Morgunblaðið - 20.08.2005, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.lyfja.is
- Lifið heil
VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR
- ALDREI OF SEINT!
Vectavir
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum
stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar
framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2
klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við
ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram
ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir
minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
ÍS
LE
N
SK
A
AU
GL
†S
IN
GA
ST
OF
AN
/S
IA
.I
S
L
YF
2
84
55
06
/2
00
5
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni -
Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði -
Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi -
Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi – Laugarási
ÍSLENSKT skyr, blandað dönsku
plómusírópi, verður meðal matvæla
á stórri matarhátíð í Tívolíinu í
Kaupmannahöfn um helgina og
fram í næstu viku. Kynningin verð-
ur á bás dönsku veitingahúsakeðj-
unnar Meyers Madhus og er af-
rakstur markaðsfyrirtækisins
Agrice, sem er í 67% eigu MS/
MBF, áður Mjólkursamsölunnar og
Mjólkurbús Flóamanna.
Agrice hefur einnig samið við
mjólkursamlag á Jótlandi um fram-
leiðslu á íslensku skyri undir vöru-
merkinu skyr.is og svipaðir samn-
ingar eru í höfn við mjólkursamlag
í Skotlandi. Þar hefst framleiðsla
fyrir næstu áramót og markaðs-
setning fer af stað í kjölfarið á
Bretlandseyjum. Þá eru áform um
sölu á skyrinu og framleiðslurétti
þess í fleiri löndum.
Skúli Böðvarsson, framkvæmda-
stjóri Agrice, hefur síðustu daga
verið að undirbúa kynninguna í Tív-
olíinu og hjálpað dönskum mat-
reiðslu- og ostameisturum að
blanda íslenska skyrið saman við
danskt plómusíróp. Einnig verður
sérstök skyrdressing notuð út á
grænlenskt lamba- og uxakjöt á
matarkynningunni.
Að henni lokinni verður unnið að
því að koma íslensk-danska skyrinu
í neytendaumbúðir en í sjálfa kynn-
inguna voru send út 250 kíló af
skyri frá Íslandi.
Mikilvæg kynning
Skúli segir að til að byrja með
verði skyrið flutt til Danmerkur frá
Íslandi á meðan verið er að finna
réttu bragðefnin. Veitingahús hafi
sýnt mikinn áhuga á að hafa ís-
lenskt skyr á matseðlum sínum.
Kynningin í Kaupmannahöfn næstu
daga sé gríðarlega mikilvæg, enda
fer jafnan mikill mannfjöldi í gegn-
um skemmtigarðinn á þessum árs-
tíma.
„Við höfum undanfarin fjögur ár
verið að tryggja okkur einkaleyfi á
skyrinu og ákveðna sérstöðu á
markaðnum. Agrice á vörumerkið
skyr.is og uppskriftir að skyri um
allan heim,“ segir Skúli og bætir
við að Agrice hafi tryggt góða
dreifingu á skyrinu, sér í lagi á
Bretlandseyjum þar sem markaður-
inn er gríðarstór, um 60 milljónir
manna.
Íslenskt skyr á markað í
Danmörku og Bretlandi
Skyrið kynnt á stórri matarhátíð í Tívolí í Kaupmannahöfn næstu daga
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
NÍTJÁN athugasemdir bárust
Skipulagsstofnun vegna tillögu að
mati á umhverfisáhrifum álvers Al-
coa Fjarðaáls á Reyðarfirði, en
frestur til að skila athugasemdum
rann út í vikunni.
Áður en stofnunin tekur ákvörð-
un um tillögu að matsáætlun ber
henni að leita umsagnar leyfisveit-
enda og eftir atvikum annarra op-
inberra aðila. Aðrir geta jafnframt
kynnt sér tillögurnar og lagt fram
athugasemdir. Skipulagsstofnun
hefur nú frest fram til 29. ágúst nk.
til að ákveða hvort fallist verður á
fyrirliggjandi tillögu. Alcoa Fjarða-
ál sendi Skipulagsstofnun drög að
matsáætluninni um miðjan júlí sl.
Er þar áætluð ársframleiðsla ál-
versins allt að 346 þúsund tonnum,
en áður var gert ráð fyrir 322 þús-
und tonnum.
Hólmfríður Sigurðardóttir, sviðs-
stjóri umhverfissviðs Skipulags-
stofnunar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ákvörðunar Skipu-
lagsstofnunar væri að vænta um
næstu mánaðamót. „Nú fer Skipu-
lagsstofnun yfir þau gögn sem hafa
borist í málinu, sem eru ásamt til-
lögunni grundvöllur að ákvörðun
okkar,“ sagði Hólmfríður. „Í kjölfar
ákvörðunartöku, segjum sem svo að
við samþykkjum þetta, fer fram-
kvæmdaaðili og metur það sem
hann þarf að gera samkvæmt þess-
ari áætlun. Þetta er n.k. uppskrift
að því hvernig á að meta fram-
kvæmdina. Svo fáum við mats-
skýrslu í hendur.“
9. júní sl. dæmdi Hæstiréttur
fyrri ákvarðanir um að undanskilja
verksmiðjuna umhverfismati ólög-
mætar.
