Morgunblaðið - 17.09.2005, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 55
MINNINGAR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Brimaldan brotnar við ströndina,
þar sem spor hans liggja, og þótt
tröllaukinn veðrahamur og rísandi
hafaldan skelli á bergi bláu þá eru
átthagarnir ávallt fegurstir. Við
systkinin þökkum þér fyrir allt, sem
þú gerðir fyrir okkur. Ég efast ekki
um að við fótskör almættisins hjá
lindinni tæru bíði foreldrar okkar og
taki þig í faðm sinn.
Far vel til fegri heima, kæri bróð-
ir.
Kristinn Viðar Pálsson.
Hinn 8. september fengum við
símtal frá Íslandi, Moddi mágur
minn og vinur var látinn. Þetta kom
ekki að óvörum, Moddi hafði átt við
veikindi að stríða um nokkurt skeið.
Við hjónin áttum heima í Dan-
mörku í nokkur ár og var Moddi
fastur sumargestur hjá okkur. Þenn-
an tíma auðnaðist mér að kynnast
honum betur, hans bestu hliðar
komu fram og hann hlakkaði alltaf til
að koma í heimsókn.
Við fórum víða um og alltaf fannst
honum jafn gaman.
Já, minningarnar eru alltaf til
staðar og við munum sakna hans.
Jóhanna kona mín hefur alltaf litið
á hann sem staðgengil föður síns,
sem lést þegar hún var á barnsaldri.
Már var alltaf til staðar.
Hér með kveðjum við góðan vin,
frænda og bróður.
Henry Mörköre , Jóhanna,
börn og fjölskyldur þeirra.
Ég sit hérna fjarri heimaslóðum
og rifja upp minningar um hann
frænda minn, Modda, eins og hann
var alltaf kallaður. Langar mig að
minnast hans í fáum orðum. Af nógu
er af taka og byrjar minningin þegar
ég man fyrst eftir mér í Pétursey á
Hásteinsveginum. Moddi var góð-
mennskan uppmáluð og mátti ekki
neitt aumt sjá. Ég var svo lánsamur,
ásamt systur minni, að fá að alast
upp með þessum öðlingi, þar sem
aðrir í heimili voru tveir bræður
hans, amma mín og móðir. Bræðurn-
ir voru sjómenn og gerðu út bátinn
Draupni VE sem var aðgangur mik-
illa ævintýra fyrir lítinn Eyjapeyja.
Fékk ég að fara með í ófáar sjóferð-
irnar með þeim bræðrum og var allt-
af jafngaman. Var alltaf vel passað
upp á drenginn. Að alast upp með
sjómönnum er bæði góður og
skemmtilegur skóli. Á sjónum verða
allir að taka til hendinni og þeir sem
ekki gera það fá að heyra það óþveg-
ið. Geta orðaskiptin verið hörð og
beinskeytt en sanngjörn. Aldrei voru
menn að erfa eitt eða neitt og flest
gleymt yfir næsta kaffibolla í lúk-
arnum. Hvað sem á gekk þá skipti
Moddi aldrei skapi eða hækkaði
rödd sína, heldur hélt hann áfram
með sitt með eljusemi sinni og hóg-
værð. Á sjónum leið honum best,
hvort sem það var uppi á dekki í að-
gerð, á spilinu eða niðri í vélarrúmi
að pússa vélina. Enda var vélarrúm-
ið í Draupni vel þekkt fyrir mikla
snyrtimennsku og gott aðgengi og
lagði Moddi mikinn metnað í að hafa
vélarrúmið fínt.
Í uppvexti mínum sýndi Moddi
mér alltaf mikinn áhuga hvort sem
um var að ræða nám eða leik. Var oft
fylgt með á leiki þegar mitt lið spilaði
og hvatt til dáða og seinna þegar ég
hóf nám vantaði ekki stuðning og
áhuginn var alltaf til staðar, þó að
fjarlægðin á milli okkar ykist. En
þegar komið var heim til Eyja í
jólafríum og sumarfríum var þráð-
urinn tekinn upp og tekinn langur
bryggjurúntur og farið kringum
Helgafell og síðan setið yfir kaffi-
bolla í eldhúsinu í Pétursey. Seinna
eftir að ég og Ester höfðum eignast
börnin okkar var mikil gleði í bæ
þegar komið var í heimsókn. Því
Moddi var mjög mikil barnagæla og
áttu mín börn yndislegar stundir
með honum, eins og ég og systir mín
áttum þegar við vorum lítil. Reyndar
var það þannig að öll börn drógust að
honum og var hann mjög ánægður
með það, og einna best þótti honum
þegar hann var kallaður Moddi afi.
