Morgunblaðið - 07.09.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.09.2005, Qupperneq 20
Innan skamms geta þreyttir oguppteknir foreldrar í Dramm- en í Noregi sótt kvöldmatinn um leið og þeir sækja börnin sín á leikskólann, að því er fram kem- ur í norska Dagbladet. Foreldrunum mun gefast kost- ur á að panta kvöldmat í gegnum tölvupóst eða síma og fá með sér þegar þeir sækja börnin. Síðan er bara að skella skammtinum í ör- bylgjuofninn og ekki þarf að eyða tíma í að elda. Það er eldhús sveitarfélagsins sem mun bjóða upp á þessa nýjung. Þvotturinn þveginn líka? Málið hefur vakið athygli og umræður í Noregi og sitt sýnist hverjum. Karin Yrvin, kvenna- fulltrúi Verkamannaflokksins, telur þetta góða hugmynd og hef- ur trú á að næst verði örþreyttum foreldrum boðið upp á að láta þvo þvottinn fyrir sig. Forsvarsmaður eldhússins segir að börnin verði að fá fjölbreyttari kvöldmat en bara pasta. Flestir foreldrarnir taka hug- myndinni einnig fagnandi og margir vilja einnig láta þvo fyrir sig. Sumum finnst þó nóg um. „Þeir sem hafa valið að eignast börn, verða sjálfir að geta hugsað um að þvo af þeim og gefa þeim að borða,“ segir Merethe Even- sen við Dagbladet.  FORELDRAR Sækja börnin og kvöldmatinn í leikskólann Morgunblaðið/Jim Smart Ætli íslenskir foreldrar geti brátt sótt þvottinn og kvöldmat- inn í leikskólann um leið og náð er í börnin? 20 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Ó hætt er að segja að upp- gangurinn hjá þeim hjónum Maureen og Tony Wheeler hafi verið lyginni líkastur. Í kjöl- far ferðalags þeirra frá Evrópu til Asíu fyrir 32 árum ákváðu þau að gefa út litla ferðahandbók, aðallega til að svala forvitni vina og kunningja um ferðalagið og upplifanir þeirra á leiðinni. Í dag er útgáfufyrirtækið þeirra, Lonely Planet, orðið að stór- veldi. Alls starfa nú fimm hundruð fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtæk- inu, þar af 380 í höfuðstöðvunum í Melbourne í Ástralíu og aðrir í tveim- ur útibúum. Að auki hafa þau hjón á sínum snærum 260 höfunda í lausa- mennsku sem sendir eru út af örkinni í mislöng ferðalög eftir efni og um- fangi þeirra verkefna sem fyrir liggja. Ferðabækur úreldast fljótt „Venjulega koma margir höfundar að hverri bók. Við viljum helst ekki að höfundar séu á ferðinni lengur en í þrjá mánuði í einu því í þessum bransa þarf allt að gerast mjög hratt vegna þess að ferða- handbækur úreldast mjög fljótt. Þær þurfa að geyma mikið af upplýs- ingum og smáatriðum, sem þarf að uppfæra mjög reglulega. Þess vegna reynum við að endurútgefa vinsælar bækur á tveggja ára fresti,“ segja þau Maureen og Tony þegar við setj- umst niður á nýja miðborgarhótelinu 1919. Á borðinu fyrir framan okkur liggur Lonely Planet-bók um Ísland, sem ætlunin er að nota í fyrstu Ís- landsferðinni. Hún kom fyrst út árið 1991, en hefur verið endurútgefin fimm sinnum. Á vegum Lonely Planet hafa komið út 640 bókatitlar og rekur fyrirtækið eitt vinsælasta ferðavefsetur heims, lonelyplanet.com, þar sem m.a. má fá svör við fyrirspurnum um hvaðeina er lýtur að ferðamálum með því að