Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 8
8 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Turn Kísiliðjunnar íMývatnssveit varfelldur í vikunni.
Starfsemi verksmiðjunnar
var hætt í lok síðastliðins
árs og misstu fjölmargir
íbúar í kjölfarið atvinnu
sína. Þegar fyrir lá að
verksmiðjunni yrði lokað
var þegar farið að leita
leiða til að skapa atvinnu í
sveitarfélaginu í hennar
stað. Margt hefur verið til
skoðunar, m.a. kísilduft-
verksmiðja og lífmassa-
verksmiðja, en ekkert orð-
ið úr. Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins hefur eyrnamerkt
fé, 200 milljónir króna, sem ætl-
unin er að verja til atvinnuupp-
byggingar í Skútustaðahreppi og
undanfarna mánuði hefur rekstur
pappabrettaverksmiðju á vegum
Grænna lausna verið til skoðunar.
„Við skoðuðum þennan kost
vel,“ segir Gunnar Örn Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Nýsköp-
unarsjóðs, „og teljum að þarna
geti orðið um að ræða áhugavert
verkefni.“ Hann segir um mikla
nýsköpun að ræða og klárlega
fylgi því nokkur áhætta, en jafn-
framt ávinningur takist vel til.
Sjóðurinn hefur umboð til að
ganga til samninga við forsvars-
menn Grænna lausna með það fyr-
ir augum að fjárfesta í félaginu,
leggja fram 200 milljónir í hlutafé.
„Við höfum síðan verið að semja
við Grænar lausnir og höfum gert
það í góðri trú og ágætri sátt, en
hlutirnir taka alltaf lengri tíma en
menn vilja.“
Hann sagði að mörgu að huga og
að hnýta þyrfti marga enda áður
en málið væri í höfn. „Það eru
ennþá lausir endar, það á eftir að
klára ákveðna þætti, fyrr er ekki
hægt að segja að málið sé komið á
hreint.“ Gunnar Örn taldi að meiri
líkur en minni væru á því að verk-
smiðjan risi. „Það á að vera hægt
að leysa ágreining sem uppi er
varðandi verksmiðjuna ef viljinn
er fyrir hendi,“ sagði hann, en gat
þess jafnframt að ef það gerðist
ekki á allra næstu vikum yrðu
menn að fara að hugsa sinn gang,
huga að einhverju öðru. Áætlanir
gera ráð fyrir að um 20 manns
starfi í verksmiðjunni þegar hún
hefur náð fullum afköstum, en
heildarfjárfesting vegna verkefn-
isins nemur um 1,8 milljörðum.
Ferðaþjónusta hefur ávallt skip-
að veglegan sess í atvinnulífi Mý-
vetninga, enda er sveitin ein af
náttúruperlum landsins og þangað
leggur mikill fjöldi fólks leið sína,
Íslendingar sem útlendingar. Það
var mikil lyftistöng fyrir atvinnu-
lífið og ferðaþjónustuna þegar
Jarðböðin við Mývatn voru opnuð í
fyrrasumar. Nú stefnir í að yfir 50
þúsund manns sæki Jarðböðin á
fyrsta heila starfsári þeirra.
Aukin starfsemi
Félagið hefur hug á að færa
verulega út kvíarnar, fyrir liggur
viðskiptaáætlun sem kynnt verður
í byrjun næsta mánaðar, en hún er
um byggingu og rekstur meðferð-
armiðstöðvar. Um yrði að ræða
samstarfsverkefni með Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga, að sögn Pét-
urs Snæbjörnssonar, formanns
stjórnar Jarðbaðanna. „Þetta er
spennandi verkefni og lofar góðu,“
sagði Pétur. Miðstöðin yrði með 40
rúmum og yrði a.m.k. í fyrstu eink-
um lögð áhersla á forvarnir á sviði
tóbaksvarna og offitu og einnig
gigtarmeðferð. Pétur sagði um-
frameftirspurn vera á slíkar með-
ferðarmiðstöðvar sem fyrir eru í
landinu, „og við teljum okkur geta
bætt þarna við.“
Ef vel tækist til sagði Pétur að
horft yrði til alþjóðamarkaðar á
þessu sviði, enda værum við sífellt
að færast nær heiminum, eins og
hann tók til orða. Töluvert af sér-
hæfðum störfum skapast á svæð-
inu í kjölfarið, „og þetta styrkir
líka grundvöllinn í vonandi sam-
einuðu sveitarfélagi Þingeyinga,“
sagði Pétur. Raunhæft er að hans
sögn að stefna að því að starfsemi
geti í fyrsta lagi hafist árið 2007.
