Morgunblaðið - 20.08.2005, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
www.kringlukrain.is sími 568 0878
Geirmundur Valtýsson
og hljómsveit í kvöld
9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 nokkur sæti laus
10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 sæti laus
11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 sæti laus
Kabarett
í Íslensku óperunni
Næstu sýningar
Föstudaginn 19. ágúst - UPPSELT
Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00
Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00
Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00
Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
KIRKJULISTAHÁTÍÐ
2005
20.–28. ÁGÚST
Hallgrímskirkju í Reykjavík
Matteusarpassían
eftir Johann Sebastian Bach, BWV 244
Flytjendur:
Markus Brutscher tenór, guðspjallamaður
Andreas Schmidt bassi, Jesús
Noémi Kiss sópran
Robin Blaze kontratenór
Gunnar Guðbjörnsson tenór
Jochen Kupfer bassi
Benedikt Ingólfsson bassi, Pílatus o.fl.
Mótettukór Hallgrímskirkju
Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju
Unglingakór Hallgrímskirkju
Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
Miðaverð: 4000 kr.
21. ágúst kl.17.00
22. ágúst kl.19.00
fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær hljómsveitir og
sjö einsöngvara.Eitt af höfuðverkum vestrænnar
menningar flutt í fyrsta skipti í barokkstíl hér á
landi, með einsöngvurum í fremstu röð.
Nánari upplýsingar á www. kirkjan.is/kirkjulistahatid og í síma 510 1000
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Eiríki
Þorlákssyni, forstöðumanni Lista-
safns Reykjavíkur:
„Listasafn Reykjavíkur er rekið
af Reykjavíkurborg sem hluti
þeirrar þjónustu á menningarsvið-
inu, sem borgin vill halda uppi
fyrir íbúa hennar og gesti. Rekst-
ur safnsins, þar með talið skipulag
sýninga, er á ábyrgð forstöðu-
manns.
Í viðtali við Einar Hákonarson í
Morgunblaðinu 19. ágúst er því
haldið fram að Listasafn Reykja-
víkur hafi hafnað því að sýna verk
Einars Hákonarsonar innan safns-
ins. Þessi fullyrðing, hvort sem
hún er listamannsins eða blaða-
mannsins sem tók viðtalið við
hann, er ekki sannleikanum sam-
kvæm.
Í samræmi við reglur borg-
arinnar var
starfsáætlun
Listasafns
Reykjavíkur fyr-
ir árið 2005 – og
þar með talin
áætlun um sýn-
ingahald – lögð
fram í október
2004, og af-
greidd með
hefðbundnum
hætti af valdastofnunum borg-
arinnar á næstu vikum þar á eftir.
Einar Hákonarson skrifaði bréf
til borgarráðs – hins pólitíska
framkvæmdaráðs borgarinnar –
seint í nóvember á síðasta ári og
óskaði eftir að fá að halda sýningu
í Listasafni Reykjavíkur. Erindi
hans var um síðir kynnt Listasafni
Reykjavíkur, og benti undirritaður
þá á að samþykkt áætlun um sýn-
ingahald lægi fyrir. Hvorki borg-
arráð né nokkuð annað boðvald
innan Reykjavíkurborgar hefur
nokkru sinni sett fram ósk við
Listasafn Reykjavíkur um að vikið
yrði frá samþykktri sýning-
aráætlun til að rýma til fyrir sýn-
ingu á verkum Einars Há-
konarsonar, enda hafa slík pólitísk
afskipti af starfsemi safnsins ekki
tíðkast a.m.k. í þann tíma sem
undirritaður hefur veitt safninu
forstöðu.
Einar Hákonarson hefur sem
sagt aldrei sótt um eitt né neitt til
Listasafns Reykjavíkur, og þar af
leiðandi hefur erindi hans aldrei
verið hafnað af undirrituðum fyrir
hönd safnsins.
Því miður hefur Einar Há-
konarson haft starfsemi Lista-
safns Reykjavíkur á hornum sér
meira og minna í hart nær tvo
áratugi, eða síðan hann var sjálfur
mikill áhrifamaður um rekstur
þess, fyrst sem pólitískt skipaður
formaður menningarmálanefndar
og síðan sem listráðunautur Kjar-
valsstaða.
Listasafn Reykjavíkur verður
að sjálfsögðu að lifa við þær að-
finnslur, en þó má benda á íbúar
borgarinnar og gestir virðast ekki
deila þessari vandlætingu Einars
yfir sýningum safnsins, heldur
þvert á móti: árið 2004 komu um
160.000 gestir í byggingar Lista-
safns Reykjavíkur, fleiri en
nokkru sinni fyrr.
