Morgunblaðið - 07.09.2005, Side 44

Morgunblaðið - 07.09.2005, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG   S.V. / Mbl. langt síðan að vel heppnuð íslensk gamanmynd kom í bíó og ættu landsmenn að fagna með því að fjölmenna í kvikmyndahúsin  DV Dramatísk, rómantísk og stórbrotin eðalmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Charlize Theron og spænsku blómarósinni, Penelope Cruz. HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! SÝND MEÐ ENSKU TALI NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG Strákarnir okkar kl. 6 - 8 - 10 Racing Stripes m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 Head in the Clouds kl. 5.30 - 8 - 10.30 b.i. 16 The Skeleton Key kl. 8 og 10.10 b.i. 16 Herbie Fully Loaded kl. 6 The Island kl. 8 og 10.30 b.i. 16 Batman Begins kl. 5.30 b.i. 12  S.V. / Mbl. langt síðan að vel heppnuð íslensk gamanmynd kom í bíó og ættu landsmenn að fagna með því að fjölmenna í kvikmyndahúsin  DV Safnplötur með bestu og vin-sælustu lögum hljómsveitarkomu eitt sinn út undir lok ferils hljómsveitar. Lögin voru öll vinsæl og hljómsveitin búin að koma sér vel fyrir á ákveðnum stalli. Á síðustu árum hafa hins vegar komið út plötur frá lista- mönnum sem hafa aðeins verið í bransanum í nokkur ár, óháð því hversu marga smelli þeir eiga að baki. Síðasta haust sendi Britney Spears frá sér Greatest Hits: My Prerogative, yfirlit yfir vinsælda- feril hennar, sem spannar samt ekki meira en sex ár. The Backstreet Boys gáfu út The Hits: Chapter One árið 2001, að- eins fjórum árum eftir að hafa gefið út sína fyrstu plötu. „Ég veit ekki hvað fólk ætti að setja á safnplötu eftir aðeins fimm ár í bransanum. Ég veit ekki hverjir þessir mestu smellir ættu að vera,“ sagði reynslurokk- boltinn John Mellencamp í viðtali við fréttastofuna AP, sem gerði úttekt á málinu og ræddi við marga listamenn vegna þessa.    Hvað sem hægt er að segja umBritney og Backstreet Boys er að minnsta kosti ljóst að þau hafa átt fleiri en einn smell. Hið sama er ekki hægt að segja um sumar af „greatest hits“ plöt- unum sem hafa dúkkað upp síð- ustu ár. Má þar nefna Toy Sold- iers: The Best of Martika (sem átti einn smell á níunda áratugn- um og varð vinsæl á ný því Em- inem notaði lagabút frá henni) og The Best of Mandy Moore en hún hefur átt mun farsælli leikkonu- en söngferil. Táningsstjarnan Hil- ary Duff hefur selt milljónir platna en hún hefur aðeins sent frá sér tvær breiðskífur. Hvorug þeirra gat af sér topp tíu-smell. Þrátt fyrir það kom „best of“ diskur með henni, Most Wanted, út undir lok ágústmánaðar. „Tónlist er orðin miklu meira einnota, hlutirnir gerast hraðar. Stutt svar við þessu er að þetta er peningamál. Útgáfufyrirtækin gefa út svona safnplötur vegna þess að þær seljast,“ sagði gít- arleikari Collective Soul, Dean Roland, en sveit hans sendi frá sér safn bestu laga árið 2001. Smellaplötur geta orðið mjög vinsælar. Safnplata The Eagles Their Greatest Hits: 1971–1975 er mest selda plata í sögu Banda- ríkjanna, salan er komin í meira en 28 milljónir eintaka. Ástæða vinsælda smellaplatna hjá út- gáfum er ábyggilega ekki síst sú að þær er ódýrt að gefa út og auglýsa. Fulltrúar plötufyrirtækja segj- ast þó líka vera að gera þetta fyrir væntanlega hlustendur. „Þegar allt kemur til alls vilja fleiri kaupa smellaplötu en ein- stakar breiðskífur,“ sagði Kevin Gore, yfirmaður sölu- og mark- aðssviðs hjá Rhino Entertain- ment.    Backstreet Boys voru ekkihrifnir af því í fyrstu að gefa út safnplötu. „Mér fannst að lista- menn með smellaplötu væru ann- aðhvort búnir að vera eða þyrftu smá hlé,“ sagði Brian Littrell. Fé- lagi hans úr hljómsveitinni, How- ie Dorough, segir að platan hafi laðað að nýja aðdáendur, sem hafi ekki áður keypt disk með sveitinni. „Við höfum átt um tólf smelli ... Af hverju ætti sá sem er ekki mikill Backstreet aðdáandi að kaupa þessi lög á fimm mis- munandi plötum? Það er miklu auðveldara að geta keypt lögin á einum diski,“ sagði hann en smel- laplata strákanna seldist í meira en milljón eintökum. Útgáfufyrirtækin nefna aðra ástæðu fyrir öllum þessum smellaplötum. Hilluplássið er orð- ið minna í búðum og sífellt færri verslanir eru með fleiri en eina plötu eftir sama listamanninn. Þetta er ekki síst til komið með því að stórmarkaðir eru farnir að sækja inn á plötumarkaðinn. Þar hentar frekar að vera með eina plötu með úrvali af því besta, sem hentar meðalmanneskjunni. Niðurstaðan er að minnsta kosti sú að kröfurnar sem gerðar eru til „best of“ platna er að þær þurfa langt í frá að innihalda ekkert nema topp tíu-smelli. Of mikið af því góða ’Ástæða vinsælda smellaplatna hjá út- gáfum er ábyggilega ekki síst sú að þær er ódýrt að gefa út og auglýsa.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Reuters Brian Littrell og félagar hans í Backstreet Boys eru á meðal þeirra sem hafa sent frá sér smellaplötu. ingarun@mbl.is                                                                                                      !      " #   !    $%     & '     ( )   *   +, !        -   )  *   . ! !  - ' PÁLMI og Adam komu, sáu og sigr- uðu á fimmta Íslandsmótinu í KUBB, sem fram fór í Borgarnesi á laugardaginn. Lið þeirra, Bling Bling, sigraði KOMATSU í úrslita- leik af nokkru öryggi og á heimasíðu KUBB-vefjarins segir að sigur þeirra hafi verið fyllilega verðskuld- aður, „þrátt fyrir að KOMATSU hefði eitt fárra liða staðið í þeim af einhverju viti“. Blíðskaparveður og frábær stemmning var í Borgarnesi og er það mál manna að þetta hafi verið best heppnaða Íslandsmót frá upp- hafi. Fyrir utan keppnina sjálfa voru veitt margvísleg verðlaun. Skemmti- legasta liðið var kjörið Hringhorni en liðsmenn mættu íklæddir vík- ingafötum með öl í hönd og skemmtu sjálfum sér og viðstöddum með orðum og gjörðum. Bling Bling var valið mest „101“- liðið, en liðsmenn mættu borg- aralega klæddir hlaðnir „blingi“ um háls. Best klædda liðið var valið LEGO-gubbarnir en meðlimir þess mættu í gervi asískra meindýraeyða. Morgunblaðið/Eggert Jóhanna Þórdórsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir voru í eina kvennaliðinu, Í rauðum sokkum. Víkingar fóru m.a. í leik sem kallast fæðing. Einbeitingin var mikil. Íþróttir | Fimmta Íslandsmótið í KUBB Bling Bling kom, sá og sigraði Hægt er að nálgast leikreglur og aðrar upplýsingar um KUBB-spilið á vefnum folk.is/kubb.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.