Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er fullur af frábærum hug- myndum í dag. Innblástur að miklum listaverkum býr í brjósti þér. Tjáskipti við smáfólkið og í tilhugalífinu eru ruglingsleg. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu skýr í tjáskiptum í dag. Sam- ræður við fjölskyldumeðlimi, ekki síst foreldra, valda auðveldlega misskiln- ingi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki áfellast sjálfa/n þig þótt dag- draumar hafi tekið völdin. Þú getur ekki að því gert. Hugurinn þarf að fá að reika stundum. Sinntu geðheilbrigði þínu í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum í dag og farðu varlega í fjármálaákvörðunum í vinnunni eða einkalífinu. Ekki er víst að þú sjáir heildarmyndina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Merkúr (hugsun) er í þínu merki í dag og beint á móti hinum óræða Neptún- usi. Það hjálpar ekki upp á sakirnar í samtölum við maka og nána vini. Vertu viss um hvað þú ert að segja. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Merkúr (hugsun) stýrir meyjarmerk- inu og er beint á móti brellumeist- aranum Neptúnusi. Rökhugsunin er veik fyrir vikið en innsæið að sama skapi frábært. Hlustaðu á þína innri rödd. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki láta vin koma þér úr jafnvægi í dag. Samræður við aðra, hópa eða vini, leiða mjög sennilega til misskilnings og óvissu. Reyndu að vera rödd skyn- seminnar meðan á þessu stendur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Stjórnendur, yfirmanneskjur, kenn- arar og foreldrar rugla þig hugsanlega í ríminu í dag (reyndar ekki af ásettu ráði). Láttu vita ef þú veist ekki til hvers er ætlast af þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki láta hópáróður tengdan stjórn- málum, trúmálum eða einhverju nýju og spennandi hlaupa með þig í gönur í dag. Nú er auðvelt að láta blekkjast. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er full samúðar gagnvart einhverjum sem þarfnast hjálpar í dag. Það er af hinu góða, en ekki afsala þér öllu. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú ákveður að gefa eitthvað sem þú átt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eitthvað óvænt og snúið gæti komið upp í samræðum við fólk á förnum vegi, maka eða nána vini í dag. Ef þú áttar þig ekki á því hvað er á ferðinni er best að bregðast ekki við. Segðu ekkert. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Aðstæður í vinnunni eru óljósar og ruglingslegar og hugsanlega er eitt- hvað laumuspil á ferðinni. Einhver er ekki að segja allan sannleikann. Fólki hættir til þess að blekkja í dag. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbarn dagsins: Þú sýnir oft leikræna tilburði og hefur gaman af því að gera hlutina með pomp og prakt. Þú þarft að passa jafn- vægið milli vinnu og frítíma, það er þér lífsnauðsyn. Árið í ár gæti verið eitt hið besta í lífi þínu. Vertu stór- huga. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 karp, 4 stilltur, 7 ryskingar, 8 þakin ryki, 9 væn, 11 numið, 13 kven- fugl, 14 sammála, 15 þrí- hyrna, 17 handleggja, 20 títt, 22 misteygir, 23 bætt, 24 þreyttar, 25 hinn. Lóðrétt | 1 þægilegur við- ureignar, 2 fiskar, 3 lítið skip, 4 ómjúk, 5 byssu- bógs, 6 staðfest venja, 10 margt, 12 blekking, 13 saurga, 15 afdrep, 16 ilm- ur, 18 auðugan, 19 nabb- inn, 20 eirðarlaus, 21 hey. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 auðsveipt, 8 lagin, 9 doppa, 10 nei, 11 narra, 13 róaði, 15 hvarf, 18 gassi, 21 lóu, 22 rugga, 23 leiti, 24 ónytj- ungs. Lóðrétt | 2 uggur, 3 senna, 4 endir, 5 pipra, 6 flón, 7 bali, 12 rýr, 14 ósa, 15 hóra, 16 augun, 17 flatt, 18 guldu, 19 sting, 20 iðin.  Ávegum Íþrótta- og tómstundaráðsReykjavíkur er starfrækt verkefniðSérsveitin. Um er að ræða sérúrræðifyrir fötluð ungmenni og hafa í sumar 115 börn og unglingar á aldrinum 6 til 20 ára tekið þátt í starfi Sérsveitarinnar. Heiður Baldursdóttir er umsjónarmaður Vest- urhlíðar, eins af undirhópum Sérsveitarinnar: „Meginmarkmið okkar er að styrkja hinn fatlaða til sjálfstæðis, bæði sem einstakling og í sam- skiptum við aðra. Við einbeitum okkur að þrem- ur meginþáttum: eflingu sjálfstrausts, eflingu sjálfstæðis og eflingu samkenndar með öðrum.