Morgunblaðið - 18.08.2005, Side 18

Morgunblaðið - 18.08.2005, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Talsmenn Ísraelshers sögðu brottflutninga þeirra landnema á Gaza, sem neitað hafa að fara af fús- um og frjálsum vilja, ganga vel; að- gerðir hersins hafi gengið friðsam- legar fyrir sig en menn höfðu óttast. Landnemarnir lýstu þó reiði sinni óspart: „Nasisti! Neitaðu að hlýða skipunum!“ hrópaði fólkið að her- mönnunum. „Gyðingar reka ekki aðra gyðinga frá heimilum sínum,“ TIL harðra átaka kom þegar ísr- aelskar öryggissveitir tóku að fjar- lægja íbúa gyðingabyggða á Gaza, sem ákveðið hefur verið að skuli lok- að, með valdi í gær. Nokkur þúsund landnemar á þessu svæði neita að fara sjálfviljugir og börðust um á hæl og hnakka þegar her- og lög- reglumenn drógu þá út af heimilum þeirra og settu upp í rútur, sem flytja eiga fólkið til nýrra heim- kynna. Mikil spenna ríkir nú í Mið-Aust- urlöndum enda eru gyðingar, sem búið hafa í ísraelskum landnema- byggðum á Gaza, afar reiðir vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Ariels Sharons forsætisráðherra að loka þeim. M.a. voru þrír Palestínumenn, verkamenn í Shvut Rakhel, sem er gyðingabyggð á Vesturbakkanum, skotnir til bana um miðjan dag í gær og er morðinginn ísraelskur land- nemi á þessum slóðum. Sharon segist miður sín Mahmoud Abbas, leiðtogi Palest- ínumanna, hvatti palestínska öfga- hópa til að sýna stillingu; sagði hann morðin í Shvut Rakhel tilraun til að skemma og setja strik í reikninginn hvað varðar lokun landnemabyggða gyðinga á svæðum Palestínumanna. Engu að síður brugðust herskáir Palestínumenn við með því að varpa sprengju á bækistöð Ísraelshers sunnarlega á Gaza. hrópaði fólkið einnig að ísraelsku hermönnunum. Sharon sagðist miður sín yfir myndunum sem borist hafa af því er gyðingar voru fluttir nauðugir á brott frá heimilum sínum á Gaza. „Það er ekki hægt að horfa á þetta öðruvísi en með tár í augunum,“ sagði hann. En Sharon hvatti land- nema til að sýna stillingu. „Ekki ráð- ast á menn og konur í búningum Ísr- aelshers. Ekki ásaka þá. Ekki gera þeim þetta verk þungbærara en þeim er það nú þegar. Ráðist á mig. Ég ber ábyrgðina á þessu.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Ísrael- ar hverfa frá svæði sem þeir tóku af aröbum á þessum slóðum fyrir hart- nær fjörutíu árum. Ekki er vitað hvenær lokið verður við að rýma byggðirnar, það verk er talið geta staðið fram undir helgi. Landnemar dregnir í burtu frá heimilum sínum Ísraeli drap þrjá Palestínumenn á Vesturbakkanum Reuters Landnemar á Gaza takast á við ísraelska lögreglumenn í gær er þeir hófu að flytja þá með valdi á brott frá heim- ilum sínum í Gush Katif í Neve Dekalim. Um átta þúsund gyðingar hafa búið í landnemabyggðunum á Gaza. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Bagdad. AP, AFP. | Þrjár bílsprengjur sprungu í gær á mesta annatíma við strætisvagnastöð í Bagdad og við sjúkrahús skammt frá. Létu að minnsta kosti 43 menn lífið og meira en 70 slösuðust. 11 menn féllu í árásum annars staðar í landinu. Tvær bílsprengjur sprungu með 10 mínútna millibili í Al-Nahda- hverfinu í miðborginni og sú þriðja sprakk við Al-Kindi-sjúkrahúsið í sama hverfi. Haft var eftir lögreglu- manni, sem var vitni að sprenging- unum, að þær hefðu augljóslega verið samhæfðar til að valda sem mestu manntjóni. Kvaðst hann kom- ið strax til hjálpar eftir fyrstu sprenginguna en þá hefði ekki liðið langur tími þar til síðari sprengjan sprakk. Sagði hann, að tveir starfs- bræður hans hefðu síðan látið lífið í þriðju sprengingunni. Um 20 bílar, þar á meðal þrír strætisvagnar, eyðilögðust í spreng- ingunum og var skelfilegt um að lit- ast eftir hryðjuverkin, sundurtætt lík og brak um allt. Um 1.850 bandarískir hermenn fallnir Hryðjuverkin koma í kjölfar hót- ana al-Qaeda um að drepa alla þá, sem vinna að því að setja Írak nýja stjórnarskrá, en illa gengur að ná samkomulagi um hana. Drög að henni verða hins vegar að liggja fyr- ir næstkomandi mánudag. Skæruliðar drápu í gær sex íraska hermenn, sem gættu olíu- leiðslna í Norður-Írak, og fimm menn voru drepnir annars staðar. Þá var skýrt frá því í gær, að fimm bandarískir hermenn hefðu fallið í vikunni og