Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Vika í Danmörku
www.hertz.is
19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.*
Opel Corsa eða sambærilegur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
28
90
9
06
/2
00
5
50 50 600
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Margrét Rögnvaldsdóttirog Guðrún Harð-ardóttir eru vanirgöngugarpar enda
ganga þær daglega á Úlfarsfellið
og það eldsnemma. Þær tóku sig til
ásamt vinkonum sínum, þeim Guð-
nýju Erlingsdóttur og Maríu Sól-
bergs, og leituðu að nýjum æv-
intýrum og girnilegum
gönguferðum suður í Frakklandi.
Vinkonurnar tóku börnin sín með
og leigðu hús í bænum Flayosc sem
er í 125 kílómetra fjarlægð frá Nice
í suðurhluta landsins. Flayosc er
lítið þorp frá mið-
öldum og íbúar
þess eru um fjögur
þúsund.
Eigendur húss-
ins eru frænka
Margrétar og
maður hennar.
Höfðu þau útbúið
mikla möppu með
helstu upplýs-
ingum um svæðið
og góðum göngu-
leiðum fyrir gest-
ina.
Vöktu allt þorpið
á morgnana
Þær Margrét og
Guðrún brugðu ekki út af vananum
í fríinu og byrjuðu daginn yfirleitt
á því að ganga í skóginum um-
hverfis þorpið.
„Það var eiginlega of heitt til
þess að ganga um miðjan daginn
svo við fórum af stað á morgnana
með varðhundana í þorpinu gelt-
andi á eftir okkur. Við hljótum að
hafa vakið alla í þorpinu þar sem
við fórum svo snemma af stað,“
segir Guðrún hlæjandi.
Morgunferðirnar komu ekki í veg
fyrir margvíslegar skoðunarferðir
yfir daginn og ein eftirminnilegasta
gangan var þegar hópurinn fór að
skoða gamla brú frá tímum Róm-
verja og klaustur sem nú er í eyði.
„Það var gaman að ganga á
þessu svæði og sjá gamla brú frá
því fyrir Krist. Hægt var að ganga
upp að gömlu klaustri sem stendur
á hæð og útsýnið þaðan yfir skógi
vaxið landið mjög flott. Það var
sérstaklega gaman að labba inn í
þetta andrúmsloft, inn í gamla
klausturgarðinn innan um ólífutrén,
vínviðinn, myntuna og rósm-
arínplönturnar. Maður gat hæglega
ímyndað sér munkana sem áður
sátu undir trjánum til að njóta
skuggans,“ segir Margrét.
Þorpið í skýjunum
Þorpin í kring eru meira og
minna eldgömul og eitt þeirra er
fjallaþorpið Tourtour, sem er aug-
lýst sem eitt fallegasta þorp Frakk-
lands og er í 635 metra hæð. Það
ber viðurnefnið „Þorpið í skýj-
unum“ og er stutt frá Flayosc.
„Við gengum eftir gönguleið yfir
til Tourtour og enduðum í gömlum
eftirlitsturni þar sem fylgst var
með mannaferðum í gamla daga,“
segir Margrét. Guðrún bætir við að
Tourtour sé orðinn vinsæll staður
fyrir listafólk og allt sé morandi af
galleríum í þröngum götum þorps-
ins.
Börnin skemmtu sér líka prýði-
lega. „Þau gátu farið á fiðrild-
aveiðar, við sáum eðlur, leð-
urblökur og búið var að vara okkur
við villisvínum sem gætu orðið á
vegi okkar, sem var ansi spennandi,
þótt við höfum ekki rekist á neitt
svín,“ segir Guðrún.
Ódýr og ferskur
matur á markaðinum
Annar miklvægur hluti ferð-
arinnar var að njóta góðs matar.
Þær Margrét og Guðrún eru sam-
mála um að allt hafi verið afslappað
í kringum matmálstímana. „Við
borðuðum þegar við vorum svöng
og það var lítið mál þar sem við
vorum svona margar konur saman.
Við vorum enga stund að útbúa
matinn, borðuðum alltaf úti og svo
hjálpuðust allar að við að ganga
frá,“ segir Guðrún.
Margrét tekur við: „Við fórum á
matarmarkaðina sem voru til skipt-
is í þorpunum. Þar var hægt að
finna allt mögulegt, allt frá spenn-
andi ostum, paté, góðum vínum og
kryddjurtum upp í glæsilegt úrval
grænmetis og ávaxta, allt mjög
ódýrt. Við eyddum mjög litlu eftir
að komið var á staðinn,“ segir hún.
Ekki tókst þeim að taka mikið mat-
arkyns með sér heim. „Við komum
með eitthvað heim en það var til
dæmis ekki hægt að taka með sér
það sem við keyptum á mörk-
uðunum því það verður að vera í
viðurkenndum umbúðum til að það
megi flytja það inn til Íslands, og
það var svolítið fúlt,“ heldur hún
áfram.
Frakkar mjög jákvæðir
Þrátt fyrir smávægilega tungu-
málaörðugleika tókst dömunum vel
að bjarga sér á frönskunni. „Það er
allt annað að vera í Suður-
Frakklandi en í París, fólkið er svo
hjálplegt og vingjarnlegt. Þó að við
töluðum ekki fullkomna frönsku
voru allir mjög jákvæðir,“ segir
Margrét.
Þetta svæði hefur líka allt sem
þær stöllur vonuðust eftir að sam-
eina í eitt afslappandi frí. „Það er
það sem er svo skemmtilegt við
þetta svæði, það er hægt að gera
svo margt í allri þessari náttúru.
Hægt er að borða góðan mat og
gaman er að skoða markaðina. Síð-
an eru það allar þessar gönguslóð-
ir. Það er hægt að fara þangað í
fleiri fleiri ár og ekki klára að
ganga allar þessar leiðir,“ segir
Margrét að lokum og ekki finnst
blaðamanni ólíklegt að þær Guðrún
leggi leið sína aftur um Var-héraðið
áður en langt um líður.
HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Ferðalag inn í sveitir Suður-Frakklands
Þorpið í skýjunum
og rósmarínangan
Ljósmynd/Guðrún Harðardóttir
Gleðistund í garðinum með Guðnýju, Maríu og Margréti. Í baksýn er sundlaugin sem var mikið notuð.
Ekki amalegt að geta borðað úti í garði, enda heitt og sólríkt.
Tourtour er fallegt þorp í 635 metra hæð og er kallað þorpið í skýjunum.
Nálægt brúnni er gamalt klaustur. Í garðinum finnst
angan af vínviðnum, rósmarín og myntu.
Hópurinn gekk að gamalli rómverskri brú og áði í skugga hennar.
Margrét Rögnvaldsdóttir og Guðrún Harðardóttir fóru til Suður-Frakklands
með vinkonum sínum þar sem áætlunin var að njóta sólar, góðs matar og víns,
og ganga svolítið. Sara M. Kolka hitti stöllurnar og fékk að heyra um suðræn-
ar sveitir og skemmtilega matarmarkaði.
sara@mbl.is