Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 26
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes ÉG GLEYMDI AÐ KAUPA GJÖF HANDA ÞÉR HOBBES. ÉG GERÐI EKKI EINU SINNI JÓLAKORT ÉG ÆTLAÐI EKKI AÐ GLEYMA GJÖFINNI ÞINNI EKKERT MÁL, ÉG ER HELDUR EKKI MEÐ GJÖF HANDA ÞÉR... EN HÉRNA ER TÍGRISDÝRAKNÚS FYRIR AÐ VERA BESTI VINUR MINN EKKI SVONA FAST, ÞÚ ERT AÐ KREYSTA TÁRIN ÚR MÉR GLEÐILEG JÓL Risaeðlugrín EN HVAÐ ÞETTA ER FALLEGT © DARGAUD MÁ ÉG LÍKA! VÁÁ, ALGJÖRT ÆÐI!! ÞETTA VERÐUR NÆSTA TÍSKUBYLGJA ÚÚ, ALVEG RÉTT! MÉR FINNST ÞÚ VERA MEÐ YNDISLEG AUGU SVONA LÍKAR YKKUR ÞETTA STELPUR! Í RAUN ER ÉG AÐ PRÓFA NÝTT TÆKI SEM GERIR OKKUR KLEIFT AÐ SJÁ BETUR JÁ! MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA BETUR PUSSAÐA KRISTALLA ER HÆGT AÐ BÆTA SJÓNINA EN BETUR AUÐVITAÐ ER ÞETTA EKKI ALVEG TILBÚIÐ, EN ÍMYNDIÐ YKKUR HVAÐ ÞETTA GETUR HJÁLPAÐ MÖRGUM SEM SJÁ ILLA EN DÍNÓ ERT ÞÚ EKKI MEÐ AFBRAGÐS SJÓN! ÁN ÞESS AÐ HAFA ÞESSA FJÁRANS KRISTALLA FYRIR AUGUNUM, ... JÁ!! Dagbók Í dag er þriðjudagur 2. ágúst, 214. dagur ársins 2005 Nú þegar versl-unarmannahelgin er nýafstaðin getur Víkverji ekki staðist þá freistingu að kvarta enn og aftur yf- ir staðsetningu þess- arar helgar á dagatal- inu. Hér er um áratuga langa hefð að ræða, að frídagur verslunar- manna sé fyrsti mánu- dagur í ágústmánuði og líklega erfitt að snúa því hjóli til baka. En nú telur Víkverji að rétt sé að gera bylt- ingu og færa verslunarmannahelg- ina aftur um einn mánuð, taka fyrstu helgina í júlí undir þessi hátíðarhöld. Með þessu vinnst margt. Fyrir það fyrsta ætti veðrið að vera betra og birtan meiri. Víkverji hefur sjaldan skilið af hverju Íslendingar flykkjast í tjaldútilegu einmitt þegar farið er að rökkva, í stað þess að nýta betur bjartar sumarnætur í júlíbyrjun. Í annan stað myndi sumarvertíðin í ferðaþjónustunni lengjast með því að færa þessa helgi til. Eftir versl- unarmannahelgi finnst mörgum sem sumarið sé hreinlega búið og farið að hausta í huga fólks. Þetta er í raun hin mesta firra því oft vill veðrið í ágústmánuði vera virkilega gott. Hver man ekki eftir hita- bylgjunni í höfuðborg- inni í fyrra á þessum árstíma? Með flutningi helgarinnar, og þar- með frídegi versl- unarmanna, ætti þessi þankagangur að vera úr sögunni og sumarið sjálfkrafa lengjast í huga okkar. Í þriðja lagi ætti flutningur á helginni ekkert að vera tiltöku- mál í ljósi allra þeirra bæjar- og héraðs- hátíða sem fram fara um hverja ein- ustu helgi allt sumarið. Verslunar- mannahelgin er ekki lengur það aðdráttarafl sem hún var hér áður, þegar vegakerfið var þannig að fólk ferðaðist sem minnst og styst. Nú eru vegirnir smekkfullir um hverja helgi og allir að sýna sig á jeppunum með „skuldahalana“ í eftirdragi. Verði ekki undirtektir fyrir flutn- ingnum aftur í júlí leggur Víkverji fram aðra tillögu til vara. Að hátíða- höldin verði með sanni á þeim tíma þegar sumarið er búið, í ágústlok, þannig að hægt verði að kveðja það með stæl úti í rökkrinu undir flug- eldahimni. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Mývatnssveit | Nítjánda starfsári sumartónleika við Mývatn lauk nú um helgina með þremur samkomum. Í Skútustaðakirkju voru orgeltónleikar þar sem Wolfgang Tretsch orgelleikari frá Berlín flutti fjölbreytta efnisskrá með orgelverkum. Í Reykjahlíðarkirkju flutti kirkjukór Áskirkju dagskrá með sí- gildum íslenskum lögum og nokkra sálma undir stjórn Kára Þormar. Í þriðja lagi var helgistund í Dimmuborgum undir stjórn sr. Örnólfs J. Ólafssonar. Það er í sjötta sinn sem helgistund er þar haldin um versl- unarmannahelgi. Fjölmenni eða yfir 150 manns var þar nú saman komið í fegursta veðri til að njóta stundarinnar. Að athöfn lokinni var kleinukaffi í fögru rjóðri skammt frá kirkjunni. Morgunblaðið/BFH Helgistund í Dimmuborgum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Látið fætur yðar feta beinar brautir,til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt. (Hebr. 12, 13.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.