Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 43
MINNINGAR
tannfé, það er að segja þegar hann
tók sína fyrstu tönn. Sæmundur var
áhugasamur hrossaræktarmaður og
átti lengi hross í Fljótum. Síðar
keypti hann Ytra-Skörðugil á Lang-
holti svo og Elivoga. Rak hann þar
sauðfjár- og hrossabú allmörg ár.
Seinna seldi hann helming Ytra-
Skörðugils en rak áfram hrossabú
sitt á sínum hluta. Jörðina Móskóga í
Fljótum keypti hann og reisti þar
myndarlegt frístundahús fyrir sína
stóru fjölskyldu sem honum var mjög
annt um.
Sæmundur var ákaflega vel giftur
og hamingjumaður í einkalífi. Kona
hans er Ása Sigríður Helgadóttir frá
Vestmannaeyjum, mikil myndar- og
ágætiskona. Þeim varð sjö barna auð-
ið og eru þau alls staðar í fremstu röð.
Sæmundur var mikill félagsmála-
frömuður. Hann var eindreginn
framsóknarmaður og vann flokknum
af ósérhlífni og hyggindum alla tíð og
var þar í forystusveit. Hann var
glæsimenni og í eðli sínu mikill for-
ingi eins og hann átti kyn til og menn
tóku mark á skoðunum hans. Sæ-
mundur sat í bæjarstjórn Sauðár-
króks um árabil, forystumaður í
hestamannafélaginu Léttfeta og
meðal hrossaræktenda. Þá var hann
forgöngumaður um stofnun Lions-
klúbbs og Félags aldraðra.
Ég átti því láni að fagna að eiga
Sæmund að vini og nánum samherja
um marga áratugi.
Ég þakka af heilum hug öll þau ár,
fjölmörg hollráð, mikla gestrisni
þeirra hjóna og tryggðavináttu. Ásu
og afkomendum þeirra sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur okkar hjóna.
Eftir lifir minningin um einstakan
ágætismann.
Páll Pétursson.
Elsku afi, mér finnst svo skrýtið að
þú skulir vera farinn, því þó að þú
hafir verið veikur síðustu árin gat
maður samt alltaf komið til þín og þú
varst alltaf svo glaður að sjá okkur
barnabörnin þín.
Minningarnar sem koma upp í
hugann eru óteljandi en það var alltaf
voðalega gaman að koma til ykkar
ömmu niður á Skagfirðingabrautina.
Þar var ýmislegt hægt að bralla,
skoða gullið hennar ömmu, næla sér í
heimagerðann frostpinna og svo var
alltaf rosalegt sport þegar við feng-
um að skrifa eitthvað á ritvélina þína
og að prófa stimplana þína. En ætli
það hafi ekki verið skemmtilegast
þegar ég fékk að koma með ykkur
Helga Sæmundi í Skörðugil að hugsa
um hestana. Að fá að gefa þeim hey
og stundum grasköggla, klifra í hey-
böggunum og sitja svo inni á kaffi-
stofu, borða ömmukleinur og taka
einn veiðimann við ykkur – það var
eitthvað sem ekkert gat toppað.
En nú kveð ég þig í síðasta skiptið í
bili og þakka þér fyrir allt.
Ása María.
Ég man fyrst eftir frænda mínum
heima hjá foreldrum mínum í Siglu-
firði. Ég var lasinn inni í rúmi og
þessi frændi minn, sennilega að koma
í mat, kom inn að rúmi til mín í fullum
lögregluskrúða og dengdi kylfunni á
borðið hjá mér, hvílík upplifun fyrir
fimm ára strák, frændi minn er
lögga, með kylfu, handjárn og allar
græjur. Sem betur fer eru þetta einu
kynni mín af þessum græjum lög-
reglunnar.
