Morgunblaðið - 20.08.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 33
DAGLEGT LÍF
!"#
$%&
%
'!
%
%
'
(
)
*'
(
(
+,--%+.--
/
0 %!0
1
%
"
'
2
'+3--%+4--
!"
#$
!
"
"
Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar á yndislegum tíma og dvöl í
Palermo og á ferðamannastaðnum Giardino Naxos. Hiti í lok september
er kjörinn til sólbaða og til að skoða þessa stórbrotnu eyju. Einnig
bjóðum við einstaka sérferð, Perlur Sikileyjar, í fararstjórn Ingólfs Níelsar
Árnasonar, leikstjóra. Í þessari ferð upplifir þú óviðjafnalega blöndu
náttúrufegurðar, sögu, menningar
og litríks mannlífs.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Sikiley
29. september
frá kr. 49.990
Perlur Sikileyjar - einstök sérferð
Frá kr. 49.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum.
Netverð á mann.
Frá kr. 89.990
Flug, skattar, gisting í tvíbýli á 3*
hótelum með hálfu fæði, allur akstur
á milli staða, allar kynnisferðir skv.
leiðarlýsingu og íslensk fararstjórn.
Netverð á mann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Perlur Sikileyjar
Radísur og graslauk er auð-velt að rækta á Íslandi ogmá nota hvort tveggja tildæmis í sumarlega sal-
atrétti. Að sögn Garðars R. Árnason-
ar, lektors við Landbúnaðarháskóla
Íslands, eru báðar þessar matjurtir
fljótsprottnar og gera engar sér-
stakar kröfur til jarðvegs og áburðar.
Graslaukur
Graslaukur er fjölær og harðger
laukjurt, sem myndar ekki lauk.
Blöðin eru yfirleitt notuð fersk til
matar sem krydd, en þau eru grönn
og hol að innan með milt laukbragð.
Hver planta myndar smám saman
litla þúfu eftir því sem plantan eldist.
Graslaukur er meðal fyrstu plantn-
anna að hefja vöxt á vorin og blómstr-
ar fallegum, kúlulaga, blárauðum
blómum í júnímánuði. Með tilliti til
blaðmyndunar er rétt að fjarlægja
blómknúppana, ella blómstra þeir á
kostnað blaðvaxtarins. Gott er að
gefa graslauknum smánæringu að
sumri, um 200–300 g af garðáburði á
hverja tíu fermetra, einu sinni til
tvisvar sinnum.
Fjölgun graslauks getur bæði ver-
ið með fræjum og skiptingu eldri
plantna. Við sáningu má t.d. sá
nokkrum fræjum saman í potta og
forrækta plönturnar inni í sex til átta
vikur áður en þær eru gróðursettar
utandyra. Rétt er að skipta plönt-
unum snemma vors á 3–5 ára fresti
því upp frá því fer að draga úr blað-
vexti og blómmyndun eykst. Upp-
skera getur hafist hvenær sem er eft-
ir að blöðin hafa náð hæfilegri lengd.
Blöðin eru skorin niður við moldina
og fljótlega vaxa upp ný blöð og er því
unnt að uppskera jafnt og þétt allt
sumarið. Graslaukur hentar mjög vel
til frystingar án forsuðu.
Radísur
Radísa er ein allra auðræktaðasta
matjurtin, sem völ er á hér á landi.
Hún er fljótsprottin og getur náð
þroska nánast hvar sem er. Hnúð-
arnir geta verið mismunandi að lögun
og lit eftir yrkjum. Radísur eru til-
tölulega næringarsnauðar og þykja
bragðgóðar og lystaukandi. Þær eru
borðaðar hráar og njóta sín mjög vel
bæði einar sér og í blönduðu hrásal-
ati.
Ójöfn vökvun getur valdið því að
hnúðarnir springa og þurrkur getur
valdið seigum og römmum hnúðum.
Radísur eru ekki þurftarfrekar á
næringu, en miða má við 100–500 g af
garðáburði fyrir jarðvinnslu og nán-
ast engan áburð í mjög frjósama jörð.
