Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 205. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sjóferð um Bjarkarhöf Bergþóra Jónsdóttir fjallar um nýja listreisu Bjarkar | Menning 29 Fasteignir og Íþróttir Fasteignir | Á rölti með augun opin  Dalshverfið í Reykjanesbæ Íþróttir | Hannes ekki strax til Stoke  Norðurlandamót drengjalandsliða hefst í dag STJÓRNIR Landsbankans, Burðaráss og Straums fjárfestingarbanka samþykktu í gær- kvöldi að leggja til við hluthafafundi í félögun- um að Straumur yfirtæki rekstur Burðaráss og meirihluta eigna þess félags en þó að und- anskildum nokkrum stórum eignum Burðar- áss, sem ganga inn í Landsbankann. Með þessum hætti verður til öflugur fjár- festingarbanki, sem mun nefnast Straumur- Burðarás fjárfestingarbanki. Þær eignir sem renna inn í Landsbankann leiða til þess að hann eflist einnig mjög. Verði þessar tillögur samþykktar verður Kaupþing banki eftir sem áður stærsti banki landsins, ef miðað er við eig- ið fé, Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki verður næststærsti bankinn miðað við sama blasa,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Að öðru leyti væri ótímabært að tjá sig um stöðu mála. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, vildi í gærkvöldi ekki tjá sig um mál- ið. Í frétt frá Burðarási frá í gærkvöldi segir m.a.: „Stjórnir Burðaráss hf., Landsbanka Ís- lands hf. og Straums fjárfestingarbanka hf. hafa samþykkt að leggja fyrir hluthafafundi fé- laganna sameiningu Burðaráss við Lands- bankann annars vegar og Straum fjárfesting- arbanka hins vegar. Gert er ráð fyrir að nafn félagsins verði Straumur – Burðarás fjárfest- ingarbanki hf. …“ mælikvarða. Landsbankinn verður í þriðja sæti og Íslandsbanki í því fjórða. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verða Landsbankinn, Fjárfestingarfélagið Grettir og fleiri tengdir aðilar stærstu hlut- hafar Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka með um 37% eignaraðild. Meðal annarra stórra hluthafa í sameinuð- um fjárfestingarbanka verða Magnús Kristins- son, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, með um 11% og fyrirtæki og einstaklingar sem tengjast H. Ben hf. með um 9%. Hér mun vera um að ræða stærsta samruna fyrirtækja á Íslandi og sennilega mestu við- skipti sem fram hafa farið á markaðnum hér. „Við erum bara að nota þau tækifæri sem við Burðarási skipt upp á milli Straums og Landsbankans Stærsti fyrirtækjasam- runi á Íslandi til þessa Washington. AFP. | George W. Bush Bandaríkja- forseti setti í gær John Bolton, fyrrverandi að- stoðarutanríkisráðherra, í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Leiddi Bush þar með hjá sér afstöðu Banda- ríkjaþings, en þar hafði skipan Boltons ekki enn fengist samþykkt í atkvæðagreiðslu þegar þingið fór í sumarfrí í júlíbyrjun. „Þetta er of mikil- vægt embætti til að hægt sé að láta það vera ómannað lengur, eink- um þar sem nú geisar stríð og fram fer mik- ilvæg umræða um end- urbætur á starfsemi SÞ,“ sagði Bush þegar hann tilkynnti ákvörð- un sína. Demókratar í öld- ungadeild Bandaríkja- þings töldu Bolton óhæfan í starfið og beittu þeir því málþófi til að koma í veg fyrir að eiginleg atkvæða- greiðsla færi fram um skipan hans, en fullyrða má að meirihluti repúblikana á þinginu hefði samþykkt hana. Sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Dodd í gær að Bush hefði gert þjóð sinni „veru- legt ógagn“ er hann skipaði mann í embættið „sem skorti trúverðugleika til að sinna hags- munum Bandaríkjanna hjá SÞ“. Og John Kerry, annar demókrati í öldungadeildinni, sagði að sú staðreynd, að Bolton fer til New York án