Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 47
KIRKJUSTARF
Messur og helgihald
á Kirkjulistahátíð
í Hallgrímskirkju
DAGANA 20.–28. ágúst verður
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
með afar fjölbreyttri dagskrá, en
þetta er 10. Kirkjulistahátíðin sem
haldin er í kirkjunni.
Hátíðin verður sett á hátíðar-
samkomu kl. 16 í dag og síðan
verður Listavaka unga fólksins
fram eftir kvöldi en kl. 10 verður
helgistund í umsjá sr. Jóns D. Hró-
bjartssonar. Margrét Sigurðar-
dóttir, sópran, syngur einsöng.
Sunnudaginn 21. ágúst verður
hátíðarmessa kl. 11. Sr. Sigurður
Pálsson prédikar en með honum
þjóna að messunni sr. Þorvaldur
Karl Helgason, biskupsritari, sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson, Magnea
Sverrisdóttir, djákni og fleiri
messuþjónar. Sönghópurinn Voces
Thules syngur og organisti verður
Björn Steinar Sólbergsson. David
Sanger konsertorganisti frá Eng-
landi, einn af gestum Kirkjulista-
hátíðar, leikur eftirspil í messunni.
Sögustund verður fyrir börnin.
Eftir messu verður boðið upp á
kaffisopa.
Alla daga Kirkjulistahátíðar
verður helgihald, þ.e. hið hefð-
bundna helgihald Hallgrímskirkju,
í miðri viku, bænamessa kl. 10.30 á
þriðjudag og morgunmessa kl. 8 á
miðvikudag, þá verða tónlistar-
andaktir kl. 12 alla dagana frá
mánudegi til laugardags þar sem
fjölmargir listamenn og prestar
koma við sögu.
Lokadagur hátíðarinnar verður
sunnudaginn 28. ágúst, en þá verð-
ur m.a. hátíðarmessa með biskupi
Íslands Karli Sigurbjörnssyni o.fl.
Guðsþjónusta
á Menningarnótt
ÞAÐ verður guðsþjónusta á Ing-
ólfstorgi á Menningarnótt kl. 18.
Stundin hefst með trommuslætti á
jambei-trommur undir stjórn
Rayans Wade. Ellen Kristjánsdóttir
og KK flytja sálma og Jóna Hrönn
Bolladóttir miðborgarprestur pre-
dikar og þjónar ásamt prestunum
Bolla Pétri Bollasyni, Bjarna
Karlssyni og Ragnhildi Ásgeirs-
dóttur djákna. Í lok stundarinnar
verður fyrirbæn og svo verður öll-
um á torginu boðin blessun með
olíu.
Miðborgarstarf KFUM/KFUK
og Þjóðkirkjunnar.
Guðni Ágústsson
prédikar
TÖÐUGJÖLD eru í Strandarkirkju
árviss um þetta leyti þegar fagnað
er í tali, tónum og í söng uppskeru
þeirri er fengist hefur það árið.
Óhætt er að fullyrða að sjaldan
hefur verið meiri ástæða til þakka-
gjörðar en einmitt nú þegar hlýindi
og aðrar ytri aðstæður hafa skilað
okkur miklum jarðargróða ofaní
allan annan gróða.
Að þessu sinni stígur Guðni
Ágústsson æðstur innlendra manna
um málefni þess búnaðar er að
landinu snýr í stólinn og er ekki að
efa að hann færir athugunarefni
dagsins í eftirminnilegt form orða.
Strandarkirkja, kirkjan við ysta
haf, á sér mikla og merkilega sögu
og er mesta áheitakirkja í lúth-
erskum sið hérlendis.
Í Selvogi, þar sem kirkjan stend-
ur, er ýmiss konar ferðamanna-
þjónusta og hægt að verða sér úti
um kaffisopa og annan velgjörning
til töðugjalda.
Baldur Kristjánsson.
Söfnuður vaknar
NÚ rumskar Laugarnessöfnuður af
sínum árlega sumardvala og mætir
til guðsþjónustu sunnudaginn
21.ágúst kl. 11. Þá verður barna-
samvera í boði, en sunnudagaskól-
inn hefur göngu sína 4. september.
