Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 15 ÚR VESTURHEIMI 7 d ag ar í tó nle ika bobby@visindi.is HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra og Sigurjóna Sigurð- ardóttir, eiginkona hans, tóku þátt í hátíðahöldum í Mountain í Norð- ur-Dakóta og Gimli í Manitoba um helgina. „Það hefur verið afskaplega ánægjulegt fyrir okkur hjónin að vera hérna,“ segir Halldór Ás- grímsson. „Við höfum hitt marga vini og marga ættingja. Við eigum bæði stóran frændgarð hér og það hefur verið tekið afskaplega vel á móti okkur. Það er í raun ótrúlegt hvað þetta samfélag í Vesturheimi er sterkt og það er enn að eflast.“ Leslie Gudmundson frá Lundar er frændi forsætisráðherra. Afi hans, Guðmundur Guðmundsson, flutti til Kanada en hann var bróð- ir Ásgríms Guðmundssonar, lang- afa Halldórs. Fjórir bræður Ás- gríms fluttu til Kanada en auk þess fluttu margir sem tengjast Halldóri í móðurætt. „Leslie hefur vakið sérstaka eftirtekt mína vegna þess að hann líkist svo föður mínum og bræðrum hans í útliti.“ Um 500 frá Íslandi Um 50.000 manns tóku þátt í Ís- lendingadagshátíðinni í Gimli um helgina. Þar af voru um 500 manns frá Íslandi og meðal annars þrír kórar, Söngsveit Hveragerðis, Karlakór Selfoss og Grund- artangakórinn. Veðrið lék við gest- ina alla vikuna en hátíðin hófst fyrir viku með Kvikmyndahátíð Gimli. Síðan var styrktargolfmót Lögbergs-Heimskringlu, „The Ice- landic Open“, og að vanda náði há- tíðin hámarki í gær. Eins og und- anfarin ár ók löng bílalest um bæinn og tók aksturinn um tvo tíma. Robert T. Kristjanson, fiski- maður í Gimli, flutti minni Íslands og Halldór Ásgrímsson minni Kan- ada. „Íslendingadagshátíðin er ein af þessum öflugu samtökum í Norður-Ameríku sem vinna að því að treysta böndin við Ísland,“ sagði Sandra Sigurdson, forseti Ís- lendingadagsnefndar, í ávarpi sínu í gær. „Það er mikill heiður fyrir mig sem forsætisráðherra Íslands að ávarpa ykkur hér í dag á Íslend- ingadeginum og flytja minni Kan- ada,“ sagði Halldór Ásgrímsson í ræðu sinni í gær en þetta er þriðja heimsókn hans til Manitoba. Hann kom sem sjávarútvegsráðherra 1985 og sem utanríkisráðherra 1998. „Ég sé mikinn mun á samfélag- inu frá því ég kynntist því fyrst,“ segir hann. „Áður hafði ég kynnst Ted Árnasyni (fyrrverandi bæj- arstjóra Gimli) í gegnum fjöl- skyldu Sigurjónu því hann heim- sótti þau í hvert skipti sem hann kom til Íslands. Þá notaði ég tæki- færið til þess að heimsækja marga ættingja mína og síðan voru fleiri í fjölskyldunni sem gerðu það, með- al annars systir mín sem var við nám í Kanada.“ Íslendingadagshátíðin í Gimli er ein fjölmennasta hátíð sinnar teg- undar í Kanada. „Mér finnst hún alveg stórkostleg,“ segir Halldór. „Maður finnur svo mikla sam- kennd með fjölskyldunum og hér ríkir svo mikil gleði. Það er líka ótrúleg samsetning á skrúðgöng- unni og ég held að okkur tækist ekki á Íslandi að koma saman svona skrúðgöngu.“ Markvisst starf í áratug Íslensk stjórnvöld hafa unnið markvisst að því að efla sam- skiptin við Kanada undanfarinn áratug. „Eftir að ég kom í utanrík- isráðuneytið 1995 ákváðum við að efla þessi samskipti og setja upp ræðismannsskrifstofu í Winnipeg, sem varð til þess að stofna sendi- ráð í Kanada og Kanadamenn stofnuðu sendiráð á Íslandi. Það var ekki síst fyrir tilstilli Lloyds Axworthys, þáverandi utanrík- isráðherra, sem var þá þingmaður fyrir Winnipeg og þekkti Íslend- ingasamfélagið mjög vel. Ég hef haft mikla ánægju af þessum sam- skiptum í tuttugu ár.“ Öflugt starf í Mountain Innan við 100 manns búa í Mountain en hátíð Íslendinga- félagsins á svæðinu vekur stöðugt meiri athygli og að þessu sinni dró hún að um 5.000 gesti og þar á meðal fyrrnefnda þrjá kóra frá Ís- landi. „Við erum fá en sameinuð leggjum við mikið á okkur til að þessi hátíð geti orðið sem skemmtilegust fyrir alla,“ sagði Curtis Olafson, formaður félags- ins, í ávarpi sínu. Forsætisráðherrahjónin heim- sóttu nú Norður-Dakóta í fyrsta sinn. Halldór hafði á orði að það væri ótrúlegt að í ríkinu, sem væri helmingi stærra en Ísland að flat- armáli, byggju aðeins um 600.000 manns. Víðáttan kæmi sér líka á óvart. „Það vakti líka aðdáun og undrun hvað Íslendingasamfélagið er sterkt þar miðað við hvað í raun fáir hafa komið þessu fé- lagsstarfi í gang. En það sýnir hvað fólkið er stolt af sínum upp- runa og vill rækta þessi sam- skipti.“ Curtis Ólafson sagði að það væri mikill heiður að fá íslensku for- sætisráðherrahjónin í heimsókn. Félagið hefði sett sér það mark- mið að verða fjölmennasta deild Þjóðræknisfélagsins og heimsókn sendinefndarinnar frá Íslandi og annarra Íslendinga væri mjög uppbyggjandi fyrir félagið og sam- félagið. „Það skiptir okkur mjög miklu máli að fá alla þessa góðu gesti frá Íslandi á hátíðina okkar,“ sagði hann. Forsætisráðherrahjónin hitta frændur sína í Vesturheimi Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sendiherrahjónin í Washington, Helgi Ágústsson og Heba Jón- asdóttir, Curtis Olafsson, formaður Íslendingafélagsins í Mountain, Björk Eiríksdóttir Olafson, Halldór Ásgrímsson og Sigurjóna Sigurð- ardóttir í Mountain. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Víkingarnir voru á sínum stað í Gimli. Bjarni Tryggvason geimfari og Loren, dóttir hans, tóku á móti póstlestinni í Gimli. Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, Jenna Kristjansson, Robert T. Kristjansson og Peter Bjornson í hátíðargöngu í gær. Sigurjóna Sigurðardóttir, Halldór Ásgrímsson og Magnús Olafson á hátíð- inni í Mountain. Halldór Ásgrímsson á marga ættingja í Kanada og þar hitti hann meðal annars frændann Leslie Gudmundson frá Lundar. Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.