Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 33

Morgunblaðið - 17.09.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 33 MENNING SÝNINGIN Hraunblóm verður opnuð í Listasafni Sigurjóns í dag. Á henni gefur að líta Íslands- myndir frá árinu 1948 eftir dönsku COBRA-málarana Carl-Henning Pedersen og Else Alfelt, og verk frá sama tímabili eftir Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson. Haustsýningin 1948 Vorið 1948 komu hjónin Carl- Henning Pedersen og Else Alfelt til Íslands í boði vinar síns, listmál- arans Svavars Guðnasonar. Með- ferðis höfðu þau dönsku fram- úrstefnusýninguna Høstudstillingen frá árinu áður, sem oftast er kölluð Haust-sýningin í íslenskri listasögu, en Svavar var þátttakandi í henni. Sýningin var sett upp í Listamannaskálanum við Aust- urvöll í maí og vakti mikla athygli, en átti ennfremur eftir að hafa mikla þýðingu fyrir myndlist- armenn hér á landi og þróun ís- lenskrar listasögu. Þegar sýning- unni lauk ferðuðust þau hjónin um landið og máluðu myndir undir áhrifum íslenskrar náttúru, Carl- Henning með olíukrít og Else Al- felt málaði tærar vatnslitamyndir sem bera af meðal verka hennar. Danskt heiti sýningarinnar er sótt í nafn einnar myndar hennar sem máluð var hér á landi, Lavaens blaa Blomst. „Það má í raun segja að við þessa heimsókn hafi orðið til gagn- kvæm áhrif milli listamanna, því að Haust-sýningin, sem þau Else og Carl-Henning komu með, hafði áhrif á þróun samtímalistar hér á landi. Heimsóknin var einnig eins konar framhald af því frjóa sam- starfi sem hafði verið milli Svavars Guðnasonar og Sigurjóns Ólafs- sonar við framúrstefnu-lista- mannahópa í Danmörku á stríðs- árunum. Sömuleiðis markar sú dvöl þeirra hér ákveðin vatnaskil í þeirra eigin listrænu leit, en þau eru bæði talin til mikilvægra ein- staklinga í danskri listasögu, ekki síst Carl-Henning sem lifði mun lengur en Else,“ segir Birgitta Spur, sýningarstjóri Hraunblóma. Í bók sem gefin var út í tilefni yfirlitssýningar á verkum Carls- Hennings Pedersen í Danska rík- islistasafninu árið 2003 bendir list- fræðingurinn Mikael Wivel á þá miklu þýðingu sem Íslandsdvölin hafði fyrir listferil Carls-Hennings, því á Íslandi upplifði hann stór- brotna náttúru sem hann túlkaði í litlum olíukrítarmyndum sínum og náði fram áhrifum „sem enginn hafði látið sig dreyma um. Hann teiknaði í gríð og erg, og af svo miklum ákafa að litirnir næstum bráðnuðu.“ Hið upprunalega og frumstæða Á sýningunni Hraunblóm eru fimmtíu verk eftir Carl-Henning og Else Alfelt, þar á meðal tíu túss- myndir sem Carl-Henning teiknaði fyrir tímaritið Helhesten, sem var gefið út á árunum 1941 – 1944 af listamönnum sem tengdust fyrr- nefndri Haustsýningu. Eftir Svavar Guðnason eru fimmtán vatns- litamyndir og fimm skúlptúrar eftir Sigurjón Ólafsson, en bæði Svavar og Sigurjón höfðu dvalið í Dan- mörku á þriðja og fjórða áratugn- um við góðan orðstír og verið í hópi þeirra listamanna sem leit- uðust við að tjá hið upprunalega og frumstæða í list sinni. „Hjá þessum hópi voru mikilvæg mótív gríman, og einnig einhvers konar ókind, samanber Helhestur Carls-Hennings og skúlptúr sem Sigurjón gerði fáeinum árum fyrr, sem heitir Drekinn,“ segir Birgitta, en á sýningunni gefur einnig að líta kunnan skúlptúr Sigurjóns, Grímu. „Það er eftirtektarvert að þrátt fyrir stríð og hernám Þjóðverja dafnaði í Danmörku mjög merki- legt lista- og menningarlíf sem átti sér enga hliðstæðu í öðrum evr- ópskum löndum. Bæði Svavar og Sigurjón voru þátttakendur í því.