Morgunblaðið - 17.09.2005, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Már GuðlaugurPálsson fæddist
í Sandgerði á Fá-
skrúðsfirði 26. maí
árið 1931. Hann lést
á Hraunbúðum,
dvalarheimili aldr-
aðra í Vestmanna-
eyjum, 8. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þuríður Guð-
mundsdóttir frá
Tjarnarkoti á
Stokkseyri og Páll
Jóhannes Guð-
mundsson frá Sandgerði á Fá-
skrúðsfirði. Systkini Más eru Pét-
ur Ólafur, f. 3. nóvember 1927;
Valdís Viktoría, f. 14. september
1929; Brynja Jónína, f. 26. desem-
ber 1935; Kristinn Viðar, f. 4. nóv-
ember 1938; Einar Sævar, f. 17.
október árið 1941, d. 6. mars 1989;
Guðmundur, f. 3.
janúar árið 1943;
Snjólaug, f. 15. mars
1944; og Jóhanna, f.
5. mars 1946. Einnig
eignuðust foreldrar
þeirra sveinbarn,
sem lést í bernsku.
Á unglingsárum
sótti Már námskeið
á vegum Vélskóla
Íslands og með þá
menntun stundaði
hann sjómennsku
meðan heilsa hans
leyfði.
Árið 1988 voru Má veitt heið-
ursverðlaun fyrir störf sín í þágu
sjávarútvegsins.
Hann var ókvæntur og barn-
laus.
Útför Más verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Meðan foreldrar okkar bjuggu á
Fáskrúðsfirði fæddust þeim fjögur
elstu börn sín en árið 1934 fluttust
þau til Vestmannaeyja og settust að
á Þingeyri við Skólaveg en bjuggu
síðan lengst af í Héðinshöfða. Árið
1955 lést faðir okkar og 1963 flutti
fjölskyldan í Pétursey og þar bjó
móðir okkar meðan hún lifði.
Þegar ég minnist Más bróður
míns, sveipast um hugann blær
hinna liðnu daga, þegar við vorum að
alast upp í stórum systkinahópi, sem
var eins og öflug keðja og hver
hlekkur hélt hinum saman, svo sam-
rýnd vorum við. Við vorum studd af
góðum foreldrum til verka og unnum
okkur áfram með þann arf, sem okk-
ur hafði hlotnast.
Már var alla tíð hlédrægur og
tamdi sér nægjusemi. Hann ræktaði
skyldur sínar í kyrrþey og gerði hóf-
samar kröfur til lífsins. Hann gat
orðið bitur, ef honum fannst eitthvað
gert á hlut sinn, en hans ríka réttlæt-
iskennd hafði sýnt honum að allt var
ekki öðrum að kenna.
Þegar hann komst á unglingsár
hafði hann þegar gert upp hug sinn
hvað varðaði framtíðina, hann ætlaði
sér að gerast sjómaður eins og faðir
hans og eldri bróðir. Sautján ára
gamall er hann skráður aðstoðar-
matsveinn á ms Helgafelli, sem
hlutafélagið Sæfell gerði út. En þótt
hraustur væri bilaði heilsan, og var
hann um tíma á Vífilsstöðum. En
hinn hrausti líkami hans vann sig
upp úr veikindunum og náði sér að
fullu.
Mér er það minnisstætt eftir að
hann kom aftur til Eyja eftir leguna
á Vífilsstöðum að Guðmundur afi á
Búðarfelli kom heim á hverjum
morgni og færði honum flösku af
maltöli með hlýlegum óskum um
góðan bata. Þegar ég lít um öxl til
bernskuáranna bregður fyrir mynd,
sem aldrei hefur máðst. Á þeim ár-
um var Roy Rogers aðal kvikmynda-
hetjan, og á hverjum sunnudagi hóp-
uðust unglingar í samkomuhúsið til
að líta hana augum og æfa hetjudáð-
ir hans að lokinni sýningu.
