Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 30
30 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÖFUNDUR þessa pistils hef-
ur starfað hjá ÁTVR í tæp 20 ár
en á sér mun lengri sögu afskipta
af versluninni. Hann átti hlut að
samningum fyrstu verðlagning-
arreglnanna og fyrstu reglum um
innkaup fyrirtækisins og framboð
vöru í vínbúðum og hefur jafnan
komið að endurskoðun þeirra síð-
an.
Megineinkenni reglna um verð-
lagningu áfengis er að skattur er
lagður á magn hreins vínanda í
hverjum lítra áfengis. Skatturinn
er föst krónutala. Frá þessari
reglu eru smáfrávik. Til þess að
flækja málið ekki um of er hér
látið nægja að greina frá því að
áfengisgjald af 8% hvítvínsflösku
(75cl) er 218 krónur og áfeng-
isgjald af 13,5% rauðvínsflösku er
436 krónur. Gjaldið er innheimt
við tollaafgreiðslu og ofan á það
leggst verslunarálagning heildsala
og smásala auk virðisaukaskatts.
Þessar reglur hafa haldist án telj-
andi breytinga í rúm 20 ár.
Innkaupareglur áfengis voru
fyrst birtar í byrjun árs 1994. Í
upphafi var megintilgangur regln-
anna að tryggja jafnræði í sam-
skiptum við birgja. Fljótlega kom
í ljós að innan jafnræðisreglu yrði
að setja reglur um vöruval í við-
leitni til að tryggja viðunandi fjöl-
breytni vöru fyrir viðskiptavini
ÁTVR. Hafa þar margar leiðir
verið reyndar. Hafa verður í huga
að ÁTVR kaupir allt vín frá birgj-
um. Vínheildsalar starfa sam-
kvæmt lögmálum frjálsra við-
skipta. Þeir þekkja reglur ÁTVR
um verðlagningu og bjóða fram
vörur, sem þeir halda að seljist
og haga verði sínu með tilliti til
væntanlegs smásöluverðs ÁTVR.
Fyrir þremur árum var inntak
innkaupreglna ÁTVR að tryggja
fjölbreytni í vöruvali eftir löndum
og landsvæðum. Í reglunum voru
tiltínd lönd og landsvæði sem
voru þekkt fyrir framleiðslu vína.
Þannig var gert ráð fyrir að rauð-
skiptavinum minni vínbúð
upp fátæklegt vöruval me
ugri sérpöntunarþjónustu
Heiðrúnu, varð ljóst að úr
var þörf. Nýjar reglur tók
1. ágúst sl. og munu í nái
framtíð hafa veruleg áhri
breytni í vöruvali 100–300
unda vínbúða. Nýjar regl
enginn lokaáfangi. Innkau
reglur verða að vera í tak
þær breyting
verða á neysl
um viðskiptav
ÁTVR og í sá
birgja , sem
á, að sú vara
þeir bjóða, ko
dreifingu í ví
um.
ÁTVR nýtu
vildar hjá alm
og birgjum e
má mörg um
sem fallið haf
anfarnar viku
hef farið víða
lönd m.a. til m
vínlanda heim
sem Frakklan
Spánar og Ítalíu og hverg
dreifingarkerfi vöru til fá
ar landsbyggðar, sem er j
öflugt og á Íslandi. Í áran
hefur margur vínframleið
og vínheildsalinn heimsót
og undrast það vöruúrval
finna má í Heiðrúnu og K
unni. Er þá helst til Svíþj
eða Finnlands vitnað, haf
irnir þangað komið. Ólíku
saman að jafna t.d. eru Sv
9 milljónir en Íslendingar
þúsund.
Mér hefur verið sagt að
inum sé boðið upp á 3 mil
tegunda af vínum. Sé þett
sanni, verður vart við því
að allir fái það sem eftir e
í vínbúðunum. Gæði víns
mjög huglæg jafnvel svo
sem talið er gott í einu la
er talið næsta ódrekkand
Ég tel þá víngagnrýnendu
hrokagikki sem telja neys
lendinga á kassavínum be
vín fengist frá rúmlega 30 mis-
munandi svæðum. Kassavínum
var haldið utan þessarar upptaln-
ingar. Þetta virkaði ágætlega. Í
desember sl. var til vín frá öllum
svæðum utan tveimur. Hvítvín
frá Oregon og Potrúgal vantaði í
safnið. Gallinn var þó sá að mati
vínáhugamanna, að nú réði með-
almennskan um of. Innkaupa-
reglurnar voru hagstæðari seldu
magni en arði af hinu
selda þar sem magn
en ekki arðsemi réð
veru vörunnar í
kjarna – aðal-
söluflokki ÁTVR.
