Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Torfi Jónssonskipstjóri, Mýr- um 6, Patreksfirði fæddist í Kollsvík í Rauðasandshreppi 27. mars 1927. Hann lést laugardaginn 10. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bergþóra Egilsdótt- ir, f. 17.9. 1898 á Mó- bergi á Rauðasandi, d. 11.2. 1971, og Jón Torfason, f. 21.1. 1892 í Kollsvík, d. 12.11. 1971. Systkini Torfa eru Jónína Helga, f. 21.7. 1925, Val- gerður, f. 11.4. 1929, d. 7.5. 2002, Lilja, f. 14.3. 1931, Kristín Fanney, f. 23.8. 1933, Unnur Laufey, f. 23.5. 1938, og Björgvin Óli, f. 28.1. 1941. Hinn 13. nóvember 1955 kvænt- ist Torfi eftirlifandi eiginkonu sinni, Oddbjörgu Þórarinsdóttur, f. 29.9. 1927 á Bíldudal. Foreldrar hennar voru hjónin Þórarinn Kristjánsson, f. 21.12. 1894, d. 13.3. 1963, og Kristín Pálína Jó- hannsdóttir, f. 23.6. 1900, d. 18.8. 1983. Börn þeirra Torfa og Odd- bjargar eru: 1) Kristín Bergþóra, f. 18.6. 1955, eiginmaður Rúnar Árnason, f. 13.2. 1959. Börn þeirra í Vatnsdal við Patreksfjörð 1944 og þaðan á Patreksfjörð 1948, þar sem hann bjó lengst af, fyrst í Að- alstræti 9, en byggði síðan hús að Mýrum 6 1976. Torfi lauk prófi frá fiskimanna- deild Stýrimannaskólans 1954. Hann var tólf ára er hann hóf sjó- róðra á árabátum úr Kollsvíkur- veri með föður sínum. Torfi var sjómaður á togurum 1947-1960, fyrst á bv Verði frá 1947 og þar til togarinn fórst í janúar 1950, var síðan á bv. Ólafi Jóhannessyni árin 1951-1960, þar af skipstjóri síð- ustu þrjú árin. Þá var hann á ver- tíðarbátunum Sigurfara og Dofra árin 1960-1963, var eigandi og skipstjóri á Skúla Hjartarsyni BA 250 frá 1963-1997, er hann hætti sjómennsku vegna aldurs. Á sjómannadaginn árið 1995 var Torfi sæmdur heiðursorðu sjó- mannadagsráðs Patreksfjarðar, en hann var lengi virkur í því ráði og á hinum seinni árum einnig virkur í félagi eldri borgara í Vest- urbyggð. Torfi hafði yndi af stangveiði alla tíð og var gerður að heiðurs- félaga Stangveiðifélags Patreks- fjarðar árið 2003. Myndasafn hans er gríðarmikið að vöxtum, bæði ljósmyndir og víd- eómyndir og skrásetti hann mann- líf og menningu á Patreksfirði síð- ustu áratugina. Útför Torfa Jónssonar verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eru Róbert, f. 4.5. 1978, unnusta Unnur María Hreiðarsdótt- ir, f. 23.8. 1979, þeirra barn er Torfi Þór, f. 25.9. 2003. Íris Dögg, f. 12.2. 1981, unnusti Atli Snær Rafnsson, f. 5.12. 1982, þeirra barn er Styrmir Karvel, f. 16.8. 2003. Oddur Þór, f. 21.9. 1983; Anna, f. 14.3. 1990, og Steinar, f. 9.8. 1991. 2) Jón, f. 2.3. 1958, eiginkona Kolbrún Sigríður Sigmundsdóttir, f. 9.8. 1960. Börn þeirra eru Bryndís Ósk, f. 27.12. 1983, Dagbjört Ásta, f. 18.7. 1986, og Torfey Rós, f. 8.9. 1993. 3) Drengur sem fæddist andvana, f. 10.9. 1964. 4) Þórarinn, f. 2.1. 1966, fyrrverandi eiginkona Bjarnheiður Jóhannsdóttir, f. 13.12. 1967. Börn þeirra eru Sun- nefa, f. 19.11. 1987, Máni, f. 1.11. 1996, og Dagur, f. 23.11 2001. Upp- eldissonur þeirra Torfa og Odd- bjargar er Jóhann Steingrímsson, f. 16.4. 1948. Dóttir hans er Kristín Pálína, f. 26.1. 1973. Torfi ólst upp hjá foreldrum sín- um í Kollsvík, fluttist svo með þeim Elsku pabbi. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þótt sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farinn þú sért og horfinn burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Þú varst mér alltaf mikil stoð og stytta. Ég gat alla tíð treyst á þig. Þær voru margar ánægjustundirn- ar sem við áttum saman bæði þeg- ar ég reri með þér á Skúlanum og eins í fríum þegar við ferðuðumst saman með mömmu og fjölskyldu minni. Hafðu þökk fyrir allt og Guð varðveiti þig. Elsku mamma, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Þinn sonur, Jón. Pabbi, kletturinn í lífi mínu. Kletturinn