Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 13 ERLENT á ferðamannastöðum í Taba á Sínaí- skaga í fyrra. Í yfirlýsingu innan- ríkisráðuneytisins í gær sagði að lögreglan hefði ætlað að girða af felustað Flayfils í Ataqaa-fjöllum þegar skotið var á hana. Þeirri skotárás hefði verið svarað, með fyrrgreindum afleiðingum. Flayfil var bróðir Suleimans Flayfil, eins af meintum árásar- mönnum í Sharm el-Sheikh, en talið er að Suleiman hafi dáið í einni árásanna. Staðfest tala látinna í hryðjuverkunum er 64 en talið er að heildartala látinna sé 88. Kaíró. AP. | Lögreglan í Egyptalandi skaut til bana einn af meintum höf- uðpaurum hryðjuverkanna í Sharm el-Sheikh 23. júlí sl. er hún gerði áhlaup gegn honum á felustað hans í Ataqaa-fjöllunum. Eiginkona mannsins, Mohammeds Saleh Flay- fil, dó einnig í aðgerðunum og fjög- urra ára gömul dóttir þeirra særð- ist. Lögreglan í Egyptalandi hafði leitað Flayfils, sem var þrítugur, í tengslum við hryðjuverkin í Sharm el-Sheikh en hann var einnig grun- aður um aðild að sprengjutilræðum Meintur höfuð- paur drepinn Leiðtogar helstu ríkjaheimsins vottuðu í gærFahd konungi í Sádi-Arabíu virðingu sína en Fahd andaðist í fyrrinótt, 84 ára að aldri, að því er talið er. Fahd ríkti sem konungur í Sádi-Arabíu frá árinu 1982 en hefur þó aðeins stjórn- að landinu að nafninu til síðustu ár- in, vegna veikinda Fahds hefur það fallið í hlut hálfbróður hans, Abdul- lahs krónprins, að fara með daglega stjórn mála. Abdullah hefur verið útnefndur nýr konungur og mun hann verða krýndur á morgun, miðvikudag, en útför Fahds fer eftir því sem næst verður komist fram í dag, þriðjudag. Valdatími Fahds bin Abdel Aziz í Sádi-Arabíu einkenndist af miklu umróti sem raunar er ekki enn séð fyrir endann á. Sádi-Arabía er mesta olíuframleiðsluríki heimsins en árlegar tekjur af olíu höfðu þó tekið að falla nokkuð þegar Fahd erfði krúnuna 1982 og hann þurfti að beita sér fyrir aðhaldsaðgerðum á fyrstu árum sínum í stóli konungs. Almennt er talið að honum hafi tek- ist vel upp í efnahagsstjórn landsins og velmegun er almenn meðal heimamanna. En mannréttinda- samtök hafa hins vegar gagnrýnt hversu hart „sharia“ (lögum kórans- ins) er þar fylgt eftir og mannrétt- indi lítt virt, aftökur eru algengar í Sádi-Arabíu og landið þykir bæði lokað og íhaldssamt. Sádi-Arabía er hins vegar mik- ilvægt ríki og ekki aðeins sökum þeirra olíulinda sem landið býr yfir. Þar er nefnilega einnig að finna tvær helgustu borgir íslams, Medina og Mekka; þ.e. fæðingarstað og dán- arstað Múhameðs spámanns. Spilar Sádi-Arabía sérstakt hlutverk í ísl- am sökum þessa og milljónir músl- íma flykkjast til Mekka ár hvert í pílagrímsferðir til dánarstaðar spá- mannsins. Glaumgosi á sínum yngri árum Fadh konungur var einn sjö sona Abdel-Aziz konungs, stofnanda Sádi-Arabíu. Móðir hans hét Hassa og var í uppáhaldi hjá Abdel-Aziz sem átti margar eiginkonur, tryggði einmitt völd sín með því að giftast inn í ættir mikilvægra ættarhöfð- ingja. Fahd hafði á sínum yngri árum orð á sér fyrir að vera glaumgosi og sú saga er sögð af honum, að hann hafi eitt sinn tapað sex milljónum Bandaríkjadala á einu kvöldi í spila- víti í Mónakó. Eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn á sjötta áratugnum ró- aðist hann hins vegar nokkuð, þó að hann hafi ætíð haft orð á sér fyrir að vera unnandi vestrænna lifn- aðarhátta, talað er um að hann hafi drukkið áfengi í höllum sínum og þannig