Jafnvel þótt ég hafi flutt til út-
landa þá kom Moddi í heimsókn til
okkar nokkrum sinnum ásamt systk-
inum sínum og voru það alltaf
skemmtilegir endurfundir. Síðasta
ferð hans til okkar var sl. sumar og
þá sá ég að heilsu hans var farið að
hraka, en engu að síður áttum við
góðan tíma saman.
Þessir síðustu mánuðir hafa verið
honum erfiðir vegna veikinda en vel
var hugsað um hann af nánustu ætt-
ingjum, og ekki verður hallað á
neinn þótt nefnt verði að móðir mín
og systir hafa verið stoð hans og
stytta í veikindum hans. Einnig hef-
ur hann fengið frábæra umönnun hjá
starfsfólki Hraunbúða í Vestmanna-
eyjum.
Ég þykist viss um að Moddi kveð-
ur þennan heim saddur lífdaga og
sáttur við sitt og sína.
Ég vil bara kveðja frænda minn og
þakka honum samfylgdina og bið
góðan Guð að geyma góðan dreng.
Páll Hallgrímsson.
Eitt af því sem trónir hvað hæst
þegar litið er yfir farinn veg, eru
bernskuminningarnar. Vestmanna-
eyjar eiga stóran hlut af þeim, og
ekki síst fjölskylda móður minnar.
Segja má að svo til allan sjötta ára-
tuginn hafi ég verið hjá ömmu á
sumrin, fyrst í Héðinshöfða og síðan
í Pétursey.
Ég er raunar fæddur í Eyjum og
bjó þar fyrstu ár ævinnar.
Það er svo skrýtið, að það skein sól
alla daga í Eyjum á þessum árum.
Ég veit ekki hvort það er þannig enn
í dag. Amma, bræður mömmu og
systur skipa því stóran sess í lífi
mínu á þessum uppvaxtarárum mín-
um.
Strákarnir en svo voru bræðurnir
alla tíð kallaðir, stunduðu sjóinn.
Fyrst voru þeir á bátum sem aðrir
gerðu út. Már var lengi á Kóp Ve 11.
Það var gaman að horfa bátinn koma
inn um hafnarkjaftinn drekkhlaðinn
síld. Biðum við vinirnir á kajanum
eftir að landfestar höfðu verið festar.
Það var enginn efi í huga lítils
drengs þegar hann horfði á frænda
sinn stökkva frá borði, að þetta
skyldi líka verða hans hlutskipti, að
verða sjómaður.
Már var með hærri mönnum,
grannur og fríður sýnum. Hann var
með afbrigðum vænn maður og að
sama skapi hógvær. Hann var því
frábær fyrirmynd átta ára drengs.
Atvinnulífið í Eyjum á þessum ár-
um var afar fjörugt, sérstaklega á
vetrar- og sumarvertíðum. Vissulega
var atvinnan einhæf eins og gengur
og gerist í sjávarplássum. En alls
ekki leiðinleg. Allir sem vettlingi
gátu valdið fengu vinnu. Það átti við
um okkur börnin líka. Rútan frá
frystihúsinu stoppaði beint fyrir
framan Pétursey. Það var alltaf jafn
spennandi fyrir ungan svein að stíga
upp í rútuna með nestið sitt og hefja
vinnudaginn eins og fullorðna fólkið.
Með þessari sumarvinnu held ég
að ég hafi náð að öðlast innsýn í
hvers konar umhverfi hann hafi
sjálfur alist upp í. Lífsbaráttan á
uppvaxtarárum Más í Eyjum krafð-
ist þess hreinlega að börn færu á
vinnumarkað mjög ung. Sömu kröfu
gerði reyndar einnig atvinnulífið. Þá
er ég ekki að tala aðeins um blá-
sumarið, heldur allan ársins hring.
Snemma á áttunda áratugnum
fóru bræðunir að gera út sinn eigin
bát, Draupni Ve 550. Voru þeir ýmist
á trolli eða á netum. Ég var svo
heppinn að fá að vera með þeim eina
vetrarvertið á Draupni. Það var vet-
urinn 1975–76. Næturnar sem við
löbbuðum niður Heiðarveginn á leið
um borð í Draupni eru mér afar dýr-
mætar minningar um þessa frábæru
félaga.
Með ótímabæru fráfalli Einars
bróður Más eftir erfið veikindi 1989,
varð til tóm hjá fjölskyldunni í Pét-
ursey, sem aldrei varð fyllt. Sama ár
deyr einnig Þuríður amma okkar,
sem var eins konar sameiningartákn
fjölskyldunnar. Hverfulleiki lífsins
lætur engan ósnortinn, en ásættan-
legur verður hann að vera.
Það er sárt til þess að hugsa, að
síðastliðin ár hefur samband mitt við
Vestmannaeyjar og ættingja verið af
afar skornum skammti. Ég hef
fylgst með úr fjarlægð. En þegar
andlátsfréttir berast, spyr maður
sjálfan sig, hvers vegna þessi fjar-
lægð, þegar hennar er ekki þörf?