klikka á „Thorn tree forum“ á að- alsíðunni. Hittust á garðbekk í London Tvítug að aldri hélt Maureen frá heimaborg sinni, Belfast á Norður- Írlandi, til Lundúna. Þremur dögum síðar sat hún á garðbekk í Regents Park þar sem ungur piltur, Tony Wheeler að nafni, gaf sig á tal við hana. Árið 1972 ferðuðust þau þvert yfir Evrópu og Asíu og síðar alla leið til Ástralíu. Þangað komu þau staur- blönk, en leist vel á sig og ákváðu að setjast að í Melbourne. Fyrstu ferða- handbókina, „Across Asia on the Cheap“, skrifuðu þau við eldhús- borðið sitt og sáu sjálf um að skera hana og hefta. Bókin markaði upp- hafið að sannkölluðu viðskipta- ævintýri án þess þó að þau hafi gert sér fyllilega grein fyrir því hvað í vændum væri. Sannfærð um að Lo- nely Planet myndi aldrei afla þeim lífsviðurværis ákvað Maureen, þá 25 ára, að skella sér í nám og lauk BA- gráðu frá La Trobe University í Melbourne. Tony Wheeler fæddist á Bret- landseyjum árið 1946 en ólst upp í Pakistan, Vestur-Indíum og Banda- ríkjunum. Eftir nám í verkfræði við Warwick-háskóla í Bretlandi og skamma viðdvöl við hönnun bifreiða sneri Tony aftur í háskóla til að nema við London Business School. Maur- een og Tony eiga tvö uppkomin börn, 22 og 24 ára. Þau segja barneignir síður en svo þurfa að hefta ferða- möguleika fólks. „Börnin okkar voru búin að fara út um allt á fyrstu fimm árum ævinnar og það var ekkert vandamál,“ segir Maureen, sem í kjölfar reynslu sinnar af því að ferðast með börn skrifaði bókina „Travel with kids“. Þau Maureen og Tony segjast vera mikið á ferðinni og hyggjast þau eyða tíu dögum á Íslandi, sem þau segjast vera að sækja heim í fyrsta sinn. „Það er þó of snemmt fyrir þig að spyrja „How do you like Iceland?“ því við er- um bara rétt að byrja og vitum ekki enn hvert förinni verður heitið,“ segja þau og brosa. Tony og Maureen eru mikið á far- aldsfæti og segjast kjósa fjölbreyti- leika í ferðalögum. Maureen er mikill óperuunnandi og er t.d. nýlega komin úr óperuferð frá Brasilíu. Á árinu keyrðu þau á bílaleigubíl um Eþíópíu, Óman og Sikiley, fóru í tjaldferðalag um þvera Ástralíu auk þess sem Tony flaug til Singapore og ferðaðist landleiðina með rútum og lestum í gegnum Mal- asíu, Tæland, Kambódíu og Víetnam til að taka þátt í ráðstefnu í Kína. Kínverjar og Indverjar tilbúnir Þegar þau eru beðin um að spá fyr- ir um ferðaþróun á komandi árum segjast þau sannfærð um að bjart sé framundan í ferðageiranum. „Ferða- þjónusta er nú stærsta atvinnugrein í heimi ef allt er talið og mun henni vaxa fiskur um hrygg á komandi ár- um. Frakkland hefur undanfarin tíu ár verið vinsælasti áfangastaðurinn, en ég spái því að Kína taki yfir innan fárra ára. Ferðaþráin er mjög sterk í mannlegu eðli og fólk hættir ekkert að vera forvitið um aðra staði og ann- að fólk. Ferðalög eru að sama skapi alltaf að verða auðveldari og kostn- aðarminni auk þess sem fólk hefur sí- fellt meira af peningum á milli hand- anna. Búast má við því að bæði Kínverjar og Indverjar fari að streyma inn á ferðamarkaðinn á komandi árum. Í báðum þessum löndum, sem hvort um sig hefur einn milljarð íbúa, er að verða til fjölmenn miðstétt, sem nú er orðin tilbúin til þess að njóta þess sem heimurinn býður upp á. Þetta fólk nennir ekkert að bíða lengur. Það er tilbúið núna og mun gera kröfur, líkt og aðrar þjóðir sem fyrir löngu eru lagðar af stað,“ segir Tony Wheeler.  