Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 22
Öldungadeild MH
Ný stundatafla
Innritun lýkur í dag 20. ágúst
kl. 10-14
Einnig er unnt að
innrita sig á vefnum
www.mh.is
Egilsstaðir | Á dagskrá Ormsteitis, uppskeruhá-
tíðar á Fljótsdalshéraði, var í vikunni ljóðakvöld
tileinkað 100 ára ártíð Páls Ólafssonar skálds sem
bjó lengstum að Hallfreðarstöðum í Hróarstungu
á Héraði.
Þau Kristjana Arngrímsdóttir og Þórarinn
Hjartarson, sem gert hafa skáldskap Páls góð skil,
m.a. með útgáfu disks með sungnum kvæðum eftir
skáldið, fluttu dagskrá tileinkaða Páli og rifjuðu
þar upp stef úr ævi og ástum skáldsins sem
brunnu löngum heitt til konu hans Ragnhildar
Björnsdóttur. Páll orti „Þögul nóttin þreytir aldrei
þá sem unnast/þá er á svo margt að minnast/mest
er sælan þó að finnast.“
Dagskráin fór fram í samkomutjaldi í miðbæ
Egilsstaða og var vel sótt af söngglöðu fólki sem
yljaði sér við gamalkunn stef Páls, svo sem um
lóuna sem komin er að kveða burt snjóinn. Að auki
komu Vísnavinir á Egilsstöðum fram og fluttu ljóð
Páls og stýrðu fjöldasöng.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Minntust Páls Ólafssonar
Ljóðað
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Heyfengur er ágætur og veiði góð í ám og
vötnum. Næg atvinna er í boði fyrir vinn-
andi hendur og skortur á vinnuafli. Það er
því bjart yfir Selfossi og Árborg og mikill
uppgangur á öllum sviðum, fólki fer fjölg-
andi hér á Selfossi og reyndar í sveitarfé-
laginu öllu. Um er að ræða fólk hvaðanæva
af landinu og einnig er römm sú taug er
rekka dregur föðurtúna til, því talsvert er
um að börn bæjarins komi heim að loknu
námi. Margir vinna á höfuðborgarsvæðinu
og kjósa að búa á Selfossi. Sama er um ná-
grannabæina.
Við upphaf þéttbýlis við Ölfusárbrú sáu
menn fyrir sér sterkan byggðakjarna sem
teygði þjónustuarma sína langt út fyrir
mörk byggðarinnar. Þetta hefur sannar-
lega ræst og ljóst að máttur byggðarinnar
er fólginn í þeirri bjartsýni sem ríkjandi er
meðal íbúanna um að búa sér vel í haginn á
staðnum. Þessari bjartsýni fylgir öflug
samanburðarhugsun sem er drifkraftur á
bak við þá hugsun fólksins að skapa sér og
sínum góðar aðstæður. Þessi mikla bjart-
sýni og eftirfylgni hefur fengið ýmis nöfn
en besta orðið er staðarmetnaður.
Senn líður að því að íbúar Selfoss og Ár-
borgar fá tækifæri til að máta staðarmetn-
að sinn og finna honum stað í stærra sam-
hengi en áður hefur verið. Það eru
nefnilega sameiningarkosningar í október
þar sem kosið verður um sameiningu Ár-
borgar, Flóahreppanna, Hveragerðisbæj-
ar og Ölfuss. Sannarlega er um stóra og
öfluga einingu að ræða. Ekki eru víst allir
einhuga um þessa sameiningu eins og
gengur. Það er vandi að sameina og ekki
síður að tala um sameiningu því hvert
þessara sveitarfélaga er menningarheild
og innan þeirra eru síðan minni heildir í
formi félaga og áhugahópa sem fólki þykir
vænt um og nauðsynlegt er að geti gegnt
hlutverki áfram en verði ekki fórnað á alt-
ari flatrar hugsunar um óskilgreinda hag-
ræðingu. En allt hefur sinn tíma, það er lít-
il umræða um þetta málefni enn sem komið
er en væntanlega lifnar hún með haustinu.
Staðarmetnaðurinn á Selfossi blómstr-
aði um síðustu helgi þegar hér fór fram
myndarlegt knattspyrnumót yngri flokka
og líka landsmót ungliða í björgunarsveit-
um. Bærinn iðaði af fólki og öll fram-
kvæmd var til mikillar fyrirmyndar.
Úr
bæjarlífinu
SELFOSS
EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA
Blönduós | Hjartaheill á Norður-
landi vestra færðu lögreglunni á
Blönduósi hjartastuðtæki frá
Donnu ehf., til að hafa í lög-
reglubílunum. Það var Sigurlaug
Þ. Hermannsdóttir, formaður
Hjartaheilla á Norðurlandi
vestra, sem færði sýslumanninum
á Blönduósi, Bjarna Stefánssyni,
tækið. Þetta er afar fullkomið
tæki sem leiðbeinir sjálft á skýrri
íslensku hvernig skuli bera sig að
við notkun þess. Bjarni þakkaði
fyrir gjöfina og var ekki í vafa
um mikilvægi hennar en vonaðist
til að lítið þyrfti að nota tækið.