Sæmundur var mjög framsýnn og
stórhuga framkvæmdamaður, þess
ber allt hans nánasta umhverfi
merki. Það er stundum sagt að slíkir
menn reisi sér minnismerki, Sæ-
mundur hafði slíkt örugglega ekki í
huga þegar hann, sem framkvæmda-
stjóri sjúkrahússins á Sauðárkróki,
lagði grunninn að því glæsilega húsi
og þeirri mikilvægu starfsemi sem
þar fer fram, öllum sem að hafa kom-
ið til mikils sóma. Sæmundur var
mikill félagsmálamaður og eru þau
félögin ófá sem notið hafa útsjónar-
semi og starfskrafta hans. Ég ætla að
nefna Framsóknarflokkinn sérstak-
lega. Framsóknarflokkurinn naut um
langt árabil ómældra starfskrafta
hans, þar sem hann vann í þágu
flokksins og samfélagsins af miklum
heilindum. Hann varði gerðir flokks-
forystunnar af heilindum í hverju
máli og stóð þar fastur fyrir, ef hon-
um mislíkað eitthvað í gerðum foryst-
unnar, þá bar hann það ekki á torg,
heldur sagði það á þeim stöðum, sem
það átti við. Ég hef stundum hugsað
það, og svona til að vera aðeins á léttu
nótunum, sem honum var mjög að
skapi, þá held ég að hann hefði verið
betri í Framsóknarflokknum eins og
hann er í dag. Sæmundur notaði vin-
áttu- og trúnaðarsambönd sem
mynduðust í flokksstarfinu í þágu
samfélagsins á Sauðárkróki og ber
hið glæsilega sjúkrahús þess sérstak-
lega merki. Ég þakka þessum frænda
mínum samfylgdina og traustið alla
tíð, við Ásdís sendum Ásu, frændum
mínum, frænkum og fjölskyldunni
allri samúðarkveðjur.
Björn Jónasson.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Sauðárkróks
Dagur er að kveldi kominn, ævi-
skeið á enda. Sæmundur Árni Her-
mannnsson hefur kvatt og heldur nú
til nýrra heimkynna. Við sem eftir
stöndum þökkum samfylgdina og
ánægjulegar stundir. Sérstakar
þakkir færa félagar í Lionsklúbbi
Sauðárkróks fyrir frumherjastarfið.
Sæmundur var einn aðalhvatamaður
að stofnun Lionsklúbbs Sauðárkróks
fyrir rösklega fjörutíu árum. Lions-
hreyfingin var þá lítt þekkt hér um
slóðir og það var talsvert átak fyrir
þá þrjátíu brautryðjendur með Sæ-
mund Árna í broddi fylkingar að
kynna lionshreyfinguna og afla henni
stuðnings meðal almennnings, en það
var lykilatriði til að ná árangri í því
menningar- og líknarstarfi sem lions-
hreyfingin grundvallast á.
Sæmundur var laginn að fá menn
til að vinna með sér, það var hans
sterka hlið. Áhuginn var ótvíræður
og menn voru fúsir að vinna fyrir
hann. Hann var óþreytandi að mæta
á fundi og var einsdæmi að hann
hafði 100% mætingu á fundi í lions-
klúbbnum allan þann tíma sem hann
starfaði, allt þar til heilsa hans brast.
Sæmundur gegndi öllum trúnaðar-
störfum í Lionsklúbbi Sauðárkróks
og var heiðraður fyrir mikil og óeig-
ingjörn störf fyrir lionshreyfinguna
með því að gera hann að Melvin Jon-
es-félaga, sem er æðsti heiður sem
klúbburinn veitir.
Síðustu árin sem Sæmundur lifði
dvaldist hann á Heilbrigðisstofnun-
inni á Sauðárkróki. Eftir að hann
kom þangað hætti hann að geta starf-
að með klúbbnum og var þá gerður
að heiðursævifélaga.
Að leiðarlokum kveðjum við lions-
menn þennan góða félaga og vottum
eftirlifandi eiginkonu hans, Ásu
Helgadóttur, og fjölskyldu hans allri
dýpstu samúð og biðjum Guð að
blessa minningu hans.
F.h. Lionsklúbbs Sauðárkróks
Magnús H. Sigurjónsson.
að reyna að safna nöglum, hún vildi
auðvitað vera eins, en í huga lítils
barns er það „að safna einhverju“
kannski ekki eins og hjá okkur. Hún
var búin að finna bláan ópalpakka,
svo klippti hún neglurnar af sér og
setti þær í ópalpakkann.
