Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ár hvert laðar Gunn Bald-ursson knattspyrnumótið íKanada að fjölda kvenna-liða á öllum aldri en mótið hefur verið haldið í 18 ár eða frá árinu 1988. Mótið er haldið í minningu ungrar íslenskrar stúlku, Gunnhildar Sifjar Gylfadóttur sem lést í hörmu- legu bílslysi árið 1987. Hún bar eft- irnafn föður síns í Kanada, Gylfa Baldurssonar, og er þar komin skýr- ing á nafni mótsins. Efnileg á öllum sviðum Gunnhildur var tvítugur náms- maður, á þriðja ári í læknisfræði í Acadia háskólanum í Nova Scotia og hæfileikaríkur tónlist- armaður. Hún spilaði á fiðlu í fjölda ára og var meðal annars konsertmeistari Sinfón- íuhljóm- sveitar Acadia- háskólans. Hún hlaut einnig fjölda viðurkenninga fyrir náms- árangur og var einn af heiðursnem- endum skólans. Hins vegar var hún efnilegust og best þekkt í boltaíþróttinni og skildi eftir sig stórt skarð í skólanum þar sem hún lék með kvennaliðinu í fót- bolta. Gunnhildur byrjaði í fótbolt- anum á Íslandi í liðum Víkings og Stjörnunnar en flutti til Kanada ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var 9 ára gömul. Fjölskyldan bjó þar í 10 ár, ef undanskilin eru árin 1982 til 1984 þegar þau bjuggu á Íslandi. Í Arcadia-háskólanum varð Gunn- hildur markahæsti leikmaður skóla- liðsins á árunum 1985–1987, hún stýrði liði sínu til sigurs í úr- slitakeppni kanadískra háskólaliða 1987 og var einnig í úrvalsliði Nova Scotia. Árið sem hún lést hafði hún verið valin í kanadíska landsliðið og átti möguleika á að keppa á heims- meistaramótinu í Taív- an. sÞjálfari Gunnhildar var á þessum tíma Laura Sanders og þótti henni mikið til Gunnhildar koma. „Hún var senni- lega fjölhæfasti og snjallasti leik- maður sem ég hef unnið með í þau tíu ár sem ég hef þjálfað hér,“ er haft eft- ir Lauru í Morgunblaðinu árið 1994 svo greinilegt er að Gunnhildur var hæfileikarík stúlka. Íbúafjöldinn tvöfaldast í bænum Gunn Baldursson mótið er sem fyrr segir haldið árlega og hefur þátt- taka liða tvöfaldast frá árinu 1998. Eric Cedenberg, skipuleggjandi mótsins, segir að áætlunin sé að halda áfram á sömu braut og jafnvel bjóða íslenskum, bandarískum og evrópskum liðum til þátttöku í fram- tíðinni. Stefnt var upphaflega að hafa mótið í að minnsta kosti í 7 ár í viðbót en það gæti hæglega breyst ef þessi mikli áhugi á einu vinsælasta knatt- spyrnumóti Kanada helst óbreyttur. Foreldrar Gunnhildar, Gylfi og Þuríður J Jónsdóttir, eru í góðu sam- bandi við mótshaldara og fylgjast með mótinu héðan af Íslandi ef þau geta. Þau hafa farið nokkrum sinnum út og Gylfi segir háskólabæinn Wolf- ville umturnast í nokkra daga á ári um mánaðamótin júní–júlí. Þá mætir fjöldi fótboltakvenna á öllum aldri frá austurfylkjum Kanada á svæðið, þjálfarar þeirrar og foreldrar. „Bærinn sem að öllu jöfnu er 4– 5000 manna bær getur ekki tekið við öllu þessu fólki. Íbúafjöldinn nær tvö- faldast og því eru nærliggjandi bæir og bæjarfélög undirlögð af þátttak- endum mótsins, þetta er algjör sprengja,“ segir Gylfi. Mótið hápunktur tímabilsins Það má með réttu segja að orðspor mótsins dreifi sér víða. Á heimasíðu skólans kemur fram að í upphafi hafi 45 lið keppt á mótinu en árið 2002 voru liðin orðin 192 talsins. Svo vin- sælt er mótið að reynt var að tak- marka þátttökuna við úrvalsliðin en vegna mikilla mótmæla var hætt við breytinguna og mun mótið vera hald- ið í óbreyttri mynd á næsta ári. Það er þó aðeins hægt vegna mikils stuðn- ings knattspyrnufélagsins „Soccer Nova Scotia“ og segir framkvæmdar- stjóri þess, George Athanasiou, að mótið sé „hápunktur tímabilsins fyrir hundruð kvennaliða í öllum deildum“ og fagnar hann afturköllun breyting- arinnar. Nú er minningu Gunnhildar haldið lofsamlega á lofti með miklum til- burðum ár hvert, stúlknalið eru nefnd í höfuðið á henni og varla er til sá kvennaliðsspilari í Kanada sem ekki þekkir Gunn Baldursson mótið. Gylfi segir tilfinninguna góða að vita til vinsælda mótsins á hverju ári „Það er notaleg tilfinning, að minning Gunnhildar sé í heiðri höfð með þess- um hætti.