Svo var það einu sinni á sumar-
degi, að margir okkar kvikmynda-
gesta vorum vestur í hrauni með tré-
byssurnar í miklum hasarleik að það
kvað við skothvellur og við sáum
gömlu konuna á Brimhól hníga til
jarðar illa særða. Þar höfðu ungir
menn farið ógætilega með alvöru
skotvopn og ekki gætt sín.
Daginn eftir kom Stebbi Pól heim
í Héðinshöfða og hirti af okkur tré-
byssurnar, sem okkur þótti sárt að
missa. Eflaust hefur það vakað fyrir
pólitíinu að börn ættu ekki að vera
með slík leikföng í fórum sínum.
Aðrir leikir væru heilbrigðari.
Svo kom haustið og Már bróðir fór
í siglingu á mótorbátnum Suðurey
með fisk til útlanda. Mikið vorum við
yngri bræður hans eftirvæntingar-
fullir á komu hans, því við vissum að
eins og í öðrum siglingum, myndi
hann gleðja okkur með einhverjum
gjöfum.
Það var um nótt, sem hann vakti
okkur og útdeildi gjöfum. Og hvílík-
ar gjafir fannst okkur gylltar knall-
ettubyssur með rauðu skafti, alveg
eins og hetjan okkar í villta vestrinu
handlék af svo mikilli fimi. Auðvitað
vakti þetta mikla athygli meðal leik-
félaga, sem öfunduðu okkur af þess-
ari miklu gersemi.
Um tvítugsaldur fór Már í útgerð
með Hlöðveri Helgasyni, og gerðu
þeir um tíma út vélbátinn Vin, sem
var í eigu Árna Finnbogasonar í
Hvammi við Kirkjuveg. En síðan
reri hann lengi á Voninni með
bræðrunum frá Holti. Einn bræðr-
anna var Guðmundur, sem hann
taldi einhvern útsjónarsamasta skip-
stjóra, sem hann hefði kynnst.
Síðan tók hver báturinn við af öðr-
um. Lengi reri hann með Villa Fis-
her, öðlingsmanni frá Grímsey, sem
var skipstjóri á Hringver, í eigu
Helga Benediktssonar. Þegar Villi
flutti sig yfir á Engeyna og síðan á
Akureyna fylgdi Már honum í bæði
skiptin. En þeir bátar voru í eigu
Einars ríka. Og þegar Villi fór í sína
eigin útgerð og gerði út vélbátinn
Kóp var Már sá fyrsti, sem hann réð
til sín.
Árið 1971 keyptu hann og tveir
bræður hans, Einar og Guðmundur,
ásamt mági sínum Henry, vélbát,
sem var í eigu Einars ríka, og nefndu
hann Draupni VE 551. Árið 1973
seldi Henrý bræðrunum sinn hlut í
útgerðinni. Árið 1975 urðu nokkur
þáttaskil hjá þeim bræðrum, þegar
þeir keyptu sér stærri bát, sem þeir
skírðu Draupni VE 550. Og þann bát
gerðu þeir út til ársins 1990, að þeir
seldu Magnúsi Kristinssyni bátinn.
Eftir það fóru þeir í smáútgerð og
létu smíða fyrir sig plastbát, sem
þeir gerðu út í fáein ár. Og enn héldu
þeir sig við nafnið á hring Óðins, sem
þeir töldu happasælt þrátt fyrir ýmis
óhöpp, sem ekki gera boð á undan
sér.
Mannkostir Más bera vitni um
góðhjartaðan mann, sem aldrei
mátti neitt aumt sjá. Hann hafði líka
þann eiginleika að vega ekki að
þeim, sem minna máttu sín. Slíkt er
öllum auði betri, því í skugganum af
gleðinni standa margir. Vissulega
átti hann sína erfiðu stundir í lífinu
og honum mættu vonbrigði, en hann
yfirvann það með hjartagæsku sinni.
Kannski sátu í honum þær stundir
æskuáranna, þegar hann þurfti að
nota gleraugu eftir augnuppskurð og
sætti aðkasti. Og oft þurfti hann að
berjast fyrir heiðri sínum.
