Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 39 UMRÆÐAN UMRÆÐAN um Kaupfélag Ey- firðinga að undanförnu hefur skaðað félagið og hún hefur skaðað eyfirska byggð. Félaginu er nauðsyn á trausti og starfsöryggi á þeim mark- aði sem því er ætlað að starfa. Hvaða persónulegu skoðanir sem menn hafa á félagslegum réttindum á borð við fæðingarorlof er afar óheppilegt fyrir hvaða fyrirtæki eða atvinnu- rekenda sem er að deil- um stjórnenda ljúki með því að viðkomandi stjórn eða stjórn- arhluti lýsi sig á móti þessum réttindum að einhverju leyti. Þau eru óumdeild frá lagalegu sjón- armiði og njóta almenns fylgis í sam- félaginu. Því er engum til fram- dráttar að viðra sjónarmið eins og látin voru í veðri vaka nýlega þegar framkvæmdastjóri KEA sagði starfi sínu lausu. Að sjálfsögðu getur menn greint á um einstök atriði í stjórnun félaga og stefnumörkun þeirra í heild sinni. Slíkur ágreiningur getur myndast innan stjórnar, á milli einstakra stjórnarmeðlima og á milli stjórnar og framkvæmdastjórnar. Hér er ekki ástæða til þess að rekja þau ágreiningsmál sem fjölmiðlar hafa greint frá að orðið hafi innan veggja þess tiltekna félags. Þau geta í sjálfu sér átt sér eðlilegar skýringar en einnig rætur í sam- skiptasniði og sam- skiptavanda einstakra aðila er málinu tengj- ast. En vegna þess með hvaða hætti málið kom fram varð skaðinn meiri og innan stjórnar félagsins sitja a.m.k. einhverjir uppi með þann vafasama heiður að vera taldir and- snúnir þessum lög- bundnu félagslegu réttindum a.m.k. þegar mikilvægir framkvæmda- stjórar eiga hlut að máli. Við það bætist að sjaldan veldur einn er tveir deila. Eftir trúnaðarbrest sem sagður er hafa orðið á milli stjórn- armanna í félaginu og fyrrverandi framkvæmdastjóra má íhuga hvort sömu stjórnarmönnum takist að starfa með nýjum aðila án þess að slíkt endurtaki sig í ljósi þess sem orðið hefur. Því vakna spurningar um hvort rétt eða nauðsynlegt sé að kjósa félaginu nýja stjórn á næsta aðalfundi, jafnvel að boða til aðal- fundar fyrr en hann er áformaður. Þá er komið að öðrum vanda sem blasir nokkuð glöggt við Kaupfélagi Eyfirðinga. Markmið félagsins er auk almennrar ávöxtunarstarfsemi einkum að efla eyfirska byggð með þátttöku í atvinnulífi er fjölgað geti arðbærum störfum og þar með íbú- um á svæðinu. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi markmið hafa ekki gengið eftir nema að takmörkuðu leyti. Í því efni er ekki við for- ráðamenn félagsins að sakast, hvorki fyrrverandi framkvæmda- stjóra eða stjórnarmenn heldur liggja rætur þess mun dýpra í hinu eyfirska samfélagi. Eins og ég gat um í grein í Morgunblaðinu. 29. júlí sl. þá er grafalvarlegt mál fyrir Eyjafjörð að atvinnulífinu sé svo um megn að nýta þá fjármuni sem til eru á svæðinu að kalla verði eftir op- inberum eftirlitsstörfum og bjóða þeim kostakjör eins og fráfarandi framkvæmdastjóri KEA gerði þegar hann átti í erfiðleikum með að koma fjármunum félagsins á framfæri. Útgefandi Vikudags á Akureyri vék að þessu máli í pistli í blað sínu í annarri viku ágústmánaðar. Þar sagði hann réttilega að ekki vanti tvö eða þrjú störf á Eyjafjarðarsvæðið heldur einhver hundruð starfa. Hann vék einnig að því hvort KEA eigi að fjárfesta í höfn á Dysnesi þar sem skipulagsfest iðnaðarlóð og frumhönnun hafnaraðstöðu liggja fyrir. Þótt útgefandinn verði að telj- ast nokkuð stórhuga og leggi til að í mikið verði ráðist, er hugmyndin allrar athygli verð. Stórskipavöru- höfn á Dysnesi áföst stóru iðnaðar- svæði getur brotið hlekki stöðnunar og boðið margvíslega möguleika. Ef þetta yrði raunin yrði erfitt að ganga framhjá Eyjafirði