Yfirleitt er radísum sáð í raðir með
um 10–12 cm á milli raða og 2–4 cm á
milli plantna. Ekki má sá of djúpt því
þá verða hnúðarnir ólögulegir í vext-
inum. Hæfileg sáðdýpt er 1–1,5 cm.
Til að eiga stöðugt nýjar radísur fram
á haust þyrfti að sá nokkrum sinnum,
í smáblett í hvert sinn á tveggja vikna
fresti. Radísur eru uppskeruhæfar
þegar hnúðarnir eru 1,5–2 cm í þver-
mál eða 4–6 g að þyngd, þá eru þeir
bragðbestir og safaríkastir.
Kartöflusalat
1 kg smáar kartöflur
1 dl ólífuolía
2 msk. vínedik
salt
pipar
1–2 hvítlauksrif, ef vill
basilíka, ný eða þurrkuð
1 laukur
2 búnt radísur
½ salathöfuð
12 ólífur
1 búnt graslaukur
Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og
kælið síðan. Sneiðið kartöflurnar og
leggið í stóra skál. Pressið hvítlauk-
inn og saxið basilíku. Blandið saman
olíu, ediki, salti og pipar, hvítlauk og
basilíku og hellið yfir kartöflurnar.
Setjið kartöflurnar í kæli. Saxið lauk,
skerið radísur í báta, jöklasalatið í
strimla, ólífurnar í fernt og klippið
graslaukinn. Blandið þessu varlega
saman við kartöflurnar. Skreytið sal-
atið með ólífum og fínklipptum gras-
lauk. Berið fram vel kælt.
MATUR | Graslaukur og radísur í salatið
Vænt og vel kælt kartöflusalat
join@mbl.is
Í LONDON hefur því verið mót-
mælt að ritföng með Playboy-
kanínunni hafa verið markaðssett
fyrir skólabörn og höfð nálægt dóti
með Bangsímon og Disney-fígúrum
í versluninni WHSmith.
Eleanor Kirwan er kennari við
Coloma-stúlknaskólann og tók þátt
í mótmælum ásamt nemendum sín-
um, að því er fram kemur í grein á
vef Guardian. Að hennar mati áttu
nemendurnir rétt á því að vita hvað
þeir hefðu keypt og hún er andvíg
því að fyrirtæki leggi alla áherslu á
fjárhagslegan gróða og noti börn til
að auka enn útbreiðslu klámvæð-
ingarinnar.
Playboy-vörumerkið hefur orðið
æ þekktara allt frá því að Hugh
Hefner stofnaði blaðið árið 1953. Á
síðustu árum hefur vörumerkið
orðið minna tengt blaðinu sjálfu og
birst á alls kyns vörum, fatnaði,
sængurfötum, úrum og einnig hafa
farsímahulstur með kanínunni selst
vel.
Því er nú mótmælt að merki, sem
óneitanlega er tengt klámi, skuli nú
vera orðið sjálfsagt á vörum sem
tengjast börnum, líkt og ritföngum
fyrir börn. Um er að ræða bleik og
glansandi pennaveski, dagbækur,
penna og strokleður. Þannig útlít-
andi dót nýtur vinsælda hjá stelpum
á aldrinum 10–16 ára eins og bent
er á í Guardian, og með því að koma
Playboy-kanínuvörumerkinu fyrir
á skóladóti séu börn blekkt til að
kaupa sig inn í klámvæðinguna.
Talsmaður WHSmith segir að
verslunin fylgi aðeins tískustraum-
um og merkið sé alls ekki óviðeig-
andi á skólavörum heldur „frekar
skemmtilegt og sársaukalaust“.
Sumir aðrir hafa áhyggjur af að
það sem femínistar hafa lengi bar-
ist gegn þyki nú sársaukalaust og
skemmtilegt og hvert sú þróun
leiði.
BÖRN
Playboy-kanína
á skóladóti
Getur Playboy-merkið talist við
hæfi barna?