustörfin áfram ásamt trjárækt, sem vel má sjá í dag. Árið 1973 fluttu foreldrar okkar til Reykjavíkur og bjuggu á ýmsum stöðum, en lengst af að Álf- heimum 13, en að Norðurbrún 1 frá 1997. Þar bjó hún ein síðustu 6 árin eftir andlát föður okkar. Svandís vann lengi í Kópavogs- skóla við skúringar, síðan vann hún í Flatkökugerð í Kópavogi. Síðustu starfsárinn vann hún í þvottahúsinu Fönn, þar tók hún einnig með sér heimavinnu við að sauma svuntur. Þegar við vorum ung prjónaði hún á prjónavél föt fyrir fólk eftir pöntunum. Hún var einnig dugleg að sauma og prjóna fötin á okkur. Og þótt það væri komið gat á nýju buxurnar að kveldi litu þær sem nýjar að morgni næsta dags. Eitt sem hún stritaði við var að koma börnunum sínum menntaveg- inn og lagði hún á sig ómælda vinnu til þess. Á síðustu árum las hún mikið, þá aðallega ævisögur. Voru ófáar bæk- urnar sóttar í Bókasafnið í Sólheim- um og átti hún örugglega lestrar- metið þar, og því fáar bækur eftir sem hún var ekki búin að lesa. Svandís var mikið fyrir kveðskap og þessa vísu samdi hún um fram- kvæmdir sem stóðu yfir fyrir utan gluggann hennar á Norðurbrúninni í febrúar 2003. En sú himneska hljómsveit sem heyrist alla daga þá er svo ljúft að leggjast á litla koddann og hafa þann indæla hljóm í eyrum en aðeins hlé milli laga. Hún fór oft með kveðskap fyrir fólkið á Norðurbrún og hafði gaman af og eins þegar einhver kom í heim- sókn til hennar sem hafði sama áhuga á kvæðum, þá voru rifjaðar upp vísur. Hún skrifaði niður vísur sem henni fundust áhugaverðar og geymdi hjá sér. Við þökkum móður okkar fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Við systkinin viljum þakka starfs- fólkinu á Norðurbrún fyrir frábæra umönnun undanfarin ár. Einnig vilj- um við þakka Sigurði Oddssyni á Norðurbrún fyrir allt sem hann hef- ur gert fyrir móður okkar. Svo ekki síst starfsfólki líknardeildarinnar á Landakoti, þar sem hún dvaldi síð- astliðna þrjá mánuði. Eyþór, Sveinn og Sigríður. SVANDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.