Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BOLLI Thoroddsen, formaður Heim- dallar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann gefi kost á sér annað kjörtímabil sem formað- ur, á aðalfundi 27. september nk. Í yfirlýsingu hans segir m.a.: „Á því starfsári sem nú er að ljúka hefur megináhersla stjórnar félagsins verið að efla og opna Heimdall með því að fjölga virkum fé- lagsmönnum. Það hefur tekist með miklum fjölda vel- sóttra málefna- funda, auk skemmtana sem við höfum staðið fyrir. Hægt er að fullyrða að engin stjórnmálahreyfing ungs fólks hér á landi hefur í dag á að skipa jafn- mörgum virkum félagsmönnum. Heimdallur er jafnframt fjölmenn- asta ungliðafélag landsins og lykilat- riði að gefa sem flestum tækifæri til að starfa, finnast þeir velkomnir og eiga heima í starfi félagsins.“ Bolli segir ennfremur að nái hann kosningu muni hann beita sér fyrir því að aðaláhersla Heimdallar á kom- andi vetri verði að losa borgarbúa undan valdaþreytu, eyðslu- og skuldaáráttu vinstri manna, og byggja hér upp borgarsamfélag heil- brigðra stjórnarhátta sem treystir borgurum fyrir ákvörðunum um eigin málefni. Gefur áfram kost á sér sem formaður Heimdallar Bolli Thoroddsen DR. LAUREL Anne Clyde, pró- fessor við Bóka- safns- og upplýs- ingafræðiskor Háskóla Íslands, varð bráðkvödd í Reykjavík 18. sept- ember, 59 ára að aldri. Anne fæddist 7. febrúar 1946 og var ástralskur ríkis- borgari. Anne Clyde kom fyrst til Íslands í júlí 1987 á ráðstefnu Alþjóðlegu skóla- safnasamtakanna, IASL. Hún var gistikennari við Há- skóla Íslands 1990–1991, varð dós- ent 1. janúar 1993 og var prófessor frá 1. apríl 1996. Anne lauk BA-prófi 1965, Dipl. Ed.-prófi 1966 og MA-prófi 1973 frá University of Sydney og dokt- orsprófi (Ph.D.) 1981 frá James Cook University of North Queens- land. Hún var lektor við Townsville Col- lege of Advanced Education í Ástralíu 1977–1978, lektor við Charles Stuart University, Wagga Wagga í Ástralíu 1982–1984, dósent við Edith Cowan University í Perth, Ástralíu 1984–1990 og dósent við Uni- versity of British Columbia í Kanada 1991–1993. Anne Clyde lagði mikið af mörkum til kennslu í bókasafns- og upplýs- ingafræði hér á landi. Einnig tók Anne ríkan þátt í al- þjóðlegu starfi á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Hún var m.a. formaður fastanefndar IFLA um skólasöfn og upplýsingamiðstöðvar og vefstjóri alþjóðlegu skólasafna- samtakanna, IASL. Laurel Anne Clyde var ógift og barnlaus. Andlát LAUREL ANNE CLYDE HÁSKÓLINN í Reykjavík fékk lóðina við Öskjuhlíð endurgjalds- laust frá Reykjavíkurborg líkt og lóðir sem Háskóli Íslands hefur fengið í Vatnsmýrinni. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- nefndar borgarinnar, segir HR fá lóðina á kostakjörum vegna þess að skólinn geti laðað áhugaverð störf og fyrirtæki að borginni. Eina sem Háskólinn í Reykjavík greiðir borginni fyrir lóðina eru gatnagerðargjöld. „Í raun borga báðir skólarnir óbeint með því að laða að borginni að þessu svæði blómleg fyrirtæki og áhugaverð störf. Það má segja að Háskólinn í Reykjavík verði þriðja hjólið undir ásnum með Há- skóla Íslands og Landspítalanum en með þessu erum við í fyrsta skipti komin með svæði af lág- marksstærð til að keppa við öfl- ugustu þekkingarsvæði heimsins. Það má því segja að það sé hern- aðarleg ákvörðun að láta HR hafa þessa lóð á kostakjörum til þess að ná samfélagslegum, en líka hagræn- um markmiðum,“ sagði Dagur. Dagur sagði að vinna við skipulag lóðarinnar væri hafin og stefnt væri að því að ljúka því næsta haust. Það yrði unnið í samvinnu við fyrirtæki sem vilja vera þarna í tengslum við starfsemi háskólans. Einnig yrðu nýttar niðurstöður úr þeirri alþjóð- legu samkeppni um skipulag Vatns- mýrarinnar sem ákveðið hefur verið að ráðast í. HR greiðir ekkert fyrir lóðina Morgunblaðið/RAX VALGERÐUR Sigurðardóttir, bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði, gefur kost á sér í fyrsta sæti D-lista fyrir kom- andi bæjarstjórnarkosningar í Hafn- arfirði. Hún hefur verið bæjarfulltrúi frá 1994 og hefur sl. tvö kjörtímabil skipað annað sæti á lista sjálfstæð- ismanna. Þar af var hún forseti bæj- arstjórnar eitt kjörtímabil. Aðspurð segir Valgerður að sér þyki eðlilegt í ljósi þess að núverandi oddviti, Magnús Gunnarsson, hafi ákveðið að draga sig í hlé að hún gefi kost á sér í fyrsta sætið. Spurð um áherslur segist hún m.a. vilja útrýma bið- listum á leikskóla. „Það skiptir svo gríðarlega miklu máli að fólk sé öruggt með börn- in sín á leikskóla- plássi.