Már verður greyptur mér í minni
þau ár sem mér auðnast að lifa hér á
jörðu í viðbót. Ég og mín fjölskylda
vottum systkinum og aðstandendum
innilegustu samúð okkar.
Guðmundur Einarsson.
Elsku Moddi, þú kvaddir mig
hinstu kveðju nokkrum dögum fyrir
andlát þitt með orðunum: „Bless,
Þura mín, við sjáumst aftur einhvern
tímann einhvers staðar.“ Það er erf-
itt að koma kveðjuorðum á blað um
eins yndislegan mann og þú varst.
Ég var svo heppin að fá að alast upp
á þínu heimili fyrstu æviár mín
ásamt bróður mínum, móður, ömmu
og bræðrum þínum Gumma og Ein-
ari. Fyrsta minning mín um þig, þá
sit ég í fanginu á þér, en í þessu fangi
fundu öll börn öryggi og hlýju. Þú
stóðst við hlið mér þegar ég tók mín
fyrstu skref og leiddir mig út í lífið
með þinni einlægu umhyggju. Hlýja
þín og góðmennska var þitt aðals-
merki. Umhyggja þín í garð okkar
systkina var einlæg, enda reyndust
þið bræðurnir okkur eins og bestu
feður hver á sinn hátt. Þú varst bón-
góður og alltaf tilbúinn að rétta
hjálparhönd. Þú hvattir mig áfram
til að læra og gerðir við mig samning
um að ef ég stæði mig vel, myndir þú
bjóða mér til Danmerkur. Þessi ferð
varð sú eftirminnilegasta sem við
fórum saman. Þarna vorum við öll
saman í góðu yfirlæti hjá Jóhönnu
systur þinni. Þar varst þú í aðalhlut-
verki innan um systkini þín og systk-
inabörn sem öll voru þér svo kær.
Þegar ég eignaðist sjálf börn, hænd-
ust þau að þér. Fátt fannst þeim
skemmtilegra en að fara til þín til
Vestmannaeyja og vera í Modda-
húsi.
Það var okkur öllum erfitt að
fylgjast með hvernig heilsu þinni
hrakaði og þú varst ósáttur við að
vera háður aðstoð frá öðrum.
Þegar ég lít til baka er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa fengið að
hafa þig í mínu lífi, þú varst mér svo
kær og ég vona að ég hafi getað laun-
að þér þó ekki sé nema brot af þeirra
góðmennsku og væntumþykju sem
þú hefur sýnt mér í gegnum tíðina.
Þó ég viti að þú hafir kvatt þetta líf
sáttur, er sárt að eiga ekki eftir að
hitta þig aftur, faðma þig og fá frá
þér hlýja brosið sem sagði meira en
þúsund orð. Ég kveð þig Moddi með
sömu orðum og þú kvaddir mig: „Við
sjáumst aftur einhvern tímann, ein-
hvers staðar.“ Guð geymi þig.
Þín frænka
Þuríður Geirsdóttir.
Elsku Moddi, ég man eftir síðasta
deginum þegar ég hitti þig. Þá
varstu ekkert veikburða.
Þú kvaddir heiminn alveg sáttur
því þú varst orðinn svo veikur. Núna
ertu uppi hjá guði og þar líður þér
vel. En það eina sem við vitum þegar
við fæðumst er að við deyjum. En ég
veit að þú lifir alltaf í minningunni.
Um daginn fann ég mynd af þér með
mig í fanginu þegar ég var lítil og ég
hengdi hana upp á vegg og bið alltaf
fyrir þér á kvöldin.
Þetta var mesta sorg sem ég hef
upplifað þegar mamma kom inn í
stofu og sagði okkur að þú hefðir lát-
ist. En ég var heppin að fá að kynn-
ast þér því þú gerðir líf mitt að
mörgu leyti betra. Ég man að alltaf
þegar þú komst í heimsókn þá stökk
ég upp í fangið á þér og þar leið mér
vel.
Mér fannst alltaf svo gaman að
koma til Vestmanneyja til þín og
Gumma. Í húsinu þínu var alltaf svo
hlýtt og notalegt. Þegar ég kom í
heimsókn brostirðu og tókst mig í
fangið. Ég á aldrei eftir að gleyma
þér því þið Gummi eruð eins og afar
mínir.
Mér þótti svo vænt um þig og þyk-
ir það ennþá.
Við sjáumst aftur.
Þín elskandi frænka
Sara.
Elsku Moddi, ég sakna þín mjög
mikið og mun alltaf gera það. Þú
varst alltaf eins og afi minn. Þú varst
svo veikur og nú líður þér vel og guð
mun passa þig. Ég elska þig mjög
mikið og á aldrei eftir að gleyma þér.
