Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.08.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2005 41 DAGBÓK Ragnar Tómas Árnason er aðalritari þrí-tugasta og sjöunda norræna lögfræði-þingsins sem hefst í Reykjavík í dag.Auk hans komu að undirbúningi ráð- stefnunnar þær Guðrún Erlendsdóttir, hæstarétt- ardómari og formaður Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna, og Erla Jónsdóttir hrl. rit- ari deildarinnar. Fyrsta þingið af þessu tagi var haldið í Dan- mörku árið 1872 en að jafnaði eru þingin haldin á þriggja ára fresti í einhverju Norðurlandanna: „Það má segja að fyrstu 100 árin hafi lunginn af norrænum lögfræðingum sótt þessi þing, en síðan hefur fjölgað í stéttinni og í dag má halda því fram að það sé rjóminn af lögfræðingum Norðurlanda sem sækir þingin,“ segir Ragnar. „Í gegnum tíð- ina hafa þessir fundir verið afskaplega mik- ilvægur vettvangur fyrir norræna lögfræðinga til að skiptast á upplýsingum, reynslu og skoðunum og iðulega orðið til á þingunum vísir að lagalegu samstarfi milli landa.“ Ráðstefnan stendur 18. til 20. ágúst og fer fram í Háskólabíói og Hótel Sögu. Á þinginu verður fjallað um 24 efni sem skipt hefur verið í níu efn- isflokka: ábyrgð og bætur, lögfræðilegar aðferðir, vinnu, fjölskyldu, grundavallarréttindi, opinbera geirann, réttarfar, refsingu og loks málefni nú- tímans. Fyrirlesarar eru ríflega 70 talsins og þátt- takendur um 1.100, flestir frá Norðurlöndunum en einnig gestir frá. Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi og Japan en skandinavíska er þó vinnumál ráðstefnunnar. Meðal gesta á ráðstefn- unni verða Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís- lands og ráðherrarnir Björn Bjarnason og Val- gerður Sverrisdóttir. „Margt hefur verið að breytast á síðustu árum og áratugum: samgöngur og fjarskiptatækni og ekki síst evrópska samvinnan sem farin eru að móta starf lögfræðinga. Þingin hafa stundað vissa naflaskoðun og sem dæmi má nefna að á síðasta þingi, sem haldið var í Helsinki, var gildi norræns lögfræðisamstarfs rætt. Pallborðsumræður loka- þingsins í þetta skipti snúast einnig um þetta efni: hvort við getum skilgreint norræna lögfræði sem eitthvað sérstakt fyrirbrigði þegar litið er til allr- ar þeirrar löggjafar sem berst frá Evrópusam- bandinu inn í okkar réttarkerfi. Niðurstaðan af þessum umræðum hefur hingað til verið sú að, – já, við höfum ennþá mjög mikla sérstöðu. Bæði vegna þess að lagabálkarnir okkar hvíla á gömlum grunni og við höfum svipað gildismat og sýn á hlutina. Svo það er kannski ekki hvað síst mik- ilvægt á þessum tímum að norrænu löndin taki höndum saman, stilli saman strengi sína og reyni jafnvel að tala einni röddu á alþjóðavettvangi.“ Lögfræði | Þrítugasta og sjöunda Norræna lögfræðingaþingið haldið í Reykjavík Fjölbreytt umræða um lagamál  Ragnar Tómas Árna- son fæddist í Reykjavík árið 1970. Hann útskrif- aðist frá MR 1989 og lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Ís- lands 1995 og öðlaðist héraðsdómslögmanns- réttindi 1996. Árið 2004 lauk hann meist- aranámi í lögum (LL.M) frá Harvard Law School. Ragnar starfaði hjá A&P lögmönnum og síðar Logos lögmannaþjónustu frá 1995 til 2001 og hefur verið meðeigandi að Logos frá 2001. Ragnar hefur sinnt ýmsum kennslustörfum og er aðjúnkt við lagadeild HÍ. Hann er kvæntur Freyju Ingimarsdóttur píanó- kennara og eiga þau tvö börn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Rétt er rétt – deilur í Garðasókn ÉG, sem fundarstjóri fundar sem stuðningsmenn séra Hans Mark- úsar Hafsteinssonar boðuðu til 13. júlí sl., sé ástæðu til að leiðrétta „Sóknarbarn í Garðabæ“ sem skrif- ar í Velvakanda föstudaginn 12. ágúst sl. Það er ekki rétt að fundarstjóri hafi byrjað á að tilkynna að einungis væri ætlast til að stuðningsmenn sóknarprestsins tjáðu sig á fund- inum, aðrir ekki. Það rétta er að fundarstjóri bað fundarmenn að sýna fundinum jafnmikla virðingu og stuðningsmenn séra Hans Mark- úsar hefðu sýnt þegar sóknarnefnd boðaði til