Morgunblaðið - 18.08.2005, Side 11

Morgunblaðið - 18.08.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 11 FRÉTTIR Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. 11-16 Nýjar vörur frá Gott verð SÚPER VEGNA FLUTNINGS OKKAR ÚR FAXAFENI Í KRINGLUNA AÐEINS Í KRINGLUNNI VIÐ ERUM FLUTT ÚR FAXAFENI Í KRINGLUNA Satín sængurföt vönduð, mjúk og falleg ER AÐEINS Í KRINGLUNNI Verð nú aðeins 1.995.- áður kr. 3.995.- Rúmteppi einstaklega vandað, vattstungið, fallegur frágangur á kanti. 2 púðaver + rúmteppi. Stærðir 260 x 240 cm Stærðir 260 x 280 cm sama verð. Verð nú aðeins 9.990.- áður kr. 17.990.- tk .i s fallegt fyrir heimilið Myndlist L e i r l i s t G l e r l i s t gallery GL BAL GRÍPTU GOTT TÆKIFÆRI ÞESSA VIKU HEIMASÍÐA www.tk.is H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 Ú T S A L A ÚTSÖLULOK VERÐHRUN Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Opnum í dag með glæsilegan haustfatnað Opnum kl. 9.00 virka daga Laugavegi 34, sími 551 4301 Sumarúlpur 20% afsláttur - Stórar stærðir JÓHANNES Sigurðsson, prófessor í fjármálarétti við Háskólann í Reykja- vík, telur lánveitingar Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja ólögmætar. Út- víkkun starfseminnar rúmist ekki innan þeirra lagaheimilda sem um starfsemina gildi og sé ósamrýman- leg skuldbindingum Íslands við EES- samninginn. Þetta kemur fram í álits- gerð sem hann vann að beiðni Sam- taka atvinnulífsins og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Samantekt SA á niðurstöðum Jóhannesar fer hér á eftir: „Að beiðni Samtaka atvinnulífsins og Samtaka banka og verðbréfafyr- irtækja hefur Jóhannes Sigurðsson hrl., prófessor við Rannsóknarstofn- un í fjármálarétti við Háskólann í Reykjavík, tekið saman álitsgerð um heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveit- inga, fjármögnunar og áhættustýr- ingar. Markmið álitsgerðarinnar er að leggja mat á það hvort sú starfsemi sem Íbúðalánasjóður stundar sem ríkisstofnun rúmist innan þeirra laga- heimilda sem um starfsemina fjalla, eins og spurningar hafa vaknað um. Samkvæmt lánasamningum Íbúða- lánasjóðs og fjármálafyrirtækja eru lánin ætluð til íbúðakaupa viðskipta- manna fjármálafyrirtækjanna. Lánin eru að hámarki 25 m.kr. og eru tryggð með 1. veðrétti í íbúðarhúsnæði. Rök- semdir Íbúðalánasjóðs fyrir lánveit- ingunum eru þær að lánveitingarnar séu liður í hefðbundinni áhættustýr- ingu sjóðsins sem komin er til vegna mikilla uppgreiðslna á lánum. Óheimil lánastarfsemi Í álitsgerð Jóhannesar er komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði sé samkvæmt lögum ekki heimilt að veita lán til fjármálafyrirtækja með þeim hætti sem sjóðurinn hefur gert, jafnvel þótt tilgangurinn með þeim lánum sé að endurlána einstaklingum eða byggingaraðilum til kaupa eða bygginga á íbúðarhúsnæði. Sjóðurinn hafi í raun tekið þátt í fjármálastarf- semi sem rúmist ekki innan starfs- heimilda hans. Í kjölfar kerfisbreyt- inga á fjármögnun og útlánum Íbúðalánasjóðs árið 2004 hafi sjóður- inn setið uppi með mikla fjármuni vegna endurgreiðslna sem hann hafi ekki haft þörf fyrir til að standa undir eftirspurn eftir íbúðalánum hjá sjóðn- um. Íbúðalánasjóður hafi þrátt fyrir það haldið áfram verðbréfaútgáfu á árinu, þó svo að sjóðinn hafi ekki vant- að fjármuni til útlána til að mæta lög- bundnu hlutverki sínu. Ekki í nafni áhættustýringar Í álitsgerð sinni segir Jóhannes Sigurðsson að lánasamningar Íbúða- lánasjóðs við fjármálafyrirtæki upp- fylli ekki skilyrði laga og reglugerða um eigna- og áhættustýringu. „Sam- kvæmt reglunum er sjóðnum heimilt að eiga viðskipti með eigin verðbréf og önnur verðbréf í því skyni að stýra áhættu. Lánasamningarnir uppfylla ekki skilyrði þess að vera verðbréf. Samkvæmt ákvæðum lánasamning- anna eru þeir ekki framseljanlegir en það er eitt skilgreiningaratriði verð- bréfa. Að auki getur það ekki talist til hefðbundinna áhættustýringarað- ferða að Íbúðalánsjóður veiti lán til íbúðarkaupa fyrir milligöngu fjár- málafyrirtækja sem fela í sér meiri áhættu en almenn lán sjóðsins til íbúðarkaupa.“ Farið í kringum lagaheimildir Fjárhæðir íbúðalána, sem liggja að baki lánasamningum Íbúðalánasjóðs og fjármálafyrirtækja, eru hærri en heimildir Íbúðalánasjóðs eru til al- mennra íbúðalána. Hámarkslán al- mennra lána Íbúðalánasjóðs eru 15,9 milljónir, en mega skv. lánasamning- unum vera allt að 25 milljónir króna. „Með lánveitingunum er því farið með ólögmætum hætti í kringum laga- heimildir sjóðsins til íbúðalána,“ segir Jóhannes og bendir jafnframt á að endurlán ríkisstofnunar til tiltekinna fjármálafyrirtækja á fjármunum sem hún hafi aflað í skjóli ríkisábyrgðar á skuldbindingum sé ólögmætur ríkis- styrkur sem brjóti í bága við skuld- bindingar íslenska ríkisins skv. EES- samningnum. „Engin rök, hvorki fé- lagsleg né önnur, styðja slíkar lánveitingar til tiltekinna fjármálafyr- irtækja á samkeppnismarkaði. Ekki er unnt að fallast á þá skoðun að líta beri á uppgreiðslufé íbúðalána með öðrum hætti en upphaflegar lántökur sjóðsins. Uppruni fjárins er sá sami og þess aflað af Íbúðalánasjóði á grundvelli ríkisábyrgðarinnar. Við- koma peninganna hjá lántökum breytir því ekki að þeirra er aflað á betri kjörum en aðrir aðilar eiga al- mennt kost á,“ segir Jóhannes og ítrekar að endurlán Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja á fé sem aflað er með ríkisábyrgð feli í sér samkeppn- islega hindrun fyrir aðrar lánastofn- anir sem ekki sé unnt að réttlæta með tilvísun til almennra hagsmuna.“ Ný álitsgerð lagaprófessors um Íbúðalánasjóð Útvíkkun á starfsemi ÍLS stangast á við reglur EES Morgunblaðið/Ingibjörg Þegar Íbúðalánasjóður tók til starfa fyrir rétt rúmum 5 árum hóf göngu sína ný tegund lána sem ætluð voru til að auka möguleika fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins á að eignast nýtt húsnæði.  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.