Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 70

Morgunblaðið - 17.09.2005, Page 70
70 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ TERRY George, leikstjóri mynd- arinnar Hotel Rwanda, veitti á dögunum Jöklinum viðtöku, verð- launagrip kvikmyndahátíðarinnar Iceland International Film Festival (IIFF), sem haldin var í apríl. Ís- lenskir kvikmyndahúsagestir kusu myndina þá bestu á hátíðinni, en hún fjallar um sögu Pauls Rusesa- bagina, sem skaut skjólshúsi yfir rúmlega 1.000 Tútsí-flóttamenn á meðan milljón manna lét lífið í átökum Tútsí og Hútú-ættbálkanna í landinu. George sagði við þetta tækifæri að vel kæmi til greina hjá honum að taka kvikmynd upp á Íslandi, ef aðstæður hér hentuðu handritinu. Aðstandendur IIFF notuðu tæki- færið til að bjóða George til lands- ins þegar næsta mynd hans yrði frumsýnd hér og hann tók afar vel í það. „Ekki spurning, ef tímasetn- ingin passar,“ sagði hann. George sagðist einu sinni hafa komið til Ís- lands, „en ég fór aldrei af flugvell- inum.“ George var spurður hvort til- gangurinn með gerð Hotel Rwanda hefði verið að hrista aðeins upp í fólki, en myndin fékk mikla fjöl- miðlaumfjöllun víðs vegar um heim. „Algjörlega. Krafturinn í sögu Paul Rusesabagina gerði mér kleift að segja allt sem mig langaði að segja varðandi þennan harmleik og hvað er í gangi í álfunni og ég vildi að heimurinn sæi hvað væri að gerast.“ Um Jökulinn sagði George: „Það er alltaf gott að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera og vita til þess að fólk hlustar og tekur eft- ir þeim skilaboðum sem maður sendir frá sér.“ Næsta verkefni hans er mynd sem kallast American Gangster. Þar er um að ræða sanna sögu eit- urlyfjasala í Harlemhverfi New York-borgar, sem gerist á seinni hluta sjötta áratugarins. Terry George kampakátur með Jökulinn, verðlaunagrip hátíðarinnar Iceland International Film Festival. Kemur til greina að gera mynd á Íslandi Kvikmyndir | Terry George fékk Jökulinn afhentan BLÁSIÐ verður til veislu í Stúdentakjallaranum í kvöld, þegar hljóm- sveitin Days of Our Lives kemur fram á kveðjutónleikum, en hún er á leið- inni til Englands í kynningarferð, þar sem hún mun spila á nokkrum tón- leikum. Ásamt Days of Our Lives spila sveitirnar Hoffman og Reykjavík! á tónleikunum, sem hefjast kl. 22.00. Aðgangur er ókeypis. Liðsmenn Days of Our Lives. Kveðjutónleikar Days of Our Lives MIÐASALA á tónlistarhá- tíðina Iceland Airwaves 2005 hefst á mánudaginn. Hátíðin fer fram í sjöunda sinn helgina 19.-23. októ- ber og líkt og undanfarin ár eru tónleikastaðirnir all- ir í miðborg Reykjavíkur. Aðaltónleikastaðir hátíðarinn- ar verða NASA, Gaukur á Stöng, GrandRokk, Pravda og Loftkast- alinn, sem bætist við í ár. Þar verður spilað í tveim- ur sölum, litlum og stórum. Í fyrra var uppselt á Airwaves í fyrsta sinn og vill Hr. Örlygur, skipu- leggjandi hátíðarinnar, hvetja fólk til að tryggja sér miða í tíma. 3.000 miðar verða til sölu á hátíðina hérlendis. Miðasala á Iceland Airwaves að hefjast Miðasala á Iceland Airwaves 2005 fer fram í verslunum Skífunnar (Laugavegi, Kringlunni og Smáralind) og á Midi.is. Miðaverð er 5.700 krónur, auk mið- agjalds söluaðila. kl. 2, 4 og 6 Í þrívíddSýnd kl. 1.45 B.i 10 ára Sýnd kl. 2 og 3.50 ísl tal Sýnd kl. 4 ísl tal (kr 400)Sýnd kl. 10 b.i. 16 ára Sími 564 0000í i Miðasala opnar kl. 13.15i l r l. 5. Sýnd kl. 8 og 10.20 Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 4(kr 400), 6 og 8 b.i. 14 ára O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l.       TOPPFIMM.IS  DV  KVIKMYNDIR.IS kvikmyndir.comkvik yndir.co Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Til að hafa stjórn á hrottum og illmennum er sett á laggirnar sérstök sveit sem kallar sig Night Watch! il að hafa stjórn á hrottu og il ennu er sett á laggirnar sérstök sveit se kal ar sig ight atch! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára Fyrsti hluti í epískum fantasíu þríleik Aldrei annað eins hefur sést í bíó hérlendis áður! Mynd sem slegið hefur í gegn! Missið ekki af þessari Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórs krýtinn f élaga! FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! Sýnd kl. 6, 8 og 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.