fundar 28. apríl sl. þar sem stuðningsmenn sóknarprestsins, héldu sig til hlés þrátt fyrir að ærin ástæða hefði verið til að svara þeim ávirðingum sem á sóknarprestinn voru bornar. Engum var meinað að tjá sig á fundinum eins og fullyrt var hjá bréfritara sem ekki þorir að koma fram undir nafni. Allir voru boðnir velkomnir á þennan fund og var enginn rekinn úr ræðustól. Það geta þeir tæplega þrjú hundruð manns borið vitni um sem sóttu þennan fund. Það verður að segjast eins og er að það var himnasending af fá þessa aðila. Voru þeir útsendarar for- manns sóknarnefndar á fundinum? Hlutverk þeirra var sjálfsagt að reyna að eyðileggja þennan fjöl- menna fund og verð ég að taka und- ir það með bréfritara þegar hann dáist að þeim fyrir að hafa kjark til að mæta á fundinn. Því málflutn- ingur þeirra var ómálefnanlegur, dónalegur, þannig að fund- armönnum ofbauð. Þarna kom ber- lega í ljós á hvaða plani þeirra mál- flutningur hefur verið í þessu máli. Málflutningur stuðningsmanna séra Hans Markúsar Hafsteins- sonar hefur alltaf verið með þeim hætti að við getum staðið við allt það sem við höfum sent frá okkur og þurfum ekki að skammast okkur fyrir ljót orð sem erfitt verður að taka til baka og bæta fyrir. Undirrituð hefur ekki átt í nein- um persónulegum deilum við neinn í sókninni heldur hefur reynt að leggja sitt á vogarskálarnar til að deila þessi leysist á þann hátt að skaðinn verði sem minnstur fyrir sóknina og kristilegt safnaðarstarf geti farið fram innan sókninnar. „Syngjum Drottin nýjan söng“ eins og segir í tilkynningu frá prestunum í Garðasókn þegar þeir auglýsa messuna nk. sunnudag. Virðingarfyllst, Bjarndís Lárusdóttir. Stoppistöð við Sæbraut Í MORGUNBLAÐINU 10. ágúst sl. segir Jórunn Frímannsdóttir í grein sinni um strætó að ekki séu lengur í boði unglingafargjöld. Ég er nýbúin að kaupa svona unglingamiða, í júlí, en það hefur kannski verið hætt að selja þá eftir það. Svo langar mig að koma að at- hugasemd um stoppistöð sem er við gatnamót Sæbrautar og Skútuvogs við bílaþvottastöðina. Það er í raun- inni engin leið að komast að þessari biðstöð ef fara á niður í bæ nema fara yfir stórhættuleg ljós þar sem engin gangbrautarljós eru og vaða yfir lóðir hjá blokkunum. Þarna er ekkert skýli og fólk stendur óvarið með gras allt í kring. Sigrún. Snotra er týnd SNORTRA er innikisa sem týndist frá Logafold í Grafarvogi 13. ágúst sl. Hún er svört og hvít, með svarta hálsól og eyrnamerkt. Hún er stygg og ekki víst að hægt sé að ná henni. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um Snotru eru beðnir að hafa samband í síma 820 2033. Kisa í óskilum í Kópavogi GULBRÖNDÓTTUR fressköttur, með hvítt trýni, hvíta bringu, kvið, fætur og rendur á skotti, ekki full- vaxta. Ómerktur. Fannst svangur og þreyttur við Furugrund í Kópavogi 13. ágúst sl. Mjög mannelskur og skemmtilegur. Uppl. í síma 564 5133, 867 8043 og 691 6038. 70 ÁRA afmæli. 20. ágúst nk. verð-ur sjötugur Halldór Ingi Hall- grímsson, Njörvasundi 15, Reykjavík. Demantsbrúðkaup | Í dag, 18. ágúst, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Sigrún Haraldsdóttir og Hjörtur Har- aldsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Þau voru gefin saman af séra Haraldi Jónassyni í Kolfreyjustaðarkirkju, Fá- skrúðsfirði. Þau eru stödd erlendis. HM ungmenna. Norður ♠D84 ♥K87 V/AV ♦KDG8765 ♣-- Vestur Austur ♠G106532 ♠9 ♥DG6 ♥953 ♦109 ♦Á42 ♣G5 ♣ÁD10984 Suður ♠ÁK7 ♥Á1042 ♦3 ♣K6532 Þrjú grönd er vonlítill samningur í NS, en það er erfitt að stýra sögnum í annan farveg og komast í geim í rauðum lit. Frönsku Grenthe- bræðrunum tókst það ekki í leiknum við Pólverja á HM ungmenna: Vestur Norður Austur Suður Araskiewicz J. Grenthe Buras G. Grenthe Pass 1 tígull 2 lauf Dobl * Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Dobl suðurs á tveimur laufum er neikvætt og þegar norður end- urmeldar tígulinn stekkur suður í þrjú grönd. Eðlilegt og skiljanlegt, en ekki að sama skapi gæfulegt, enda fór spilið snarlega tvo niður eftir laufgos- ann