Morgunblaðið - 07.09.2005, Qupperneq 16
Mývatnssveit | Vinna er hafin
við að rífa niður byggingar þær
á lóð Kísiliðjunnar í Mývatns-
sveit sem ekki verða nýttar fyrir
aðra starfsemi, en þar með
hverfa vegsummerki um nærri
fjögurra áratuga starfsemi
verksmiðjunnar.
Endurvinnslufyrirtækið
Hringrás hefur tekið að sér að
fjarlægja mannvirkin, og á því
verki að verða lokið í nóvember.
Þær byggingar sem ekki verða
rifnar eru einkum skrifstofu-
húsnæði og birgðageymsla, og
eru enn bundnar vonir við að
húsnæðið nýtist annarri starf-
semi á staðnum.
Morgunblaðið/BFH
Kísiliðjan jöfnuð við jörðu
Endalok
Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Nemendagarðar opnaðir | Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra mun í
dag taka nýja nemendagarða Hólaskóla
formlega í notkun, en um er að ræða níu
hús með 43 íbúðum fyrir nemenda-
garðana, og standa þau við nýja götu sem
fengið hefur nafnið Geitargerði. Íbúðirnar
eru misstórar, allt frá einstaklingsíbúðum
upp í fimm herbergja íbúðir, enda talsvert
um að nemendur komi með fjölskyldur
með sér.
Vilja samgöngubætur | Aðalfundur
Sjálfstæðisfélagsins Hugins í uppsveitum
Árnessýslu skorar á samgönguyfirvöld,
þingmenn Suðurkjördæmis og aðra er að
málum koma að tryggja aukið fé til sam-
göngubóta í ofanverðri Árnessýslu.
Fundurinn telur að hraða þurfi uppbygg-
ingu Gjábakkavegar og hvetur til þess að
ráðist verði strax í byggingu brúar yfir
Hvítá til að stytta vegalengd milli Reyk-
holts og Flúða. Í fundarsamþykktinni
kemur einnig fram að fundurinn fagni
framkomnum hugmyndum um uppbygg-
ingu Kjalvegar.
metra upp á Jökulháls-
inn og endað við Sund-
laug Ólafsvíkur.
Keppnin var aldursskipt,
en auk þess átti að
keppa í bæði karla- og
kvennaflokki, en skortur
á kvenkyns keppendum
olli því að aðeins var
FjallahjólakeppninJökulhálstryll-irinn fór fram
um síðustu helgi, og var
tekist á við erfiðar að-
stæður og hjólað í öllu
frá möl upp í snjó. Leið-
in lá frá Pakkhúsinu á
Ólafsvík um 14 kíló-
keppt í karlaflokki í ár.
Sigurvegarinn í
yngsta aldurshópnum
var Hlynur Þorsteinsson
og Guðni Gunnarsson
sigraði í flokknum 20–39
ára, en þeir eru báðir í
Hjólreiðafélagi Reykja-
víkur.
Trylltu um Jökulhálsinn
Davíð Hjálmar Har-aldsson horfðiyfir salinn á
Landsmóti hagyrðinga:
Bæld um salinn bylgja fer,
bíða skáld í stólum
og hér er ég sem hrútaber
í hrærivél á jólum.
Friðrik Steingrímsson
beið eftir matnum:
Allt þó stefni á verri veg
vosbúð þreyjum löngum,
kannski að rollan kræsileg
komi í öðrum göngum.
Friðrik orti til fiðl-
unnar sem Rósa Jóhann-
esdóttir lék á:
Kvenmannsþráin kitlar mig
kæti skil ég þína.
Ó að hún stryki eins og þig
yfir vanga mína.
Þórdís Sigurbjörns-
dóttir, Dísa í Hrísum,
hugsaði til fyrri móta
þar sem Ósk Þorkels-
dóttir tróð upp og söng-
ur entist fram eftir
nóttu:
Allri stemming aftur fer
árla salir tæmast
dyrasöngur enginn er
og Óskin hætt að klæmast.