Bjarni gat þess í framhjáhlaupi
að ef til vill mætti nota tækið á
ökumenn sem teknir hefðu verið
fyrir of hraðan akstur um leið og
þeir litu á hraðatölur á rad-
arskjánum í lögreglubílnum.
Stjórn Hjartaheilla á Norðurlandi
vestra hefur verið afar dugleg að
gefa hjartastuðtæki á ýmsa staði í sínu
umdæmi og aðspurð hvernig þetta félag
áorkaði svo miklu var svarið einfalt.
„Hjartaheill á Norðurlandi vestra er ekki
þegjandi her.“
Morgunblaðið/Jón sigurðsson
Gefur lögreglunni hjartastuðtæki
Í gær orti Sigrún Har-aldsdóttir um haust,elli og gisið strý í
hnakka. Davíð Hjálmar
Haraldsson leggur út af
því:
Hefur af mér horfið strý,
helst samt reisn og þokki.
Gröfina ég ætla í
á aðalsmannaskokki.
Sigrún segir hann
verða auðþekkjanlegan:
Hitti ég mann er himinsgrund,
hárlaus, glæstur skálmar.
Þá ég veit á þeirri stund,
þar fer Davíð Hjálmar.
Davíð Hjálmar svarar:
Vertu ekki viss um það,
víða grær nú lokkur.
Þótt frúrnar hafi fíkjublað
falla þau af okkur.
Hjálmar Freysteinsson
skýtur inn í:
Sögu vil ég segja af glóp
sem ég þekki.
Af sér Davíð hárið hljóp
en hornin ekki.
Enn af elli
pebl@mbl.is
Melasveit | Hin árlega kaffisala
KFUM og K verður haldin í stúlkna-
sumarbúðum félaganna í Ölveri
sunnudaginn 21. ágúst nk. milli kl. 14
og 18. Sumarbúðir KFUM og KFUK í
Ölveri eru um 25 km frá Akranesi og
um 10 km frá Borgarnesi. Staðsetning
sumarbúðanna er í kjarrivöxnu um-
hverfi undir hlíðum Hafnarfjalls og
hafa sumarbúðirnar verið starfræktar
þar frá árinu 1952.
Hátt í 400 stúlkur á aldrinum 6–15
ára dvöldu í sumarbúðunum í sumar.
Sumarið gekk að sögn aðstandenda
afar vel að vanda, enda býður stað-
setningin upp á ómælda möguleika til
útiveru og athafnasemi.
Flokkarnir í Ölveri eru frá fjórum
dögum og upp í viku og er lögð jöfn
áhersla á heilbrigði sálar og líkama á
meðan á dvölinni stendur. Farið er í
gönguferðir og leiki og íþróttir stund-
uð á góðum grasvelli. Í Ölveri er einn-
ig heitur pottur sem stúlkurnar baða
sig í daglega. Daglega er svo fræðsla
um kristna trú og Biblíuna. Mikið er
sungið og hver dagur endar með
kvöldvöku, þar sem börnin skemmta
hvert öðru með alls konar leikjum og
leikritum.
Allur ágóði af kaffisölunni rennur
til uppbyggingar starfseminnar í Öl-
veri.
Um 400 stúlk-
ur í Ölveri
LIRFUR ertuyglunnar hafa á undan-
förnum árum herjað á alaskalúpínu og
étið upp heilu breiðurnar af plöntunni.
Ástandið er með verra móti í ár um
sunnanvert landið. Þetta kemur fram á
vef Landgræðslu ríkisins.
Lirfan getur orðið mjög stór (um 6–7
cm löng) og þegar margar slíkar lirfur
leggjast á hverja plöntu eru þær upp-
étnar á skömmum tíma. Lirfuátið hrað-
ar því að lúpínubreiður gisni og gras-
gróður nái fótfestu, sem í sjálfu sér er
ekki slæmt, en verra er að lirfan leggst
jafnframt af miklum þunga á trjágróður
sem gróðursettur hefur verið í breiðurn-
ar.
Lúpínurækt hefur orðið fyrir fleiri
áföllum á undanförnum árum. Önnur
fiðrildategund, brandygla, hefur strá-
fellt ungar lúpínuplöntur og gert rækt-
un þeirra á söndunum í nágrenni Þor-
lákshafnar nær útilokaða. Og á þessu ári
felldi lúpínan blómin af óþekktum
ástæðum áður en fræ náði að myndast á
stórum svæðum sunnanlands. Að mati
Landgræðslunnar dregur þetta stórlega
úr möguleikum á söfnun lúpínufræs.
Lirfan er
sólgin í lúpínu
♦♦♦