Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 24
24 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Selfoss | Nemendur komandi haust-
annar í Fjölbrautaskóla Suðurlands
verða 906 í dagskóla, þar af 10
grunnskólanemar, 4 þeirra í fjar-
námi. Í fyrra voru nemendur skól-
ans 896 talsins.
Kennsla hefst í skólanum á mánu-
dag 22. ágúst. Talsverðar breytingar
verða á stjórnun skólans. Þórarinn
Ingólfsson hefur verið ráðinn að-
stoðarskólameistari til næstu fimm
ára en Örlygur Karlsson lætur nú af
því starfi eftir að hafa gegnt því í
tæplega tvo áratugi. Ný eyktaskip-
an, breyttar tímasetningar á
kennslulotum í skólanum, verður
tekin upp á þessari önn, breytt verð-
ur úr 60 í 80 mín. Kennsla hefst nú
kl. 08:20 að morgni og lýkur kl.
15:55, nema á föstudögum þegar
henni lýkur kl. 14:50.
Körfubolti og hestamennska
Annað nýmæli í starfsemi skólans
á þessari önn er svonefnd Körfu-
knattleiksakademía sem tekin er til
starfa. Um er að ræða samstarfs-
verkefni skólans, fyrirtækisins Side-
line Sports og Sveitarfélagsins Ár-
borgar. 15–16 afrekspiltar í
íþróttinni stunda nám við skólann, fá
svigrúm í stundatöflunni til að æfa
körfuknattleik í Iðu, íþróttahúsi
skólans og einnig að einhverju leyti
áður en skólinn byrjar á morgnana,
og keppa síðan í Íslandsmótinu í
körfuknattleik í þremur aldursflokk-
um. Þjálfarar akademíunnar fá
vinnuaðstöðu í Iðu og eina íbúð á
nemendagörðunum, en flestir pilt-
anna búa einnig þar.
Verknámið er vaxandi þáttur
Þá er framundan námsgagnagerð
varðandi nám í hestamennsku sem
til stendur að koma á við skólann, en
skólinn fékk myndarlegan styrk til
þessa verkefnis frá Átaksverkefni í
hrossarækt á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins.
„Varðandi verknámið er þar sér-
staklega mikil aðsókn í bygginga-
greinar, segir Sigurður Sigursveins-
son, skólameistari. Tveir hópar hefja
nú nám í svokallaðri Grunndeild
bygginga- og mannvirkjagreina, en
hún er m.a. undanfari áframhald-
andi náms í húsasmíði. Námskrár-
breyting fyrir tveimur árum felur í
sér að aukinn hluti verkþjálfunar
nema á samningi fer nú fram í skól-
anum. Við núverandi aðstæður getur
aðeins einn hópur komist áfram ár-
lega í áframhaldandi verknám í
húsasmíði.
Þá má nefna að fyrirhuguð er
lenging á grunndeild rafiðna á næsta
ári, þannig að þar verði um tveggja
vetra nám að ræða í stað eins hingað
til. Þá má benda á að starfsbraut
(sérdeild) er fjölmenn við skólann,
og sama er að segja um almenna
námsbraut en talið er æskilegt að
nám á þessum brautum sé að ein-
hverju leyti verklegt.
Það er því æ betur að koma í ljós
að verknámshúsið Hamar sem skól-
inn fékk í arf frá Iðnskólanum á Sel-
fossi við stofnun Fjölbrautaskólans
1981 er orðið of lítið,“ sagði Sigurður
skólameistari er hann var inntur eft-
ir stöðu verknámsins innan skólans.
Samtals verða yfir 900 nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á þessu hausti
Verknámsaðstað-
an orðin of lítil
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kennsla að hefjast Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands segir brýnt
að bæta aðstöðu fyrir nemendur sem stunda verknám við skólann.
