Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 39

Morgunblaðið - 07.09.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 39 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, glerlist, spil- að bridge/vist, fótaaðgerð. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, miðviku- daginn 7. sept. kl. 13–16. Töðugjöld með stæl að hætti Grétu. Gestir frá FEBH. Spilað, teflt, púttað og spjallað. Akstur annast Auður og Lindi. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Ferðakl. Flækjufótur fer helgarferð 24.–25. september. Ekið verður um Stokkseyri, Eyrarbakka, Þykkvabæ og Vestur- og Austur-Landeyjar. Gist á Hótel Dyrhólaey. Uppl. í síma 898 2468. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan er opin í dag kl. 10 til 11.30 og viðtalstími í Gjábakka kl. 15 til 16. Fé- lagsvist er spiluð í dag í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Dags- ferð 17. september: Haustlitir í Skorra- dal. Brottför kl. 13. Ekið til Þingvalla um Uxahryggi og Lundarreykjadal að Fitjum í Skorradal. Kvöldverður og dans í Skessubrunni, Svínadal. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kynning miðvikud. 7. sept. á vetr- arstarfseminni frá sept. til des. 2005. Á kynningunni mun F.E.B.K. kynna fyr- irhugaða starfsemi og hópastarfið verður kynnt og starfsemi á vegum Félagsstarfs aldraðra í Kópavogi. Fólk er hvatt til að koma og kynnast fé- lagslífinu í Kópavogi. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11. Garðaberg opið kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30, vinnustofur opnar. Frá hádegi spilasal- ur opinn, vist, brids, skák. Kl. 14.45 kóræfing hjá Gerðubergskór, stjórn- andi Kári Friðriksson. Veitingar í há- degi og kaffitíma í Kaffi Berg. Á morg- un kl. 12.30 myndlist, umsjón Nanna S. Baldursdóttir. Uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Námskeið í postulínsmálun byrjað aftur eftir sumarfrí. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Samverustund, línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Glerskurður kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl.9–15 hjá Sigrúnu mósaik, ullarþæf- ing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Sam- verustund kl. 10.30. Haustfagnaður kl. 14.30, kaffi, veitingar og harm- onikkuspil. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Haustsstarfið er hafið í Hæðargarði 31. Komið við, stað- festið skráningu og ræðið við leiðbein- endur. Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 9 til 16. Fastir liðir eins og venjulega. Hausti fagnað í Salnum með hátíð- arbrag föstudaginn 9. sept. kl. 14. Spennandi námskeið á döfinni. Sími 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10.45 bankaþjónusta fyrsta miðvikudag í mánuði, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 myndmennt. Kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, handmennt kl. 9.30, bókband kl. 10, verslunarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Opið hús frá 13–16. Föndur, spjall og fræðsla. TTT – 10–12 ára starf. Hittumst í Sel- ásskóla á miðvikudögum kl. 16. Söngur, sögur, leikir og ferðalög fyrir hressa krakka. STN – 7–9 ára starf. Hittumst í Selásskóla á miðvikudögum kl. 15.00. Söngur, sögur, leikir og ferðalög fyrir hressa krakka. Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn- aðarheimili II milli kl. 11–12 í dag. Allir velkomnir. Foreldrum er boðið til sam- veru með börn sín á safnaðarheimili kirkjunnar alla fimmtudagsmorgna milli kl. 10–12. Fjölbreytt dagskrá. Bessastaðasókn | Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsum. For- eldramorgnar eru frá kl. 10–12 og opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15–18 á neðri hæð. Unglingastarf kl. 20–22 á neðri hæð kirkjunnar. (sjá nánar : www. digraneskirkja.is.). Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir fullorðna alla þriðjudaga kl. 13–16. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag í sumar, kl. 10–12.30. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Allir velkomnir. Alltaf heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstundir hefjast að nýju 7. sept. í Grafarvogs- kirkju og verða á miðvikudögum kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Léttur hádegisverður á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Grindavíkurkirkja | Ath. Spilavist eldri borgara alla fimmtudaga kl. 14–17. Fyrsta samvera 8. september. