Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 12

Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 12
12 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „SEM ráðherra kvikmyndamála var ég mjög stolt af öllu því kvikmynda- gerðarfólki sem hér hefur verið landi og þjóð til sóma, hvort sem það voru leikarar, leikstjórar, kvik- myndatökumenn eða aðrir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um nýaf- staðna kvikmyndahátíð í Toronto. „Þetta er stærsta kvikmyndahá- tíð Norður-Ameríku og það að við skulum vera með ekki aðeins eina mynd heldur þrjár segir náttúrlega mikið um stöðu íslenskrar kvik- myndagerðar,“ segir Þorgerður og tekur fram að hún telji þessa góðu stöðu ákveðna afleiðingu þess að vel hafi verið haldið utan um kvik- myndamálin hérlendis fram til þessa. Leggur hún áherslu á að brýnt sé að læra af því sem aðrir í geiranum séu að gera þar sem hlut- irnir í kvikmyndaheiminum breytist hratt. Að sögn Þorgerðar hefur hún m.a. fundað með forsvarsmönnum hjá Telefim í Kanada og ljóst sé að sífellt aukist þrýstingurinn á að Ís- lendingar komi sér upp kerfi í tengslum við samframleiðslu mynda. „Ég held að við þurfum að búa kerfið okkar þannig að við get- um tekið á móti öllum nýjungum sem eru að gerast í kvikmynda- heiminum þannig að við missum ekki verkefni úr landi. Það verða allir möguleikar að vera innbyggðir í kerfið, þannig að við getum verið virkir þátttakendur í þessum mark- aði sem kvikmyndagerðin er,“ segir Þorgerður og segir brýnt að íslensk kvikmyndagerð sé efld enn frekar. Þurfum að tryggja sveigj- anleika innan kerfisins Spurð hvernig hún sjái fyrir sér að hægt verði að efla íslenska kvik- myndagerð enn frekar segir Þor- gerður liggja ljóst fyrir að samning- urinn sem gerður var við Kvikmyndamiðstöð Íslands og kvik- myndagerðarfólk á sínum tíma sé runninn út og hann þurfi að end- urnýja. „Í tengslum við fyrirhugaða samningsgerð velti ég fyrir mér hvort ekki þurfi að gera breytingar á samningnum með það í huga að við séum ekki að missa þessi verk- efni frá okkur,“ segir Þorgerður og nefnir í því samhengi spurningar þess efnis hvort Slóð fiðrildanna sé íslenskt verkefni eða ekki. „Það er erfitt að skilgreina það eins og staðan er í dag hvar sú mynd fellur inn í kerfið. En auðvit- að viljum við að t.d. sú kvikmynd sé tekin upp heima. Við eigum að hafa metnað til þess og þá verður kerfið að vera þannig uppbyggt að það geti laðað að kvikmyndagerð- armenn hvaðanæva úr heiminum til þess að taka upp myndir hér heima á Íslandi og gera það vel,“ segir Þorgerður og segir ekki verra ef myndir séu með íslensku ívafi eða íslenskri undirstöðu eins og fyrr- nefnd mynd. „En annars eru kvikmyndir orðn- ar afar alþjóðlegar. Við sjáum það t.d. með mynd Baltasars Kormáks A Little Trip to Heaven þar sem um er að ræða íslenska hugmynd, íslenskan leikstjóra og kvikynda- tökumann auk þess sem hún er tek- in á Íslandi. Hún gerist þó í Minne- sota og er leikin á ensku, engu að síður er myndin í mínum huga ís- lensk. Ég held að þetta sé einmitt það sem við þurfum að passa upp á, þ.e. að við getum tryggt sveigj- anleika innan þessa kerfis þannig að við höfum sem mesta framleiðslu heima.“ Menningarleg fjárfesting Aðspurð segist Þorgerður telja brýnasta verkefnið í dag á sviði kvikmyndalistar að byggja upp inn- lent sjónvarpsefni. Segist hún gera sér vonir um að með endur- skipulagningu á rekstri Rík- isútvarpsins verði innlend dag- skrárgerð bæði meiri og fjölbreyttari en verið hefur til þessa. Spurð hvort aukið fjármagn verði sett í málaflokkinn segir Þor- gerður menn verða að bíða og sjá, því sjá verði hvernig mál gangi eftir innan ramma fjárlaga. „En auðvitað geri ég mér vonir um að menn átti sig á því að það felst hreinn og klár efnahagslegur gróði í því að efla og styrkja kvikmyndagerð í landinu, auk þess að átta sig á því að fjár- festing í kvikmyndagerð er um leið menningarleg fjárfesting þar sem hugað er að menningararfi okkar sem mun efla og styrkja innviði landsins jafnt sem sjálfsvitund okk- ar. Því það má segja að kvikmynda- gerðin sé tungumál nútímans til að efla þjóðarvitund okkar og menn- ingarvitund.