Enn var innkaupa-
reglunum breytt. Að-
alviðmið nýrra
reglna varð framlegð
vörunnar þ.e. hve
miklum arði varan
skilaði til ÁTVR. Var
þess vænst að staða
dýrra gæðavína
styrktist við þetta
þar sem hver dýr
flaska skilaði meiri
framlegð en ódýr
flaska og færri seldar flöskur
þyrfti til framhaldsveru í hillum
ÁTVR en áður hafði verið. Hér
var haldin leið sem flestir telja
eðlilega og sanngjarna í við-
skiptum. Venjulegur kaupmaður
hampar þeirri vöru sem mest
gefur af sér.
Þrátt fyrir þessa réttlætingu
kerfisins dugði það skammt. Á
hinum endanum var neytandinn
sem greiðir atkvæði með pen-
ingum sínum og biður þannig um
vöru eða hafnar henni. Ókost-
irnir voru þeir að mati áhuga-
manna um vín að val meirihluta
neytenda reyndist ljós bjór og
kassavín og þær tegundir lögðu
undir sig efstu sæti á framlegð-
arskránni sem aldrei fyrr. Við
það varð vöruval vínbúða, er
selja 100–300 tegundir, einsleit-
ara en nokkru sinni fyrr, þótt úr-
val kassavína og bjórs yrði meira
en áður hafði verið. Þrátt fyrir
viðleitni til að bæta við-
Um vín og gæðavín
Eftir Höskuld
Jónsson
Höskuldur Jónsson
áliti verkfræðings sem skoðaði
húsið var það dæmt ónýtt. Kaup-
félagsmenn töldu þó rétt að nýta
húsið eitthvað áfram og var það
klætt að utan til að hylja
skemmdirnar.
Árið 2002 keypti Borgarbyggð
eignir KB á svæðinu með það í
huga að skipuleggja íbúðarbyggð
eins og fram kemur í að-
alskipulagi fyrir Borgarnes. Árið
2003 var vinnuhópur
að störfum ásamt
arkitekt og drög að
skipulagi kynnt á
opnum fundum með
íbúum.
Arkitekt og tækni-
fræðingur skoðuðu
mjólkursamlagshúsið
og mátu ástand þess.
Í kjölfar þess mats
lagði vinnuhópurinn
til að húsið yrði látið
víkja fyrir nýrri
íbúðarbyggð.
Þegar skipulagið
var auglýst haustið
2004 kom upp áhugi
nokkurra ein-
staklinga á að varðveita húsið og
voru gerðar athugasemdir við
deiliskipulagið.
Óskað var álits húsafrið-
unarnefndar. Húsið var skoðað af
fulltrúum nefndarinnar í janúar
2005. Það álit sem Borgarbyggð
fékk að því loknu var ekki hægt
að túlka þannig að nefndin teldi
að varðveita bæri húsið.
Athugasemdum við deiliskipu-
lag var svarað og skipulagið sam-
þykkt af hálfu Skipulagsstofn-
unar.
Áhugasamir einstaklingar boð-
uðu til fundar í apríl 2005
uðu undirskriftum þar sem
var á bæjarstjórn Borgarb
að varðveita húsið.
Jafnframt óskuðu þau á
húsafriðunarnefndar sem
frá sér nýtt álit alls ólíkt h
fyrra. Í nýju áliti húsafrið
unarnefndar þótti húsið h
rænt og menningarsögule
Það hafði sem sagt öðlast
einkenni á tímabilinu frá j
til júní 2005. Nefndin lýst
reiðubúna, í nýju áliti, að
frekari aðgerða til varðvei
hússins, gerðist þess þörf
Hinn 2. júní 2005 komu
bæjarráðs Borgarbyggðar
talsmenn þess að varðveit
húsið og lögðu þau fram u
skriftalista sem og minnis
verndun hússins og nýtt á
friðunarnefndar, ræddu m
uppbyggingu og not hússi
minnisblaði sem þau lögðu
var óskað eftir því að bæj
irvöld endurskoðuðu þá ák
sína að rífa húsið þar til fu
væri að annaðhvort finna
endur að húsinu eða fjárm
þess að standa straum af
kostnaði sem fælist í að g
upp.