sem ég gat alltaf treyst á og hélt að stæði um eilífð. Pabbi sem alltaf var hægt að leita til þegar á þurfti að halda. Pabbi sem stóð eins og klettur hvað sem á gekk. Undraðist oft hve þessi klettur var seigur og sterkur. Keikur og kátur. Lágvaxinn og kvikur. Kletturinn sem ég hélt svo lengi yrði eilífur. Elsku pabbi, bestu þakkir fyrir allt. Þórarinn. Sumri er tekið að halla. Fegurð haustsins breiðir úr sér yfir náttúr- una og sendir henni þau skilaboð að framundan sé hvíldartími eftir annir sumarsins. Gleðigjafar vors- ins, fuglarnir, hópa sig saman og flykkjast til annarra heimkynna. Það var á fallegum haustdegi sem þessum sem minn elskulegi tengdafaðir, Torfi Jónsson, kvaddi þessa jarðvist. Leiðir okkar Torfa lágu fyrst saman er ég kynntist Nonna, syni hans, fyrir 26 árum. Tók hann strax vel á móti mér og urðum við mjög góðir vinir. Hélst sú vinátta alla tíð síðan og óx eftir því sem ár- in liðu. Torfi hafði til að bera mikla mannkosti, hann var ungur í anda og hafði áhrif á líf margra með sínu skilningsríka og fordómalausa hug- arfari. Hann var þeim eiginleikum gæddur að geta sett sig inn í mál- efni og hugarheim fólks á öllum aldri og skildi vel drauma þess og óskir. Hann var alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd, sérstak- lega þeim sem minna máttu sín. Torfi var trúaður maður og bjó yfir miklum innri styrk og eldmóði. Oft fannst manni hann þó vera að fara langt fram úr sjálfum sér þegar mikið stóð til. Þessir eiginleikar hafa gefið honum styrk til að tak- ast á við þá erfiðleika sem oft fylgja sjómannsstarfinu. Hann lét sér mjög annt um börn- in sín, tengdabörn og afabörn. Hann fylgdist ávallt með því sem þau höfðu fyrir stafni og bar hag þeirra fyrir brjósti sér. Það sýnir hve barngóður Torfi var að mörg börn í þorpinu kölluðu hann „afa“ og sum hver komu jafnvel heim til hans á morgnana einungis til að bjóða góðan dag. Þau ár sem við Nonni bjuggum á Patreksfirði áttum við Torfi marg- ar ánægjulegar stundir saman. Hann var góður lærimeistari og kenndi mér marga hluti, meðal annars að fella grásleppunet sem við unnum við í kjallaranum á Mýr- unum. Þá sagði hann mér sögur af uppvaxtarárum sínum í Kollsvík, en frásagnargleði hans var einstök. Þess nutu afabörnin vel því hann varð aldrei leiður á því að segja þeim sögur eða syngja með þeim. Eins kenndi hann mér að salta grá- sleppuhrogn sem við Nonni gerð- um fyrir hann í nokkur ár er hann reri til grásleppu á Skúlanum. Það var mikil gæfa þegar hann kynntist Oddbjörgu, konu sinni. Þessi yndislega og rólega kona var honum mikill félagi, en ekkert fór hann án þess að hafa Oddu sína með. Eftir að við Nonni fluttum suður dvöldu Odda og Torfi oftast hjá okkur þegar þau komu í höfuð- borgina. Það var alltaf mikil til- hlökkun að fá þau því það er ómet- anlegt að fá að kynnast svona góðum hjónum og njóta samvista með þeim. Þessi samrýmdu hjón hefðu síðar á þessu ári átt gull- brúðkaupsafmæli. Áhugamál Torfa voru laxveiði og myndatökur. Þær eru ófáar mynd- bandsupptökurnar og ljósmyndirn- ar sem hann tók af fjölskyldu okk- ar við alls kyns tækifæri, einnig af mannlífi og merkisatburðum á Patró. Að fara í veiði og standa með stöngina við á eða Sauðlauks- dalsvatn var hans líf og yndi. Það er huggun í sorg okkar að Torfi fékk að kveðja þessa tilvist við þá iðju sem veitti honum gleði. Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá. Og skipið lagði landi frá. Hvað myndi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, sumir kveðja. Ég horfi ein á eftir þér, og skipið ber þig burt frá mér. Ég horfi ein við ystu sker, því hugur minn er hjá þér bundinn, og löng er nótt við lokuð sundin. (Davíð Stef.) Elsku tengdapabbi, hafðu þökk fyrir allt. Megi góður Guð taka vel á móti þér og varðveita þig. Elsku tengdamamma, mikill er missir þinn og söknuður. Bið ég góðan Guð að gefa þér styrk á þessum erfiðu tímum. Eins óska ég fjöl- skyldu Torfa Guðs blessunar. Minning hans er ljós í lífi okkar. Þín tengdadóttir, Kolbrún. Elsku Afi. Við trúum því ekki að þú sért farinn frá okkur. Margs er að minnast. Hvar á að byrja? Á að byrja þegar ég kem í heiminn og þú færð fjórar gráslepputunnur? Man eftir því þegar við systkinin vorum lítil og við vorum hjá ömmu og við hlupum niður túnið þegar þú komst í land þar sem þú landaðir hrognunum og svo sigldum við yfir með þér að stóru bryggjunni eins og við kölluðum það. Þá fékk ég oft að taka í stýrið og það var mjög gaman. Og allar siglingarnar sem ég fór með þér á Skúlanum á sjó- mannadaginn. Þegar þú komst heim í Tungu á veturna fórstu með okkur systk- inunum á skauta. Ótalmargar ferð- ir sem við fórum út í Kollsvík þar sem þú byrjaðir að róa tólf ára gamall úr verinu og þar fræddir þú okkur um lífið í verinu og hvernig þetta hefði allt saman verið. Allar ferðirnar í Fjarðarhorn þar sem þú og amma og öll fjölskyldan dvaldist eina helgi. Ein ferðin er mér minnisstæð, þegar ég fór með þér alla leið fram að fossi að veiða. Og þú kenndir mér að beita, þræða maðk á öngul og þræða flotholt. Það er svo margs að minnast. Á maður að taka stökk og bera niður þegar maður er orðinn tvítugur? Þegar ég bjó hjá þér og ömmu og vann á fiskimarkaðnum. Þið voruð alltaf tilbúin með mat og það var eldað ofan í mig og allt haft fyrir manni, þó maður kæmi seint heim úr vinnunni og jafnvel komstu með mat og kaffi niður eftir til mín. Svo fór ég að vera sjálfur til sjós og þú lagðir mér lífsreglurnar, á hverju maður ætti að passa sig, öllu hlera- og víradótinu og að klæða sig nógu vel. Þú hafðir alltaf áhuga á hvernig fiskaðist og hvar við höfðum verið og ef við höfðum verið á veiðisvæði sem þú þekktir til, þá náðir þú í blað og penna og teiknaðir upp veiðisvæðið og sagðir mér hvernig botninn væri, hvar væri hætta á að festa, á hverju ætti að passa sig og hvernig best væri að toga. Gaman er að sjá að báturinn þinn, Skúlinn, skuli verða varð- veittur á minjasafninu á Hnjóti en mættu þeir sem þar ráða ferðinni þó sýna honum meiri sóma. Man hvað þú varst klökkur þeg- ar við skírðum son okkar í höfuðið á þér. Hann segir alltaf afa dugga- dugg þegar við keyrum framhjá Skúlanum. Alltaf varstu tilbúinn með myndavélina, hvort heldur það var vídeókameran eða ljósmynda- vélin, að taka myndir af nafna þín- um, sem verða honum dýrmætur fjársjóður þegar hann verður eldri. Þú fórst í margar veiðiferðir um ævina, bæði á sjónum og eins að veiða í ám og vötnum, en svo skyndilega hefur síðasta veiðiferð- in verið farin. Minning þín lifir í huga okkar. Róbert, Unnur og Torfi Þór. Geymdu æskublómann best, sem berðu á sálu þinni. Gættu þess hann hefur mest, gull á framtíðinni. Elsku besti afi minn er dáinn. Hann er farinn upp til himna og situr þar og fylgist með okkur. Þessa vísu skrifaði hann einu sinni niður og gaf mér. Mér finnst hún passa ósköp vel við hann. Hann geymdi svo sannarlega æskublóm- ann sinn vel. Hann var alltaf glaður og hress. Frá því ég man fyrst eftir honum var hann ánægður með lífið, lét sér aldrei leiðast og þótti óskap- lega vænt um alla í kringum sig. Þegar ég var pínulítil lenti hann í slysi og slasaðist á hendi. Á spít- alanum hjálpaði ég honum að klæða sig í sokkana sína. Þegar ég var lítil fórum við í berjamó saman og einnig að veiða. Honum fannst fátt eins skemmti- legt og að veiða. Ég man sérstak- lega eftir Fjarðarhorni. Afi átti bát sem hét Skúli. Þegar ég og systir mín vorum í heimsókn hjá ömmu og afa á sumrin fengum við að fara upp í bátinn. Það fannst mér ótrú- lega gaman. Sum kvöld, þegar við sáum út um eldhúsgluggann henn- ar ömmu að báturinn