Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.09.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hörður Guð-mundsson fædd- ist á Fossum í Skut- ulsfirði í N-Ís. 25. júlí 1932. Hann lést hinn 29. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jónatans- son, bóndi í Engidal í Skutulsfirði og bif- reiðarstjóri á Ísa- firði, f. 6. september 1888, d. 4. október 1955, og kona hans, Daðey Guðmunda Þórdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1896, d. 17. júlí 1988. Systkini Harðar eru Sigurður Kristján, f. 30. ágúst 1915, d. 1. febrúar 1974, Jensína Jóna Kristín, f. 8. febrúar 1918, Bóas Daði, f. 20. mars 1919, d. 5. janúar 1969, Að- alsteinn, f. 15. október 1920, d. 7. nóvember 1987, Jónatan Ingvar, f. 21. janúar 1923, d. 23. maí 1972, Margrét Steinunn, f. 11. janúar 1928, Sigríður, f. 15. apríl 1929, Ragna, f. 12. október 1930, Unnur, f. 23. desember 1933, Elsa, f. 22. júlí 1935, og Kristján, f. 9. maí 1937, d. 5. nóvember 1956. Hinn 26. desember 1956 kvænt- ist Hörður Ernu Sörladóttur, f. 3. júlí 1938, á Djúpuvík í Árneshr. í Strand. Foreldrar hennar voru Sörli Ágústsson, f. 6. maí 1910, d. 24. nóvember 1988, og Sigurbjörg vist og fór hann því á mis við systk- ini sín á uppvaxtarárunum. Hörður útskrifaðist sem bifvélavirki frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og starfaði síðan m.a. á bílaverkstæði með bróður sínum. Samhliða því hóf hann störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, fyrst sem bílstjóri og síðar sem verkstæðisformaður, þar sem hann m.a. stjórnaði og vann við endurhönnun strætisvagnanna þegar hægri umferð var tekin upp. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Hörður og Erna í Reykjavík, þar sem börnin fimm fæddust. Árið 1969 flutti fjölskyldan að Kvern- grjóti í Saurbæjarhreppi í Dala- sýslu og hóf þar búskap. Hörður vann að ýmsum málum fyrir Saur- bæjarhrepp. Hann sat m.a. í hreppsnefnd frá árinu 1970 til 1990 og í stjórn Búnaðarfélagsins í nokkur ár. Einnig var hann í stjórn Veiðifélagsins Laxins um árabil þar sem hann stóð m.a. fyrir upp- byggingu á hafbeitarstöð í ósum Staðarhólsár og Hvolsár og vann Hörður mikið að þeim málum. Samhliða búskapnum gerði Hörð- ur ýmsar tilraunir með breytingar og nýsmíði á heyvinnutækjum fyr- ir sig og sveitunga sína. Árið 1982 stofnuðu Hörður og Erna félagsbú um búreksturinn með syni sínum Þresti og eiginkonu hans og ráku þau búið saman til ársins 1994, en þá fluttu Hörður og Erna til Reykjavíkur vegna veikinda Harð- ar. Síðustu ár nutu þau hjónin þess að ferðast um landið með fjöl- skyldu og vinum. Útför Harðar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Guðmundsdóttir, f. 24. maí 1911, d. 17. janúar 1975. Börn Harðar og Ernu eru: 1) Sigurbjörg Daðey, f. 5. september 1956, sambýlismaður henn- ar er Kristján Krist- jánsson. 2) Guðmund- ur Sörli, f. 12. október 1957, maki Ingibjörg Ólafsdóttir, börn þeirra eru: a) Erna Lóa, f. 22. maí 1979, b) Heiða Ösp, f. 21. ágúst 1981, sam- býlismaður Guðjón Heiðar Sig- urðsson, fósturdóttir hennar og dóttir Guðjóns er Áslaug Ýr, c) Hildur Sif, f. 31. júlí 1994. 3) Þröst- ur, f. 25. nóvember 1958, maki Margrét Kristjánsdóttir, börn þeirra eru: a) Kristján Örn, f. 16. febrúar 1983, b) Einar Helgi, f. 11. febrúar 1987, c) Díana Rós, f. 23. október 1992. 4) Steinunn, f. 2. mars 1963, maki Halldór Jóhanns- son, börn þeirra eru: a) Karen Dröfn, f. 22. október 1986, b) Eva Dögg, f. 14. apríl 1989. 