Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra og verðandi utanríkisráð- herra, sagði í ræðu sem hann flutti á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna fyrir tæpu ári að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að sækjast eftir sæti í öryggisráði SÞ 2009–2010. Hann sagði í ræðunni að lítil ríki geti lagt fram mikilvægt framlag til marghliða samstarfs þjóða. Geir sagði í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag að hann myndi ekki ræða framboð Íslands til Öryggisráðsins við fjölmiðla fyrr en hann hefði tekið við embætti utanrík- isráðherra 27. september nk. Að- stoðarmaður hans sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sú ákvörðun stæði þegar blaðið leitaði eftir viðbrögðum Geirs við ræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra á leiðtogafundi SÞ í fyrrakvöld. Geir flutti ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 24. september í fyrra í fjarveru Dav- íðs Odddssonar utanríkisráðherra. Í ræðunni vék Geir að ákvörðun Íslands um að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu og talaði þar á svip- uðum nótum og Halldór gerði á leiðtogafundinum í fyrradag. „Alveg eins og það er grundvöll- ur að tilvist Öryggisráðsins að það endurspeglar fulltrúa frá ólíkum svæðum, þá er það einnig mik- ilvægt að hin fjölmörgu smærri ríkjunum finnist að þeirra mál séu skilin og tekin til greina. Í þessu samhengi vil ég vísa til fyrri yfirlýsingar um framboð Ís- lands til tímabundinnar setu í Ör- yggisráðinu fyrir tímabilið 2009–2010 sem Norðurlöndin, í hópi vestur-evr- ópskra ríkja og ann- arra ríkja, féllust á að styðja árið 1998, þ.e. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð. Lítil ríki geta lagt fram mikilvægt fram- lag til marghliða sam- starfs þjóða. Lítil ríki leggja oft fram frum- legar hugmyndir um hvernig eigi að nálg- ast viðfangsefnin sem við stöndum frammi fyrir og framlag þeirra er því oft meira en annarra miðað við höfðatölu,“ sagði Geir. Ræddi við önnur ríki um framboð Íslands Í fréttatilkynningu sem utanrík- isráðuneytið sendi fjölmiðlum um ræðu Geirs á allsherjarþinginu í fyrra er einnig fjallað um viðræður sem hann átti við fulltrúa annarra ríkja, en þar segir: „Í gær, föstu- dag, [24. sept. 2004] skrifaði fjár- málaráðherra og utanríkisráðherra Gínea Bissau undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands. Ráðherra hefur ennfremur und- anfarna daga átt tvíhliða fundi og viðræður við utanríkisráðherra karabísku ríkjanna Barbados, Ja- maíka, Kúbu, Trínidad og Tóbagó, Antígva og Barbúda, einnig Gvæana, Níkaragva, Madagaskar, Austur-Tímor, Kasakstan, Srí Lanka, Kýpur, og nokkurra smærri ríkja í Kyrrahafi; Mars- Geir H. Haarde kynnti framboð Íslands í ræðu á allsherjarþingi SÞ fyrir ári „Lítil ríki geta lagt fram mik- ilvægt framlag“ Geir H. Haarde GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að ef það séu efasemdir í þingflokki sjálfstæðismanna um þá tillögu að Ísland sækist eftir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þá séu þær ekkert síður í þingflokki framsóknarmanna. Hjálmar Árna- son, formaður þingflokksins, segir að málið hafi ekki verið afgreitt úr þing- flokknum og hann segist líta svo á að hin formlega ákvörðun um framboð Íslands hafi enn ekki verið tekin. „Ég tel að þessi ákvörðun um að Íslendingar sækist eftir setu í Ör- yggisráðinu sem ákveðin var af rík- isstjórn og Alþingi fyrir um sjö árum sé núna í miklu uppnámi. Í fyrsta lagi er greinilegt að núverandi utanrík- isráðherra, Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra er efins eða hefur skipt um skoðun og segir Geir H. Haarde eftirmann sinn munu taka ákvörðun um málið. Hann hefur ekki enn tjáð sig. Í öðru lagi hefur Einar Oddur Kristjánsson, sem er varaformaður fjárlaganefndar, hafið fulla baráttu gegn þessari ákvörðun, en fjármagn- ið verður ríkisstjórnin að sækja til Alþingis. Þess vegna verða stjórnar- flokkarnir