Morgunblaðið - 20.08.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 53
HLJÓMSVEITIN Earth Affair
leikur á sérstakri menningarnæt-
urdagskrá Landsbankans í Austur-
stræti í kvöld klukkan 20. Tónleik-
arnir eru þeir þriðju sem
hljómsveitin heldur en áður lék
sveitin á Iceland Fashion Week árið
2003 og svo á stórtónleikunum í
Tromsö sem gengu undir fanga-
marki Nelsons Mandela, 4664.
Gulli Briem, leiðtogi Earth Aff-
air, segir að hugmyndin á bak við
hljómsveitina sé í raun framhalds-
verkefni plötunnar Chapter One
sem kom út í fyrra.
„Ég setti þessa hljómsveit saman
til að leika lögin af plötunni minni.
Þarna eru alls kyns tónlistarmenn
og því verður þetta svolítið skrítinn
hljóðheimur þegar við komum sam-
an og það má finna bæði keltneskan
og gregórískan blæ á þessari
„ambíent“ tónlist eins og ég hef
kallað hana en íslensk þýðing yrði
væntanlega „draumkennt al-
þjóðapopp“ eða eitthvað álíka.“
Meiri kraftur
Gulli segir að sveitin hafi endur-
útsett lögin fyrir lifandi flutning og
krafturinn sé meiri en á plötunni.
„Andstæðurnar eru líka orðnar
meiri nú eftir að við fengum til liðs
við okkur nítján ára norðurírskan
álf að nafni Jarlath Henderson sem
spilar á flautur og írskar belgpípur
og svo er mikill heiður fyrir okkur
að hafa Voces Thules og þeir hafa
stutt þetta verkefni af miklum
krafti og gefið tónlistinni mikinn
lit.“
Hvað taki við í framhaldinu segir
Gulli að fyrir liggi að semja fleiri
lög fyrir plötu sem væntanlega
verður tilbúin á næsta ári. „Við höf-
um líka mikinn áhuga á að leika á
fleiri góðgerðartónleikum um allan
heim því að það er verkefni sem
togar óneitanlega í okkur.“
Tónlist | Earth Affair sækir Ísland heim
Draumkennt alþjóðapopp
Sveitin lék á friðartónleikum í Tromsö fyrir stuttu og hitti margan merkan
manninn. Hér er Annie Lennox með Gulla Briem og Sverri Guðjónssyni.
Earth Affair í öllu sínu veldi. Hljómsveitin leikur í Landsbankanum í kvöld.
SÖNGVARINN Joe Cocker er
senn væntanlegur til landsins en
hann mun halda tónleika hér á
landi 1. september. Í tilkynningu
frá Concert, sem stendur að tón-
leikunum, segir að Cocker hygg-
ist koma til landsins fimm dögum
fyrir tónleikana og renna fyrir lax
á Íslandi.
Þá segir að Cocker sé afburða-
silungsveiðimaður og hafi í ára-
raðir veitt silung, bæði í Banda-
ríkjunum og á Bretlandseyjum.
Nú langar hann renna fyrir lax á
Íslandi.
„Þekktur er áhugi félaga hans
Eric Claptons fyrir laxveiði á Ís-
landi sem og Kiri Te Kanawa óp-
erusöngkonu sem kemur hingað
til lands mörgum sinnum á ári.
Nú gætu Íslendingar verið að
„landa öðrum stórlaxi“ í laxa-
áhugamannafélagið og þá vænt-
anlega fastagesti næstu árin,“
segir ennfremur í tilkynningu
Concert.
Fólk | Söngvarar eru líka veiðimenn
Joe Cocker ætlar
að renna fyrir lax
Ætli það bíti á hjá Joe Cocker á Íslandi?