“ Lítið rannsakað tímabil Í tilefni af sýningunni hefur verið gefin út myndskreytt sýningarskrá þar sem danski safnstjórinn Hanne Lundgren fjallar um Else Alfelt og Æsa Sigurjónsdóttir kynnir Carl- Henning Pedersen. Í grein sem Aðalsteinn Ingólfsson nefnir „Þeg- ar Helhesturinn kom til Íslands“ tengir hann sýningu Hausthópsins í Listamannaskálanum 1948 við það sem þá var í gerjun meðal ís- lenskra myndlistarmanna. Að- alsteinn bendir einnig á að á sama tíma og Danir stofnuðu COBRA- hópinn ásamt félögum sínum í Brussel og Amsterdam haustið 1948 voru listamenn að fást við svipaða hluti hér á Íslandi. Birgitta segir að með sýningunni og sýningarskránni sé því í raun verið að draga fram áður óþekktan kafla úr því sem mætta kalla hina sameiginlegu dansk-íslensku lista- sögu. „Þetta tímabil hefur lítið ver- ið rannsakað, þrátt fyrir hvað það er mikilvægt í listasögu okkar í raun,“ segir hún. Hún segir einkenni á þessari list fyrst og fremst lífgleði og djúpa þrá eftir að túlka það sem skipti máli, og það komi svo sannarlega fram á sýningunni. „Þarna finnur maður mikla hlýju, og vilja til að túlka raunverulega fegurð, ekki yf- irborðið heldur það sem skiptir máli í lífinu. Þetta finnst mér eiga mikið erindi til okkar í dag, þar sem heimurinn er að verða svo firrtur,“ segir Birgitta að lokum. Sýning á faraldsfæti Verk á sýningunni eru í eigu Listasafns Carls-Hennings Ped- ersen og Else Alfelt í Herning í Danmörku, Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar, og í kaffistofu eru sýndar myndir eftir Carl- Henning og Else Alfelt sem hafa verið í einkaeigu á Íslandi síðan 1948. Sýningin á nokkuð ferðalag fyrir höndum, því í upphafi næsta árs flyst hún í Listasafnið á Akureyri; þaðan fer hún til safnsins í Hern- ing og henni lýkur í menningarhús- inu Norðurbryggju í Kaupmanna- höfn í árslok 2006. Við opnunina í dag kl. 15 flytur danski sendiherrann á Íslandi, Lasse Reimann, ávarp, en Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra opnar sýninguna. Myndlist | Verk Carls-Hennings Pedersen, Else Alfelt, Svavars Guðnasonar og Sigurjóns Ólafssonar á sýningunni Hraunblóm í Sigurjónssafni Eftir Ingu Maríu Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Carl-Henning Pedersen. Teikning fyrir Helhesten, 1941. Else Alfelt. Island, 1948. Sigurjón Ólafsson. Gríma, 1947. Svavar Guðnason. Ónefnd. www.lso.is Gagnkvæm áhrif í íslenskri og danskri list ÞAÐ var gaman að hlusta á kvartett Sigurðar Flosasonar leika verk af nýjum geisladiski, Leiðinni heim, ásamt ýmsu öðru efni Sigurðar í glæsilegum tónleikasal Tónlistar- skóla Garðabæjar. Ekki var síðri sá hugur er menningarmálanefnd Garðabæjar sýndi tónlist bæjarlista- manns síns með að bjóða öllum sem vildu til ókeypis tónaveislu. Garða- bær hefur fóstrað fjölda djasstónlist- armanna ss. Hilmar Jensson, Pétur Grétarsson, Matthías M.D. Hem- stock og þá Guðjónssyni, Óskar og Ómar og Gröndalssystkini, Hauk og Ragnheiði og þar settust að Hafn- firðingurinn Björn Thoroddsen og Reykvíkingurinn Sig- urður Flosason. Þegar Leiðin heim kom út hreifst ég mjög af plötunni og taldi að ekki væru margar ís- lenskar geislaplötur