“ „Kvikmyndagerðin tungumál nútímans“ Morgunblaðið/Jim Smart Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var afar ánægð með frammistöðu íslenska kvikmyndagerðarfólksins á kvik- myndahátíðinni í Toronto. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÁRLEGRI haustráðstefnu kaþ- ólskra biskupa á Norðurlöndum er nýlokið í Reykjavík, þar sem meðal þátttakenda var Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup. Helsta verkefni ráðstefnunnar var að fjalla um prest- lega þjónustu við innflytjendur og var samin sérstök yfirlýsing um far- andfólk. Í yfirlýsingunni er m.a. talað um „kvíðvænleg tákn um að á Norður- löndum skorti nokkuð á að flóttafólk og hælisleitendur njóti gestrisni, og að meira beri á ótta við útlendinga og einangrunarstefnu en áður. Við hvetjum því allt fólk sem hefur góð- an vilja að vinna að því að efla opið og gestrisið þjóðfélag þar sem sérhverj- um einstaklingi er sýnt réttlæti og sönn virðing.“ Kaþólsku biskuparnir segja ennfremur í yfirlýsingunni að flutningar fólks í leit að atvinnu séu einkennandi í hnattvæddum heimi nútímans. Samkvæmt félagsmála- kenningum kirkjunnar eigi þjóðirn- ar að taka á móti innflytjendum og flóttamönnum og auðsýna þeim rétt- læti og kærleika. Einsetja biskupar Norðurlanda sér að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjóða inn- flytjendum alla þá sálgæslu sem þeir þarfnist, og á móðurmáli þeirra ef nauðsyn krefji. Samkvæmt fréttatilkynningu frá kaþólska biskupsdæminu í Reykja- vík þá hafa þær breytingar orðið í hópi norrænna biskupa að Óslóar- biskup hefur sagt af sér, Gerhard Schwenzer, og tók sú afsögn einnig til formennsku hans í biskupa- ráðstefnunni. Anders Arborelíus Stokkhólmsbiskup hefur tekið við formennsku og Czeslaw Kozon Kaupmannahafnarbiskup tekið við varaformennsku. Þá var ákveðið á ráðstefnunni að skrifstofa hennar muni hér eftir dreifa upplýsingum um ýmis félags- og siðferðismál til stjórnmálamanna, ríkisstjórna o.s.frv., fremur en að þau verk séu á hendi hvers biskups fyrir sig. Kaþólsku biskuparnir ræddu einnig skýrslur um líknardauða, líf- vísindi, sálgæslu götukvenna og mansal. Næsti fundur biskupa- ráðstefnunnar verður haldinn í Dan- mörku í mars árið 2006. Ljósmynd/Hörður Arinbjarnar Kaþólsku biskuparnir á Norðurlöndum við messu sem haldin var í Landakotskirkju í tengslum við fundinn. Kaþólskir biskupar á Norðurlöndum funduðu í Reykjavík Skortur á gestrisni við flóttafólk og hælisleitendur á morgun Kjörþokkinn kortlagður ÍSLENDINGAR, Austurríkismenn og Lúxemborgarar eru hreyknastir af þjóðerni sínu samkvæmt könnun, sem Gallup hefur gert fyrir breska ríkisútvarpið, BBC. Í úrtaki voru 50 þúsund manns í 68 löndum víða um heim. Yfir helmingur þátttakenda í þremur löndum fyrrnefndu kvað þjóðernið vera sér afar mikilvægt. Könnunin miðaði að því að leiða í ljós viðhorf í mismunandi löndum til stjórnvalda og stjórnenda. Í könnuninni var spurt um traust, völd, athafnafrelsi og ímynd. Fram kom í könnuninni, að Evr- ópubúar eru einna tortryggnastir í garð valdamanna. Þeir treysta fæstir fjölmiðlum og margir vildu sjá fræðimenn taka virkari þátt í mótun þjóðfélagsins. Könnunin var gerð í 23 Evr- ópuríkjum og þriðjungur að- spurðra þar sagðist ekki treysta stjórnmálamönnum í viðskipta-, trú- og hermálum. Í könnuninni í heild var þetta hlutfall um fjórð- ungur. Aðeins einn af hverjum fimm Evrópubúum treystir blaðamönn- um samkvæmt könnuninni. Afkoma virðist hafa áhrif á það hvort fólk telji að það geti sjálft ráðið því hvernig líf þess þróast. Í Bretlandi, Danmörku, Noregi og á Írlandi sögðust yfir 75% aðspurðra telja að þeir gætu breytt eigin lífi en innan við helmingur í austur- hluta Evrópu var þeirrar skoðunar. Íslending- ar hreykn- ir af þjóð- erni sínu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.