Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 28 24 9 0 9/ 20 05 HALDIN var hér á landi fyrir skemmstu ráð- stefna á vegum Félags bókasafns- og upplýs- ingafræða. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að ræða málefni eins og mannréttindi og mik- ilvægi lestrarkunnáttu. Sérstakur gestur var dr. Alex Byrne frá Ástralíu en hann er nýkjörinn formaður IFLA, Alþjóðlegra samtaka bókavarðafélaga og stofnana. Byrne fjallaði um störf IFLA á ráðstefn- unni auk þess sem hann kynnti þau verkefni sem samtökin vinna að víða um heiminn. „IFLA er miðja bókasafna og upplýs- ingaþjónustu í heiminum og eru meðlimir í fleiri en 150 löndum,“ útskýrði hann í samtali við Morgunblaðið nýlega. „Samtökin starfa á alþjóðavettvangi á meðan félög bókasafns- og upplýsingafræða í hverju landi einbeita sér að þeim innlenda,“ en IFLA tekur meðal annars á málefnum sem varða alheimslæsi, ritskoð- anir, heftan aðgang að veraldarvefnum og varðveislu menningararfs. En hvað gera bókasafns- og upplýsinga- fræðingar? „Fólk vill hafa greiðan aðgang að bókasöfn- um og geta fundið bækur og rit án fyr- irhafnar. Okkar starf gengur því vel ef al- menningur tekur ekki eftir okkur, við erum ósýnilegt vinnuafl sem lætur þetta ferli ganga snurðulaust fyrir sig,“ segir Byrne. „Ein nýjasta upplýsingaveitan er verald- arvefurinn og fólk á oft í vandræðum með að gera greinarmun á því sem þar finnst, hvaða upplýsingar eru gagnlegar. Við hjálpum fólki að gera þennan greinarmun og að finna það sem leitað er að. Okkar markmið er að upp- lýsingar séu aðgengilegar öllum og ekki rit- skoðaðar.“ Síðustu átta ár hefur IFLA unnið mark- visst að verkefnum tengdum mannréttindum og rétti fólks til að nálgast upplýsingar en Það eru engin merki þess að bókin sé að deyja út. Heimsmarkaður bóka og tímarita er stór og til dæmis er mér sagt að á Íslandi séu gefnar út 1.400 bækur árlega. Tæknin hefur fundið sér hentugan vett- vang fyrir upplýsingar sem er ekki ógn held- ur nauðsynleg viðbót við ýmis form upplýs- inga.“ Árið 2003 gaf IFLA út stefnuyfirlýsingu um óhindraðan aðgang að veraldarvefnum sem hefur verið viðurkennd af UNESCO en með þeirri stofnun vinna samtökin að verk- efni sem felst í að veita fólki aðgang að bún- aði sem þarf til að nálgast upplýsingar. Þá á IFLA í samstarfi við Amnesty International og fleiri alþjóðasamtök til að efla þekkingu og brýna á nauðsyn mannrétt- inda. Eitt af stærstu verkefnum sem IFLA hefur tekið þátt í er Alþjóðaráðstefna um upplýs- ingasamfélagið sem haldin var fyrst árið 2003 en þar hittust stærstu ríki heims í Sviss og ræddu málefni því tengd. Þá var samþykkt yfirlýsing þess efnis að koma á jöfnum rétti fólks að upplýsingum alls staðar í heiminum. Síðustu tvö árin hefur verið unnið að þess- um markmiðum og hvernig hægt sé að koma þeim í framkvæmd. Í nóvember næstkomandi verður ráðstefnan haldin á ný í Túnis þar sem IFLA mun taka virkan þátt. Sést árangur þessa markmiðs nú þegar? „Já, árangur hefur náðst víða og til eru margar sögur af því hversu vel hefur til tek- ist,“ segir Byrne. „Uppáhaldssagan mín kem- ur frá Úganda þar sem Félag bókasafns- og upplýsingafræða starfrækir verkefni til að efla læsi í landinu. Þar keyrir bókabíll á milli lítilla þorpa með tölvu og prentara. Börnum er gefinn kostur á að velja sér sögu í tölvunni og fá hana útprentaða í formi bókar merkta sínu nafni. Þau eignast þannig sína eigin bók og þessi leið er mjög áhrifamikil í því stóra verkefni sem unnið er að víða í heiminum.“ um ýmis málefni IFLA en hann segir stöðu Íslands vera góða á þessum vettvangi og önn- ur lönd geti lært mikið af þessari litlu þjóð. Einnig telur hann starf Félags bókasafns- og upplýsingafræða hér vera mjög ötult. „Tækifæri minni þjóðanna eru mörg. Í stærri ríkjunum er fjarlægðin á milli stjórn- valda og bókasafna mjög mikil ólíkt minni þjóðum líkt og á Íslandi,“ segir Byrne. „Nú er IFLA að koma í framkvæmd verkefni þar sem minni ríki kynna þekkingu sína á þessu sviði fyrir öðrum og stærri löndum og mun Ísland vera ein af forystuþjóðunum.“ Er hægt að líta á veraldarvefinn sem ákveðna ógn við bækur og rit? „Nei það tel ég ekki. Í fjölmörgum tilfellum eru upplýsingar á vefnum betri en í ritum því þar er auðveldara að uppfæra þær reglu- lega,“ segir Byrne. „Sumar upplýsingar úr- eldast strax og búið er að prenta þær og því hentugra að hafa þær í tölvutæku formi. Byrne segir bestu leiðina til þess vera að auka vitund í starfsgreininni, á meðal al- mennings og hjá stjórnvöldum. Hver er staðan í heiminum varðandi þessi málefni? „Í þróaðri löndum heimsins líkt og Banda- ríkjunum, Bretlandi og Danmörku eru við lýði lög sem hefta aðgang almennings að upp- lýsingum vegna hræðslu við hryðjuverk,“ lýs- ir hann. „Auðvitað er IFLA á móti hryðju- verkum en við teljum heftunarvald stjórnvalda ekki vera rétta svarið heldur samskipti á milli ólíkra menningarheima. Í heiminum er stórt bil á milli ríkra og fá- tækra. Það ásamt ágreiningi um landsvæði og ólík menning geta verið ástæður hryðjuverka og við þurfum að vinna að þessum vanda- málum með frekari upplýsingu.“ Byrne hitti Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra að máli, á meðan heimsókn hans stóð, og ræddi við hana Bækur | Dr. Alex Byrne, formaður alþjóðlegra samtaka bókavarðafélaga og stofnana Engin merki þess að bókin sé að deyja út Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart „Fólk vill hafa greiðan aðgang að bókasöfnum og geta fundið bækur og rit án fyrirhafnar. Okkar starf gengur því vel ef almenningur tekur ekki eftir okkur, við erum ósýnilegt vinnuafl sem lætur þetta ferli ganga snurðulaust fyrir sig,“ segir dr. Alex Byrne.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.