þess að hafa hlotið til þess umboð frá Bandaríkjaþingi, gerði það að verkum að hann yrði veikur fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ. Þar sem Bolton er skipaður í embættið án þess að hafa hlotið blessun þingsins gildir ráða- hagurinn aðeins þar til nýtt þing kemur saman eftir kosningar í Bandaríkjunum haustið 2006. Bolton fer til starfa hjá SÞ John Bolton mættur til starfa í New York í gær. SKAFTÁRHLAUP var ennþá í stöðugum vexti í gærkvöldi en upptök þess voru óljós. Gífurlegt rennsli er í Skaftá í Skaftárdal og Hundafossar ólga í vatnavöxtunum. Kvíslin sem sjá má hægra megin á myndinni er venju- lega aðeins lítill lækur. Ólöf Rún Sigurð- hvenær hlaupið nái hámarki en það kom fyrst fram á mælistöðinni við Sveinstind seint að- faranótt sunnudagsins. Oddsteinn Kristjáns- son, bóndi í Hvammi í Skaftártungu, segir að mikið hafi verið í ánni og býst við að hlaupið verði stærra en síðast /4. ardóttir, Petra Ingibjörg Eiríksdóttir, Rúna Björg Vilhjálmsdóttir og Helgi Kristjánsson virtu fyrir sér sjónarspilið á sunnudags- kvöldið. Sverrir Óskar Elefsen hjá vatnamælingum Orkustofnunar segir erfitt að segja fyrir um Morgunblaðið/ÞÖK Hlaupið vex stöðugt í Skaftá London. AFP. | Yfirvöld á Ítalíu lögðu í gær fram ákærur á hendur Osmain Hussain en hann er grunaður um að hafa verið einn fjög- urra manna sem gerðu tilraun til að fremja hryðjuverk í London 21. júlí sl. Og í gær- kvöldi handtók breska lögreglan tvo menn til viðbótar í tengslum við rannsókn málsins. Osman Hussain er sak- aður um að tengjast al- þjóðlegum hryðjuverkum og fyrir að hafa ferðast undir fölsku flaggi. Ákær- urnar gera ítölsku lögregl- unni kleift að hafa Hussa- in, sem einnig gengur undir nafninu Ramdi Isaac, áfram í varðhaldi. Bresk stjórnvöld hafa farið fram á framsal hans en lögmaður Hussains hefur gefið til kynna að hann muni berjast fyrir því að þeirri beiðni verði hafnað. Mikill viðbúnaður Breska lögreglan viðhafði mikinn viðbúnað í London í gær. Breska blaðið The Times sagði að talið væri að þriðja sellan af hryðju- verkamönnum undirbyggi nú af kappi enn eitt hryðjuverkið í borginni, í kjölfar hinna tveggja fyrri, en fulltrúar Scotland Yard sögðu hér aðeins um getgátur að ræða. Grunaður sprengjumað- ur ákærður Osman Hussain London. AFP. | Sömu aðilar og reka lágfargjaldaflugfélagið easyJet – sem nú er að hluta til í eigu FL Group – hafa nú opnað fyrsta hót- elið í nýrri hótelkeðju, easyHotel. Það er í Kensington í Vestur- London og verður hægt að fá þar þrjár tegundir hótelherbergja: lítil herbergi, mjög lítil og agnarlítil. Eru stærstu herbergin 7,2 fer- sakna þeirra, hann vilji enga dags- birtu til að trufla sinn svefn. Eng- inn bar er á hótelinu, aðeins einn starfsmaður í anddyrinu og borga verður sérstaklega fyrir afnot af sjónvarpi. Vonast forsvarsmenn til að laða til sín viðskiptavini sem vilja spara hótelkostnað. Í bígerð er að opna annað easyHotel í Basel í Sviss í haust. Herbergi á easyHotel munu kosta á bilinu 20 til 45 pund, 2.200–5.000 ísl. krónur, og fer verðið eftir stærð herbergja og fer hækkandi í samræmi við eft- irspurn; en pantanir fara fram á netinu eins og tíðkast hjá easyJet. 34 herbergi eru í nýja hótelinu og aðeins þrjú þeirra hafa glugga. Sjálfur segist Haji-Ioannou ekki metrar, síðan 6,3 fm og loks 5,4 fm. „Þetta hljóta að vera minnstu hótelherbergi í Evrópu,“ sagði Stelios Haji-Ioannou, stofnandi easyGroup-keðjunnar á blaða- mannafundi. „En Marriott- hótelið hér við hliðina myndi láta þig borga a.m.k. 80 pund fyrir hótelherbergi í kvöld,“ sagði hann. Agnarsmá herbergi og engir gluggar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.