Morgunblaðið - 20.09.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 20.09.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ER LAND okkar velferðarþjóðfélag? Það var stefna þeirra og markmið sem stóðu að stofnun almannatrygginga og lífeyrissjóða, en hin síðustu ár hefur þetta breyst mikið, hinir ríku verða ríkari og ríkari en hinir efnaminni fá- tækari og fátækari. Þetta er hin mark- vissa stefna stjórnvalda, þingmanna og ráðherra hvar í flokki sem þeir standa. Þeir hafa verið að koma sér í störf sendiherra, bankastjóra og for- stjóra, sem eru mikið betur launuð og tryggja sér þannig margföld eftirlaun þegar þeir hætta störfum. Eitt af mörgum dæmum um þetta er eft- irlaunalögin, sem alþingi setti um verulega hækkun eftirlaunaréttar ráð- herra og æðstu embættismanna og nýjasta dæmið er að nú þegar utanrík- isráðherra segist vera að hætta í póli- tík og gerst bankastjóri seðlabanka eru laun bankastjóra seðlabanka hækkuð um tæp 30%. Þetta er hækk- un á launum um nokkur hundruð þús- und krónur á mánuði, eða sem nemur tveggja til fjögurra mánaðarlauna eft- irlaunamanns, sem fær greiðslur frá Tryggingastofnun, en skv upplýs- ingum frá Tryggingastofnun eru um tólf til fimmtán þúsund eftirlauna- menn með undir eitt hundrað og tutt- ugu þúsund krónur í laun á mánuði. Er hægt að kalla svona þjóðfélag velferð- arþjóðfélag? Þetta er velferðarþjóð- félag hinn ríku og verður svo meðan forystumenn kunna ekki að skammast sín fyrir að hugsa einungis um að bæta eigin kjör og annarra efnameiri en láta þá fátæku sitja á hakanum. Er það eitthvert réttlæti að stórfyrirtæki og bankastofnanir, sem eru með tugi milljarða króna í hagnað á nokkrum mánuðum eru nær því skattlaus, með- an aldraður eftirlaunaþegi með sult- arlaun þarf að greiða 35 til 85% af launum í skatta. Er það eitthvert rétt- læti að alþingismenn og ráðherrar hafa látið kjaradóm hækka mán- aðarlaun sín á þessu ári um tuttugu og þrjú þúsund til fjörutíu þúsund krónur en ellilífeyrir og tekjutrygging frá tryggingastofnun hækkuðu samtals um tvö þúsund tvö hundruð og átta krónur á mánuði um síðustu áramót og síðan ekkert. Í byrjun mars sl. ákvað ríkisstjórn að skipa mjög fljótlega nefnd eða vinnuhóp til að vinna að kjaramálum aldraðra og átti hópurinn að vera skip- aður fulltrúum ríkisvalds og lands- sambands aldraðra. Hópurinn var ekki skipaður fyrr en í lok maí og hafa nokkrir fundir verið haldnir, en árang- ur er enginn. Ekkert hefur heyrst frá fulltrúum aldraðra um það hvort þeir hafi lagt fram einhverjar kröfur eða óskir, og ekkert hefur heyrst frá fulltrúum ríkisvalds um tillögur frá þeim, aðeins hefur heyrst að í hópnum hafi verið rætt um fortíðina, en ekki nútíð eða framtíð. Á landsfundi Landssambands eldri borgara, sem var í Reykjavík dagana 9. og 10. maí sl. og sóttu um 120 manns víðsvegar að af landinu var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Landsfundur Landssambands eldri borgara haldinn í Reykjavík 9. og 10. maí 2005 krefst þess að rík- isstjórnin geri nú þegar ráðstafanir til að bæta kjör aldraðra m.a. með eft- irfarandi hætti: 1. Að grunnlífeyrir verði alltaf undan- þeginn tekjuskatti. 2. Að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutryggingarauki og eingreiðslur verði felldar saman í einn launaflokk, sem verði á þessu áru hjá ein- staklingum kr. 90.000.