Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SÍMAFÉ RÁÐSTAFAÐ
Gert er ráð fyrir að 18 millj-
örðum af söluandvirði Símans
verði varið til uppbyggingar há-
tæknisjúkrahúss á Landspítalalóð-
inni í Reykjavík á árunum 2008 til
2012 og að 15 milljörðum verði
varið til framkvæmda í vegamálum
á árunum 2007 til 2010, m.a. til
Sundabrautar. Þá verði 32,2 millj-
örðum, sem greiddir eru í erlendri
mynt, varið til þess að greiða niður
erlendar skuldir ríkissjóðs á þessu
ári.
Hætta á umhverfisslysi
Embættismenn í New Orleans
segja að hætta sé á miklu um-
hverfisslysi vegna þess að dæla
verði vatni, menguðu olíu og alls
kyns eiturefnum, af götunum yfir í
Pontchartrain-vatn og ána Miss-
issippi. George W. Bush forseti
heitir að hafa umsjón með ítarlegri
rannsókn á björgunarstarfinu sem
margir álíta að hafi tafist úr hófi.
Annan gerði mistök
Skýrsla óháðrar rannsókna-
nefndar, sem birt verður í dag,
slær því föstu að Kofi Annan,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, hafi ekki brotið siða-
reglur í tengslum við áætlun um
sölu á íraskri olíu þar sem spilling
kom mjög við sögu. Hins vegar
hafi hann gert slæm stjórn-
unarmistök.
Annmarkar á Baugsmáli
Dómendur í Baugsmálinu svo-
nefnda telja að slíkir annmarkar
kunni að vera á ákæru í málinu að
dómur verði ekki kveðinn upp um
efni þess. Alls eru taldir upp átján
ákæruliðir af fjörutíu sem dómarar
telja hugsanlega ófullnægjandi.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Miðasölusími: 551 1200
Miðasala á netinu: www.leikhusid.is
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 26
Viðskipti 13 Bréf 28
Erlent 14/15 Brids 29
Minn staður 16 Minningar 30/33
Akureyri 17 Myndasögur 36
Höfuðborgin 18 Dagbók 36/39
Suðurnes 18 Staður og stund 38
Landið 19 Leikhús 40
Daglegt líf 20/21 Bíó 42/45
Menning 22, 40/45 Ljósvakamiðlar 46
Umræðan 23/28 Veður 47
Forystugrein 24 Staksteinar 47
* * *
NÝTT og endurskoðað áhættumat
fyrir höfuðborgarsvæðið liggur fyrir
og verður kynnt meðal allra við-
bragðsaðila á næstunni; lögreglu,
slökkviliði, björgunarsveitum, sveit-
arfélögum og fleirum. Í því áhættu-
mati hafa verið sett upp ýmis björg-
unartilvik, svo sem vegna eldgosa,
flóða, stórbruna og jarðskjálfta.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs-
stjóri er formaður aðgerðastjórnar
almannavarnarnefndar höfuðborg-
arsvæðisins. Hann segir við Morg-
unblaðið að staðan hafi verið metin
þannig að litlar líkur séu á að flytja
þurfi alla íbúa höfuðborgarsvæðisins
burtu í einu. Það sé rétt hjá Jóni
Gunnarssyni, framkvæmdastjóra
Landsbjargar, sem fram hafi komið í
Morgunblaðinu á mánudag, að engar
sérstakar viðbragðsáætlanir séu til
um brottflutning
allra. Hins vegar
hafi alltaf verið til
rýmingaráætlun,
þ.e. að rýma hús-
næði og flytja fólk
úr einu hverfi yfir
í annað eða í
litlum hópum út
fyrir svæðið. Jón
Viðar átti fund
með Jóni Gunn-
arssyni og Birni Halldórssyni, deild-
arstjóra almannavarnadeildar ríkis-
lögreglustjóra, um þessi mál í gær.
Læra má af viðbrögðum
Bandaríkjamanna
Jón Viðar segir engan vafa leika á
því að Íslendingar geti margt lært af
viðbrögðum Bandaríkjamanna við
fellibylnum Katrínu, ekki síst þeim
mistökum sem virðist hafa átt sér
stað við samhæfingu björgunaraðila.
Miklu skipti að samhæfingin sé góð,
viðbragðsáætlanir segi ekki allt.
„Mikilvægast er að stjórnvöld séu
vel tengd og tali saman sín á milli.
Skilaboð til fólks innan og utan ham-
farasvæða þurfa að vera sterk,“ seg-
ir Jón Viðar og telur að hér á landi
hafi ágæt reynsla verið af viðbrögð-
um við Hringrásarbrunanum þegar
rýma þurfti tiltekið svæði. Þar hafi
vel tekist til með samhæfingu aðila
eins og lögreglu, slökkviliðs, björg-
unarsveita og borgaryfirvalda.
„Við finnum það í erlendu sam-
starfi að menn eru virkilega að draga
lærdóma hver af öðrum. Menn vilja
læra af mistökum annarra og einnig
því sem vel er gert. Þó að rígur geti
verið milli landa víkur hann þegar
kemur að þessum málaflokki,“ segir
Jón Viðar en honum hefur verið boð-
ið til London að kynna sér viðbrögð
Breta við hryðjuverkunum þar í borg
í sumar og margháttaður lærdómur
hefur fengist að viðbrögðunum við
flóðunum í Asíu.