“ Starfsemi Sérsveitarinnar skiptist í Vesturhlíð, Regnbogann og Texas. „Í Vesturhlíð starfrækjum við sumarnámskeið. Þetta er þriðja sumarið sem sú starfsemi er í gangi og fer hún fram eins og önnur hefðbundin sumarnámskeið hjá ÍTR en er þó sniðin eftir þörfum barna með fötlun. Við förum í vettvangs- ferðir, sundferðir, siglingar og klifur og erum alltaf með föstudagsgrillskemmtun. Dagskráin er skipulögð eftir veðri og vindum og áhugasviði hvers og eins enda reynum við alltaf að líta til þess hvað einstaklingurinn getur í stað þess að einblína á hvað hann getur ekki,“ segir Heiður. „Regnboginn og Texas eru atvinnutengd tóm- stundaúrræði fyrir ungt fólk með fötlun og starfa í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavíkur. Þar eru unglingarnir metnir til háfsdagsvinnugetu. Eftir hálfan vinnudag koma unglingarnir í Regnbog- ann og/eða Texas þar sem fram fer alls kyns list- sköpun, bæði við myndir og tónlist. Þar fá ung- lingarnir líka að prufa draumastörf. Einn langaði, til dæmis að vera dýralæknir og fékk að vinna á dýraspítalanum á meðan annar vildi vera mjólkurbílstjóri og fékk að prufa það. Krakkarnir eru yfir sig ánægðir og spenntir alla daga enda fá þau að ráða hvað þau gera. Enginn er píndur til nokkurs og við reynum að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta og ævintýra- legasta.“ Skjólstæðingar Vesturhlíðar eru á aldrinum 6 til 12 ára. Regnboginn þjónar unglingum í 8. til 10. bekk á meðan í Texas koma ungmenni á menntaskólaaldri. „Það stendur upp úr um þessar mundir að við erum á fullu við að skipuleggja sumarhátíðina okkar. Ótrúlega mikið er af hæfileikaríku fólki hjá okkur og við erum að undirbúa skemmti- atriði, bæði dans, söng og ýmiss konar uppi- stand. En ekki vilja allir koma fram og voru því í fyrra t.d. starfræktar hárgreiðslustofur og sýnd- ur afrakstur sumarsins, enda erum við að föndra heilmikið þegar eru rigningardagar. Fyrst og fremst ætlum við að koma saman og hafa gam- an.“ Sumarhátíð Sérsveitarinnar verður í Hátíð- arsal Hlíðaskóla kl. 13 til 14.30 miðvikudaginn 3. ágúst. Mannfagnaðir | Sérsveit ÍTR heldur árlegan sumarfagnað á miðvikudag  Heiður Baldursdóttir er fædd 14. júní 1979 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og útskrif- aðist sem tækniteikn- ari frá Iðnskólanum í Reykjavík og einnig af listnámsbraut frá sama skóla. Heiður hefur starfað hjá Sérsveit Hins hússins í starfi með fötluðum frá sumr- inu 2002. Sjálfstraust, sjálfstæði, samkennd Lightner-dobl. Norður ♠KD86 ♥G7 S/Enginn ♦K943 ♣K76 Vestur Austur ♠Á72 ♠G109543 ♥8 ♥932 ♦10765 ♦ÁG82 ♣G10532 ♣-- Suður ♠-- ♥ÁKD10654 ♦D ♣ÁD984 Árið 1929 skrifaði Theodore Lig- htner grein í The Bridge World þar sem hann setti fram hugmyndina um útspilsdobl á slemmum. Allar götur síðan hafa spilarar notað (og misnot- að) Lightner-dobl. Hér er nýlegt dæmi frá sumarleikunum í Altanta: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 lauf * Pass 2 tíglar * 2 spaðar 3 hjörtu 3 spaðar 3 grönd 4 spaðar 6 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Mark Horton var með spil austurs og hann greinir fá spilinu í mótsblaði leikanna. Opnun suðurs er geimkrafa og svar norðurs á tveimur tíglum bið- sögn, en lofar ekki tígli. Síðan taka við eðlilegar sagnir og Horton doblaði lokasögnina í viðleitni til að fá út lauf. Ein af reglum Lightners hljóðar svo: „Hafi blindur sagt lit, biður dobl um útspil þar.“ Þetta er einföld regla, en kannski ekki alveg skýr. Hvað ef blindur segir lit, sem er gervisögn? Er reglan þá í gildi? Makkers Hortons taldi svo vera og kom út með tígul – „lit“ blinds. Það var betra en spaðaás, en ekki nógu gott samt. Horton drap á tígulásinn og skipti yfir í spaðagosa. Sagnhafi trompaði, tók öll trompin, fór inn í borð á laufkóng og spilaði tígulkóng. Við það þvingaðist vestur með spaðaás og valdið á laufinu. Tólf slagir. Önnur af reglum Lightners er svo- hljóðandi: „Hafi hvorugur andstæð- inganna sagt frá hliðarlit, biður dobl um útkomu í lengsta lit.