- á mánuði og taki breytingum eftir launavísitölu. Hjá hvoru hjóna eða sambýlisfólki kr. 70.000.- á mánuði. 3. Að áhrif skatta og tekjutengingar á laun og lífeyrissjóðstekjur undir 160.000 kr. á mánuði verði ekki hærri en 50% af þeim tekjum auk tekna skv. 1. og 2. lið. 4. Fjármagnstekjur séu ekki tekju- tengdar bótagreiðslum frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Það er ótrúlegt ef fulltrúar aldraðra í nefndinni hafa ekki lagt fram þessar kröfur eða óskir, því ef farið verður að þessum óskum, sem kosta engin ósköp miðað við framboð í Öryggisráðið eða stríðsrekstur í austurlöndum, væri það skref í átt til velferðarþjóðfélags, sem nær til fleiri en þeirra ríku. Landsfundurinn samþykkti ýmsar fleiri tillögur, sem eru skref í átt til velferðarþjóðfélags, en ef þessar til- lögur verða samþykktar og koma til framkvæmda strax, væri það gott skref til að bæta hag þeirra verst settu, sem í dag búa við sultarkjör og eru með laun undir fátækramörkum. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, formaður Félags eldri borgara í Kópavogi. Velferðarþjóðfélag? Frá Karli Gústaf Ásgrímssyni KÆRI forseti Alþingis, kæru þingmenn. Í upphafi þessa bréfs langar mig að kynna mig: ég heiti Ruud Schaafsma og er Hollendingur. Í Hollandi starfa ég meðal annars fyrir stjórn vatns- rennslismála að náttúruvernd- armálum. Þar að auki skrifa ég bækur um náttúruna. Undanfarin sjö sum- ur hef ég ferðast um Ís- land, í u.þ.b. sjö vikur hverju sinni. Nú í ár dvel ég lengur, frá maí fram í miðjan sept- ember, og ferðast um á eigin bíl. Þessi sjö sum- ur hef ég sumpart starfað sem fararstjóri, sumpart ferðast einn. Yfirleitt fer ég með fólk í gönguferðir um af- skekktar slóðir, t.d. í Kerling- arfjöllum, leiðirnar Landmannalaugar – Skógar, Eldgjá – Laki, Askja – Herðubreið, Dettifoss – Ásbyrgi og í Skaftafelli, á Snæfellsnesi og Vest- fjörðum, um Hornstrandir og Langa- nes. Á þennan hátt hef ég séð mikið af landinu. Ég er ákaflega hrifinn af hreinni, ósnortinni náttúru og tel að hvergi sé hægt að komast nær henni en hér og hér líður mér eins og ég sé heima hjá mér. Ég sé að hér eru lífskjör mjög góð og Íslendingar vinnusamir. Til þess að halda hinum góðu lífskjörum – og jafnvel bæta þau – verðið þið að leita nýrra leiða til að skapa atvinnu og afla tekna. En ríkisstjórn Íslands gerir stórbrotin mistök með stíflunni við Kárahnjúka. Mig langaði til að skrifa þetta bréf strax fyrir tveimur árum eftir að hafa lesið um fyrirhug- aðar virkjanafram- kvæmdir í hollenskum og íslenskum blöðum og tímaritum. Í sumar sá ég kortið „Ísland örum skorið“, þar sem sýndar eru áætlanir stjórnvalda um fleiri stíflur í jökul- ám, og mér varð ljóst ég yrði tafarlaust að láta heyra í mér. Sérstakt aðdráttarafl Íslands er sjálft landið, óspillt. Stór svæði sem ekki hefur ver- ið raskað af mannahöndum. Þetta er það sem ferðamenn koma til að sjá. Það er ekki til annað sambærilegt land í Evrópu – jafnvel ekki í heim- inum öllum. Ósnortið hálendið er afar verðmætt, vítt útsýnið og fjölbreytt gróðurfar og fuglalíf. Útsýnið yfir landið er svo sérstakt fyrir það hvað loftið er hreint og engin merki um ágang manna. Fjölbreyti- leiki plantna er mjög sérstakur, meira en þrjú hundruð tegundir og margar þeirra eru frumbyggjar á heim- skautasvæðinu. Og svo eru það fuglarnir. Tegund- irnar eru ekki margar en fjöldi