Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 23 UMRÆÐAN Á ÁRINU 1993 var framlag rík- isins til sjúkrareksturs SÁÁ dregið saman um 70 milljónir króna á núvirði. Sú upphæð nam þá rekstrarkostnaðinum á Staðarfelli. Í stað þess að hætta starfseminni á Stað- arfelli voru tekjur samtakanna af ár- gjöldum, álfasölu og söfnunarkössum not- aðar til að greiða rekstrargjöldin. Allar götur síðan hefur vantað um 70 milljónir á núvirði inn í rekstrargrunn sjúkrastarfseminnar á hverju ári. SÁÁ hefur borgað þennan halla jafnóðum undanfarin 12 ár. Mikil hagræðing hefur verið gerð í sjúkrarekstrinum og framleiðnin aukin. Þó hefur aldrei verið hægt að brúa þetta 70 milljóna króna bil þar sem stöðugt hefur komið til nýrra útgjalda sem Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins bætt að hluta eða alls ekki. Með árunum hefur það fyrir- komulag orðið til að Heilbrigðis- ráðuneytið telur að hluti tekna SÁÁ skuli fara til sjúkrareksturs og hag- ar þá framlögunum til sjúkrarekst- ursins að einhverju eftir því hversu vel gengur að selja „Álfinn“ hjá SÁÁ. Nýju útgjöldin í sjúkrarekstr- inum sem orðið hafa til frá árinu 1994, hafa verið margs konar og verða ekki öll nefnd hér. Útgjöld vegna hækkunar launa hjá starfs- mönnum hafa ekki verið að fullu bætt með framlögum þó að samn- ingar hafi lengst af verið í höndum ríkisins og hækkanirnar að mestu á ábyrgð þess. Árið 1997 fór Rann- sóknarstofa Háskólans að taka greiðslur fyrir HIV-, HCV- og klam- ydíurannsóknir sem gerðar voru hjá SÁÁ og sá kostnaður hefur sífellt aukist. Áður þurfti SÁÁ ekki að greiða fyrir slíkt. SÁÁ byrjaði að reka Göngu- deild á Akureyri sem er talsvert kostn- aðarsöm og hefur aldrei fengið hækkun á framlögum vegna henn- ar. Sveitarfélög hafa dregið saman og hætt fjárframlögum til göngu- deildarþjónustu SÁÁ á Akureyri og í Reykjavík án þess að ríkið hafi aukið sín framlög á móti. Skráning og sjúkraskýrslugerð hefur verið tölvuvædd og hefur það haft í för með sér um 10 milljóna króna aukakostnað á ári. Kostnaður vegna lyfja hefur stór- aukist en bæði nota sjúklingar sem koma í meðferð mun meira af lyfj- um en áður var og ný lyf hafa kom- ið á markaðinn sem notuð eru í meðferð með fíknisjúkdómum. Þjónustusamningur hefur verið í gildi milli SÁÁ og ríkisins í 4 ár og á því tímabili hefur margt breyst. Bæði hefur orðið til ný og dýr viðhaldsmeðferð fyrir ópíumfíkla og bráðaþjónusta hefur stóraukist auk annarra breytinga. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir slíku í þjónustusamningnum, að komið geti til aukinna útgjalda á gildistímanum og SÁÁ hafi gert grein fyrir þessu tvisvar sinnum á ári þennan tíma, hefur ríkið ekki séð ástæðu til að koma til móts við rökstuddar óskir samtakanna. SÁÁ hefur því tvisvar sinnum orðið að draga verulega úr þeirri þjónustu sem veitt er, fyrst á ár- unum 2001 og 2002 og síðan á árinu 2005. Horfur eru á að um 60 millj- óna króna halli verði á sjúkra- rekstri SÁÁ á árinu 2005, þrátt fyr- ir að dregið hafi verið úr umfangi starfseminnar á Sjúkrahúsinu Vogi og þjónustan við hvern og einn sjúkling minnkuð. SÁÁ hefur gert Heilbrigðisráðu- neytinu