5) Hörður, f. 22. nóvember 1966, maki Heiða Mjöll, börn þeirra eru: a) Baldur Elfar, f. 8. janúar 1992, b) Alda Björk, f. 11. júní 1993, c) Unnur Mjöll, f. 14. nóvember 1995, d) Hlynur Breki, f. 8. apríl 2001. Systkinahópurinn á Fossum var stór. Var Hörður ungur sendur í Lýsa geislar um grundir, glóir engi og tún Unir bærinn sér undir, ægifagurri brún. Þar ég ungur að árum, átti gleðinnar spor, hljóp um hagana, heilu dagana, Bjart er bernskunnar vor. Æskuvinirnir allir, unna dalanna kyrrð. Hulduhamarinn, hóllinn, tindurinn, lindin, lækurinn, litli kofinn minn. Nú er hugurinn heima, hjartað örara slær. Stríðar minningar streyma, stöðugt færist ég nær. Skip mitt líður að landi, létt ég heimleiðis sný. Ljúfu leiðina, litlu heiðina, glaður geng ég á ný. (Birgir Marinósson.) Á Þingmannaheiði í lyngi vöxnum mó fékk Hörður tengdafaðir minn sína hinstu hvíld. Hann lagði sig í ilmandi lynginu eins og hann gerði svo oft þegar hann var í berjamó, rann saman við íslenska náttúruna, sem hann unni svo heitt og sofnaði svefninum langa. Við hefðum svo sannarlega viljað fá að njóta samvista við hann lengur en fyrst hann þurfti að fara þakka ég Guði fyrir það að hafa leyft honum að gera það á þennan hátt. Ég kynntist tengdapabba þegar ég kom fyrst að Kverngrjóti með Gumma fyrir 28 árum. Ég kunni strax vel við þennan stóra hjarta- hlýja bónda enda tók hann alltaf vel á móti mér. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og afskaplega stoltur af sínu og átti alltaf aukarými til að bæta við fleiri meðlimum. Barna- börnin elskuðu hann enda áttu þau alltaf greiðan aðgang að hjarta hans. Hann sat með tárin í augunum ef þau spiluðu, sungu, teiknuðu eða léku á hljóðfæri fyrir hann og dáðist að því hve hæfileikarík þau væru. Börnum sínum var hann mikil stoð og stytta alla tíð og alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd þegar þess þurfti. Okkur var það mjög fljótlega ljóst að skoðanir okkar lágu ekki alltaf saman og oftar en ekki fóru heilu matar- og kaffitímarnir í hávær skoðanaskipti. Það var allt í góðu og ég held að hann hafi þrifist á því að fá einhverja til að viðra skoðanir sínar við. Allavega tókst honum æði oft að koma af stað heitum umræðum með því að kasta fram athugasemd um eitthvað, sem hann vissi að kæmi mér í gang. Hörður var mikill frumkvöðull og þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Eiginlega var það þannig að þegar hann vildi framkvæma eitt- hvað linnti hann ekki látum fyrr en hann var búinn að því sem hann ætl- aði sér. Sumarhúsið, húsbíllinn, lax- eldið og svo mætti lengi telja. Þá var það oft svo að þegar verkinu var lok- ið hafði hann ekki eins gaman af því og sneri sér að einhverju öðru til að framkvæma enda alveg einstaklega laginn við allt sem hann tók sér fyrir hendur og það er sagt að hann hafi sett saman dráttarvél þegar hann var smástrákur á Melgraseyri, sem eldri menn höfðu gefist upp við að koma saman. Árin á Strætó voru honum líka hugleikin og manni fannst oft eins og að farþegar hans frá fyrri tíð hefðu verið teknir í fjölskylduna stóru í hjarta hans því að hann mundi alveg ótrúlega vel eftir fólki, sem hann hafði ekið þegar hann vann þar, og var alltaf að benda á einhverja sem höfðu ferðast með leiðinni hans. Alltaf talaði hann af stolti um for- eldra sína, bræður og systur og upp- vaxtarárin á Ísafirði og Melgraseyri. Hann sagði gjarnan sögur af því þeg- ar hann var mjólkurpóstur í Engidal, skólavistinni í Reykjanesi og hve sveskjutertan