Ég bið bænirnar og tala við þig
hvern einasta dag.
Þín frænka
Anna Snjólaug.
Elsku besti afi.
Skyndilega ertu far-
inn á betri stað. Við hefðum viljað
eiga fleiri stundir með þér en þín
var beðið annars staðar. Þú munt
alltaf lifa í minningu okkar. Við
systkinin vorum oft í pössun hjá
ykkur ömmu þegar mamma okkar
var í skólanum og pabbi á sjó. Þá
kenndir þú okkur á spil og spilaðir
á munnhörpuna fyrir okkur og
söngst fyrir okkur. Við fórum
ósjaldan með ykkur ömmu í bústað
og að veiða sem okkur þótti rosa-
lega skemmtilegt. Einnig munum
við vel þegar þið amma komuð með
okkur til Spánar fyrir nokkrum ár-
um. Þér þótti nú ekkert alltof gott
að vera í hitanum og hélst þig í for-
sælunni ólíkt ömmu sem er meira
fyrir að vera í sólinni. Þegar við
komum í heimsókn til ykkar ömmu
tókstu vel á móti okkur, og vorum
við alltaf velkomin. Í dag þykir okk-
ur gaman að rifja upp ýmis minn-
ingabrot úr þessum heimsóknum,
t.d. stundum þá yngdirðu okkur
upp um nokkur ár og þá vissi maður
ekki hvort þú værir að grínast eða
bara farinn að gleyma. En okkur
grunar að stundum hafirðu nú verið
að grínast en hina stundina verið
orðinn gleyminn. Oft varstu líka
stríðinn og birtist það þegar við
komum í heimsókn með börnin okk-
ar og þá skemmtirðu þér vel.
Æ, afi þú varst alltaf svo góður
og skemmtilegur og mikill
skemmtikraftur í þér. Þú vildir
okkur öllum svo vel. Arnóri Sindra
ERLENDUR KRISTJÁN
VIGFÚSSON
✝ Erlendur Krist-ján Vigfússon
fæddist í Hrísnesi í
Barðastrandar-
hreppi 24. septem-
ber 1926. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut að-
faranótt 11. ágúst
síðastliðins og var
útför hans gerð í
kyrrþey 22. ágúst
síðastliðinn.
og Tristani Mána
hennar Jóhönnu
fannst mjög gaman
þegar að þú spilaðir
fyrir þá á munnhörp-
una og lánaðir þeim
hana til að spila á.Við
hefðum óskað okkur
fleiri stunda með þér
en fáum því miður
engu um það ráðið.
Ekkert verður eins án
þín.
Okkur langar að
kveðja þig með þess-
um texta:
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra,
við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn, minn faðir, lífsins ljós,
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur, þú ert mín lífsins rós,
tak burt minn myrka kvíða,
þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn, láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól,
láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál,
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku amma, megi guð veita þér
styrk á þessum erfiða tíma.
Hér kveðjum við þig, elsku afi,
með þakklæti og miklum söknuði.
Þú munt lifa í minningu okkar.
Þín afabörn.
Jóhanna, Haukur,
Erla og Selma.
Góði Jesú, læknir lýða,
líkna mér, sem flý til þín;
þjáning ber ég þunga og stríða,
þreytt er líf og sálin mín.
Sjá, mitt tekur þol að þverra,
þú mér hjálpa, góði herra;
mín svo dvíni meinin vönd,
milda þína rétt mér hönd.
Sendu mínu særðu hjarta
sannan frið í lífi og deyð,
lát þitt náðar-ljósið bjarta
lýsa mér á hættri leið.
Lát þitt ok mér indælt vera,
auk mér krafta það að bera,
unz ég fæ þitt auglit sjá
og þér sjálfum vera hjá.
(Brandur Ögmundsson.)
Það er komið að kveðjustund eftir
rúmlega 30 ára kynni.
ÓLAFUR RAGNAR
KARLSSON
✝ Ólafur RagnarKarlsson mál-
arameistari fæddist
í Reykjavík 11. jan-
úar 1929. Hann lést
á Landakotsspítala í
Reykjavík 4. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 12. septem-
ber.
Rifjast þá upp
margar góðar sam-
verustundir frá því að
vera nágrannar og síð-
ar vinir.
Óli og Hrefna voru
mjög samheldin og
gott að vera með þeim.
Voru margar ferðir í
Skólagerði og dalinn,
þar sem þau höfðu
sumarhús til margra
ára og nú síðast í Nú-
palind.
Viljum við hjónin
þakka áralanga vin-
áttu og sendum Hrefnu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
samúðarkveðjur. Megi guð styrkja
ykkur.
Sigríður og Sverrir.