Stokkseyri | „Í fyrra fleytti Menning-
arnóttin mér til Danmerkur með sýningu og
núna vonast ég til að hún gefi mér kraft til
að fara til Bandaríkjanna með „orbin“ mín,“
segir Ella Rósinkrans mynd- og gler-
listakona á Stokkseyri sem verður með sýn-
ingu á verkum sínum á Laugavegi 56 á 170
fermetra sýningarsvæði klukkan 12–22,00.
Eins og í fyrra býðst gestum að bjóða í
verkin eftir ákveðnu skipulagi en það skap-
ar mikið líf í sýningarsalnum en auk þess
verður fjölbreytt dagskrá í bakgarði. Núna
býður listakonan gestum einnig minni út-
gáfu af orbunum sem eru í minjagripa-
stærð.
Orbin eru hringlaga veggskúlptúrar úr
endurunnu gleri þar sem mildir og kraft-
miklir litir leika sér í abstrakt jafnt sem fí-
gúratívu myndverki. Þessi glerverk hafa
heillað listunnendur og fagurkera víða um
heim en þau hafa þá sérstöðu að vera kúpt.
Ella rifjar upp að fyrsta verkið sem hún
seldi fór til barnshafandi konu en í því hafi
verið ákveðin samsvörun. Þá hafi hún gam-
an af því að hljómsveitin Foo Fighters
keypti af henni verk, kallaði þau „Boobies“
og bauð henni í heimsókn til Los Angeles.
„Hringformið er sældarform. Glerið er
gegnsætt og heiðarlegt efni sveipað töfra-
ljóma. Ferningur heldur svo utan um hring-
formið og veitir velsældinni öryggið,“ segir
Ella Rósinkrans um himintunglin eða „orb-
in“ sín. Hún frumsýndi þessa listsköpun sína
á Menningarnótt í fyrra og fór síðan í kjöl-
farið með þau á sýningu í íslenska sendi-
ráðinu í Kaupmannahöfn þar sem þau vöktu
mikla athygli. Ella segir marga hafa óskað
eftir að fá lýsingu í verkin og í framhaldi af
því hafi Helgi í Lumex hannað lýsingu sem
hentaði ágætlega en sjálf segir hún að verk-
in njóti sín best í dagsbirtu.
Vinnustofa í húsnæði þar
sem áður var fiskverkun
„Orbin“ eða himintunglin hennar Ellu
verða til í listasmiðju hennar á Stokkseyri í
lista- og menningarsmiðjunni Hólmaröst þar
sem hún er með vinnustofu beint upp af
bryggjunni, í húsnæði þar sem áður var
fiskverkun en ný hugsun og nýjar hug-
myndir hafa gert Stokkseyri að miðstöð list-
sköpunar og frumlegrar hugsunar sem
dregur að sér ferðafólk.
,,Frá því ég sýndi á Menningarnótt í fyrra
er eins og orbin hafi öðlast sjálfstætt líf,“
segir listakonan, „Orbin eru lögst í ferðalög
á sporbaug um heiminn, þau eru á hreyf-
ingu eins og vera ber,“ segir Ella. Það er
mikil eftirspurn eftir „orbunum“ og tilboð
um sýningar hafa komið víða að frá Evrópu
og Ástralíu og núna í haust mun hún sýna
þau í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi og
síðan í Færeyjum. Þá er Ella með í und-
irbúningi að sýna í Bandaríkjunum og mun í
haust skoða gallerí í New York, Miami og
Los Angeles. „Það er mjög ánægjulegt að
finna þennan mikla áhuga fólks á verk-
unum,“ segir Ella.
Framandi menningarstraumar
Eftir myndlistarnám hér heima fyrir lá
leið Ellu til Chile í Suður-Ameríku þar sem
hún lagði stund á listnám og hönnun. Þar
bjó hún og starfaði um árabil og má skynja
áhrif framandi menningarstrauma í verkum
hennar. Hún hefur fengist við fjölbreytt list-
form í gegnum tíðina og meðal annars unn-
ið með margskonar málma, en undanfarin
fimm ár hefur hún einbeitt sér að gleri.