var góð, sem var ferm- ingartertan hans, það besta sem hann fékk. Þau Erna tóku gjarnan nokkur systkinabörn sín í sveit á sumrin og þau áttu öll stóran sess í hjarta Harðar. Hann þreyttist aldrei á að segja sögur af þeim prakkarastrik- um sem krakkarnir frömdu og hrist- ist af hlátri á meðan hann rifjaði þetta upp. Allir voru einstakir í hans huga og hann sá alltaf eitthvað gott í hverjum og einum. Fráfall Harðar skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni sem seint verður fyllt. Söknuðurinn er mikill en þá er mikilvægt að hafa einhvern til að deila sorginni og minningunum með. Þessi samheldna fjölskylda sem Erna og Hörður hafa hlúð svo vel að mun standa sterk saman og styðja hvert annað yfir erfiðasta hjallann. Ég er þakklát fyrir að hafa átt stað í hjarta Harðar og fyrir vera ein úr fjölskyldunni hans. Elsku Erna, megi Guð vera með þér. Ykkar Ingibjörg Ólafsdóttir. Í dag verður tengdafaðir minn, Hörður Guðmundsson, borinn til grafar og langar mig að minnast hans í fáum orðum. Ég kom fyrst að Kverngrjóti um páska árið nítjánhundruð sjötíu og níu og það sumar skruppum við oft þangað tveir til þrír vinirnir í heimsókn og var okkur ávallt tekið af mikilli gestrisni eins og Erna og Hörður eru þekkt fyrir. Hörður var mikill þúsundþjala- smiður, hann var lærður bifvélavirki en það virtist nokk sama hvort smíða átti kerru eða heyvagn, hús eða hús- bíl aldrei kom maður að tómum kof- unum hjá Herði. Þegar heyskapur stóð yfir á Kverngrjóti var eins og á öðrum bæj- um keppst um að koma sem flestum böggum í hlöðu meðan þurrkur hélst. Kom þá stundum fyrir að eitthvert tæki bilaði, yfirleitt átti Hörður til varahluti inni á verkstæði, eins og ég kallaði það sem heimafólk kallaði skúrinn. Ef svo óheppilega vildi til að ekki fannst varastykki, smíðaði Hörður nýtt í staðinn. Og það vissu sveitungar Harðar að óhætt var að leita til hans um aðstoð hvort sem var í heyskap eða á öðrum tímum. Ekkert fannst dætrum mínum skemmtilegra en að fara í sveitina til afa og ömmu, leika sér á hlaðinu eða fara með og sækja kýrnar og fylgjast með mjöltum. Hörður var mikið fyrir útilegur og vissi fátt skemmtilegra en að vera með fjölskyldu og vinum í útilegu og var stundum rokinn af stað með fyrstu sólargeislum á sumrin og kom helst ekki heim fyrr en í ágúst, nema stutta stund í einu. Og þannig kvaddi hann þennan heim, úti í sveit með fjölskyldunni. Harðar verður sárt saknað. Innilegar samúðarkveðjur. Halldór Jóhannsson. Við munum aldrei gleyma honum afa okkar, hann var mjög sérstakur maður sem skilur margt eftir sig. Hann var vanur að strjúka á manni vangann með sinni grófu hendi og brosa. Afi var alltaf svo þolinmóður við okkur krakkana, og duglegur að taka okkur með í ferðir sínar á drátt- arvélinni, sem okkur þóttu svo skemmtilegar. Sum okkar barna- barnanna fengu þann heiður að fá að fara á beljubak og að drekka mjólk- ina beint úr spenanum eins og hon- um afa fannst svo gott. Hann var allt- af með svo góðar útskýringar handa okkur þegar einhver kýrin eða hund- urinn sem okkur þótti vænt um í sveitinni var horfin. Þá sagði afi okk- ur að kýrin hefði hlaupið upp á fjall og hundurinn strokið, en þá hafði henni víst verið slátrað og hann hlaupið fyrir bíl. En við trúðum hon- um auðvitað alltaf og litum til fjalls- ins til að athuga hvort við sæjum ekki kúna. Nú erum við eldri og vit- um betur og framvegis þegar við lít- um upp í fjallshlíðina þá munum við minnast afa. Þrátt fyrir