Hætturnar liggja fyrir
Björn Halldórsson bendir á að
menn hafi ekki verið að vakna við
vondan draum vegna náttúruham-
faranna í Bandaríkjunum. Hér á
landi hafi menn gert sér vel grein
fyrir þeim hættum sem fólki stafar af
í landi elds og ísa. Í neyðarskipulagi
sé t.d. almenn áætlun um flótta, rým-
ingu og brottflutning.
„Menn þurfa að gera sér grein fyr-
ir því að náttúruhamfarir úti í heimi
þýða ekki að allt gangi á afturfótun-
um hér heima fyrir. Það verður að
setja hlutina í samhengi og taka mið
af aðstæðum hverju sinni. Við getum
dregið lærdóm af aðgerðum annars
staðar og gott er að bíða eftir rann-
sóknum á svona atburðum til að sjá
hvað hægt er að nýta sér annars
staðar frá,“ segir Björn.
Nýtt og endurskoðað áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið að fara í kynningu
Litlar líkur á brottflutn-
ingi allra íbúa í einu
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Jón Viðar
Matthíasson
EINN þekktasti og helsti píanóleikari bandarísku
framúrstefnunnar, Margaret Leng Tan, heldur í kvöld
tónleika í Listasafni Íslands, þar sem hún mun flytja
verk eftir bandaríska tónskáldið John Cage, sem var
mikilvirkur í framúrstefnutónlist.
Á tónleikunum, sem eru hluti af tónlistarhátíðinni
Orðið tónlist, mun Margaret leika á „breytt píanó“ að
forskrift Cage, en í því skyni þarf að skorða milli
strengjanna skrúfur, strokleður, nagla og ýmiss konar
„aðskotahluti“. Margaret eyddi góðri stund í sal Lista-
safns Íslands í gærkvöldi við það nákvæmnisverk sem
felst í breytingu Cage á píanóinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Píanói breytt
MAÐURINN sem lést í vinnuslysi
við Vagnhöfða í fyrradag hét Daði
Þór Guðlaugsson til heimilis að
Mávahlíð 6 í Reykjavík. Hann
fæddist 9. febrúar árið 1982 og
var ókvæntur og barnlaus.
Rannsókn á tildrögum slyssins
stendur yfir hjá lögreglu og
Vinnueftirliti ríkisins. Rannsókn
beinist m.a. að því að varpa ljósi á
atburðarásina og taka skýrslur af
vitnum.
Lést í
vinnuslysi
KONAN sem brenndist alvarlega í
eldsvoða í Stigahlíð 27. ágúst sl. er
enn á gjörgæsludeild Landspítalans
í Fossvogi. Líðan hennar er nokkuð
stöðug, að sögn vakthafandi læknis,
en hún er tengd við öndunarvél og
haldið sofandi.
Rannsókn á upptökum brunans
stendur yfir hjá lögreglunni í
Reykjavík.
Búið er að útiloka eldsupptök út
frá ísskáp í herbergi þar sem eld-
urinn kom upp samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu. Er talið að kviknað
hafi í út frá opnum eldi á borð við
kerti eða vindlingaglóð.
Konan úr Stigahlíð
enn á gjörgæslu
SAMNINGAFUNDUR í deilu SFR
vegna starfsmanna á hjúkrunar-
heimilum stóð yfir í allan gærdag og
lauk ekki fyrr en undir miðnætti hjá
ríkissáttasemjara. Þungt hljóð var í
samningamönnum, að sögn Jens
Andréssonar, formanns SFR, sem
sagði atkvæðagreiðslu um verkfall
hefjast síðar í dag.
Mestu áhrifin í mötuneytum
Sveinn H. Skúlason, forstjóri
Hrafnistuheimilanna, segir að ef
komi til verkfalls muni það hafa mest
áhrif í mötuneytum á heilbrigðis-
stofnunum, auk þess sem þjónusta
skerðist að einhverju leyti.
Sveinn sagði að verkföll hefðu allt-
af víðtæk áhrif og væru það síðasta
sem fólk vildi. Hins vegar snerti
þetta verkfall tiltölulega afmarkaðan
hóp starfsmanna. Væntanlega yrðu
áhrifin mest vegna starfsmanna í
mötuneytum. Í sjálfu sér væri hægt
að lifa við það að skrifstofufólkið
kæmi ekki í tvo daga og verkfall að-
stoðarfólks sjúkraþjálfara gerði það
að verkum að fólk myndi ekki fá
þjálfun þessa tvo daga. „Stóra og
erfiða vandamálið er auðvitað vinnan
í eldhúsinu og það verður bara að
tækla það þegar þar að kemur,“
sagði Sveinn, sem vonaðist eftir und-
anþágu vegna grunnmáltíða.
Kjósa á um tvö þriggja daga verk-
föll 3.–5. október og 10.–12. október
og loks ótímabundið verkfall frá og
með 17. október hafi ekki samist fyr-
ir þann tíma. Komi til vinnustöðv-
unar mun hún ná til ríflega 200
manns á 11 vinnustöðum.
Þungt hljóð í samn-
ingamönnum SFR
Eftir Hjálmar Jónsson
hjjo@mbl.is