Morgunblaðið - 20.09.2005, Síða 21

Morgunblaðið - 20.09.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 21 MENNING Með Herði Ágústssyni list-málara hverfur sá mað-ur af sjónarsviðinu sem ótvírætt hefur gagnast íslenskri byggingarlistasögu rækilegast á síðustu öld. Og þó alls ekki víst að hann hafi áttað sig með öllu á umfangi hennar né hvað hann var að taka sér fyrir hendur þeg- ar í hans hlut kom að skrifa um arkitektúr í tímaritið Birting um miðjan sjötta áratuginn. Hið vel hannaða rit var mikil vítamínasprauta íslenskri mynd- list og bókmenntum meðan það var og hét, líkt og Helgafell þar áður, en skoðanalegaþrengra og róttækara. Ástæðan fyrir því að Hörður tók að sér skrif um arki- tektúr var hinn sérstaki áhugi hans á þeim afmarkaða geira sjónmennta, sem má rekja til við- kynningar við húsagerðarlist í Frans á námsárunum, einkum ný- viðorfa í anda Bauhaus stefn- unnar.    Hér var Charles-EdouardJeanneret-Gris (1887–1965), betur þekktur undir viðurnefninu Le Corbusier, einn af brautryðj- endum hagnýtisstefnunnar í Frakklandi, og stjörnuarkitekt í Evrópu, mikill áhrifavaldur. Einnig var Le Corbusier málari í anda hreinstefnunnar svonefndu og hafði þar mikinn metnað, drjúgur á því sviði þótt ekki næði hann sömu hæðum og í arkitekt- úr, hannaði jafnframt húsgögn og skrifaði bækur um arkitektúr. Að þessir geirar tvinnuðust svo sterkt í listsköpun Le Corbusiers ásamt með hönnun og ritstörfum, mun hafa verið Herði Ágústssyni til áleitinna þanka og uppörvunar í eigin athöfnum. Alla tíð var hann upptekinn af fræðikenn- ingum þessa mikla áhrifavalds og hugmyndum hans um mæliein- ingakerfi (módúlkerfi) er sam- ræmir hagnýti og fagurfræði og byggist á hlutföllum mannslíkam- anns. Ekki síður gagntekin af þeim hreinstefnu- módernisma sem var efst á baugi í núvið- horfum tímanna í París. Fram- sæknir voru eðlilega upp til hópa uppteknir af hreinstefnunni sem nokkurs konar framtíðarútópíu við endurreisn Evrópu úr rústum heimstyrjaldarinnar. Allt annað mál að þetta vildi ganga of langt er tímar liðu, einnegin sú rang- snúna fljótfærni að úthrópa fyrri alda byggingarstíla, einkum barokk og rókókó, eins og lengi þótti gáfulegt og ögrandi, borg- arastéttin vel að merkja seinni tíma fyrirbæri.    Kenningin fræga, leiðarstefmódernismans í arkitektúr, að bein lína, hrein og tær, væri stysta leiðin milli tveggja punkta, augljóslega rétt á blaði og teikni- bretti, en alröng væri tíminn og hreyfingin ásamt víddum rým- isins og himnaeiknum tekin með í dæmið. Hörður Ágústsson var af fyrsta árgangi Myndlistardeildar Hand- íða- og myndlistaskólans, nam þar árin 1941–43 og voru aðal- kennarar hans Kurt Zier og Þor- valdur Skúlason, sem ásamt Svav- ari Guðnasyni var helstur frumkvöðull núviðhorfa innan módernismans á Íslandi. Kynntist akademísku námi í Kaupmanna- höfn veturinn 1946–47, en hvarf þar næst til Parísar um haustið og var þar við nám og störf mest- an part til ársins 1952. Þótt Herði líkaði ekki vistin við aka- demíuna í Höfn komst hann þó í kynni við viðhorf sem trúlega áttu einhvern þátt í að hann var ekki jafnafhuga fortíðinni og margir félagar hans og skoð- anabræður. Kjörorð módernism- ans var í þá daga og um áratuga skeið; „Í listum liggur engin leið til baka“ og vildu margir og þá einkum af yngri kynslóð róttæk- linga taka það fullbókstaflega. Táknrænt að síðmódernisminn sneri blaðinu við og bygging- arlögmál mannslíkamans, sem menn voru um aldaskeið að bögglast við að koma á blað á akademíum, lengi þótt firna gam- aldags, aftur í fullu gildi, ásamt útbrotum, boga og skálínum barokksins marghataða.    