er þá mannfallið meðal þeirra komið í um 1.850 frá upphafi Íraksinnrásar. AP Harmi slegnar, íraskar konur eftir hryðjuverkin í Bagdad í gær en sú til hægri á myndinni missti son sinn. Á fimmta tug manna týndi lífi í árás- unum í gær og upp undir áttatíu særðust, sumir mjög alvarlega. Tugir manna týndu lífi í bíl- sprengingum London. AFP. | Ungur Brasilíumaður, sem var skotinn til bana í London, grunaður um að vera hryðjuverka- maður, var ekki að reyna að forðast lögregluna og hafði í raun verið handtekinn er hann var skotinn átta skotum. Kemur þetta fram í skjölum um rannsóknina, sem lekið var til bresku sjónvarpsstöðvarinnar ITV. Sérstök nefnd, sem rannsakar dauða Charles de Menezes, 27 ára gamals, brasilísks rafvirkja, vildi í gær hvorki játa né neita frétt ITV en samkvæmt henni var atburðarásin mjög ólík því, sem fram hefur komið hjá lögreglunni. Lögreglan skaut Menezes eftir að Rannsóknarskjöl, sem lekið hefur verið til fjölmiðla, benda ekki til að hann hafi hagað sér grunsamlega hann fór inn í jarðlest 22. júlí eða daginn eftir að fjórir menn reyndu að endurtaka hryðjuverkin 7. júlí en þá létu alls 56 menn lífið. Frásögn lögreglunnar var á þá leið, að Menezes hefði hagað sér grunsamlega. Verið í þykkum jakka, stokkið yfir grindur á Stockwell- jarðlestastöðinni og hlaupið inn í lestina. Framburður vitna og ljós- myndir, sem ITV hefur komist yfir, segja hins vegar aðra sögu. Sem sagt þá, að Menezes hafi verið í þunnum og léttum jakka og gengið í rólegheitum inn á stöðina, náð sér í dagblað og gengið í gegnum hliðið en ekki stokkið yfir það. Þegar hann sá lestina koma hafi hann hlaupið við fót og verið sestur eða að setjast þegar lögreglan tók hann og skaut til bana. Ásakanir um getuleysi og klúður Fjölskylda Menezes í Brasilíu hef- ur krafist þess, að allt verði upplýst um dauða hans en lögfræðingur hennar í Bret- landi, Harriet Wistrich, sagði í gær, að aug- ljóslega hefði verið um að ræða vítavert getuleysi og klúður auk þess sem fjar- skipti milli viðkomandi lögreglu- manna hefðu verið í molum. „Fyrir það fyrsta verður lög- reglan að viðurkenna, að sú saga hennar, sem skýrt var frá í fréttum, var alröng. Það var ekkert, sem gerði Menezes grunsamlegan,“ sagði Wistrich. John ÓConnor, fyrrverandi for- ingi í Lundúnalögreglunni, sagði í gær í viðtali við breska rík- isútvarpið, BBC, að fréttin í ITV myndi koma Sir Ian Blair, yfirmanni lögreglunnar í borginni, í „mikla klípu“ og líklega yrði lagt að honum að segja af sér. Hvorki Scotland Yard né breska innanríkisráðuneytið vildu nokkuð segja um málið í gær. Charles de Menezes Vefengja sögu lögreglu um dauða Brasilíumanns Dhaka. AFP. | Meira en 350 sprengj- ur sprungu á sama klukkutímanum víðs vegar um Bangladesh í gær með þeim afleiðingum að tveir biðu bana og fimmtíu særðust. Sprengj- urnar voru kraftlitlar en þær sprungu í næstum öllum 64 helstu borgum og bæjum landsins, þ.m.t. höfuðborginni Dhaka. Aukinn öryggisviðbúnaður Fimmtán manns voru handtekin í tengslum við sprengjutilræðin en lögregla taldi íslömsk öfgasamtök, Jamayetal Mujahideen, standa á bak við þær. Starfsemi þeirra og annarra harðlínusamtaka, Jagrata Muslim Janata Bangladesh, var bönnuð í febrúar vegna meintra tengsla þeirra við sprengjutilræði í landinu. Hafa yfirvöld nú gripið til hertra öryggisráðstafana í kjölfar atburðanna í gær. Yfirvöld hvöttu landsmenn til að sýna stillingu. „Þetta voru litlar, heimatilbúnar sprengjur og þeim var ætlað að valda ótta,“ sagði Ab- dul Kaiyum, yfirlögreglustjóri Bangladesh. Reuters Sprengju- árásir í Bangladesh Róm. AFP. | Yfirvöld á Ítalíu sögðu í gær að þau myndu framselja Hamdi Isaac, breskan ríkisborgara af eþíóp- ískum ættum, til Bretlands innan þrjátíu og fimm daga en Isaac er grunaður um að- ild að misheppn- uðum hryðju- verkum í London 21. júlí sl. Isaac er 27 ára og gengur einnig undir nafninu Osman Hussain. Hann yfirgaf Lond- on 26. júlí og fór þaðan til Rómar, með viðkomu í París og Mílanó. Hann var handtekinn í Rómarborg 29. júlí en þar á hann bróður. Lög- maður Isaacs hefur sagt að hann muni verjast framsali til Bretlands. Verður fram- seldur til Bretlands Hamdi Isaac ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.