jafn heilsteypt lista- verk og hún. Tónleik- arnir voru ekki síðri og ekki spilltu kynn- ingar Sigurðar fyrir, en kennarablóðið rennur í æðum hans og öll framsetningin var hin gagnlegasta fyrir manninn af göt- unni og laus við óþarfa fræðimennsku og há- tíðleika. Tónleikarnir hófust á upphafslagi Leið- arinnar, Geymt en ekki gleymt, og var leikurinn tíðindalítill, en strax í öðru lagi, Skuggum, tók kvartettinn að hitna og fannst mér dramatískur sóló Eyþórs jafnvel enn betri en á geislaplötunni. Þar einsog í flestum lag- anna voru einleikskafl- arnir skínandi ferskir og sýndu og sönnuðu að góður djassleikari finnur alltaf nýjan flöt í spuna sínum. Af öðrum lögum sem finna má á Leiðinni heim og kvartettinn lék má nefna Innrásina frá Mars, sem Sigurður byggir á óhugnaði úr teiknimyndaútgáfunni, Sígildar sögur, þar sem þessa sögu H.G. Wells var að finna, en í Adder- leyskotnu fönkinu sann- aðist það sem Ellington sagði um verk sitt Kvik- indi næturinnar; ,,…þeg- ar þú loksins hittir skepnurnar vilja þær endilega tjútta við þig“. Í hinni undurfögru ballöðu Stjörnum ríkti svo tær fegurð í sóló Eyþórs að Valdi Kolli hlýtur að hafa hugsað einsog Niels-Henning þegar hann lék undir í sólóum Ben Websters í Old folks eða My romance. ,,Hver hljómur verður að vera fullkominn, annars rýf ég töfrahjúpinn. Sigurður blés í barrýton á disknum í Við, laginu í rímnataktinum, en hér var hann með altóinn. Ég man aðeins eftir einu ís- lensku djasslagi öðru í rímnatakti. Það samdi Gunnar Reynir Sveinsson fyrir jazzvöku, en sólóar voru allri í fjórskiptum takti. Hér ríkti hinn þjóðlegi tónn einnig í spunanum. Enn og aftur er í söngdansastíl og sagði Sigurður drauminn að það kæmist í röð þeirra dansa er oft væru spilaðir. Kannski rætist það ef t.d. Tónlistar- skóli FÍH gæfi út safn með bestu ópusum eftir íslenska djassleikara einsog Tómas R. Einarsson gaf út sína ópusa – af nógu er að taka. Sjálf- ur er ég þó hrifnari af Skuggum og Stjörnum. Pétur var stórkostlegur í Heim- boði í Havana, af disknum Gengið á hljóðið, þótt lagið sé varla í hópi betri tónsmíða Sigurðar og gaman var af ,,fatafellublúsnum Þungir þankar, sem var á Hot House-diskinum sem Jazzkvartett Reykjavíkur hljóðritaði með Guy Barker í Ronnie Scott- klúbbnum í London. Sóló Sigurður var eldheitur og húmorískur og spannaði litrófið frá hlæjandi þýsku saxófónspili til tryllings framúr- stefnublásara um sjötíu – og svo var endað á kyssandi saxófónhljóðum. Öll voru verkin á tónleikunum eftir Sigurð nema aukalagið: On the sunny side of the street, þar sem húmorinn réði ríkjum. Sigurður renndi sér meira að segja eftir tón- unum einsog Hodges, Eyþór komp- aði með Garner/Garland tilþrifum, Pétur burstaði einsog hvítu Chicago- strákarnir og Valdi Kolli smellti strengjum einsog Pops Foster. Sann- arlega listamenn sem kunnu að hrista glensi saman við alvöruna og hafi þeir þökk fyrir. Bæjarlistamaður á heimaslóðum Djass Tónlistarskóli Garðabæjar Sigurður Flosason altósaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Pétur Östlund trommur. Miðvikudagskvöldið 14.9. 2005 Kvartett Sigurðar Flosasonar Vernharður Linnet Garðabær sýndi tónlist bæjarlistamanns síns góðan hug með því að bjóða öllum sem vildu til ókeypis tónaveislu, segir í dómi Vern- harðar Linnet.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.