Aðalsteinn Baldursson, formað-
ur Verkalýðsfélags Húsavíkur,
bindur miklar vonir við væntan-
lega brettaverksmiðju. „Mývetn-
ingar lifa ekki á ferðþjónustunni
einni saman. Þarna er sterkt
bændasamfélag og öflug ferða-
þjónusta yfir sumartímann en það
verður að koma upp öflugum at-
vinnurekstri í stað Kísiliðjunnar
sem styrkir stoðir sveitafélags-
ins.“
Aðalsteinn sagði að atvinnu-
ástandið í Mývatnssveit hefði verið
nokkuð gott að undanförnu. Þrír
einstaklingar voru á atvinnuleys-
isskrá um síðustu mánaðamót en
nú fer hins vegar að draga saman í
ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónust-
an hefur verið í hámarki, fólk hefur
farið til vinnu í öðrum landshlutum
og einhverjir hafa flutt burt úr
sveitarfélaginu eftir lokun Kísiliðj-
unnar. Ég veit til þess að fólk vilji
flytja aftur í Mývatnssveit en þar
er enga vinnu að fá sem stendur.“
Aðalsteinn bindur jafnframt
miklar vonir við frekari uppbygg-
ingu í orkugeiranum á svæðinu, í
Kröflu, Bjarnarflagi og á Þeista-
reykjum. „Ég hef fulla trú á því að
Kröfluvirkjun verði stækkuð á
næstu árum og virkjun reist á
Þeistareykjunum. Það er alltaf
mikill umsýsla í kringum slíkan
rekstur, sem á eftir að nýtast Mý-
vetningum vel.“
Fréttaskýring | Pappabrettaverksmiðja
Meiri líkur
en minni
Ágreining verður að leysa á næstu
vikum ella huga að öðrum tækifærum
Jarðböðin við Mývatn njóta vinsælda
Hugmyndir um meðferð-
arstofnun við Jarðböðin
Ferðaþjónusta er Mývetn-
ingum mikilvæg og hefur til-
koma Jarðbaðanna styrkt mjög
og eflt þá atvinnugrein. Stefnt er
að því að reisa á vegum félagsins
meðferðarstofnun, sem myndi í
fyrstu einkum höfða til fólks með
gigt og forvarna á sviði tóbaks
og offitu. Raunhæft þykir að
stefna að því að slík miðstöð
verði komin á laggirnar árið
2007 og að síðar verði hægt að
bjóða útlendinga velkomna.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
og Kristján Kristjánsson
OG Vodafone og Neyðarlínan hf.,
sem rekur neyðarnúmerið 112,
hafa undirritað samning sem gerir
112 mögulegt að staðsetja farsíma
viðskiptavina Og Vodafone þegar
hringt er í 112. Áður hefur slíkt
verið kleift með viðskiptavini Sím-
ans. Stefnt er að því að ljúka
tæknilegri útfærslu sem allra
fyrst og virkja þjónustuna innan
tveggja mánaða.
Og Vodafone hefur hingað til
rekið bakvakt tæknimanna allan
sólarhringinn og segir félagið að
það hafi meðal annars verið gert
til þess að tryggja að unnt sé að
veita lögreglu og 112 upplýsingar
um staðsetningu símatækja til
þess að stytta viðbragðstíma í
neyðartilvikum. Með því að tengj-
ast kerfi 112 verði hægt að stað-
setja farsíma í GSM kerfi Og
Vodafone með enn meiri ná-
kvæmni og í rauntíma.
Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, og Árni Pétur Jónsson,
forstjóri Og Vodafone, undirrituðu samninginn.
Og Vodafone og
Neyðarlínan ganga
frá samningi
ELÍN Ebba Ásmundsdóttir, for-
stöðuiðjuþjálfi geðsviðs Landspítala –
háskólasjúkrahúss, hefur ákveðið að
taka sér ársleyfi frá störfum, en inni-
falið í því er þriggja
mánaða námsleyfi
sem Elín mun nýta
að hluta til að kynna
sér ástand geðheil-
brigðismála í Nor-
egi.
„Ég minnka vinnu
mína á spítalanum í
skrefum, því starfið
þar er nokkuð sem
ekki er hægt að
skera á samstundis, en ég mun að
auki taka mér leyfi frá öllum mínum
störfum þegar ég fer út til Noregs.
Þar verð ég við Háskólann í Þránd-
heimi og fylgist með því sem er að
gerast í Noregi, hvað notendur hafa
verið að gera í Þrándheimi og hvar
Norðmenn eru yfirleitt staddir varð-
andi geðheilbrigðismál en ég veit að
þeir hafa einkavætt hluta af sinni
starfsemi,“ segir Elín Ebba.
Hún segist ætla að íhuga mál sín
gagnvart Landspítalanum þegar hún
snýr aftur til Íslands næsta haust. „Þá
ætla ég að sjá hvort Landspítalinn vill
nýta krafta mína til að færa hluta
starfseminnar, sem snýr að mér, út af
spítalanum,“ segir Elín Ebba og bætir
við að hún vilji auka umræðuna um
heilbrigðismál á Íslandi og jafnvel að
endurskoðun á heilbrigðiskerfinu fari
fram.
Í ársleyfi
frá starfi
Elín Ebba