Morgunblaðið - 20.08.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
SAGNFRÆÐINGARNIR Guy
Scott og Donald E. Gislason hafa
rækilega bent á aðstæðurnar sem Ís-
lendingum var boðið upp á þegar
þeir settust að í Kinmount haustið
1874. Þær voru ekki mannsæmandi
og hörmungarnar létu ekki á sér
standa. Fólk veiktist og börn dóu.
Innan árs var hópurinn farinn vestur
að Winnipegvatni, til Nýja Íslands,
eins og svæðið var síðar nefnt.
Allar frásagnir um Kinmount hafa
verið þess eðlis að þar sé í raun ekk-
ert að sjá og ekkert að hafa. Rétt
eins og á Marklandi í Nova Scotia
þar sem sumir reyndu fyrir sér áður
en þeir héldu aftur vestur á bóginn.
Svæðið sem Íslendingum var boð-
ið upp á rétt sunnan við Kinmount er
vissulega ekki beint fallið til land-
búnaðar en Kinmount blómstraði
skömmu eftir að Íslendingarnir fóru
þaðan fyrir um 130 árum. Kinmount
er ekki nema um 160 km norðaustur
af Toronto og eftir að járnbrautin
tengdi svæðið við nærliggjandi
svæði var ástandið allt annað og
betra en þegar um 350 Íslendingar
settust þar að skömmu fyrir vetrar-
byrjun.
,,Hér höfum við allt til alls,“ segir
Patrick Healey, eigandi eina gisti-
heimilisins í þessu 300 manna þorpi.
,,Og Kinmount hefur auk þess upp á
ýmislegt að bjóða sem ekki stendur
til boða annars staðar, eins og til
dæmis einstakt kvikmyndasafn, það
merkilegasta í fylkinu og þó víðar
væri leitað,“ bætir hann við.
Kinmount er um margt merkileg-
ur staður. Þar hófst fyrsta skipulega
landnám Íslendinga í Kanada og
þaðan fluttu Íslendingar til annarra,
blómlegri svæða (að frátöldu Mark-
landi).
Upphaflega átti íslenski hópurinn
að koma til Kinmount um sumarið.
Hugmyndin var að fólkið fengi tæki-
færi til að aðlagast breyttum aðstæð-
um og kynnast landbúnaðarstörfum
áður en það byrjaði að rækta eigið
land. Skipið kom aldrei og annað
skip var sent til Íslands til að ná í
þetta fólk. Það var of seint með fyrri
áform í huga og í stað þess að fara í
landbúnaðinn var litið á Íslend-
ingana sem ódýrt vinnuafl vegna
lagningu járnbrautar. Þeim var
komið fyrir í lélegum og köldum
skálum rétt sunnan við Kinmount og
þegar vinna lagðist af við járnbraut-
ina um veturinn var staðan þarna
vonlaus.
„Það er ómögulegt að segja hvað
hefði gerst ef þeir hefðu komið á til-
settum tíma og náð að koma sér al-
mennilega fyrir eða ef þeir hefðu
beðið aðeins lengur,“ segir Donald
Gislason. ,,Nokkrir Íslendingar
ílentust í Muskoka héraðinu og af-
komendur þeirra búa að stórum
hluta í Ontario. Ef Íslendingarnir
hefðu ekki upplifað þessar hörmung-
ar í Kinmount er alls óvíst að Gimli
hafi byggst upp sem íslenskur bær.
Fólkið vildi halda hópinn og fjar-
lægðin gerði fjöllin blá. Eins var
mikill áróður rekinn fyrir flutning-
um til miðvesturhluta Norður-Am-
eríku og fólk var að leita að betri af-
komu, betra lífi.“
Þessi hópur kom til Winnipeg 11.
október 1875 og settist að skammt
sunnan við Gimli 21. október sama
ár. Þangað komu síðan fleiri hópar
og þaðan dreifðust Íslendingar til
annarra svæða en ekki er víst að sú
staða hefði orðið raunin ef skipið
hefði komið til Íslands í júlí 1874.