Á mánabjörtum og mildum sum-
arkvöldum var það hans yndi að
heimsækja fjölskyldu mína ásamt
systkinum okkar í sumarbústað suð-
ur í hrauni. Og minningin frá þeim
árum svaf lengi í sálu hans, og hann
minntist oft á þær stundir þegar við
sátum úti í kvöldskininu með kaffi-
bollana og ræddum saman hjá
snarkandi varðeldinum. Þá skein
veröldin í öllum sínum regnbogans
litum
Við endalok mannlegrar tilveru
sjáum við best hvers virði mann-
gæskan er. Börn hændust að Má,
hann hefði verið vís til að gefa þeim
það mikilsverðasta af sjálfum sér ef
þess hefði verið óskað. En öll hans
tilvera var bundin hinni stórbrotnu
náttúru sem umlykur okkur.
En þegar skynjun og vitund hurfu
inn í hinn djúpa dal gleymskunnar
fannst honum fjara undan tilveru
sinni og sætti sig ekki við það hlut-
skipti. Á Hraunbúðum dvaldi hann
síðustu mánuði lífsins, í umsjón hins
óþreytandi og elskulega starfsfólks
þeirrar stofnunar, sem á miklar
þakkir skilið.
MÁR GUÐLAUGUR
PÁLSSON
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur vinarhug og hlýju við andlát og útför
HARALDAR STEINÞÓRSSONAR,
Neshaga 10,
Reykjavík.
Þóra Sigríður Þórðardóttir,
Steinþór Haraldsson, Guðríður Hulda Haraldsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson,
Elín Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SVEINBJARGAR GEORGSDÓTTUR,
Hæðargarði 35,
Reykjavík,
fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
19. september kl. 11.00.
Ólöf Haraldsdóttir, Stefán Aðalsteinsson,
Einar Haraldsson, Guðrún Ásgeirsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Jóna Jóhannsdóttir,
Helgi Már Haraldsson, Ingibjörg Heiðrún Sigfúsdóttir,
Magnús Þór Haraldsson, Þórey Magnúsdóttir,
Haraldur Þór Stefánsson, Kolbrún Tobiasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Föðurbróðir minn,
MAGNÚS GÍSLASON
frá Stöðvarfirði,
síðast til heimilis á Uppsölum, Fáskrúðsfirði,
verður jarðsunginn frá Stöðvarfjarðarkirkju
laugardaginn 17. september kl. 14.00.
Hans Eiríksson.
Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLI BERGHOLT LÚTHERSSON
húsvörður,
Ásbraut 21,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 19. september kl. 13.00.
Svana Svanþórsdóttir,
Ragna Óladóttir, Eiríkur G. Guðmundsson,
Kristín Th. Óladóttir, Óli Sævar Laxdal,
Ásdís Óladóttir, Lúther Ólason,
barnabörn og barnabarnabarn.
Systir mín og mágkona,
GRÓA SÓLBORG JÓNSDÓTTIR
frá Stóra-Sandfelli,
lést fimmtudaginn 15. september.
Jóna Kristbjörg Jónsdóttir, Magnús Stefánsson.
Okkar ástkæra móðir, dóttir og systir,
MATTHILDUR VICTORÍA HARÐARDÓTTIR,
lést af slysförum laugardaginn 10. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Vigfús Daði Vigfússon, Arnar Freyr Vigfússon,
María Jóhannsdóttir,
Hörður G. Albertsson,
Guðný, Auður og Erla Ruth Harðardætur
og aðrir elskandi ástvinir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar,
INGU JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR,
Kópavogsbraut 86,
Kópavogi.
Hulda Björg Sigurðardóttir,
Haukur Sigurðsson,
Anna Margrét Sigurðardóttir,
Ólafur Atli Sigurðsson
og fjölskyldur.
Móðir okkar,
MARGRÉT Ó. THORLACIUS,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fimmtudaginn 15. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur Þór, Guðfinna og Margrét Thorlacius.
BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON
Keilusíðu 9a,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu-
daginn 4. september.
Útför hans hefur farið fram.
Kristín Stefanía Kristjánsdóttir
og fjölskylda.