að fara yfir málið og meta stöðuna. Ef það eru efasemdarmenn í Sjálfstæðisflokknum þá eru þeir ekkert síður í Framsóknarflokknum. Efasemdir manna og þar á meðal mínar hafa auðvitað vaxið hvað þetta mál varðar ekki síst þegar veröldin harðnaði. Hún hefur harðnað mikið á síðustu árum. Menn eru auðvitað ekki eins sannfærðir og áður um að það séu hagsmunir lítillar friðelsk- andi þjóðar að blanda sér í ákvarð- anatöku með svo afgerandi hætti. Svo hafa auðvitað aðstæður í þessu máli breyst hvað framboðið varðar; bæði sækir Tyrkland málið stíft af sinni hálfu og staðan kannski orðin sú að fjármagnið er meira sem fer í þessa baráttu en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Nú eru menn að tala um einn milljarð. Þess vegna verður ríkisstjórnin með sínum þing- flokkum að fara yfir framhald máls- ins og meta allar hliðar þess í ljós þessarar breyttu stöðu.“ „Kom dálítið á óvart“ „Í rauninni kom þetta dálítið á óvart því að það hefur ekki verið tek- in formleg ákvörðun um framboðið,“ segir Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, um yfirlýsingu Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra á leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna um fram- boð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hjálmar sagðist hafa litið svo á að málið væri í þeim farvegi að verið væri að kanna kostnað við framboð- ið, hvað það þýði o.s.frv. „Málið hefur margsinnis verið rætt í þingflokki framsóknarmanna og tínd hafa verið til rök bæði með og á móti. En þetta er mál sem formlega hefur ekki verið afgreitt út úr þing- flokkinum,“ sagði Hjálmar. Hjálmar sagði að skiptar skoðanir væru í þingflokki framsóknarmanna eins og hjá þjóðinni. Rökin með væru, eins og bæði Halldór Ásgríms- son og Davíð Oddsson hefðu sagt þegar þessi hugmynd var reifuð, að þetta væri skref í að þroska okkur sem sjálfstæða þjóð; að axla ábyrgð á alþjóðavettvangi eins og aðrar sjálf- stæðar þjóðir. Það muni ekki vera nema þrjár Evrópuþjóðir sem aldrei hafa setið í Öryggisráðinu, Ísland, Lúxemborg og Lichenstein. Þjóðir eins og Grænhöfðaeyjar hefðu setið í ráðinu. Hjálmar sagði að rökin á móti væru „hinn óheyrilegi“ kostn- aður sem fylgi framboðinu og hvort og þá hvernig við gætum gert þetta. Sumt fólk þiggur ekki ráð Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar, lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við fram- boð Íslands til Öryggisráðsins í Kastljósþætti í sjónvarpinu í fyrra- kvöld. „Það er bara þannig að sumt fólk hvorki þiggur ráð né þýðist viðvar- anir og þá er ekkert við því að gera heldur að bíða þess sem verða vill,“ var það eina sem Einar Oddur vildi segja um yfirlýsingu Halldórs á leið- togafundinum þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans í gær. Guðni Ágústsson um framboð til Öryggisráðs SÞ „Ekkert síður efasemdir hjá framsóknarmönnum“ Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is AÐ MATI Halldórs Þ. Sigurðssonar, for- manns Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hentar Miðdalsheiði engan veginn fyrir flugvallastarfsemi. Hann segir aðflug vera af- ar takmarkað og að meira sé um ísingu og hálku þar en í Vatnsmýrinni, enda standi Mið- dalsheiðin hærra yfir sjávarmáli. Auk þess sé svæðið nálægt fjöllum. Halldór er þeirrar skoðunar að halda eigi Reykjavíkurflugvelli á núverandi stað enda sé hann afar vel stað- settur bæði fyrir aðflug og veðurfarslega. „Ég vil líka taka undir með landsbyggð- arfólkinu að það er eins og Reykvíkingar skilji ekki að þetta er samgöngumiðstöð fyrir lands- byggðina, sem Keflavíkurflugvöllur yrði aldr- ei,“ segir Halldór og bætir því við að Reykja- víkurflugvöllur þjóni einnig mikilvægu hlutverki sem varavöllur. Honum þykir umræðan varðandi flugvöllinn hafa nær eingöngu snúist um peninga, þ.e. að verið sé að selja land, en ekki hafa verið á fag- legum nótum. Spurður um annan kost segir Halldór Álftanes vera landfræðilega afar gott svæði undir flugvöll. „Þar er hins vegar von- laust að byggja flugvöll út af byggðinni sem er komin þar.