grein fyrir því mati sínu að nauðsynlegt sé að auka á bráða- þjónustu, geðlæknisþjónustu, sál- fræðiþjónustu, og lyfjameðferð fyrir unga fólkið á Sjúkrahúsinu Vogi. SÁÁ hefur ítrekað gert grein fyrir þörf á auknu fjármagni til rekstrar sjúkrahússins. SÁÁ hefur greitt 800 milljónir með sjúkrarekstrinum sl. 12 ár Þórarinn Tyrfingsson fjallar um rekstur SÁÁ ’… hefur ríkið ekki séð ástæðu til að koma til móts við rökstuddar óskir samtakanna. ‘ Þórarinn Tyrfingsson Höfundur hefur borið ábyrgð í heilbrigðisrekstri í 29 ár. RANNSÓKNIR sýna að allt að 30% barna hérlendis eru með of háan þyngdarstuðul og sjúkdómar sem tengjast óheilbrigðum mat- arvenjum verða sífellt algengari. Að mati Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna siglum við inn í eitt stærsta heilsufars- vandamál á Vest- urlöndum ef ekkert verður að gert. Full ástæða er því til þess að hafa áhyggjur af mataræði íslenskra barna og þar eru ísfirsk börn engin undantekning. Án efa hefur það áhrif á líðan og hegð- un barna ef mat- aræðið er of einhæft, ef tiltekin næring- arefni skortir í fæðuna og ef brestur á því að börnin nærist á þeim tímum dags þegar mestrar orku er þörf. Í vetur tóku bæjaryfirvöld á Ísafirði eldhúsmál sveitarfélagsins til gagngerrar endurskoðunar í því skyni meðal annars að bæta mataræði barna í sveitarfélaginu. Vel var vandað til verksins og var Valgerður Hildibrandsdóttir, nær- ingarráðgjafi og matarfræðingur hjá SN-ráðgöf efh., til ráðgjafar frá upphafi. Í umræðum höfðu menn velt fyrir sér þeim valkostum að bjóða verkið út eða að elda á staðnum. Niðurstaðan varð sú að menn fóru bil beggja. Ákveðið var að útbúa fullkomið framleiðslueldhús í GÍ sem yrði svo leigt einkaaðilum er sæju um rekstur þess samkvæmt þeim kröfum sem sveitarfélagið gerði. Unnin voru ítarleg útboðsgögn bæði fyrir búnað og rekstur fram- leiðslueldhúss í GÍ með það að markmiði að þar verði framleidd matvæli sem uppfylla ströngustu kröfur um hollustu, fjölbreytileika, bragðgæði og öryggi. Auk mat- arsölu í grunnskól- anum verða mat- arskammtar fluttir í íbúðir aldraðra á Hlíf og leikskólann Bakka- skjól í Hnífsdal. Ánægjulegt er frá því að segja að tilboð SKG veitinga ehf. reyndist hagkvæmast þegar tekið var tillit til allra þátta. Fyrirtækið hefur um nokkurra ára skeið rekið veit- ingasölu á Hótel Ísa- firði og boðið þar meðal annars upp á veisluþjón- ustu. Fyrirtækið er hið eina sinn- ar tegundar utan stór-Reykjavík- ursvæðisins og Akureyrar sem hefur réttindi til þess að mennta sveina í matreiðslu. Það styðst við viðurkennda ör- yggisstaðla við framleiðslu og framreiðslu matar. Tilboð Jóhanns Ólafssonar ehf. í búnað og tæki reyndist hagkvæm- ast. Iðnaðarmenn hafa unnið við það í sumar að breyta húsnæði fé- lagsmiðstöðvarinnar í GÍ í stóreld- hús og verður mötuneytið opnað í byrjun næsta mánaðar. Byrjað verður að selja kaldar máltíðir þegar frá mánaðarmótum en í seinni hluta september hefst reksturinn fyrir alvöru og verða þá heitar veitingar í boði. Sú nýjung verður tekin upp að gert er ráð fyrir því að nemendur gangi sjálfir frá óhreinum borð- búnaði beint í uppþvottinum. Þeir