að afi sé far- inn úr þessum heimi þá mun hann ávallt lifa í hjarta okkar. Erna Lóa og Heiða Ösp. Ég var á ellefta ári fyrsta sumarið sem ég kom í sveitina til Hödda og Ernu. Það var spennandi fyrir strák af mölinni að komast í sveitamenn- inguna, fá að sækja beljurnar, reka rollurnar úr túnum, að ég tali nú ekki um heyskapinn sem var oft fjörugur. Það var ekki fyrr en þriðja sum- arið sem ég fór að kynnast eðal- manninum Herði almennilega. Þá vorum við löngum stundum úti á verkstæðinu þar sem hann smíðaði bæði verkfæri og vélar sem þurfti í búskapinn. Ég man sérstaklega eftir baggatínunni sem var mikil hagleiks- smíð. Þarna var margt rætt og stutt í glensið. Einn morguninn sem við vorum á verkstæðinu, Höddi að smíða, ég á kústinum, heyrum við þetta svakalega öskur, guð minn al- máttugur hvað okkur brá mikið. Sjáum við ekki annan hundinn á bænum þar sem hann hafði náð sér í hænu og var að reyta bringuna á henni. Þetta var hvolpur þegar ég kom um vorið og lék ég mér stundum að því að etja honum á hænurnar þegar við vorum einir. Þetta átti Höddi aldrei að sjá en hann grunaði strax hver þarna átti hlut að máli. Ég man einu sinni eftir því að Hörður hafi skammað mig. Þetta var fjórða sumarið mitt og mér hafði dottið það snjallræði í hug að sækja kýrnar á mótorhjóli. Ég hafði aldrei á ævinni séð beljur hlaupa eins og hross og gat varla hjólað heim, ég hló svo mikið. Ég fékk ekki að sækja kusurnar í langan tíma eftir þetta. Við Hörður hittumst síðast á Sauðárkróki í sumar. Þar var farið í veiði og ekki hægt annað en að dást að kraftinum og áhuganum hjá hon- um. Það síðasta sem við ræddum voru stjórnmál, þar hafði hann sterk- ar skoðanir og við vorum svo innilega ósammála en höfðum báðir gaman af. Elsku Erna og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Kæri Hörður, ég þakka fyrir mig. Viktor Pétursson. HÖRÐUR GUÐMUNDSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ÁSBJÖRNSSON fyrrv. bóndi, Stöð, Stöðvarfirði, Aflagranda 40, Reykjavík, verður kvaddur í Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. september kl. 15.00. Jarðarförin fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 10. september kl. 11.00. Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir. Bjarnar Ingimarsson, Nanna Sigríður Ottósdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Þormóður Sturluson, Jórunn Jóhannesdóttir, Björn Nielsson, Bryndís Jóhannesdóttir, Kolbeinn Finnsson, Steingrímur Jóhannesson, Anna Jóna Hauksdóttir, Björn Jóhannesson, Reidun Hövring, Hansína Hrönn Jóhannesdóttir, Sigurður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför föður míns, ÞORKELS SVEINSSONAR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 8. september kl. 13.00. Barði Þorkelsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,afi og langafi, BJÖRGVIN EINAR GUÐMUNDSSON (Vinni), Faxabraut 27, Reykjanesbæ, sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðviku- daginn 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju föstudaginn 9. september kl. 14.00. Jóhann Rúnar Björgvinsson, Birna Jónsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Magnús Ingi Björgvinsson, H. Hjördís Guðjónsdóttir, Eygló Rut Björgvinsdóttir, Sigurður Björgvinsson, Hildur Þóra Stefánsdóttir, Jóhanna Björgvinsdóttir, Hannes L. Jóhannsson, Björgvin Arnar Björgvinsson, Katrín M. Eiríksdóttir, Gréta Þóra Björgvinsdóttir, Björn Finnbogason og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.