Meðal þeirra sem sendu inn at-
hugasemdir og ábendingar nú eru
Náttúruverndarsamtök Austur-
lands, Náttúruvaktin, Landvernd,
Hjörleifur Guttormsson og Guð-
mundur Beck, stofnanir og fleiri að-
ilar er sinna lögbundnum verkefn-
um. Athugasemdir snúa einkum að
lagalegri stöðu starfsleyfis fyrir
framkvæmdunum á Reyðarfirði,
mengunarvörnum og hreinsibúnaði
væntanlegs álvers, samfélagsáhrif-
um og eignarhaldi á landi.
Nítján athugasemdir bárust vegna álvers á Reyðarfirði
Ákvörðunar að vænta
um mánaðamótin
VESTFJARÐASUND Benedikts S. Lafleur sjó-
sundmanns hefst sunnudaginn 21. ágúst í Gilsfirði
og stefnir hann að því að synda yfir þrjá firði þann
dag, sem og næstu daga á eftir, allt þar til hann
lýkur sundinu í Bitrufirði 3. september.
Synt verður yfir alla Vestfirðina að Ströndum
undanskildum en markmiðið með sundinu er að
vekja athygli almennings á þeim umhverf-
isperlum sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða, sem
og kröftugu menningarstarfi Vestfirðinga í
heimabyggð.
Sjósundinu er einnig ætlað að vekja athygli á
íþróttinni sjálfri auk annarrar útiveru s.s. kajak-
róðri, náttúrulífsskoðun og fleiru.
Benedikt segir leiðina tæplega 40 km langa og
yfir 34 firði að fara. „Það ber helst að varast
strauma í þessari ferð og ég kem til með að synda
á mýktinni og tækninni í stað þess að þeysast
áfram,“ segir Benedikt. „Ég vil líka njóta útiver-
unnar því að þetta er óður til náttúrunnar.“
Í för með sundkappanum eru aðstoðar- og
fylgdarmennirnir Jón K. Guðbergsson, Björn
Samúelsson fylgdarmaður og Guðjón Ágúst Krist-
insson.
Benedikt Lafleur sundkappi ætl-
ar að synda yfir alla Vestfirðina
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
!
"
# $
&
' #
( ) * + +
+
,
+
'
-
+
!
&
'
.
ÞEGAR nýr leikskóli í Grafarholti
tekur til starfa um miðjan september
er útlit fyrir að hægt verði að bjóða
öllum reykvískum börnum, átján
mánaða og eldri, leikskóladvöl í ein-
hverjum leikskóla borgarinnar,
sögðu þau Stefán Jón Hafstein, for-
maður menntaráðs Reykjavíkur-
borgar, og Gerður G. Óskarsdóttir,
sviðsstjóri menntasviðs Reykjavík-
urborgar, á blaðamannafundi í gær.
Til að þetta markmið náist þarf
hins vegar að manna alla leikskóla
Reykjavíkur fyrir haustið. Enn vant-
ar á annað hundrað starfsmenn, að
sögn Stefáns Jóns. Hann segir þenn-
an vanda þó árvissan og unnið sé að
því þessa dagana að leysa hann.
Mestur er vandinn í Grafarvogi.
Stefán Jón segir að þenslan á
vinnumarkaðinum geti m.a. skýrt
mannekluna í leikskólum borgarinn-
ar, en auk þess sé alltaf mikil starfs-
mannavelta á haustin. „Einnig er
mikill skortur á leikskólakennurum í
landinu,“ segir hann og bætir því við
að á sama tíma sé verið að vísa fólki
frá leikskólakennaranámi.
Um 6.000 börn eru nú í leikskólum
Reykjavíkurborgar, skv. upplýsing-
um menntasviðs borgarinnar, en það
er fjölgun um 200 frá því í fyrra. Um
2.000 manns vinna á leikskólum
borgarinnar. Um fjörutíu prósent
þeirra eru leikskólakennarar en sex-
tíu prósent ófaglærðir.
Öll 18 mán-
aða börn
eiga að
fá leik-
skólapláss
♦♦♦
BÚAST má við suðvestanstrekkingi,
um 8–10 metrum á sekúndu, á degi
menningarnætur í Reykjavík. Að
sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu
Íslands verða auk þess einhverjar
skúraleiðingar yfir daginn og þá
einna helst þegar á líður. Jafnframt
má búast við mjög svipuðu veðri í
dag og í kvöld. Lægð er yfir landinu
og verður hún næstu daga og er því
spáð að veðrið verði afar svipað á
morgun, sunnudag.
Hitastigið á höfuðborgarsvæðinu í
dag verður á bilinu 8–14 gráður. Öllu
hlýrra verður á N-Austurlandi en
hiti þar verður 15–20 gráður í dag.
Sunnanstrekk-
ingur og skúra-
leiðingar í dag