“ Vestur átti að fylgja þessari reglu og spila út laufi. Lightner vissi hvað hann söng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be2 c6 5. h4 h5 6. Rf3 Rf6 7. Bf4 Da5 8. Dd2 b5 9. Rg5 b4 10. Rd1 0–0 11. Re3 Ba6 12. 0–0 Bxe2 13. Dxe2 Rbd7 14. b3 Rb6 15. Bg3 Rfd7 16. Had1 c5 17. e5 e6 18. d5 Rxd5 19. Rxd5 Rxe5 20. Re7+ Kh8 21. Hxd6 Rg4 Sigurbjörn Björnsson (2.346) stóð sig með mikilli prýði á Politiken Cup, alþjóðlegu skákmóti, sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn. Þegar sex umferðum var lokið af tíu hafði hann fjóra vinninga og hefur hafnfirski keppnismaðurinn þá sjálf- sagt verið minnugur orðatiltækisins betur má ef duga skal þar eð í loka- umferðunum fjórum halaði hann inn þrjá og hálfan vinning. Þetta tryggði honum 2.–13. sæti sem er dágóður árangur á jafn sterku móti. Vel- gengni Sigurbjörns hófst í sjöundu umferð þar sem hann hafði hvítt í stöðunni gegn Dennis Jørgensen (2.168). Daninn hafði leikið af sér manni snemma í skákinni og lét Sig- urbjörn nú kné fylgja kviði. 22. Hxe6! Bd4 22. … fxe6 hefði leitt rak- leiðis til máts eftir 23. Rxg6+ Kg8 24. Dxe6+. 23. Ha6 Dd8 24. Rc6 og svartur gafst upp. Evrópukeppni landsliða í skák er nú hafin í Gauta- borg í Svíþjóð og geta áhugasamir fylgst daglega með gangi mála á vef- síðunni www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Verslunarferð á morgun í Hagkaup kl. 10. Farið frá Aflagranda og Grandavegi. Skráning á Aflagranda. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.30, gönguhópur kl. 13.30, púttvöllur kl. 10–16.30. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, Kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Púttæfingar fyrir eldri borgara hefjast miðvikudaginn 3. ágúst kl. 11 á púttvellinum hægra megin við Haukshús. Gréta býður upp á kaffi að loknum æfingum. Fjölskylduhjálp Íslands | Tökum á móti matvælum, fatnaði og leik- föngum alla miðvikudaga frá kl. 13 til 17. Úthlutun matvæla er alla mið- vikudaga frá kl. 15 til 17 að Eskihlíð 2– 4 við Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjárhagslega, vinsam- legast leggi inn á reikning 101–26– 66090, kt. 660903–2590. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, kl. 9 hárgreiðsla frí til 16. ágúst, kl. 10 boccia og pútt, kl. 12.15 ferð í Bón- us, kl. 15 kaffi. Þórsmerkurferð: 10. ágúst verður farið í Þórsmörk. Leið- sögumaður: Hólmfríður Gísladóttir. Þátttakendur hafi með sér nesti til dagsins, klæði og skói sig vel eftir veðri. Verð 3000 kr. Brottför kl. 10 frá Hraunbæ 105. greiða þarf ferð- ina í síðasta lagi föstudaginn 5. ágúst. Hvassaleiti 56–58 | Böðun alla daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Dagblöðin liggja frammi til aflestrar. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Lista- smiðja kl. 9–16, gönguhópurinn Sniglarnir kl. 10–11, Bónus kl. 12.40, bókabíll kl. 14.15–15.00. Skráningu á námskeið haustsins lýkur kl. 16 föstudag 5. ágúst. Dagblöðin liggja frammi. Hádegisverður og síðdeg- iskaffi alla daga. Uppl. í síma 568– 3132. Norðurbrún 1, | Hárgreiðlsustofan verður lokuð frá 12. júlí til 8. ágúst. Fótaaðgerðastofan lokuð frá 27. júlí til 8. ágúst. Vinnustofur lokaðar til 15. ágúst. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa- vinna. Kl. 13–16 postulínsmálun (júní). Kl. 13–16 frjáls spil. Sumarferð Miðvikudaginn 3. ágúst. Farið frá Vesturgötu kl. 9, Strandakirkja og Gallerý Sigurbjargar í Selvogi heim- sótt. Hádegismatur í Hafinu bláa. Veiðisafnið á Stokkseyri skoðað. Ek- ið um Selfoss og Ölfus á heimleið með viðkomu í Eden. Upplýsingar og skráning í síma 535–2740. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Bæn, ritningarlestur og söngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.