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8 árdegis alla miðvikudagsmorgna. Íhugun, altarisganga. Einfaldur morg- unverður í safnaðarsal eftir messuna. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- kirkjuleg haustguðsþjónusta kl. 14. Stjórnandi Vörður Leví Traustason. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra og tryggingamálaráðherra, predikar. Guðsþjónustunni verður útvarpað á Lindinni fm 102,9. Kaffiveitingar að samkomu lokinni. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudagskvöld 7. sept. kl. 20. „Snú þér að okkur Guð“. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir talar. Fyrirbæn. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru vel- komnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Allar mömmur og ömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhóp- urinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum alla miðvikudagsmorgna kl. 10.30. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakk- arar. Fyrsti fundur. (1.–4. bekkur) Kl. 16.15 T.T.T. fyrsti fundur. (5.–6. bekkur). Neskirkja | Fyrirbænamessur alla miðvikudaga kl. 12.15. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til presta eða starfsfólks kirkjunnar í síma 511 1560. Prestur í fyrirbænarmessu í dag er sr. Örn Bárður Jónsson. Allir velkomnir. Plága í borginni – og umönnunarstörf VIÐ fórum, ég og dóttir mín, með barnabörnin niður að Tjörn til að gefa fuglunum brauð og þar urðum við hreint og beint fyrir árás máva. Þessi Tjarnarferð sem átti að vera ánægjuleg varð hreint út sagt skelfi- leg. Tókum við einnig eftir því að þarna voru engir ungar, hvorki and- arungar eða gæsaungar. Borg- arstjóri stakk upp á því að fólk færi og gæfi fuglunum brauð á menning- arnótt, ég var þá í bænum og sá að fólkið sem var að gefa fuglunum brauð þá lenti í sömu raun og við. Ég bý í Árbænum og þar er annað eins af mávum. Finnst mér mávarnir vera orðnir plága í borginni. Eins finnst mér að það sé skömm að því að loka gæsluvöllunum vegna þess að þær konur sem eru heima- vinnandi með börnin sín þurfa stundum að koma börnunum í gæslu til að létta undir hjá sér. Finnst mér þetta afturför. Varðandi leikskóla og fleiri stofn- anir. Þar eru umönnunarstörfin illa borguð, þetta eru algjör láglauna- störf og ekki skrýtið að fólki sæki í betur launuð störf. Öll umönn- unarvinna er illa borguð og er skömm að því að fólk skuli ekki fá mannsæmandi laun fyrir að vinna þessi nauðsynlegu störf. Finnst mér vera níðst á fólki í láglaunastörfum. Ég vil sjá breytingar á þessu. Auður Guðmundsdóttir. Ferðasaga og hamfarir MÉR þykir leitt til þess að vita að Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu og Sigurður G. Tómasson á Talstöðinni stunda eins konar sjó- ræningjarekstur með stöðvum sín- um. Ég las á sínum tíma ferðasögu Kristjáns Jónssonar loftskeyta- manns, sem sigldi til Bretlands öll styrjaldarárin. Þetta gerði ég án endurgjalds en gegn loforði um að fá hljóðritun sögunnar að lestri lokn- um. Hvorki Arnþrúður né Sigurður hafa staðið við þetta loforð. Það er ekki hrósvert að reka svona starf- semi sem byggir á því að fá efni sem eiginlega verður að skoðast tekið í heimildarleysi þegar ekki er staðið við gefin loforð. Svo vill til að það má kenna Bandaríkjamönnum sjálfum um hamfarirnar sem geisa nú í Suð- urríkjunum. Forsetinn hefur neitað að staðfesta Kyoto-samninginn. Hann segist ekki vilja segja upp bandarískum verkamönnum og heldur áfram að þeyta útblástursrör verksmiðjanna. Það eru þær sem valda þessum hamförum sem núna geisa í Bandaríkjunum. Rík- isstjórnin gegnir hlutverki svokall- aðra hryðjuverkamanna í eigin landi. Ef Bandaríkin fylgja Kyoto- sáttmálanum og hætta skaðvænlegri framleiðslu þá eru fellibylirnir sjálf- dauðir. Pétur Pétursson, þulur. Kettlinga vantar heimili TVÆR 10 vikna kisusyst- ur vantar gott framtíð- arheimili. Nánari upplýsingar gefur Ester í síma 695 0208. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 c5 4. g3 Rc6 5. Bg2 Rf6 6. Rgf3 Be7 7. O-O Dc7 8. He1 b6 9. De2 dxe4 10. dxe4 O-O 11. e5 Rd7 12. c3 a5 13. a4 Ba6 14. c4 Hac8 15. Rb3 Rd4 16. Rbxd4 cxd4 17. b3 Bb4 18. Hd1 Bc3 19. Hb1 Hfd8 20. Bg5 He8 21. Bf4 Dc5 22. Rg5 Hc7 23. Dh5 Rf8 24. Re4 Db4 Staðan kom upp í kvennaflokki á Norðurlandamótinu í skák sem lauk fyr- ir skömmu í Vammala í Svíþjóð. Svetl- ana Agrest (2270) hafði hvítt gegn Oks- ana Vonk (2125). 