var að koma að bryggju, þá hlupum við niður eftir til að taka á móti afa og pabba. Afi kenndi mér að spila Marías og Lombert og þá lögðum við eldspýtur undir í staðinn fyrir peninga. Þegar afi kom í bæinn vildi hann horfa á allar bekkjar- skemmtanir og fótboltaleiki. Hann vildi alltaf hafa videóupptökuvélina með. Afi var ávallt áhugasamur og vildi taka þátt í því sem gerðist í lífi okkar systranna. Nokkrum dögum áður en hann lést spurði hann mig hvenær ég myndi út- skrifast sem stúdent, svo hann gæti örugglega komið í veisluna. Honum fannst frábært að sjá barnabörnin sín ná sér í menntun og var afar stoltur. Afi vildi öllum vel og var alltaf til í að spjalla – við alla, meira að segja ókunnuga. Hann spurði alltaf vinkonur mínar: ,,Hverra manna ert þú?“ og spjallaði svo heillengi og hló. Oft sagði hann heilræði og vísur. Afi sagði mér hvernig jólin voru hjá honum þegar hann var barn og hann sagði mér frá því þegar hann kynntist ömmu. Hann kenndi mér ýmislegt um fiska og net og sagði mér frá bátunum sem hann var á þegar hann var ungur. Fyrir nokkrum árum fékk hann orðu á sjómannadeginum. Ég var svo ánægð og stolt að eiga svo merkilegan mann fyrir afa. Afi var bjartsýnn á lífið og já- kvæður. Sama hvað bjátaði á var hann ánægður og gaf sér alltaf tíma fyrir mig. Mér þótti óskaplega vænt um hann afa minn og mun sakna hans mikið. Ég veit að núna líður honum vel. Þín sonardóttir, Dagbjört Ásta. Elsku afi. Nú situr þú á himnum og horfir niður til okkar. Þú fylgist með þeim sársauka og söknuði sem fer um okkur. Ég minnist þín, þú varst ætíð hress og glaður. Ánægð- ur með lífið og tilveruna, ungur í anda. Sem barn eyddi ég mörgum stundum fyrir vestan hjá ykkur ömmu. Það var alltaf í nógu að snú- ast, aldrei lognmolla í kringum þig. Það þurfti að dytta að bátnum, sjá um garðinn, reka útgerð og síðast en ekki síst fara í veiði og sjá um kvikmyndaupptökur fyrir ættina. Í seinni tíð minnist ég þess hve vel þú hugsaðir um fólkið í kring- um þig, engan mátti vanhaga um neitt. Þú skynjaðir ef eitthvað var að, jafnvel þótt maður segði ekki neitt. Og þér stóð alls ekki á sama, þú komst til mín til að athuga hvort afi gæti gert eitthvað, lagað bágtið. Engu skipti hvort það var sár á tánni eða sálræn vandamál. Þessi hugulsemi og góðvilji einkenndi þig og þitt líf, gerði þig einstakan. Þú varst höfuð fjölskyldunnar og gættir allra vel, vissir og mundir hluti um fjölskyldumeðlimina. Þannig vissum við að þér þótti vænt um okkur og að þú varst stoltur af okkur. Jafnvel þótt ég hitti þig ekki oft á ári varstu alltaf með á nótunum. Hafðir áhuga á að spjalla, fá fréttir úr vinnu og skóla og af vinum og kunningjum. Ég minnist þín með söknuði og tárum. En huggun mín er fólgin í því að ég veit þú ert kominn á betri stað þar sem lúinn og vinnuþreytt- ur líkaminn getur hvílst. Þar sem ungur andi þinn lifir áfram og lítur til með okkur hinum sem sitjum eftir. Ég mun ætíð sakna þín en minningarnar munu lifa áfram í hjörtum okkar og sögum. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terry Fernandez.) Ég bið þér guðs blessunar. Meg- ir þú hvíla í friði, elsku afi. Þín sonardóttir, Bryndís Ósk. „Afarnir mínir“ sagði þriggja ára gutti við afa sinn og Torfa frænda í kjötsúpuveislu í Kjalarlandinu fyr- ir rúmum mánuði síðan. Bræðurnir brostu að ljósum lokkum hnokkans sem lét sér þykja svo vænt um afa- bróður sinn að hann kallaði hann afa án þess að hika. En þannig var Torfi einmitt. Það var svo afskap- lega auðvelt að láta sér þykja vænt um hann. Lítil hnáta sem skreið uppí fangið á honum til að fá dálít- inn reyktan rauðmaga að naga varð hænd að honum. Síðar meir þegar hnátan kynnti tilvonandi eig- inmann til sögunnar heillaðist sá TORFI JÓNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.