Gréta var mjög ákveðin, dugleg og
snyrtileg manneskja. Það þýddi ekk-
ert fyrir mann að ætla að breyta ein-
hverju ef hún var búin að ákveða
annað. Þegar hún var að ljúka
grunnskóla bjó hún hjá okkur í eitt
og hálft ár. Það var mjög gott að hafa
hana hjá sér, hún var mjög dugleg að
hjálpa til við heimilið og ófáar stund-
irnar sem hún passaði Grétar Þór
fyrir okkur. Ég man að á þessum
tíma saumaði hún sér frakka með að-
stoð frá ömmu í Aðalstræti, þetta var
mjög flottur frakki hjá henni og not-
aði hún hann mikið. Síðan skildi leið-
ir okkar er hún flutti til Danmerkur
og eignaðist mann og börn. Það var
ekki oft sem við hittumst eftir það, en
töluðum þeim mun meira saman í
síma.
Hún Gréta systir var engill, ef svo
má að orði komast. Hún elskaði
mann sinn og syni og síðustu átta ár-
in, eða eftir að hún greindist með
þann illvæga sjúkdóm sem krabba-
mein er og varð henni að aldurtila að
lokum, tileinkaði hún sonum sínum
og manni. Það er varla til sá
skemmtigarður í Danmörku sem þau
hafa ekki farið í. Gréta Mjöll hafði
yndi af því að vera með sonum sínum
og gera eitthvað með þeim, hvort
sem það var að ferðast, fara með
þeim í leikfangabúðina eða setjast
með þeim og horfa á góða mynd. Hún
og Henning fóru einnig til nokkurra
borga í Evrópu, þar á meðal Rómar,
sem hún hafði mikið dálæti á. Hún
sagði við mig: „Ef þú átt eftir að fara
eitthvað utan þá skaltu fara til Róm-
ar.“ Árið 2001 heimsóttum við þau.
Við áttum mjög góðar stundir saman
jafnt í Rosingårdcenter, skemmti-
görðum eða heima yfir kaffibolla eða
öli og Alexander spilaði tónlist og
söng fyrir okkur á meðan.
Síðar sama ár komu þau til Ís-
lands. Það var mjög skemmtilegur
tími og er mér minnisstæðast er við
fórum að veiða. Ég held að Gréta
Mjöll hafi fengið flesta fiskana, ég
man hvað henni þótti gaman að
veiða, hún ljómaði alveg af gleði. Hún
var miklu spenntari en strákarnir.
Í ágúst 2003 komu hún og bræður
okkar, Hallur og Oddur, til Íslands.
Þetta var í fyrsta skipti síðan 1983
sem við hittumst öll systkinin og var
það afmælisgjöf til mömmu þegar
hún varð sextug. Ég held að hún
hefði ekki getað óskað sér betri af-
mælisgjafar. Já þarna vorum við öll
komin til að gleðjast með henni á
þessum tímamótum. Þegar Gréta
kom til Akureyrar og Grétar Þór
sótti hana á flugvöllinn sagði hún við
hann: „Ég verð að komast í Litlu
kaffistofuna og fá mér einn ham-
borgara með ananas.“ Það var langt
síðan hún fékk svona góðan ham-
borgara.
Í ágúst í fyrra fórum ég og systir
mín Heiðbrá til Odense og áttum við
systurnar, ég, Heiðbrá og Gréta
Mjöll, mjög góðar stundir saman.
Það var auðvitað farið í bæinn og Ro-
sengårdcenter, ráfað um og létt á
pyngjunni eins og konum einum er
lagið.
Það er alltaf erfitt að kveðja ást-
vini, sérstaklega þegar þeir eru ung-
ir og skilja eftir sig ung börn. En því-
lík eigingirni í manni að vilja halda í
þig vitandi það að þú ert sárkvalin.