Það var orðið við þeirri
Bæjaryfirvöld lýstu sig
in að bíða með það fram í
að rífa húsið ef áhugasam
vildu ef til vill kaupa húsi
gera það upp.
Þannig er staðan í dag.
Forgangsröðun
Á meðan grunnskólabör
Borgarbyggð er ekið til sk
æði misjöfnum malarvegu
Á UNDANFÖRNUM mán-
uðum hefur ítrekað birst í Morg-
unblaðinu sú skoðun ritstjóra
blaðsins að varðveita eigi og end-
urbyggja gamla mjólkursamlags-
húsið við Skúlagötu í Borgarnesi.
Ganga þeir svo langt í ritstjórap-
istli föstudaginn 12. ágúst sl. að
ástæða er að koma
hér með nokkrar leið-
réttingar og ábend-
ingar.
Það er trúlega
einsdæmi að fjölmiðill
nýti ritstjórnarpistla
sína með slíkum
hætti eins og Morg-
unblaðið hefur gert
varðandi þetta um-
rædda hús. Í Morg-
unblaðinu hinn 12.
ágúst sl. tekur stein-
inn úr en þá eru
sveitarstjórnarmenn í
Borgarbyggð sakaðir
um metnaðarleysi og
það að vinna ekki þau
verk sem þeir hafa verði kjörnir
til. Jafnframt er talað um að nið-
urrifsmenn megi ekki hafa sigur í
þessu máli. Við skulum aðeins
rifja upp söguna.
Gamla mjólkursamlagshúsið var
byggt í kringum 1935. Guðjón
Samúelsson þáverandi húsameist-
ara ríkisins var einn af hönnuðum
hússins.
Árið 1980 var mjólkurvinnslan
flutt úr húsinu og í nýtt hús við
Engjaás. Eigandi hússins, Kaup-
félag Borgfirðinga, lét gera könn-
un á ástandi þess og samkvæmt
Gömul hús í Borgar
Eftir Helgu
Halldórsdóttur
Helga
Halldórsdóttir
HÆKKA OG LÆKKA SVO AFTUR?
Samtök stúdenta hafa mótmæltharðlega breytingu á gjaldskrá
Leikskóla Reykjavíkur, sem felur í
sér að hætt verður að veita fjölskyld-
um, þar sem annað foreldrið er í
námi, afslátt af leikskólagjöldum.
Rökin fyrir þessari breytingu eru
þau að hagur stúdenta hafi vænkazt
með því að tenging námsláns við
tekjur maka námsmanns hafi verið
afnumin. Stefán Jón Hafstein, for-
maður menntaráðs Reykjavíkur, hef-
ur bent á að námsmenn, sem búi við
þröngan fjárhag, fái námslán fyrir
þessum kostnaði eins og annarri
framfærslu. Aðrir, sem eigi maka
með góðar tekjur, þurfi ekki á slíku
að halda.
Þetta eru út af fyrir sig rök í mál-
inu og gætu átt við ef Reykjavík-
urborg ætlaði að halda áfram gjald-
töku fyrir leikskólavist. En
Reykjavíkurlistinn hefur þvert á
móti lofað borgarbúum því að leik-
skólagjöld verði lækkuð og fljótlega
komið á gjaldfrjálsum leikskóla.
Hækkun leikskólagjalda, jafnvel
aðeins hjá afmörkuðum hópi, sem
kemur beint í kjölfar yfirlýsinga um
gjaldfrjálsan leikskóla, dregur veru-
lega úr trúverðugleika þeirra
áforma. Meinar Reykjavíkurlistinn
eitthvað með málflutningi sínum um
gjaldfrjálsan leikskóla ef hann finnur
sér tilefni til að hækka leikskóla-
gjöld?
Alfreð Þorsteinsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, virðist
hafa komið auga á þennan tvískinn-
ung og hefur lagt fram tillögu í borg-
arráði um að fallið verði frá hækkun
leikskólagjaldanna, sem átti að taka
gildi 1. september.
„Að mínu mati hafa forsendur
breyst með útspilinu um gjaldfrjáls-
an leikskóla. Þannig að mér finnst
nánast út í hött að vera að fara að
standa í einhverjum hækkunum þeg-
ar við erum að stefna að lækkunum á
næstunni,“ segir Alfreð í Morgun-
blaðinu í gær.