FERÐALÖG Ævintýrið byrjaði bara á ferðalagi Fyrstu ferðahandbókina, „Across Asia on the Cheap“, skrifuðu þau við eldhúsborðið sitt og sáu sjálf um að skera hana og hefta. Jóhanna Ingvarsdóttir hitti hjónin Maureen og Tony Wheeler sem eru stofnendur og aðaleigendur Lonely Planet, stærstu ferðabókaútgáfu heims. Morgunblaðið/Golli Fyrir 32 árum ákváðu Tony og Maureen Wheeler að gefa út litla ferða- handbók, aðallega til að svala forvitni vina og kunningja um ferðalagið. Í dag er útgáfufyrirtækið þeirra, Lonely Planet, orðið að stórveldi. join@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.lonelyplanet.com www.icelandicgeographic.is Hjónin Maureen og Tony Wheeler munu taka þátt í ferðahátíð í Nor- ræna húsinu 8.-10. september B laðlaukur er ekki jafn- bragðsterkur og flestur annar laukur og hentar því vel í ýmsa rétti þar sem óskað er eftir mildu laukbragði svo sem í súpur, bökur og pottrétti. Litlir og meðalstórir blaðlaukar eru oft stökkari og bragðbetri en þeir stóru og best er að sneiða hjá lauk, sem farinn er að sölna eða gulna. Gæta þarf þess að skola vel burtu óhreinindi, sem kunna að leynast á milli þéttvafinna laukblað- anna. Ungan og ferskan lauk má skera í þunnar sneiðar og nota hráan eða létteldaðan í salöt. Blaðlaukur er einnig notaður eins og grænmeti, þ.e. soðinn, steiktur, bakaður eða gratíneraður og borinn fram með öðrum mat eða jafnvel einn og sér, t.d. með bræddu smjöri eða ljósri sósu. Heill laukur þarf um 10–15 mínútna suðu, en strimlum duga örfáar mínútur. Laukur þessi er mikið notaður í soð og kryddseyði til að gefa laukkeim og í ýmsa súpu- og sósugrunna, en hann er einkum auð- ugur af C-vítamíni, járni, kalki og trefjum, segir Nanna Rögnvald- ardóttir m.a. um blaðlaukinn í bók sinni Matarást. Uppskriftin að blaðlauksbökunni er hins vegar úr matreiðslubókinni Af bestu lyst. Blaðlauksbaka Deig: 100 g hveiti 50 g heilhveiti 4 msk. vatn 2 msk. borðsmjörlíki ½ tsk. salt Blandið saman hveiti, heilhveiti, vatni, smjörlíki og salti. Fletjið deig- ið út og þrýstið því út í smurt tertu- eða bökuform, u.þ.b. 22 cm í þver- mál. Bakið í tíu mínútur við 200°C. Fylling: 200 g blaðlaukur 2 msk. matarolía 1 dl vatn 1 tsk. salt ¼ tsk. pipar ¾ bolli möndlur, afhýddar Sneiðið blaðlaukinn þunnt og léttsteikið í olíu á pönnu. Bætið vatni, salti og pipar út í og látið sjóða við vægan hita undir loki í fimm mín- útur. Saxið möndlurnar og blandið þeim saman við. Ostasósa: 100 g mildur ostur 1 dl léttmjólk 2 egg Rífið ostinn í skál og hrærið mjólk og egg út í. Dreifið blaðlauksfylling- unni yfir deigbotninn og hellið osta- sósunni yfir. Bakið í 30 mínútur við 200°C á næstneðstu rim.  MATUR | Púrran er soðin, steikt, bökuð og gratíneruð Blaðlauksbaka með möndlum Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.