brotið lög, sem annars gilda í þessu íhaldssama landi. Fahd varð krónprins Sádi-Arabíu þegar Faisal konungur var ráðinn af dögum 1975. Stjórnaði Fahd sem slíkur landinu næstu sjö árin þar sem Khaled konungur sýndi dag- legri stjórn landsins lítinn áhuga. Við andlát Khaleds 1982 varð Fahd síðan sjálfur konungur. Verndari helgu moskanna Rök hafa verið færð fyrir því að ýmsar gjörðir Fahds hafi stuðlað að því mikla umróti, sem nú ríkir í Sádi-Arabíu og múslímaheiminum almennt. Eftir íslömsku byltinguna í Íran 1979 hafði hann áhyggjur af því að hún breiddist út, enda virtist þar vera orðið til ríki sem héldi grund- vallargildi íslams enn frekar í heiðri en sjálft fæðingarland spá- mannsins. Studdi Fahd konungur Íraka dyggi- lega í stríði þeirra við Íran á níunda áratugn- um. Fahd beitti sér jafnframt fyrir ýmsum breytingum sem hann vonaðist til að yrðu til þess að Sádi-Arabía stæði undir nafni sem vagga íslamskrar menn- ingar; þ.e. hann kom til móts við ýmsar kröfur íhaldsaflanna heima- fyrir, trúarlögregla var t.a.m. sett á laggirnar til að tryggja að farið væri eftir ýmsum samfélagslegum reglum, s.s. þeim sem skipa svo fyrir að konur beri slæður á almanna- færi. Tók hann sér síðan titillinn Verndari helgu moskanna tveggja árið 1986 til að minna á að sem konungur í Sádi- Arabíu héldi hann verndarhendi fyir helg- um íslömskum stöðum í Medina og Mekka. En á sama tíma leitaði Fahd bandalags við Bandaríkja- menn og sú ákvörðun hans að leyfa Bandaríkjamönnum að setja upp herstöðvar í Sádi-Arabíu eftir innrás Íraka í Kúveit 1990 reytti íhaldsöflin mjög til reiði. Margir Sádar og raun- ar múslímar víðar í heiminum töldu það brjóta beint gegn boðorðum spámannsins að hermenn af annarri trú en íslam skyldu vera staðsettir í fæðingarlandi íslams. Þurfti stjórn Fahds að berja niður mótmæli gegn þessari ákvörðun. Segja margir að þessi ákvörðun Fahds hafi skapað Osama bin Laden, sem fæddist í Sádi-Arabíu, og hreyfingu hans. Bandalagið við Bandaríkin hefur haldið þrátt fyrir að árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 hafi augljóslega valdið vandamálum, enda voru fimmtán af þeim nítján mönnum sem réðust á Bandaríkin sádí-arabískir ríkisborgarar. Sádi- arabísk stjórnvöld voru þó andvíg innrásinni í Írak 2003 og bandarísk- um herstöðvum í landinu hefur verið lokað. Valdabarátta í vændum? Fahd konungur fékk heilablóðfall árið 1995 og hefur verið veikur alla tíð síðan. Er alkunna að Abdullah, hálfbróðir hans, hefur í reynd stýrt Sádi-Arabíu síðustu fimm árin a.m.k. Er Abdullah sagður heilinn á bak við ýmsar aðgerðir síðustu ár er miða í umbótaátt, s.s. að halda sveit- arstjórnarkosningar fyrr á þessu ári, og tilraunir til að ráða nið- urlögum öfgahópa er taldir eru tengjast al-Qaeda og hafa staðið fyr- ir hryðjuverkum í Sádi-Arabíu. Abdullah, hinn nýi konungur Sádi-Arabíu, er á níræðisaldri. Það er einnig nýr krónprins landsins, hálfbróðir Abdullahs, Sultan bin Ab- dul Aziz prins. Þeir eru báðir sagðir heilsuhraustir en óhjákvæmilegt er talið, að nú hefjist kapphlaup um það meðal yngri manna að koma ár sinni vel fyrir borð, þannig að við- komandi geti gert kröfu til krún- unnar að þeim Abdullah og Sultan gengnum. AP Fahd konungur ásamt Ronald Reagan í Hvíta húsinu 1985. Abdullah krónprins Konungur á miklum umrótatímum Fadh konungur í Sádi-Arabíu er látinn, Abdullah krónprins útnefndur konungur í hans stað Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Nairobí. AFP, AP. | Óttast