munu einnig skammta sér matinn sjálfir að undanskildum aðalréttinum, til dæmis kjöti eða fisk, sem starfsmaður mun skammta. Þessar leiðir eru meðal annars valdar til að gera nemendurna sjálfa virka þátttakendur í máltíð- inni og einnig til að þeir læri að taka sér réttar skammtastærðir út frá viðmiðunarskömmtum. Þótt byggt sé á nýrri hugsun hérlendis má segja að unnið sé í samræmi við þá menningu sem tekist hefur að skapa í Grunnskól- anum á Ísafirði á undanförnum ár- um. Þar bera nemendur sjálfir ábyrgð á því að umhverfi þeirra og tæki séu í góðu ástandi. Örbylgjuofnar og billjardborð, skápar, húsgögn og aðrir hlutir í umhverfi nemendanna bera þess merki að vel er gengið um og nemendur vilja vinna með skóla- yfirvöldum. Líta má svo á að fyrirkomulag þetta sé áframhald af þeirri hefð. Nýtt mötuneyti í Grunnskólanum á Ísafirði Skúli S. Ólafsson fjallar um nýtt mötuneyti ’Án efa hefur þaðáhrif á líðan og hegðun barna ef mataræðið er of einhæft, ef tiltekin næringarefni skortir í fæðuna.‘ Skúli S. Ólafsson Höfundur er prestur. „ÞÓ skóli sé í eðli sínu íhaldssöm stofnun, má hann aldrei staðna. Um hann mega gjarnan leika fersk- ir vindar og nýir straumar. Stöðug þróun þarf að eiga sér stað.“ Þessi ágætu orð skólamannsins Vilbergs heitins Júl- íussonar sem rituð voru fyrir um 25 ár- um gætu allt eins átt við í dag um hinn glæsilega Sjálands- skóla í Garðabæ sem nú nýlega var tekin í notkun. Þessi orð Vil- bergs eiga jafnframt mjög vel við um þá stefnu sem ríkir í skólamálum í Garða- bæ. Skólastarf Garða- bæjar er í fremstu röð og í anda metn- aðarfullrar skóla- stefnu, þar sem lögð er áhersla á sveigj- anlegt og ein- staklingsmiðað nám. Það var því eðlilegt framhald í þróun skólastarfs að við hönnun og skipulagn- ingu nýs skóla á Sjá- landi, yrði haft að leiðarljósi að skapa einstaklingsmiðað, metnaðarfullt og sveigjanlegt skóla- umhverfi. Í nýlegri könnun á vegum Gallups, sem framkvæmd var fyrir Garðabæ, kemur fram að foreldrar eru al- mennt ánægðir með skólastarf í Garðabæ og það valfrelsi sem for- eldrum er boðið upp á við val á skóla fyrir börn sín. Sjálandsskóli er því góð viðbót við valmöguleika bæjarbúa. Framsýn og djörf ákvörðun Það var framsýn og um leið djörf ákvörðun bæjarstjórnar Garða- bæjar að skipa starfshóp sem skyldi leiða undirbúning að hönnun Sjálandsskóla. Með skipan und- irbúningshópsins var lögð rík áhersla á víðtækt samráð við skóla- fólk, nemendur, íbúa í skólahverf- inu, hönnuði og fleiri sem málinu tengdust. Auk þess skyldi und- irbúningshópurinn huga að því að tengja saman samfélagsbreytingar og almenna þróun í skólastarfi og fá þannig fram sem fjölbreyttastar hugmyndir sem nýst gætu starf- semi skólans um ókomna framtíð. Undirbúningsvinnan gaf því öll- um áhugasömum íbúum tækifæri til að taka þátt í að hanna nýjan skóla á Sjálandi. Tugir íbúa tóku þátt í þessu dýrmæta þróunarstarfi og var áhersla á einstaklingsmiðað nám, sveigjanleika, tengsl við nátt- úruna og fjölbreytni niðurstaða þessa starfs. Orri Árnason arkitekt og starfsfólk hans vann með starfs- hópnum að því að hanna bygg- inguna með áherslur