25. Rf6+! gxf6 26. exf6 e5 27. Dh6 Re6 28. Be4 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Svetlana Agrest fékk 5½ vinning á mótinu og lenti í 2.–5. sæti en Lenka Ptácníková, sem tefldi fyrir hönd Íslands, varð hlut- skörpust með 6 vinninga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. ARÍUR eftir Mozart, Verdi og Puccini verða sungnar á hádeg- istónleikum í Hafnarborg fimmtu- daginn 8. september kl. 12. Fram koma Elín Ósk Óskarsdóttir sópr- an og Antonía Hevesi píanóleikari. Að sögn Antoníu verða miklar tilfinningar í gangi, ásamt krafti og slatta af háum nótum. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, hefur frá því í ágúst 2002 staðið fyrir tónleikum í hádegi einu sinni í mánuði. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru sér- staklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafn- arfjarðar til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafnarborgar – enginn aðgangseyrir – og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Af þessu tilefni hefur Hafnarborg fengið til samstarfs Antoníu He- vesi píanóleikara og organista við Hafnarfjarðarkirkju sem er list- rænn stjórnandi tónleikarað- arinnar og velur hún þá lista- menn sem fram koma á tónleikunum. Næstu hádegistónleikar verða 6. október næstkomandi en þá verður Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari gestur. 3. nóv- ember leikur Tatu A. Kantomaa harmonikkuleikari með Antoníu og 1. desember er röðin komin að Gunnari Kvaran sellóleikara. Eftir áramót koma m.a. fram Kol- beinn Ketilsson tenórsöngvari, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Bragi Bergþórsson tenórsöngvari. Tónlist | Hádegistónleikar í Hafnarborg á morgun Slatti af háum nótum Antonía Hevesi Elín Ósk Óskarsdóttir www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Stórglæsileg 92,3 fm íbúð á 8. hæð í eftirsóttu lyftuhúsi á frábærum útsýnisstað í Salahverfinu. Vandaðar innréttingar, svalir úr stofu með ótakmörkuðu útsýni. Verð 21,9 millj. Sölumaður frá Höfða sýnir eignina í dag milli kl. 17 og 19. Allir velkomnir. skráð eign er seld eign Kristín Pétursdóttir löggiltur fasteignasali Blásalir 22 – Kóp. – Íb. 802 Opið hús í dag milli kl. 17 og 19 VÍSINDAMENN hvaðanæva úr Evrópu ætla að hittast næstkom- andi föstudag í Háskóla Íslands og ræða hvaða aðferðir og miðla unnt er að nota milli fólks af ólíkri menningu. Þessi málfundur er hluti af stóru samevrópsku verkefni sem kallast ERIC eða „European Resources for Int- ercultural Communication“ og hópurinn sem nú hittist hefur það hlutverk að ræða einkum vísinda- rannsóknir á samskiptum manna. Fimm aðalfyrirlesarar eru á málþinginu: Prófessor Friedrich A. Kittler sem fjallar um þau kerfi ritunar sem notuð hafa verið í Evrópu á síðustu öldum, dr. Gott- skálk Þór Jensson sem fjallar um samspilið milli talaðs og ritaðs máls, dr. Gauti Kristmannsson sem fjallar um þá meiningu sem hægt er að lesa út úr samskipta- forminu sem slíku, Ingibjörg Haf- stað sem fjallar um aukna hæfni manna til samskipta milli menn- ingarheima og að lokum dr. Jón Ólafsson sem fjallar um sam- skiptahæfni. Málþingið verður sett í Öskju, húsi Náttúrufræðahúsi Háskóla Ís- lands klukkan 9.30, og er öllum opið og ókeypis. Samskipti fólks af ólíkri menningu SÝNING á verkum Ingimars Waage myndlistarmanns hefur verið opnuð á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sýningin er fjórða í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – Listhlöðu í Borg- arbókasafni. Landslag hefur alla tíð verið Ingimari hugleikið og málar hann landslagsmyndir með olíu á striga. „Sérhver mynd sem ég mála er kyrrstæð fjallganga,“ segir hann. „Hugsun um gengin spor, löngun til fjalla. Þegar ég geng frá trönunum að fjallinu hverfur það mér bak við ský. Eft- ir stendur ímynd fjallsins fyrir hugskotssjónum.“ Á sýningunni eru 5 olíumálverk og ljósmyndir á dvd. Artótek – Listhlaða í Borg- arbókasafni tók til starfa í ágúst 2004. Í Artótekinu er íslensk samtímamyndlist til leigu eða sölu til einstaklinga og fyr- irtækja. Hægt er að skoða verkin á staðnum eða á vefsíðunni www.artotek.is. Sýningin stendur til 25. sept- ember. Opið er mánudaga- fimmtudaga kl. 10–19, föstudaga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Kyrrstæðar fjallgöngur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.