út. Pólverjinn á hinu borðinu lét ekki lengdina í lauflitnum trufla sig: Vestur Norður Autsur Suður T. Bessis Kalita Gaviard Kotorowicz Pass 1 tígull 2 lauf Pass Pass 2 tíglar Pass 3 lauf * Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Kotorowicz passaði fyrst, sennilega í þeirri von að makker myndi endur- opna með dobli. En þegar norður sagði tígulinn aftur ákvað Kotorowicz að krefja í geim með þremur laufum og segja svo hjarta á fjórlitinn. Norð- ur hækkaði í fjögur hjörtu og þar við sat. Vestur kom út með spaðagosa, sem sagnhafi tók heima og spilaði tígli. Austur átti slaginn á tígulás og skipti yfir í laufás. Það flækti ekki málin fyrir sagnhafa. Hann trompaði, próf- aði hátígul, en spilaði svo hjarta þrisvar. Þegar liturinn féll 3-3 voru 11 slagir í húsi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–12, boccia kl. 9.30, leikfimi kl. 11, smíði/útskurður kl. 13–16.30, hjólahópur kl. 13.30, púttvöllur kl. 10– 16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, böð- un, hárgreiðsla, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur. Ferðaklúbbur eldri borgara | 23. ágúst er dagsferð í Landmannalaug- ar. Uppl. í síma 892 3011. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Berjaferð „út í bláinn“ fimmtudaginn 25. ágúst. Brottför frá Gullsmára kl. 13.15 og Gjábakka kl. 13.30. Ekin Krýsuvíkurleið í Selvog en þar mun vera gott berjaland. Kaffi- hlaðborð á „Hafinu bláa“. Ekin leiðin Alviðra–Nesjavellir. Gefi ekki til berja verður farið í skemmtilega útsýn- isferð „út í bláinn“ Skráningarlistar í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Dagsferð 30. ágúst: Krýsuvík, Selvogur, Flóinn. Komið við í Krýsuvík, Herdísarvík, Strand- arkirkju og Þorlákshafnarkirkju, söfn- in og kirkjan á Eyrarbakka skoðuð, stoppað hjá Þuríðarbúð á Stokkseyri, farið að Rjómabúinu á Baugsstöðum. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félag kennara á eftirlaunum | Ferðin í Fjörður og Flateyjardal miðvikudag- inn 24. ágúst kl. 9 frá Umferð- armiðstöðinni á Akureyri. Skráning hjá KÍ í 595 1111. Félagsstarf Gerðubergs | Brids í dag kl. 13. Dagsferð 30. ágúst: Krýsuvík, Selvogur, Flóinn. Komið við í Krýsu- vík, Herdísarvík, Strandarkirkju og Þorlákshafnarkirkju, söfnin og kirkjan á Eyrarbakka skoðuð, stoppað hjá Þuríðarbúð á Stokkseyri, farið að Rjómabúinu á Baugsstöðum. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi–spjall– dagblöðin, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 pútt og boccia, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Bingó kl. 13.30. Pútt á Vallarvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11. Böðun virka daga fyrir hádegi. Há- degisverður. Félagsvist kl. 13.30, kaffi og nýbakað. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Púttvöllur er alltaf opinn. Morgunkaffi, hádegisverður og síð- degiskaffi. Gönguhópurinn Sniglarnir 10–11. Sönghópur 13.30. Snæfells- nesferð í dag. Brottför 9. Enn hægt að leggja fram hugmyndir og stofna hóp fyrir haustönnina. Uppl á staðn- um og í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Námskeið hefst aftur í leirvinnslu miðvikudaginn 31. ágúst kl. 9. Myndlist verður á mánudögum kl. 9–12 og postulínsmálning kl. 13– 16.30. Á föstudögum verður myndlist kl. 9–12, innritum í sima 568 6960. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 14.30– 15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handavinnustofan opin, hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofan opn- ar, böðun, frjáls spil. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar– og fyr- irbænastund kl. 12. Garðasókn | Kyrrðar–og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld- urinn, samvera kl. 21. Lofgjörð, vitn- isburðir og kröftug bænastund. Allir velkomnir. www.gospel.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 8. flokkur, 17. ágúst 2005 Kr. 1.000.000,- 1217 G 14168 B 15560 F 15634 E 16036 F 23272 F 40085 B 41008 H 44503 H 51004 B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.