Einhverju sinni hneykslast égá því við Hörð, hversu dóm- harðir listamenn hefðu verið og væru gagnvart fortíðinni, hældu sér jafnvel af því opinberlega að fara helst aldrei inn fyrir dyr safna eins og Louvre. Bætti þar- næst við, að hinir róttækustu þeirra hefðu helst viljað leggja eld að þeim öllum saman. En þá trúði hann mér fyrir því að það hefði nú einmitt verið sinn háttur að rannsaka list fortíðar á Par- ísarárunum og fyrir vikið þótt sér á báti, litinn hornauga. Módernisti í anda Parísarskól- ans var Hörður þó út í fing- urgóma er heim kom og vakti það drjúga athygli hve duglegur hann var strax í upphafi að miðla fræðum sínum. Þótti til að mynda mjög óvenjulegt, hafi það yfirhöf- uð gerst áður, að málarinn hélt fyrirlestur á fyrstu stóru sýningu sinni í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti.    Í öllum ákafa nútímans við aðhandstýra hvers konar mennt- un og stofna háskóla í aðskilj- anlegustu námsfögum, er til um- hugsunar að áhugamaður í stétt málara, sem ekki var með neinar meistaragráður í malnum, ruddi brautina til rannsókna á íslenskri byggingarlist í aldanna rás. Á seinni tímum hefur mönnum nefnilega hætt til að líta framhjá því, að úrskerandi hús rísa ekki upp, né skýjakljúfar bera við himin fyrir fulltingi prófgráð- anna einna, né að slíkar valdi straumhvörfum í listum og vís- indum. Stórum frekar sjálfsprott- inn áhugi og metnaður á ferð, þannig voru nokkrir helstu hug- myndasmiðir og stjörnuarkitekt- ar liðinnar aldar próflausir í þeirri grein. Af mörgu að taka þegar minn- ast skyldi starfsbróður og sam- kennara til margra ára, en mér þótti öðru fremur ástæða að rifja hér upp sitthvað sem skarar hið mikla afrek málarans að safna saman byggingarfræðilegum geymdum og á hann hér aðdáun mína alla. Summan af þessu er að ís- lenska þjóðin stendur í ómældri þakkarskuld fyrir lífsverk mál- arans Harðar Ágústssonar á vett- vangi íslenskrar húsagerð- arlistar. Hörður Ágústsson 1922–2005 ’Summan af þessu er aðíslenska þjóðin stendur í ómældri þakkarskuld fyrir lífsverk málarans Harðar Ágústssonar á vettvangi íslenskrar húsagerðarlistar.‘ AF LISTUM Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Einar Falur Ástæðan fyrir því að Hörður Ágústsson tók að sér skrif um arkitektúr var hinn sérstaki áhugi hans á þeim afmarkaða geira sjónmennta, sem má rekja til viðkynningar við húsagerðarlist í Frans á námsárunum, einkum nýviðhorfa í anda Bauhaus-stefnunnar. bragi_asgeirsson@msn.com Básbryggja 13 Opið hús þriðjudag frá kl. 19-21 Íbúð 0302 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Í einkasölu glæsil. 148,8 fm íbúð á tveimur hæðum í mjög vel staðs. blokk. Íbúð er öll innréttuð á mjög vandaðan hátt og með vönduðum innrétt. og gólfefnum, stórar útsýnissvalir frá stofu. Húsið er klætt að utan með vandaðri klæðningu. V. 32,5 m. Opið hús verður þriðjudagskvöldið 20. sept. 2005 í íbúð 0302 frá kl. 19-21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.