þegar uppbygging stóriðju er annars vegar. En til að taka áhættu af þeirri gerð og stærð sem þarna er um að ræða yrði Kaup- félag Eyfirðinga bæði að eiga sér samstarfsaðila á sviði fjárfestinga og einnig að hafa tryggingu af hálfu hins opinbera fyrir því að öflugum atvinnurekstri yrði beint inn á svæð- ið, hvort sem það yrði í formi álverk- smiðju eða einhverju öðru formi sem kallar eftir orku og hafnaraðstöðu. Ekkert minna af opinberri hálfu dugar Eyjafirði svo vel verði gert. Fimm eða tíu opinber eftirlitsstörf, hvort sem þau eru á vegum Fiski- stofu eða einhverrar annarrar eft- irlitsstofnunar, breyta sáralitlu. Þau gefa nokkra hundraðþúsundkalla í útsvör til Akureyrarkaupstaðar eða stærra sameinaðs sveitarfélags sem líta mun dagsins ljós í framtíðinni og einhverja viðbótarverslun í Nettó og Bónus en tæpast annað. Kaupfélag Eyfirðinga þarf að losna úr þeim stjórnunarvanda sem félagið virðist eiga í um þessar mundir og hefur m.a. komið fram í aðdraganda starfsloka fráfarandi framkvæmdastjóra. Félagið á einnig í fjárfestingarvanda innan skil- greindra starfssamþykkta um byggðafestu á Eyjafjarðarsvæðinu. Félaginu væri nær að leita eftir stuðningi hins opinbera um að at- vinnustarfsemi verði beint inn á starfssvæði þess gegn því að félagið legði fram fjármuni til uppbygg- ingar og má í því efni vísa til vaxt- arsamnings um Eyjafjarðarsvæðið í stað þess að biðla eftir nokkrum op- inberum eftirlitsstörfum. Traust og starfsöryggi Þórður Ingimarsson fjallar um Kaupfélag Eyfirðinga ’Félaginu væri nær aðleita eftir stuðningi hins opinbera um að atvinnu- starfsemi verði beint inn á starfssvæði þess gegn því að félagið legði fram fjármuni til uppbygg- ingar…‘ Þórður Ingimarsson Höfundur er blaðamaður. STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson (2.579) og al- þjóðlegi meistarinn Stefán Krist- jánsson (2.459) höfðu verið jafnir og efstir í landsliðsflokki Skák- þings Íslands frá þriðju umferð til þeirrar sjöundu og fyrir viðureign þeirra í áttundu umferð höfðu þeir báðir 5½ vinning en á hæla þeirra kom alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2.388) með 5 vinninga. Stefán hafði hvítt í skák- inni gegn Hannesi og blés snemma til sóknar. Hvítt: Stefán Kristjánsson (2.459) Svart: Hannes Hlífar Stefánsson (2.579) 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Be3 Df6 6. Rb5 Óvenjulegur leikur sem byrjun- arsérfræðingurinn franski Nataf hefur beitt sem og fyrrverandi heimsmeistari FIDE, Ruslan Po- nomarjov. 6. ...Bxe3 7. fxe3 Dh4+ 8. g3 Dd8 9. Dg4 Kf8 10. Df4 d6 11. R1c3 Re5 Skynsamlegur leikur sem girðir fyrir að hvíti biskupinn hreiðri um sig á c4-reitnum. 12. h3 Bd7 13. Rd4 Rg6 14. Df2 Df6 Upp er komin staða sem er í dýnamísku jafnvægi þar eð hvítur hefur sóknarmöguleika í ljósi þess að hann er á undan í liðskipan á meðan svartur hefur heilbrigðari peðastöðu og örugga fótfestu fyrir menn sína á hinum mikilvæga e5- reit. Með hliðsjón af eðli stöðunnar vill hvítur ekki fara í þau drottn- ingaruppskipti sem svartur býður nú upp á. (sjá stöðumynd 1) 1stm – Stefán-Hannes 15. Dg2 Dg5 16. 0-0-0 Re5 17. Rd5 c6 18. Rf4 h5!? 19. Be2 h4 20. Rf3!? Rxf3 21. Dxf3 Rf6 22. gxh4 Hér var spurning hvort ekki hafi verið betra að leika 22. Hxd6 þar eð svartur hefði ekkert nema vandræði upp úr því að drepa peð- ið á g3. Eftir textaleikinn nær svartur að halda d6-peðinu og það tryggir honum áframhaldandi yf- irráð yfir svörtu reitunum í stöð- unni. 22. ... De5 23. Hhg1 He8 24. Bd3 Hxh4 Svörtum hefur nú tekist að koma ár sinni ágætlega fyrir borð og er ekki ólíklegt að hann standi nú örlítið betur. Næsti leikur hvíts byggist hinsvegar á grófri yfirsjón. (sjá stöðumynd 2) 2stm – Stefán-Hannes 25. Hxg7?? Kxg7 26. Dg3+ Bg4! Nú vinnur svartur óumflýjan- lega lið þar eð eftir 27. Dxh4 kem- ur 27. ...Bxd1 og hvítur verður skiptamuni undir. 