“ Hún seg- ist jafnframt vilja þjónusta grunn- skólabyggingar í nýjum hverfum með þeim hætti að þær séu tilbúnar þegar börnin hefja nám við skólann og þau þurfi því ekki að vera í bráða- birgðahúsnæði til að byrja með. „Ég var formaður Hafnastjórnar um sjö ára skeið þannig að ég legg auðvitað áherslu á hafnar- og at- vinnumál, að aðstaðan sé sem best í bænum til að hafnirnar séu fýsilegur kostur fyrir fyrirtæki.“ Þá segist hún ekki síður leggja áherslu á að ævikvöld eldri borgara verði eins og best verður á kosið í Hafnarfirði. T.a.m. með efldri heimaþjónustu og vænlegri upp- byggingu þjónustuíbúða. Hún leggur jafnframt áherslu á góða fjárhagslega stöðu bæjar- félagsins og að það sé vel rekið fyr- irtæki. Valgerður gefur kost á sér í fyrsta sæti Valgerður Sigurðardóttir MAGNÚS Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, mun ekki bjóða sig fram í komandi sveit- arstjórnarkosningum. „Þetta er orðið gott,“ segir Magnús spurður út í ákvörðunina en hann hefur tekið þátt í bæjar- stjórnmálum í Hafnarfirði frá 1990 og verið oddviti Sjálfstæð- isflokksins frá 1994. Magnús hefur tekið þátt í velflestum nefndarstörf- um innan bæjarfélagsins, verið bæj- arstjóri og formaður bæjarráðs. „Þegar ég lít yfir þennan tíma þá er hann bæði búinn að vera skemmtilegur og erilsamur og ég hef kynnst mörgu góðu fólki. Nú taka við önnur viðfangsefni sem ég horfi með tilhlökkun til en að sjálfsögðu lýk ég ekki störfum fyrr en að loknu kjör- tímabili,“ segir Magnús. Býður sig ekki fram í komandi kosningum Magnús Gunnarsson HARALDUR Þór Ólason, húsa- smíðameistari og eigandi og fram- kvæmdastjóri Furu ehf., gefur kost á sér í fyrsta sæti D-lista fyrir kom- andi bæjarstjórnarkosningar í Hafn- arfirði. Haraldur, sem hefur setið í þriðja sæti listans, segir ákvörðunina um að bjóða sig fram sem oddviti hafa legið fyrir frá því í vor. Núverandi kjörtímabil er hans fyrsta í bæjar- stjórn en hann hafði setið áður sem formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði. Aðspurður seg- ist Haraldur hafa verið lengi viðloð- andi starfið í Sjálfstæðis- flokknum og gaf kost á sér sem formaður full- trúaráðsins árið 1998. Í framhaldi af því hafi hann gefið kost á sér fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar. Hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum fyrir flokkinn. Haraldur hefur starfað í fræðslu- ráði og situr nú í skipulags- og bygg- ingarráði. „Ég er búinn að flakka dá- lítið í bæjarkerfinu til þess að kynnast öllum nefndum, ráðum og málaflokkum.“ Hann leggur aðaláherslu á rekst- ur Hafnarfjarðarbæjar. „Það hefur verið megináherslumál mitt, að koma böndum á rekstur bæjar- félagsins,“ og bætir því við að hann leggi ekki síður áherslu á skipulags- mál Hafnarfjarðarbæjar. Haraldur Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti Haraldur Þór Ólason Þórshöfn | Réttað var á nokkrum bæjum í Þistilfirði á laugardaginn í blíðskaparveðri, sem verður að telj- ast til tíðinda því haustið hefur bæði verið rigningarsamt og kalt. Margir nýttu sér því blíðuna til að fara í réttirnar, svo fjölmennt var í skilaréttinni á Gunnarsstöðum. Féð var úr Hvamms- og Dalsheiði en þar voru 3ja daga göngur í sæmilegu veðri en slydda var þó einn daginn. Það er ólíkt veðráttunni í göngunum í fyrra en þá var fé mjög latrækt vegna hita. Meðalvigt fjárins var hærri en í fyrra og segja bændur það einkum vera vegna ástands heiðagróðurs en langvarandi þurrkatíð í fyrrasumar fór illa með gróður og vatnsbúskap á heiðunum. Ungir og aldnir skemmta sér jafn- an í réttunum og jafnvel þeir yngstu reyna að draga fé í dilka, með smá aðstoð frá fullorðnum. Réttarkaffið var svo drukkið úti í góða veðrinu en húsfrúrnar á Gunnarsstöðum veittu vel að sveitakvenna sið. Fjörugur réttar- dagur Morgunblaðið/Líney Steingrímur J. Sigfússon og Vala, litla dóttir hans, hjálpast að í réttunum. STEFÁN Aðalsteinsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna. Stefán lauk prófi í viðskiptafræði frá HÍ og Cand. merc. í Danmörku. Hann hefur síðan starf- að hjá endurskoðunardeild Reykja- víkurborgar, var fjármálastjóri Rauða kross Íslands og nú síðustu árin fjármálastjóri LÍN. Stefán hef- ur gegnt embættum gjaldkera og formanns Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Hann er nú formaður Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga. Nýr fram- kvæmda- stjóri BHM ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.