„Ætli mér sé ekki óhætt að segja að það
séu fagnandi verur sem séu gegnumgang-
andi í mínum verkum. Við eigum að lifa í
ljósinu og leyfa bjartsýninni að dafna. Hún
er hinn skapandi þáttur í sálinni. Nýtum
tækifærin eru mín skilaboð og við eigum að
vera óhrædd við að taka næstu skref í lífinu
og listinni, þau þurfa ekki að vera stór en
hvert skref þokar manni áfram og það þarf
alltaf kjark til að taka hvert skref,“ segir
Elínborg sem er með hugmyndir um stórt
glerlistaverkstæði í húsakynnum sínum á
Stokkseyri og stefnir hún á stóra útrás með
verkin út fyrir landsteinana þar sem hún
segir nýjar víddir opnast, alveg eins og ger-
ist hjá mönnum í viðskiptalífinu.
Svo segist hún vera dálítið skotin í því að
gera stórt útilistaverk af einhverju tagi en
það verði látið bíða um sinn.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Glerlist Ella Rósinkrans glerlistakona með
himintunglin, „orbin“ sín, í fanginu í gler-
listagalleríinu á Stokkseyri.
Ella Rósinkrans skap-
ar eftirsótt himintungl
Eftir Sigurð Jónsson
sigjons@internet.is
ALLS ERU um 1.590 nemendur
skráðir til náms við Háskólann á
Akureyri í haust og hafa þeir
aldrei verið fleiri. Síðastliðið
haust stunduðu tæplega 1.520
nemendur nám við skólann og er
um tæplega 5% fjölgun að ræða
milli ára. Í dagskóla eru skráðir
rúmlega 800 nemendur og um 550
í fjarnám. Að auki stunda rúm-
lega 200 nemendur framhalds-
nám en þar er jafnframt mesta
fjölgunin frá fyrra ári. Rúmlega
120 umsækjendum var hafnað um
skólavist að þessu sinni. Fjöl-
mennasta deild skólans er sem
fyrr kennaradeild með 553 nem-
endur en nemendum fjölgaði
mest í félagsvísinda- og lagadeild
á milli ára eða um 30%.
Framhaldsnám til M.Sc. prófs í
auðlindafræði fer af stað í fyrsta
sinn í haust. Um er að ræða al-
þjóðlegt rannsóknarnám með
áherslu á eitt af fimm fræðasvið-
um auðlindadeildar: umhverfis-
fræði, orkufræði, líftækni, sjávar-
útvegsfræði eða fiskeldisfræði.
Árlega fær háskólinn til sín
marga erlenda skiptinema og í
haust er fjöldi þeirra vel á annan
tug. Þetta eru nemendur frá sam-
starfsháskólum m.a. á Norður-
löndunum og í Rússlandi, Þýska-
landi, Kína og Bandaríkjunum.
Flestir skiptinemanna munu
stunda nám við félagsvísinda- og
lagadeild.
Kennsla nýnema í grunnnámi
hefst mánudaginn 22. ágúst næst-
komandi með dagskrá sem nefnd
er velgengnisvika. Kennsla eldri
nemenda hefst fimmtudaginn 25.
ágúst samkvæmt stundaskrá.
Háskólinn á Akureyri
Nemendur hafa
aldrei verið fleiri
GUNNLAUGUR Haraldsson vélsleðakappi í Ólafsfirði
fékk fiðring í magann þegar hann var að hreinsa frysti-
klefa í bænum í gær. Hann losaði ísinn úr klefanum á
götuna og bjó til stutta til braut í sól og 20 stiga hita.
Því næst fór hann heim eftir vélsleða sínum og þeysti
eftir þó frekar stuttri brautinni. Það er ekki á hverjum
degi sem vélsleðamenn setja sleða sína í gang á þessum
árstíma.
Morgunblaðið/Gísli Kristinsson
Á vélsleða í 20 stiga hita