27. Hg1 Heh8 28. Be2 Hxh3! og hvítur gafst upp enda taflið gjör- tapað eftir 29. Rxh3 Dxg3 30. Hxg3 Hxh3. Á meðan þessu stóð kom eftirfarandi staða upp eftir tuttugasta leik svarts milli Jóns Viktors, hvítt, og Ingvars Ás- mundssonar (2.299): (sjá stöðumynd 3) 3stm – Jón Viktor - Ingvar 21. Hxd5! Þessi leikur felur í sér umtals- verða áhættu en sigur var nauð- synlegur fyrir hvítan ef hann ætl- aði að berjast fyrir að vinna mótið. 21. ...exd5 22. Kd2 f5 23. Kd3 Hf6 24. He8+ Hf8 25. He5 Hf6 26. Hxd5 Kf8? Hér hefði svartur getað leikið 26. ...Hh6 og er þá óvíst að hvítur standi nokkuð betur. 27. Kd4 a5? 28. a4! bxa4 29. c4 a3 30. bxa3 a4 31. Rd3 Hh6 32. c5 Ke8 33. He5+ Kd8 34. Hxf5 Ke8 35. He5+ Kd8 36. He7 og svartur gafst upp. Þessi úrslit þýddu að þegar þrem umferðum er ólokið er Hannes efstur með 6½ vinning, næstur kemur Jón Viktor með 6 vinninga og í þriðja sæti er Stefán með 5½ vinning. Hannes og Jón Viktor eiga eftir að mætast svo að enn getur allt gerst í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það hefur vakið athygli að lang- stigalægsti keppandinn, Heimir Ásgeirsson (2.118) hefur teflt afar traust og hefur hann 4½ vinning ásamt Sigurði Daða (2.344) í 4.–5. sæti. Heimir hefur ávallt komið vel undirbúinn til leiks og fengið góð- ar stöður í upphafi tafls. Það mætti jafnvel segja að hann hafi getað fengið fleiri vinninga þar eð hann t.d. samdi um jafntefli þegar hann hafði betri stöðu gegn Jóni Viktori. Í áskorendaflokki leiðir Tómas Björnsson (2.227) mótið með fimm vinninga af sex mögulegum en á eftir honum koma Guðlaug Þor- steinsdóttir (2.132) og Þorvarður F. Ólafsson með 4½ vinning. Sjö skákmenn koma svo á eftir með fjóra vinninga en alls tryggja fjög- ur efstu sætin í áskorendaflokki þátttökurétt í landsliðsflokki að ári. Heimsmeistarakeppni tölvufor- rita lýkur nú um helgina en þegar sex umferðum er lokið af ellefu hefur forritið Zappa forystu með 5½ vinning en næst á eftir því kemur forritið Junior með 5 vinn- inga. Forritið Shredder vann hrað- skákkeppni forritanna og varð efst ásamt forritinu Jonny í keppni for- ritanna í slembiskák Fischers. Nánari upplýsingar um heims- meistarmótið sem og Íslandsmótið er að finna á vefslóðinni www.skaksamband.com/ice5/. RST-Net vann Borgarskákmótið Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson, sem tefldi fyrir RST- Net, sigraði á Borgarskákmótinu sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 18. ágúst síðastliðinn. Arnar fékk 6½ vinning í 7 skákum en Hjörvar Steinn Grétarsson, 12 ára, sem tefldi fyrir Opin Kerfi, var sá eini sem náði jafntefli gegn sigurvegaranum. Hjörvar stóð sig vel á mótinu en hann lenti í 2.–5. sæti ásamt Lenku Ptácníkovu, sem tefldi fyrir Íslandspóst, Stefáni Frey Guðmundssyni, sem tefldi fyrir Sorpu, og Braga Halldórs- syni, sem tefldi fyrir Landsbanka Íslands. Alls tóku 48 skákmenn þátt í mótinu sem verður að teljast ágætis þátttaka. Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Ósk- arsson, setti mótið og lék fyrsta leikinn fyrir Lenku gegn Tinnu Kristínu Finnbogadóttur. Hannes Hlífar stendur með pálmann í höndunum á Íslandsmótinu. Helgi Áss Grétarsson SKÁK Skáksamband Íslands og HR SKÁKHÁTÍÐ Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK daggi@internet.is Mun Hannes verða Íslands- meistari í sjöunda sinn? Morgunblaðið/Þorkell Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.