Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 11

Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 11
Eykur öryggi eyjar- skeggja til mikilla muna STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra vígði nýja flugbraut og vélageymslu í Grímsey við hátíðlega athöfn í gær að viðstöddu fjölmenni, m.a. ráðherrum, þingmönnum, fulltrúum flugmálastjórnar og Flug- félags Íslands. Einnig var ljósabún- aður endurnýjaður en heildarkostn- aður við framkvæmdir á Grímseyjarflugvelli er um 142 millj- ónir króna. Á þessu ári eru einmitt 50 ár frá því lokið var við gerð fyrsta flugvallarins í eynni en framkvæmd- ir við hann hófust árið 1953. Vígslunni í gær seinkaði um viku, þar sem ekki var þá flugfært til Grímseyjar vegna þoku. Fram kom í máli samgönguráðherra að þótt í mörg horn væri að líta á vettvangi samgöngumála hefði verið rík ástæða til þess að gera ráð fyrir því í samgönguáætlun að byggja upp flugvöllinn í Grímsey. „Það er mjög kjarkmikið fólk sem nýtir náttúruauðlindir héðan frá Grímsey og þetta ágæta fólk hefur sýnt það og sannað að það er rík ástæða til þess af hálfu samfélagsins að byggja upp þjónustu til þess að auðvelda búsetu hér og þess vegna erum við hér í dag.“ Sturla sagði að eyjarskeggjar drægju mikla björg í bú, sköpuðu heilmikil verðmæti úr sjávarfangi og byggðu upp ferðaþjónustu. „Með sama hætti gerum við ráð fyrir því að endurnýja ferjuna Sæfara, sem siglir hingað til Grímseyjar. Og nú er alveg á næsta leiti að kaupa nýja ferju, þannig að ég tel að á næstu ár- um sé vel fyrir samgöngum séð við Grímsey.“ Brynjólfur Árnason, oddviti Grímseyjarhrepps og starfsmaður flugmálastjórnar, sagði að endur- bæturnar á flugvellinum skiptu máli fyrir heimamenn. „Þessi breyting mun auka öryggi flugs til eyjarinnar til mikilla muna og þá ekki síst varð- andi sjúkraflug. Nýi ljósabúnaður- inn gerir kleift að fljúgja hingað í verri veðrum en áður. Þá geta stærri vélar lent hér og flutt enn fleiri ferðamenn. En fyrst og fremst er það öryggisþátturinn sem skiptir mestu máli, því okkar sjúkrabíll er flugvél,“ sagði Brynjólfur. Ný flugbraut og vélageymsla vígð í Grímsey Morgunblaðið/Kristján Sturla Böðvarsson vígði nýja flugbraut og vélageymslu í Grímsey í gær og naut aðstoðar Þorgeirs Pálssonar flug- málastjóra við verkið. Úti á flugvallarsvæðinu standa flugvél Flugmálastjórnar og Fokker-flugvél Flugfélagsins. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 11 FRÉTTIR OUTLET DAGAR FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS Kringlunni - sími 581 2300 60-80% AFSLÁTTUR AF ALLRI SUMARVÖRU RÝMUM FYRIR GLÆSILEGRI HAUST- OG VETRARVÖRU KVÍÐANÁMSKEIÐ Ásmundar Gunnlaugssonar „Ég reyni að opna augu fólks fyrir því, að eitthvað sem er sársaukafullt og erfitt getur verið blessun í dulargervi. Það er hægt að nota það sem á dynur á uppbyggjandi hátt.” Sjá nánar á www.jogaskolinn.is Hefst 23. águst - Þriðjud. og fimmtud. kl. 20 S K Ó L I N N Skeifan 3, Reykjavík Skráning í símum 862 5563 og 862 5560 eða á www.jogaskolinn.is Komið og skoðið „nýju haustvörurnar“ Stórglæsilegar dragtir og yfirhafnir GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist hafa gaman af því að fylgj- ast með Reykjavíkurlistanum þessa dagana, þar sem hver flokk- urinn keppist við að vera sammála Sjálfstæðisflokknum og breyta ákvörðunum sem borgarfulltrúar R-listans vörðu fyrir aðeins fáein- um dögum. Í frétt Morgunblaðsins í gær sagði frá því að Stefán Jón Haf- stein, formaður menntaráðs, hefði tekið vel í tillögu Alfreðs Þor- steinssonar þess efnis að fallið yrði frá fyrirhuguðum hækkunum leikskólagjalda þar sem annað for- eldrið er í námi, en breytingin átti að koma til framkvæmda 1. september. Guðlaugur Þór kallar framgöngu borgarfulltrúa Reykjavíkurlist- ans