“  KNATTSPYRNUMÓT | Nova Scotia í Kanada Mót haldið í minningu íslenskrar stúlku Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Mynd sem tekin var af Gunnhildi Sif Gylfadóttur nokkru áður en hún lést. Mótið er haldið í minningu hennar. Ljósmynd/Eric Cedenberg Mynd frá Gunn Baldursson-mótinu sem er haldið árlega af Acadia- háskólanum í Kanada. Merki Gunn Bald- ursson-mótsins MSG eða þriðja krydd- ið er skaðlaust í mat- vælum ef það er notað í hæfilegu magni. „Þetta er bragðaukandi efni sem oft er notað með salti eða öðru kryddi í matvælum og er skað- laust,“ segir Grímur Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, og nefnir sem dæmi að MSG er að finna í súpu- teningum, tilbúnum sojasósum og súpum. Rétt er að taka fram að MSG er ekki að finna í þurrkuðu laufkryddi eins og timian, oregano og marjoram og er því vill- andi fyrir neytendur að sumir kryddframleiðendur setja áletr- unina: Inniheldur ekki MSG, á þessi krydd. Lífseigar sögur „Efnið hefur mikið verið rann- sakað en af einhverjum ástæðum eru alltaf að koma upp sögusagnir um að það geti haft neikvæð áhrif. Satt að segja eru þetta ótrúlega líf- seigar sögur.“ Allt frá því bandaríska mat- vælalöggjöfin var sett árið 1959, hef- ur efnið verið leyft í hæfilegu magni eins og mörg önnur efni en vegna umræðna um skaðsemi var ákveðið að rannsaka öryggi MSG og skyldra efna á ný og hafa rannsóknastofn- anir fimm sinnum skilað áliti um ör- yggi efnisins á árunum 1980 til 1995. Á grundvelli rannsóknanna hefur ekki þótt ástæða til að vara við neyslu. Óþægindi frekar en ofnæmi „Það er vissulega til hópur fólks, trúlega ekki stór, sem sýnir aðeins viðbrögð, sem varla er hægt að kalla ofnæmisviðbrögð. Miklu frekar óþægindi,“ segir Grímur. „Þessi hópur er mjög lítill og að tengja ein- kennin afgerandi við MSG hefur ekki verið hægt. Það hefur verið reynt með blindprófi, þar sem fólki er gefið að smakka vatnsupplausn sem var ýmist með glútómati af mis- munandi styrkleika eða án nokkurs. Þeir sem töldu sig finna fyrir ein- hverjum áhrifum voru prófaðir aft- ur og kom í ljós að upplifunin var ekki alltaf sú sama. Trúlega eiga einkennin að einhverju leyti rétt á sér en þau eru ábyggilega líka hug- læg að hluta til. Vera má að ýmis önnur efni í matvælunum, sem fólk er með ofnæmi fyrir, hafi þessi áhrif. Til dæmis hnetur eða skelfiskur.“ Óþol og asmi Samkvæmt skýrslu bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar eru tveir hópar næmir fyrir áhrifum kryddsins. Þeir sem geta sýnt óþol fyrir MSG í umtalsverðu magni og fólk með slæman asma og getur asmi versnað tímabundið og þarf 0,5-2,5 g til að framkalla þessi áhrif. Heildarniðurstaða skýrslunnar var að MSG væri skaðlaust í venjulegu magni. Efnið er flokkað sem aukaefni samkvæmt íslenskri og evrópskri matvælalöggjöf og um aukaefni gildir sérstök löggjöf. Efnin þurfa að fara í gegnum strangt matsferli þar sem skoðuð eru hugsanleg skaðleg áhrif á neytendur svo sem eitur- áhrif, krabbameinsvaldandi áhrif, áhrif á erfðaefni, fóstur og fleira. Og er MSG sennilega eitt mest rannsak- aða aukaefnið ásamt nýju gervi- sætuefnum á markaðinum. Rétt er að benda á að ýmsar teg- undir matvæla eru með nokkurt magn af glútínmati í fríu formi, með- al annars tómatar, gerjaðir ostar, sojasósur og súpukraftur.  MATUR | Bragðaukandi efni í matvælum Þriðja kryddið er talið skaðlaust Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Dal.is Eldshöfða 16, bakhús Sími: 616 9606 Opið milli 12 - 16 93.0 39 k r BEINT FRÁ KÍNA! GÆÐAVARA FRAMLEIDD FYRIR EVRÓPUMARKAÐ opið í dag laugard. kl 12 - 16 Stærð 150 X 75 sm 37.5 11 k r 17.1 31 k r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.