Með öðrum orðum má gera því
skóna að Nýja Ísland í Manitoba
hefði ekki orðið slíkt ef hlutirnir
hefðu gengið eins og til stóð í Kin-
mount.
Donald E. Gislason er manna fróð-
astur um sögu Kinmount í Ontario
og hefur unnið að því að skrá hana.
Morgunblaðið/Steinþór
Í kvikmyndasafninu í Kinmount eru jafnan nýjustu myndirnar sýndar.
Allar leiðir
liggja frá
Kinmount
Eymd og vosbúð koma
upp í huga margra þeg-
ar minnst er á Kin-
mount í Ontario en í
heimsókn sinni á þenn-
an merkilega stað hugs-
aði Steinþór Guðbjarts-
son fyrst og fremst um
björtu hliðarnar. Patrick Healey er eigandi eina gistiheimilisins í Kinmount í Ontario í Kanada.
steg@mbl.is
ÍSLENSKA vatnið Iceland
Spring hefur verið fáanlegt á
ýmsum stöðum í Norður-
Ameríku og nú má fá það í
Winnipeg í Kanada.
Fyrir skömmu var opnaður
sælkerastaðurinn Gluttons
sérverslun og veitingastaður á
Corydon- götu í einu helsta
veitingahúsahverfi borg-
arinnar. Á meðal þess sem
boðið er upp á er Iceland
Spring og að sögn starfs-
manna hefur íslenska vatnið
notið mikilla vinsælda.
Morgunblaðið/Steinþór
Marianne Nothstein með vatn-
ið góða fyrir utan Gluttons.
Íslenskt
vatn í
Winnipeg
FRÉTTIR
Hella | Töðugjöld í Rangárþingi fóru fram
með breyttu sniði að þessu sinni. Hátíðahöld-
in fóru ekki fram á Gaddstaðaflötum eins og
áður heldur voru þau flutt á Hellu.
Á föstudagskvöldið var dagskrá í Þykkva-
bænum, þar sem boðið var upp á kartöflu-
súpu, markaðstjöld voru í gangi, sýning á
vinnsluvélum kartöflubænda, tónlistaratriði
og alla helgina var fjölbreytt sýning á úti- og
innilistaverkum.
Á laugardag var opnað markaðstjald í
Þingskálum á Hellu og síðan fóru fram ýmis
dagskráratriði þar og á íþróttavellinum. M.a.
fór fram spuna- og prjónakeppnin „Ull í fat“,
hagyrðingamót, skvísukeppni, karaoke-
keppni, búvélasýning og mörg fleiri atriði.
Fallhlífarstökkvarar lentu á Hellu og DC3-
flugvélin Páll Sveinsson flaug yfir svæðið af
og til. Fólk gat rakið sig eftir ullarbandi með-
fram bökkum Ytri-Rangár að Heklu hand-
verkshúsi þar sem sýning var á vinnslu hand-
verks og bakaðar flatkökur fyrir gesti og
gangandi. Íslensk kjötsúpa var í boði í hádeg-
inu og grillveisla var um kvöldið.
Hátíðinni lauk með brekkusöng undir
stjórn Árna Johnsen og flugeldasýningu.
Margir landsfrægir skemmtikraftar komu
fram, þ.á m. Ómar Ragnarsson, Ragnar
Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson og Lúdó og
Stefán fluttu öll sín bestu lög. Felix Bergsson
var kynnir fyrri hluta dags og Ísólfur Gylfi
Pálmason seinni hlutann.
Fjör á Töðugjöldum í Rangárþingi
Rokkbuxur og
rússajeppar
Eftir Óla Má Aronsson
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Þessar prjónakonur unnu til verðlauna fyrir að prjóna gangandi, eins konar maraþonprjón.