farsa. „Á fundi menntaráðs 20. apríl sl. lögðum við til að þessar hækkanir yrðu dregnar til baka, en þeirri tillögu var nú bara stungið undir stóra stólinn,“ seg- ir Guðlaugur. „Keppast við að vera sam- mála Sjálfstæðisflokknum“ Guðlaugur Þór Þórðarson „ÉG FÆ ekki betur séð en að við hljótum öll að styðja hana, þetta er góð tillaga,“ segir Árni Þór Sigurðsson, borg- arfulltrúi R- listans og flokks- maður Vinstri- grænna, um þá tillögu Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa að fallið verði frá hækkunum leikskóla- gjalda. Árni telur tillöguna ekki vera tilefni til ágreinings innan flokksins. „Það geta einhverjir verið ósáttir við hvernig þetta ber að en ég held að það þurfi ekki að vera neinn ágrein- ingur um þetta mál því þetta er ágætismál,“ segir Árni. Samflokksmaður Árna, Björk Vil- helmsdóttir, segir ljóst að tillagan verði tekin til skoðunar. Hún segir að vitað hafi verið af óánægju stúd- enta en breytingarnar hafi verið settar á vegna þess að mikill fjöldi foreldra var kominn í annan flokk leikskólagjaldskrárinnar. „Það er orðið svo algengt að fólk sé í hluta- námi með vinnu. Allur sá hópur flokkaðist í þennan gjaldskrárflokk og það kallaði á breytingar. Hvort þær breytingar hafa verið of róttæk- ar er nokkuð sem við verðum að skoða.“ Björk segir ljóst að með tillögunni sé Alfreð að gera sína sérstöðu sýni- legri innan flokksins. „Alfreð er keppnismaður og hann vissi hvar væri best að skora,“ segir hún. „Tímabær og góð tillaga“ „Mér finnst tillaga Alfreðs feikna- lega góð og mér finnst hún tímabær og rétt tímasett,“ segir Þorlákur Björnsson, fyrrverandi formaður leikskólaráðs, varðandi tillögu Al- freðs. Hann segir Alfreð meta að- stæður rétt og koma með tillögu sem mikil samstaða sé um. Varðandi ummæli Stefáns Jóns Hafsteins, formanns menntaráðs, sem segist hafa verið að sýna Þor- láki hollustu með því að láta málið kyrrt liggja, segir Þorlákur Stefán Jón þurfa að standa fyrir máli sínu. „Þá grípur hann til þess ráðs að segja að þetta sé eitthvað sem leik- skólaráð ákvað fyrir tíu mánuðum. Að vísu ákváðum við ekki neitt held- ur frestuðum málinu fram til 1. sept- ember og ætluðum að taka það upp þá. Á þessum tíu mánuðum sýnir Stefán að hann hefur ekkert tíma- skyn á það sem er að gerast. Hann metur ekki tímann rétt,“ segir Þor- lákur og bendir á að aðstæður hafi gjörbreyst eftir útspil Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um gjaldfrjálsan leikskóla. Þorlákur segir jafnframt að á þessum tíma, sem Stefán Jón hafi haft málaflokkinn á sínum snærum, hafi hann átt að vera búinn að skapa sér sérstöðu, sínar eigin áherslur og meta tímann og tilfinningu fyrir að- stæðum af sjálfsdáðum. „Þetta er ótrúlegur málflutningur og lítilmótlegur,“ segir Þorlákur. Keppnismaður sem veit hvar á að skora Björk Vilhelmsdóttir Stuðningur við tillögu Alfreðs Þorlákur Björnsson Árni Þór Sigurðsson NÍUNDU umferð Skákþings Ís- lands lauk í gær. Spennan helst því efstu menn unnu sínar skákir og er heldur farið að draga í sundur með toppmönnum nú þegar tvær umferð- ir af ellefu eru eftir. Mesta spennan var í skák Sigurð- ar Daða Sigfússonar gegn Ingvari Ásmundssyni þar sem Sigurður Daði vann með laglegri fléttu. Stefán Kristjánsson sigraði Ingvar Þór sannfærandi en þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnars- son þjörmuðu smátt og smátt að andstæðingum sínum. Hannes Hlífar er því sem fyrr efstur með sjö og hálfan vinning. Á hæla hans kemur Jón Viktor með sjö vinninga og Stefán Kristjánsson er með sex og hálfan vinning. Tíunda umferð verður leikin kl. 14 í dag en á morgun lýkur skákþinginu þegar ellefta og lokaumferðin verður leikin. Efstu menn unnu sínar viðureignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.