Morgunblaðið - 20.08.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 20.08.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 9 FRÉTTIR Eddufelli 2, Bæjarlind 6, sími 557 1730 sími 554 7030 Útsala í Eddufelli slár 500-1000-1500 ----------------- Nýjar vörur í Bæjarlind Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 lau. kl. 10-15 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Nýjar haustvörur Glæsilegar buxnadragtir Ný sending af Kringlunni, sími 588 1680 iðunn tískuverslun buxum Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Útsala - Útsala - Útsala - Útsala Komdu inn og gerðu góð kaup Verslunin lokar 10. september Opnum netverslun í nóvember Gullsmiðja Hansínu Jens Íslenskt handverk, smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Laugavegi 42 • sími 551 8448 Menningarnótt 15% afsl. af silfur hringum Barna- og dömustígvél Stærðir frá 21 – 42 Verð frá 5.300 – 5.900 kr.ÍSLENSK sendinefnd kom fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um afnám kynþáttamisréttis í Genf dag- ana 10. og 11. ágúst síðastliðinn. Fjallað var um 17. og 18. skýrslu Ís- lands um framkvæmd alþjóðasamn- ings um afnám alls kynþáttamisréttis. Mannréttindaskrifstofa Íslands skilaði viðbótarskýrslu við skýrslu stjórnvalda til nefndar SÞ og átti fund með sérfræðingum hennar þar sem hún lagði áherslu á nauðsyn þess að stjórnvöld kæmu á heildstæðri stefnu í málefnum fólks af erlendum upp- runa. Athygli var vakin á jákvæðri þróun útlendingalöggjafar en einnig á helstu annmörkum hennar. Að sögn Guðrúnar D. Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Mannréttindaskrif- stofu Íslands, er talið jákvætt að sett hafi verið heildstæð lög um útlend- inga og að margt í þeim sé fallið til að bæta stöðu þeirra hér á landi. „Hins vegar eru annmarkar á lög- unum og því miður hafa varhugaverð nýmæli verið kynnt til sögunnar,“ segir Guðrún. „Þar má nefna aldurs- skilyrði fyrir dvalarleyfi til handa að- standendum og opna heimild til að krefjast lífsýna af umsækjendum dvalarleyfa.“ Óskýr svör stjórnvalda Mannréttindaskrifstofan mælti fyrir gagnsæi í meðferð hælisum- sókna, birtingu úrskurða og lagði áherslu á mikilvægi þess að umsækj- endur ættu kost á að áfrýja úrskurð- um til óháðs yfirvalds. Þá var lýst yfir áhyggjum af vísbendingum um að kynþáttafordómar séu að færast í aukana, fækkun viðurkenndra flótta- manna á Íslandi, háu brottfalli fram- haldsskólanema af erlendum uppruna og því fyrirkomulagi að veita atvinnu- rekendum en ekki starfsmönnum sjálfum bráðabirgðaatvinnuleyfi. Skrifstofan vakti einnig athygli á þeirri ákvörðun yfirvalda að draga úr opinberum stuðningi við starfsemina, sérstaklega í ljósi fyrri skýrslna þar sem stuðningur við skrifstofuna er talinn yfirvöldum til tekna á mann- réttindasviðinu. Nefndarmenn SÞ lýstu furðu sinni á þessari ákvörðun yfirvalda, að sögn Guðrúnar. Jákvætt og neikvætt í skýrslu um afnám kyn- þáttamisréttis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.