Ort til fiðlunnar
pebl@mbl.is
Kelduhverfi | Um þessar mundir er fálki
í fóstri á Víkingavatni. Hann fannst nán-
ast ófleygur síðastliðinn sunnudag í
Hafrafellstungu og var tekinn og fluttur
í fjárhúsin á Víkingavatni. Fálkinn er
ungi frá því í sumar og hafa veiðarnar
ekki gengið vel hjá honum eftir að for-
eldrarnir hættu að annast hann. Hann
hefur því horast og er nú svo komið að
flugvöðvarnir (brjóstvöðvarnir) eru
orðnir það rýrir að hann getur nánast
ekkert flogið. Stefnt er að því að fita
fálkann upp svo hann geti bjargað sér
sjálfur og verður honum þá sleppt, að
því er segir í frétt á vefnum kelduhverfi-
.is.
Fálkinn er búinn að fá eina hænu sem
hann var um tvo sólarhringa að klára.
Einnig hefur hann fengið laxbita sem
hann át með ágætislyst. Til þess að
hænsnastofninn á Víkingavatni hverfi
ekki með öllu þá eru öll fuglahræ og
kjötafgangar vel þegin þar á bæ. Það er
ekki óhætt að gefa fálkanum fugla sem
skotnir hafa verið með haglabyssu vegna
blýkúlnanna sem geta farið illa með
hann. Ef vel gengur ætti fálkinn að vera
kominn í gott form fyrir rjúpnaveiðitím-
ann.
Var tvo sólar-
hringa að
klára hænuna
Vestfirðir | Lýst var miklum áhyggjum
af brottflutningi fólks frá Vestfjörðum á
þingi fjórðungssambands Vestfirðinga
sem lauk á laugardaginn. Fram kom á
þinginu að þróun í aldurssamsetningu
Vestfirðinga er einnig verulegt áhyggju-
efni, en ungu fólki á aldrinum 21–35 ára
hefur fækkað mest á Vestfjörðum.
„Viðvarandi samdráttur í hefðbundnum
atvinnugreinum hefur leitt til þess að
dregið hefur úr þjónustu og störfum á
landbyggðinni hefur fækkað. Ekki hafa
skapast atvinnutækifæri fyrir ungt fólk
og erfitt hefur verið að fá unga Vestfirð-
inga til að flytjast heim eftir nám. Efla
þarf frumkvöðlastarf meðal ungs fólks og
auka þar með nýsköpun á landsbyggð-
inni.
Fjórðungsþing skorar á iðnaðarráð-
herra að skoða leiðir til þess að sporna
við fólksflótta ungs fólks frá Vestfjörð-
um,“ segir í ályktun sem samþykkt var á
þinginu.
21 til 35 ára hef-
ur fækkað mest
á Vestfjörðum
♦♦♦
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Höfum verið beðnir að leigja út um 250 fm götuhæð á
góðum stað í Skeifunni. Húsið er í góðu ástandi.
Góð aðkoma og góðir sýningar- og verslunargluggar.
Laust fljótlega.
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir og Þorleifur
SKEIFAN – PLÁSS TIL LEIGU
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Vefur Útskála opnaður | Nýlega var
formlega opnuð heimasíða Menningarset-
urs að Útskálum í Garði á Reykjanesi, en
þar er m.a. rakin saga prestssetursins Út-
skála og hugmyndir um framtíðaruppbygg-
ingu. Prestssetrið er eitt það elsta á land-
inu, byggt árið 1889, en hefur legið undir
skemmdum á undanförnum árum og ára-
tugum. Vefslóðin er www.utskalar.is.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Atvinnulíf rústað | Í ályktun aðal-
fundar Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem
haldinn var á dögunum kemur fram að
fundarmenn mótmæli þeim vandræðum
sem stjórnvöld hafa bakað vestfirsku at-
vinnulífi með efnahagsaðgerðum og risa-
framkvæmdum á Austurlandi, sem sagðar
eru hafa valdið hruni í sjávarútvegi og
vinnslu sjávarafla. Er þess krafist að
gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til að
atvinnuvegir Vestfirðinga fái að búa við
eðlileg rekstrarskilyrði, enda ríkisstjórn-
arflokkunum ekki greidd atkvæði í síðustu
kosningum „með það að markmiði að
rústa atvinnulíf í heilum landshlutum“,
segir þar ennfremur.