Þá kemur upp Pollýönnuhugsunin
hjá mér, það góða við það að þú
kvaddir þennan heim er að núna
færðu hvíld og ert laus við allar þján-
ingar og kvalir.
Elsku systir ég á eftir að sakna þín
mikið, sérstaklega þegar fer að nálg-
ast 20. desember og það er engin
Gréta systir til að hringja í á afmæl-
inu hennar og öll hin skiptin sem við
töluðumst við í síma um allt milli
himins og jarðar, sérstaklega þó
börnin okkar og okkur sjálfar, það
verða víst ekki fleiri símtöl. Það var
svo gott að setjast niður og hringja í
þig, við skildum svo vel hvor aðra og
gátum talað saman í langan klukku-
tíma.
Ég þakka þér fyrir allan þann tíma
sem ég hef átt með þér, öll símtölin
sem við höfum átt og allar góðu
minningarnar sem þú hefur gefið
mér sem ég varðveiti í hjarta mínu.
Elsku Henning, Patrick og Alex-
ander, megi ljósið sem í fjarska virð-
ist svo dauft glaðna og styrkja ykkur
í sorg ykkar og leitinni að gleði á ný.
Þín systir
Harpa og fjölskylda.
Systir mín kær fór frá okkur 15.
júlí síðastliðinn. Í mörg ár, já síðan
’67 hefur Gréta Mjöll verið partur af
lífi mínu, við höfðum gleði hvort af
öðru við ræddum um margt og mikið,
við þekktum svör hvors annars að
mestu leyti.
Við eigum minningar sem hefðu
getað fyllt elliár okkar en svo verður
ekki. Nú er hún farin til himna en
aldrei úr hjarta mínu.
Tárin eru leiðin til að lækna undir,
syngur Bubbi og sænska hljómsveit-
in Timbuktus syngur „Alla vill till
himmelen men ingen vill dö“ og ég
segi af hverju mátti hún ekki verða
amma eða jafnvel langamma? Leitið
og þið munið finna sagði maðurinn.
En sum svör eru fljúgandi um loftin
blá og detta kannski aldrei hingað
niður, svo ég geti fundið þau.
Hallur Þeyr Reykdal.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR BENEDIKTSSONAR,
Dalbæ, Dalvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dalbæ fyrir
góða og hlýlega umönnun, einnig til lækna og
hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Hermann Guðmundsson, Margrét Arnþórsdóttir,
Ingvar Guðmundsson, Sigríður Ólafsdóttir,
Kolbrún Hilmisdóttir,
afa- og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR
frá Hlíð, Siglufirði,
Kópavogsbraut 1B,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ
mánudaginn 22. ágúst kl. 15.00.
Sólveig Helga Jónasdóttir, Einar Long Siguroddsson,
Ásgeir Jónasson, Ásdís Hinriksdóttir,
Margrét Einarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson,
Fanney Long Einarsdóttir, Eggert Gíslason,
Jónas Ásgeir Ásgeirsson
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
STEINÞÓRS JENSEN,
Norðurbyggð 16,
Akureyri.
Guðjón B. Steinþórsson, Svava Ásta Jónsdóttir,
Þórey Edda Steinþórsdóttir, Jóhannes Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, teng-
damóður, ömmu, dóttur, systur og mág-
konu,
GUÐBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR
kennara,
Granaskjóli 23,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 11E Landspítala, fyrir
góða og hlýlega umönnun Guðbjargar.
Björn S. Pálsson,
Eva Björnsdóttir, Jóhann Bjarki Júlíusson,
Íris Björnsdóttir, Helgi Mar Árnason,
Björn Ívar Björnsson,
Marín Helgadóttir,
Ingibjörg J. Jónasdóttir, Þórður Snæbjörnsson,
systkini og mágar.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GEIRS JÓHANNS GEIRSSONAR
vélstjóra,
Hagamel 30.
Eybjörg Sigurðardóttir,
Nína Geirsdóttir,
Þorvaldur Geirsson,
Geir Helgi Geirsson, Helga Guðjónsdóttir,
Lovísa Geirsdóttir,
Valgerður Geirsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.