Nú eru 12 spora-hópar þegar
komnir til starfa og mömmu-
morgnakonur er löngu farnar að
hittast, auk gönguhópsins Sólar-
megin sem leggur upp frá kirkju-
dyrum hvern miðvikudagsmorgun
kl. 10.30 og býður hverjum sem vill
að slást í hópinn.
Kyrrðarstundir hefjast nú að
nýju hvert fimmtudagshádegi kl.
12 og þriðjudagskvöldið 30. ágúst
mun kvöldsöngurinn hefja takt-
fasta göngu sína kl. 20. Aðrir þætt-
ir safnaðarstarfsins munu finna
sinn stað strax í fyrstu viku sept-
ember og er tilhlökkun í öllum sem
að starfinu standa að hefjast
handa.
Er ástæða til að hvetja allt fólk,
sem lætur sig líf og hugsjónir
Laugarnessafnaðar varða, að koma
til messu á morgun kl. 11 og efla
samstöðuna.
Guðsþjónusta
í Sólheimakirkju
NK. sunnudag verður guðsþjón-
usta í nýju kirkjunni á Sólheimum í
Grímsnesi. Að Sólheimum eru allir
velkomnir. Þar er margt að sjá og
fylgjast með. Þar er líka þess virði
að taka þátt í guðsþjónustu með
heimafólki og gestum í nýju kirkj-
unni.
Guðsþjónustan sunnudaginn 21.
ágúst hefst kl. 14. Sr. Valgeir Ást-
ráðsson sér um guðsþjónustuna.
Organisti verður Þóra Marteins-
dóttir. Á Sólheimum er kaffihúsið
„Græna kannan“ opið, ásamt
mörgu því, sem staðurinn hefur
upp á að bjóða.
Það er góð sunnudagsferð að
fara að Sólheimum, taka þátt í
guðsþjónustu og kynnast staðnum í
leiðinni. Þar eru allir velkomnir.
Keldnakirkja á
Rangárvöllum 130 ára
SUNNUDAGINN 21. ágúst, verður
þess minnst við messu í Keldna-
kirkju á Rangárvöllum að í ár eru
130 ár liðin frá því að kirkjan var
vígð.
Messan á sunnudaginn hefst kl.
14. Sóknarpresturinn, séra Sig-
urður Jónsson í Odda prédikar og
þjónar fyrir altari og organisti
kirkjunnar, Guðjón Halldór
Óskarsson leikur undir almennan
safnaðarsöng. Meðhjálpari kirkj-
unnar er Drífa Hjartardóttir bóndi
og alþingismaður á Keldum, og er
hún jafnframt sóknarnefndarfor-
maður.
Að messu lokinni býður sóknar-
nefnd Keldnasóknar kirkjugestum
til kaffisamsætis í nýju Safnaðar-
heimili Oddasóknar að Dynskálum
8 á Hellu. Þar flytur Þórunn Valdi-
marsdóttir, sagnfræðingur og
skáld, erindi um skáldprestinn sr.
Matthías Jochumsson, sem þjónaði
Keldnakirkju frá 1881 til 1887.
Einnig leikur Lilja Valdimarsdóttir
á horn lög við sálma séra Matthías-
ar. Allir eru velkomnir sem sam-
fagna vilja Keldnasöfnuði á þessum
tímamótum.
Morgunblaðið/Sverrir
FRÉTTIR
STJÓRN Samtakanna ’78 lýsir yfir
ánægju sinni með þá yfirlýsingu
forsætisráðherra, Halldórs Ás-
grímssonar, að stefnt skuli að full-
um fjölskyldurétti til handa sam-
kynhneigðum í frumvarpi því sem
ríkisstjórnin hyggst leggja fram á
Alþingi í haust.