undirbúnings- hópsins að leiðarljósi. Ljóst er að vel hefur tekist til við að samræma hugmyndir vinnu- hópsins og koma þeim til skila í hinu glæsilega mannvirki, og um- hverfi þess. Skipulag skólans Heildarhúsnæði skólans er skipt í tvennt, það eru tvær byggingar sem munu standa sitt hvorum meg- in Vífilstaðalækjar og eru tengdar saman með bókasafni og upplýs- ingarými. En nálægðin við lækinn og fjör- una bjóða uppá kjörið tækifæri til nýtingar við náttúrufræðikennslu og annað skólastarf. Í byggingunni austan megin lækjar eru kennslusvæðin eða heimasvæðin þar sem allt að 80 nemendur og 8 starfsmenn geta haft aðstöðu sína á hverju svæði. Milli heimasvæðanna eru opin svæði eða almenningur sem eru til sameiginlegra afnota fyrir nem- endur. Hverju heimasvæði má skipta í þrjá hluta. Næst útveggj- um, þar sem dagsbirtan er mest er afmarkað svæði síðan kemur miðsvæði og innst er svo bjart um- ferðarsvæði sem allir fara um. Inni á hverju heimasvæði er vinnu- stofa kennara, kyrrð- arstofa, salerni, og lítil eldhúsinnrétting sem nýst getur fyrir heim- ilisfræðikennslu eða sem aðstaða fyrir nem- endur og kennara til að hita sér mat og drykk. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að heimasvæðið sé stúkað af með hreyfanlegum skápum og skilrúmum. Einnig eru verk- og raungreinastofur ásamt starfsaðstöðu fyrir starfsfólk skólans í fyrsta áfanga. Vestan megin lækjar eða í síðari áfanga skólans er gert ráð fyrir að verði íþrótta- salur, sundlaug, hátíð- arsalur, mötuneyti, tónlistarstofa og lítill tónlistarskóli. Garðabær fór einnig óhefðbundna leið þegar kom að uppbyggingu skólans og samdi við Eignarhaldsfélagið Fasteign um byggingu skólans í einkafram- kvæmd en bæjarfélagið leigir húsið af félaginu. Sjálandsskóli verður fullbyggður 8.270 m² en fyrsti áfangi skólans er 4.183 m² á tveimur hæðum auk kjallara. Áætlaður byggingarkostnaður fyrsta áfanga skólans er um 670 milljónir. Fyrsta skóflustungan að Sjá- landsskóla var tekin 28. apríl 2004 og eru því aðeins liðnir 16 mánuðir síðan framkvæmdir hófust við byggingu skólans. Með Sjálandsskóla skapast líka raunhæfur möguleiki á að samnýta almenn salarkynni skólans sem og fyrirhuguð íþróttamannvirki í tengslum við félagsstarf fyrir eldri borgara, en fyrirhugað Jónshús fyrir eldri borgara mun rísa á Sjálandi vestan Vífilstaðalækjar. Bygging Sjálandsskóla er eitt – annað og mikilvægara er mótun og uppbygging skólastarfsins í hinum glæsilega Sjálandsskóla. Það er síð- an í höndum dugmikils og metn- aðarfulls starfsfólks og um leið nemenda og foreldra að skapa þar hlýlegt og vistlegt umhverfi og tryggja að þar leiki ferskir vindar og nýir straumar um ókomin ár. Ágætu Garðbæingar, kæra skóla- fólk, til hamingju með nýjan Sjá- landsskóla. Sjálandsskóli – Nýr skóli í Garðabæ Páll Hilmarsson skrifar í tilefni af vígslu Sjálandsskóla Páll Hilmarsson ’Ljóst er að velhefur tekist til við að samræma hugmyndir vinnuhópsins og koma þeim til skila í hinu glæsilega mann- virki, og um- hverfi þess. ‘ Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar Garðabæjar. Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.