Að lokum vil ég óska Einari Há-
konarsyni til hamingju með sýn-
inguna „Í grasrótinni“ og vona að
hún fái verðugar móttökur.“
Um tilurð sýningar
Eiríkur
Þorláksson
SÝNING á Jöklaseríu Ólafs Elías-
sonar verður opnuð á Eiðum í dag.
Jöklaserían er safn 48 litljós-
mynda sem Ólafur tók úr lofti í nóv-
ember sl. og sýna Jökulsá á Dal frá
upptökum til byggðar. Þær birtust í
sérblaði með Morgunblaðinu í vor
og voru einnig sýndar í 101 Gallerí
sem hluti af Listahátíð í Reykjavík.
Myndirnar hafa þá sérstöðu að vera
teknar í lit, en líta út eins og svart-
hvítar, þar sem jörð er snævi þakin.
Líklegt er að þetta sé eina mynd-
röðin sem til er af Jöklu á þennan
máta og verði því söguleg heimild
þegar fram líða stundir. Myndirnar
verða til sýnis á Eiðum fram eftir
hausti. Ólafur Elíasson (f. 1967)
hefur á skömmum tíma áunnið sér
tryggan sess í hinum alþjóðlega
myndlistarheimi. Oft eru verk hans
stórar innsetningar þar sem áhorf-
andinn upplifir birtu, vind eða gufu
án þess að um hlutbundin verk sé
að ræða, verkið er þá í raun eðl-
isfræðilegt ástand. Einnig hefur
hann gert skúlptúra og ljósmyndir
og má í ljósmyndaverkum hans iðu-
lega sjá útfærslu á einhvers konar
rannsókn eða skrásetningu á nátt-
úru og landslagi. Þar sem hann á
ættir að rekja til Íslands hefur hann
mikið notað fyrirbæri í náttúru
landsins sem fyrirmynd, skriðjökla,
mosa, skófir og ár.
Sýningin verður opnuð kl. 16 í
íþróttasal Eiðastaðar.
Jöklasería Ólafs Elíassonar á Eiðum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hluti af Jöklaseríu Ólafs Elíassonar á sýningunni á Eiðum.
HIÐ nýstofnaða tríó Tónafljóð
leikur í Iðnó í dag kl. 15. Tríóið
er skipað þeim Sigrúnu Erlu
Egilsdóttur, Þórunni Elínu Pét-
ursdóttur og Hafdísi Vigfús-
dóttur.
Á efnisskrá eru þjóðlagaút-
setningar eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson og Snorra Birg-
isson auk verka eftir Villa
Lobos, Telemann, Debussy og
Hildigunni Rúnarsdóttur.
Sigrún Erla Egilsdóttir, Hafdís Vigfúsdóttir og Þórunn E. Pétursdóttir.
Tónafljóð leika í Iðnó
ÞESSIR barnaskór eru yfir 2.000 ára gamlir og fundust í gröf í Palmyra í
Sýrlandi, um 250 km norðaustur af höfuðborginni Damaskus. Þeir eru til
sýnis á múmíusýningu sem nú stendur yfir í Palmyra-safninu, þar sem gef-
ur að líta nokkrar 2.000 ára gamlar múmíur og fleiri fornminjar.
Reuters
Fornir barnaskór
Á MENNINGARNÓTT verð-
ur opnuð í Galleríi Fold sýning
á vatnslitamyndum og teikn-
ingum eftir Halldór Pétursson.
Flestar myndanna eru sýndar í
fyrsta sinn og stendur sýningin
til 4. september.
Landsþekktur fyrir
teikningar sínar
Myndskreytingar Halldórs
Péturssonar hafa skipað sér-
stakan sess hjá landsmönnum
fyrir stíl og skopskyn. Snemma
varð Halldór landsþekktur fyr-
ir teikningar sínar og var hann
frumkvöðull á sviði skopteikn-
inga á Íslandi.
Oft er talað um að bók Hall-
dórs og Njarðar P. Njarðvík,
Helgi skoðar heiminn, hafi
markað tímamót í íslenskri
myndabókaútgáfu. Bæði var
bókin litprentuð, en hún var
ekki hvað síst merkileg fyrir
það íslenska sögusvið sem í
bókinni birtist.
Halldór
Pétursson
í Galleríi
Fold