Stefán Jón Hafstein, sem til þessa
hefur varið hækkunina, hefur
skyndilega skipt um skoðun og segir
í blaðinu í gær: „En ef menn vilja
núna vinda ofan af þessu í ljósi þess
að við erum auðvitað að vinna heild-
stæðar breytingar um gjaldfrjálsa
leikskóla þá er ég sem formaður af-
skaplega ánægður.“
Formaðurinn hefur því skyndilega
komið auga á ný rök í málinu, sem
hann sagði fyrir nokkrum dögum að
væru engin til. Nýju rökin eru nokk-
urra mánaða gömul yfirlýsing hans
sjálfs og annarra borgarfulltrúa
R-listans um gjaldfrjálsan leikskóla.
Skynsamlegast er því væntanlega
að láta kyrrt liggja og hækka ekki
gjaldskrá leikskólanna. Þetta mál er
hins vegar aðeins eitt af mörgum,
þar sem Reykjavíkurlistinn og flokk-
arnir sem að honum standa, virðast
ekki alveg vita hvert þeir eru að fara.
AFDRIFARÍK MISTÖK
Afdrifarík mistök áttu sér staðþegar lögreglan í Londonskaut Brasilíumanninn Jean
Charles de Menezes til bana 22. júlí
í lestarstöð í borginni. Þá var talið
að hann gæti haft í hyggju að
fremja hryðjuverk og lögregla hefði
ekki átt önnur úrræði en að skjóta
hann vegna þess að ella hefði hann
fengið tækifæri til að láta til skarar
skríða.
Ljóst er að lögreglu er mikill
vandi á höndum í viðureigninni við
hryðjuverkamenn, ekki síst þegar
hún á í höggi við menn, sem eru
reiðubúnir til að fórna lífi sínu, og
getur því þurft að grípa til aðgerða,
sem undir venjulegum kringum-
stæðum þættu óréttlætanlegar. Nú
er hins vegar að koma á daginn að
breska lögreglan hafi einfaldlega
staðið illa og ófagmannlega að verki
þegar Menezes var skotinn til bana
og til að bíta höfuðið af skömminni
reynt að hylma yfir mistök sín.
Í upphafi var látið að því liggja að
Menezes hefði verið óvenjuvel
klæddur miðað við veður, reynt að
forðast lögreglu, meðal annars með
því að stökkva yfir hlið á braut-
arstöðinni, og hegðað sér grunsam-
lega. Nú er komið í ljós að hann var
klæddur í þunnan gallajakka. Hann
notaði miða þegar hann fór í gegn-
um hliðið, gaf sér tíma til að ná sér í
ókeypis dagblað og gekk rólega nið-
ur rúllustiga. Hann virðist síðan
hafa tekið á rás til að ná lest, sem
var að koma inn á stöðina.
Lögreglan byrjaði að veita
Menezes eftirför þegar hann kom út
úr húsi þar sem talið var að hryðju-
verkamenn væru innan dyra. Nú er
komið fram að ekki voru borin al-
mennilega kennsl á hann þegar
hann kom út úr húsinu. Lögreglu-
maðurinn, sem vaktaði húsið, hafði
brugðið sér afsíðis og náði ekki að
kveikja á eftirlitsmyndavél í tæka
tíð. Þá virðist lögregluþjónn hafa
verið búinn að ná taki á höndum
hans þegar hann var skotinn.
Hér er greinilega um að ræða röð
mistaka, sem leiddu til þessa
hryggilega atburðar, og greinilegt
að það þarf að bæta verulega vinnu-
brögð lögreglunnar. Margar spurn-
ingar vakna. Hvernig stóð á því að
röngum manni var veitt eftirför?
Hvernig stóð á því að honum var
leyft að ferðast í strætisvagni og
síðan inn í lestarstöð þar sem margt
var um manninn fyrst grunur lék á
að hann væri með sprengju innan
klæða?
Yfirhylmingin er ekki síður
áhyggjuefni. Tæpur mánuður líður
áður en staðreyndir málsins koma
fram og í þokkabót þurfti leka til.
Ljóst er að lögregla getur þurft að
grípa til sérstakra aðgerða þegar
stöðva þarf sjálfsmorðsárásir, en þá
er ekki síst mikilvægt að hún vandi
til verka og leggi spilin á borðið ef
mistök eru gerð.
Þetta á við í öllum vestrænum
ríkjum. Baráttan gegn hryðjuverk-
um getur útheimt óvenjuleg vinnu-
brögð af hálfu lögreglu, en þeim
mun mikilvægara er að yfirvöld séu
reiðubúin að útskýra fyrir borgur-
unum nauðsyn slíkra aðgerða og
gera hreint fyrir sínum dyrum ef
vafi leikur á réttmæti þeirra.