„Það er dýrmætt tímanna tákn
að ríkisstjórn Íslands skuli líta svo
á að samkynhneigðum beri í öllu til-
liti sami réttur og öðrum þegnum,
þar með talinn réttur til ættleið-
ingar barna af erlendum uppruna
og réttur til tæknifrjóvgana kvenna
í staðfestri samvist. Með þessari af-
stöðu tekur ríkisstjórnin af festu
undir niðurstöður þess hluta nefnd-
ar forsætisráðherra um réttarstöðu
samkynhneigðra sem árið 2004 tal-
aði í rökstuddu máli fyrir fullum
fjölskyldurétti til handa lesbíum og
hommum
Það er íslenskri lýðræðisþróun
ómetanlegur styrkur að ríkisstjórn-
in skuli standa að baki svo víðtæku
frumvarpi til réttarbóta án þess að
skorast undan því að veita samkyn-
hneigðum fullan rétt til ættleiðinga
og tæknifrjóvgunar. Lög um stað-
festa samvist árið 1996 voru merki-
leg réttarbót sem gjörbreytti gild-
ismati samfélagsins til góðs. Með
væntanlegu frumvarpi sínu mætir
ríkisstjórn Íslands kröfum sem nú
njóta stuðnings yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðarinnar. Slík ákvörðun
lýsir framsýni og stórhug og er það
fagnaðarefni að æðstu stjórnvöld
starfi svo vel í takt við þjóðarvilja.“
Fagnar orðum
forsætis-
ráðherra
ÁRÉTTAÐ skal vegna fréttar í
blaðinu í gær um framlengingu á
gæsluvarðhaldi manns sem grunað-
ur er um fíkniefnasmygl með Nor-
rænu, að hvorki héraðsdómur né
hæstiréttur reifaði eða tók afstöðu til
ýmissa þeirra röksemda sem settar
voru fram í gæsluvarðhaldskröfu
lögreglunnar. Þetta á m.a. við um
þau rök lögreglunnar að það myndi
vekja athygli og andúð almennings
ef hinn grunaði endurheimti frelsi
sitt á þessari stundu.
LEIÐRÉTT
Rök lögreglu,
ekki dómsins
FÉLAGIÐ Siðmennt hefur óskað
eftir að birt verði athugasemd vegna
fyrirsagnar á frétt sem birtist um fé-
lagið í Morgunblaðinu í gær. Í fyr-
irsögninni segir „Félagið Siðmennt
óskar eftir að verða skráð sem trú-
félag“.
Þetta telur Siðmennt vera mis-
túlkun á innihaldi fréttatilkynningar
sem stjórn Siðmenntar sendi Morg-
unblaðinu í vikunni.
Í fréttinni kemur fram að félagið
hefur farið þess á leit „við þingmenn-
ina að þeir breyti lögum um skrán-
ingu trúfélaga í þá veru að staða
ólíkra lífsskoðana verði jöfnuð“.
„Siðmennt reyndi skráningu sem
trúfélag samkvæmt núgildandi lög-
um. Sú leið er fullreynd enda heimila
lögin eingöngu skráningu lífsskoð-
unarfélaga sem byggjast á trú, þ.e.
trúfélög,“ segir í athugasemd frá
Siðmennt, en þar kemur fram að fé-
lagið telur eðlilegra að fyrirsögn
fréttarinnar hefði verið: „Félagið
Siðmennt óskar eftir gerð nýrra laga
um jafna stöðu á við önnur lífsskoð-
unarfélög.“
Athugasemd
frá Siðmennt
MÓTMÆLENDUR hérlendir sem
erlendir standa fyrir götuhátíð í
dag, laugardag kl. 13, sem mun
hefjast á göngu frá Skólavörðuholt-
inu að Andspyrnutjaldinu við
Tjörnina. Hver sem er getur tekið
þátt í hátíðinni og sýnt andúð sína á
mannréttindabrotum þeim sem
mótmælendur sem kenndir eru við
Kárahnjúka hafa þurft að sæta,
segir í fréttatilkynningu.
Mótmælendur ganga um götur
borgarinnar í búningum, flytja tón-
list, einnig verða andspyrnutrúðar
og gangandi götulistaverk mótmæl-
enda. Gangan mun enda á gjörningi
sem kenndur er við fjallkonuna,
táknmynd hálendisins. Upplýsing-
um verður dreift til kynningar á
markmiðum til verndar náttúru Ís-
lands. Tónlistarmenn munu spila
við tjaldið að göngunni lokinni. Þá
verða sýndar andspyrnumyndir af
aðgerðum mótmælenda á Austur-
landi.
Andspyrnu-
götuhátíð
haldin í dag