er að andlát Johns Garang, varaforseta Súdans og fyrrverandi leiðtoga skæruliða- sveita Suður- Súdana, verði til þess að ófriður blossi upp að nýju í landinu en skammt er síðan skrifað var upp á friðarsamkomu- lag sem binda átti enda á átök í Suð- ur-Súdan. Óeirðir brutust út í Khartoum, höfuðborg Súdans, og í Jubu, höfuðstað Suður-Súdan, eftir að fréttist um andlát Garangs í gær, þúsundir manna frá suðurhluta landsins þustu út á götur Khartoum og voru sumir vopnaðir byssum og hnífum. Óttast er að margir hafi beð- ið bana. Samið um frið í janúar Útgöngubann gekk í gildi klukkan 15 að staðartíma í Khartoum og sagði í frétt BBC að ró hefði þá færst yfir borgina. Ljóst er þó að brugðið getur til beggja vona, um fjórar milljónir Suður-Súdana búa í Khartoum og harma þeir mjög leið- toga sinn. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur hins vegar látið hafa eftir sér að hann voni að friðarsam- komulagið haldi. Yfirvöld í Súdan hafa fyrirskipað að landsmenn skuli virða þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts Gar- angs. Garang dó í þyrluslysi er hann var á leið heim frá Úganda. Þrettán aðrir biðu bana en vondu veðri er kennt um slysið. Garangs hafði verið saknað yfir helgina en ekki var greint frá andláti hans fyrr en árla í gærmorgun. Garang hafði verið leiðtogi upp- reisnarmanna í Suður-Súdan – þar sem flestir eru kristinnar trúar – í þrjá áratugi en þeir hafa háð blóðugt stríð við íslömsku stjórnina í Kharto- um sem hefur kostað a.m.k. 1,5 millj- ónir manna lífið. Samið var um frið í janúar og varð Garang þá varaforseti Súdans í einingarstjórn stríðsaðil- anna. Í gærkvöldi var búið að skipa Salva Kiir, næstráðanda Garangs í uppreisnarsveitunum, varaforseta Súdans í hans stað. Mikil óvissa leik- ur þó um framhaldið og óttast menn að átök blossi upp að nýju. Talin hætta á að átök blossi upp að nýju Leiðtogi Suður- Súdana fórst í þyrluslysi Reuters Suðursúdanskar konur syrgja John Garang, leiðtoga S-Súdana um áratugaskeið, í gær. John Garang Hryðjuverkin í Sharm el-Sheikh Brieskow-Finkenheerd. AFP. | Lög- reglan í Þýskalandi yfirheyrir nú 39 ára gamla konu sem talin er hafa myrt níu kornabörn skömmu eftir að hún bar þau í þennan heim. „Við stöndum frammi fyrir glæp sem er þess eðlis að ég man ekki til þess að annað eins þekkist í sögu Þýskalands,“ sagði Jörg Schön- bohm, innanríkisráðherra í Brandenborg, einu sam- bandslandi Þýskalands. Lík barnanna fundust í skúr í litlum bæ, Brieskow-Finken- heerd, 10 km suður af borginni Frankfurt-an-der-Oder við landamæri Póllands. Hafði lík- unum verið komið fyrir í fiska- búri, blómapottum og nokkur hafði móðirin grafið í sand- hrúgu. Virðist sem börnin hafi öll verið myrt skömmu eftir að þau fæddust. Talið er að morðin hafi átt sér stað á sextán ára tímabili, 1988– 2004. Móðirin, sem grunuð er um verknaðinn, hefur verið handtekin en hún á fjögur börn á lífi. Ekki hefur verið staðfest að hún hafi játað verknaðinn á sig við yfirheyrslur. Ekki er algerlega óþekkt að mæður deyði eigin börn skömmu eftir fæðingu. Í októ- ber 2003 viðurkenndi 38 ára gömul kona frá Czerniejow í Póllandi að hún hefði myrt fimm barna sinna strax eftir fæð- inguna. Og í júní 1999 viður- kenndi 70 ára gömul bandarísk kona að hafa myrt átta af tíu börnum sínum í mánuðinum eft- ir að þau fæddust. Sögð hafa myrt níu barna sinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.