“ Ekki inni í myndinni Miðdalsheiði hefur áður komið til tals sem hugsanleg staðsetning undir nýjan Reykjavík- urflugvöll. Í vor buðu landeigendur á Miðdals- heiði land á heiðinni undir nýjan flugvöll. Vildu þeir með því leggja fram nýjan mögu- leika á staðsetningu vallarins í stað Vatnsmýr- arinnar, án þess að innanlandsflug færðist of langt frá höfuðborgarsvæðinu. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra sagði þá af því til- efni að Miðdalsheiðin væri ekki inni í mynd- inni. Einar V. Tryggvason, arkitekt og annar eig- enda landsins, sagði það henta vel fyrir flug- völl. Ekki væri langt fyrir borgarbúa að fara til að sækja flug – eða landsbyggðarfólk að komast í borgina – flyttist völlurinn á heiðina. Einungis væru rúmir tuttugu kílómetrar frá hugsanlegu flugvallarstæði í miðborgina og því fljótlegt að keyra, og leiðin sú sama og upp í Bláfjöll. Engin áhrif á byggð Samtök um betri byggð hafa borið saman fjóra kosti fyrir nýjan innanlandsflugvöll, þ.e. á Miðdalsheiði, í Hvassahrauni, í Keflavík og á Lönguskerjum. Samtökin segjast ekki taka afstöðu til þess hvar innanlandsflug skuli staðsett til fram- tíðar. Einungis sé bent á þá kosti sem aug- ljóslega séu hagstæðir eða óhagstæðir fyrir borgarsamfélagið til lengri tíma. Talið er að kostnaður við flugvallargerðina sé sá sami fyr- ir alla nýja velli, eða um 10 milljarðar kr. Ekki er reiknað með verði fyrir landið í þessari tölu. Sé sérstaklega litið til Miðdalsheiði, skv. sam- anburði samtakanna, þá eru vísbendingar um að aðstæður á Miðdalsheiði séu mun hagstæð- ari en í Hvassahrauni. „Flugvöllur á Miðdalsheiði er sá eini af þremur nýjum flugvallarkostum í þessum samanburði sem ekki mun hafa nokkur áhrif á byggð í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir í skýrslu samtakanna. Þar er jafnframt bent á að flugvöllur á Miðdalsheiði sé sá eini af þrem- ur nýjum flugvallarkostum í þessum saman- burði sem stækka megi í fullbúinn millilanda- flugvöll þegar og ef talið verði hagkvæmt að sameina allt flug á einum flugvelli. Þar er einnig bent á að flugfjarlægð frá helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni stytt- ist um 15 kílómetra á flugvöll á Miðdalsheiði. Samtökin benda á að aðstæður á Miðdals- heiði séu taldar jafngóðar og í Vatnsmýri hvað sviptivinda snerti. Þá segja samtökin að pólitísk andstaða landsbyggðarbúa við flutning innanlandsflugs sé mjög mikil og byggist að verulegu leyti á tilfinningum en ekki á rökum. Að sama skapi virðist meiri andstaða vera við flutning í Hvassahraun en á Miðdalsheiði, í beinu hlut- falli við lengd flugtíma. Samtökin benda á að andstaða íbúa og sveitarstjórna í Seltjarnarneskaupstað, Kópa- vogi, Bessastaðahreppi og Garðabæ sé ein- dregin gegn flugvelli á Lönguskerjum. Að sama skapi mætti ætla að íbúar og sveitar- félög austanfjalls muni fagna flugvelli á Mið- dalsheiði. Segja Miðdalsheiði óhentugan stað fyrir nýjan flugvöll                                           Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra sagði í Kastljósþætti Sjónvarpsins í gærkvöldi að Íslendingar hefðu tvímælalaust erindi í Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna. Norðurlandaþjóðir hefðu verið þar til margra ára og á þær verið hlustað í lýðræðis- og mann- réttindamálum. Íslendingar hefðu margt fram að færa. Þorgerður Katrín sagði það afar brýnt og mikilvægt að fylgja framboði Íslands eftir en fylgjast þyrfti með að kostnaður færi ekki úr böndum. „Við erum búin að segja A og eigum þá að segja B og C og fara alla leið, vera stolt þjóð og hætta þessu smálandatali endalaust. Vel getur verið að við séum 300 þúsund einstaklingar en við erum stórþjóð á ákveðnum sviðum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir um Öryggisráðið Eigum að fara alla leið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.