fugla gífurlegur og hingað koma sérstakar tegundir frá Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku til að verpa. Dæmi um slíka tegund er heiðagæsin. Stofn hennar á Íslandi er helmingur alls stofnsins í heiminum, 20.000 fuglar, og merkilegt að hún fannst ekki á Íslandi fyrr en á sjötta áratug síðustu aldar. Andmæli gegn því að eyðilegga búsvæði hennar verða sterkari á komandi árum. Ég hef verulegar áhyggjur af því sem á sér stað í landinu ykkar núna og er hræddur um að megnið af ágóð- anum af áliðnaðinum fari frá landinu og komi einungis Alcoa til góða. Iðnþróun ætti að víkja fyrir varðveislu stærstu ósnortnu víðernanna í Evr- ópu. Aðrar leiðir eru færar til atvinnu- sköpunar, t.d. á sviði ferðamennsku. Á liðnum árum hef ég séð hvernig vegir hafa verið bættir, það er kostur fyrir ferðamennsku en það verður líka að setja mörk. Ekki leggja malbikaða vegi á hálendinu, t.d. yfir Kjöl. Töfrar fjallveganna myndu hverfa og hávað- inn frá stórum trukkum heyrist langa vegu. Breytingin úr sjóflutningum í land- flutninga fyrir nokkrum árum á eftir að reynast slæm, bæði fyrir náttúruna og ferðamennskuna. En þróunin í að nota vetni í stað jarðefnaeldsneytis er af hinu góða og fellur vel að ímynd landsins. Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra á því sviði og verkið er þegar hafið. Vonandi verður náttúruvernd í for- gangi í framtíðinni og hin hörmulegu mistök sem Kárahnjúkastíflan og virkjunin eru ekki endurtekin. Ég hlakka til að fá viðbrögð við þessu bréfi, sérstaklega varðandi það hvaða áform eru uppi um að reisa fleiri stíflur í jökulám. Kárahnjúkastíflan mistök Ruud Schaafsma fjallar um íslenska náttúru ’Vonandi verður nátt-úruvernd í forgangi í framtíðinni.‘ Ruud Schaafsma Höfundur hefur starfað fyrir stjórn vatnsrennslismála að náttúruvernd- armálum í Hollandi og skrifað bækur um náttúruna. KJARTAN Ólafsson, nýskipaður prófessor í tónsmíðum við Listahá- skóla Íslands, segir svo í viðtali við Morgunblaðið 15. september: „Það er auðvitað alveg óskilj- anlegt að í ljós skyldi koma að það „gleymdist“ að tala við helstu fagaðila í því máli, aðila sem sjá um klassískt tónleika- hald á höfuðborgarsvæð- inu. Enda varð þetta til þess að menn risu upp og mótmæltu þessu með Vladimir Ashkenazy efstan á blaði. Þessu svarar Stefán Her- mannsson, verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri þeirra er reisa tónlist- arhúsið. Hann segir í Morgunblaðinu 18. september: „Við undirbúning byggingar tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar í Reykjavík (TRH) hefur víðtækt samráð verið haft við tónlistarfólk á Íslandi.“ Þrátt fyrir staðhæfingar Stefáns undirrituðu u.þ.b. 200 tónlistarmenn, þar á meðal ég, skjal þar sem farið var fram á að 200 manna kammer- músiksalur yrði í hús- inu. Ekki hefur enn verið farið að þessum tilmælum. Stefán býð- ur upp á aðra kosti: „… gera mögulegt að slá saman stærstu fundarherbergjunum í ráðstefnuhluta mann- virkisins með því að hafa færanlegan millivegg.“ Og síðar segir: „Sá salur væri ýmist notaður til fundahalds eða til tónleikahalds …“ Þessi lausn er óviðunandi. Ekki finnst mér tónlistinni gert hátt undir höfði í þessum hugmyndum. Ummæli Kjart- ans eru að mínu mati réttmæt. Ég hnýt um annað í grein Stefáns þar sem hann talar um „… hóp áhugamanna sem skrifað höfðu undir áskorunina …“ Mér er sama þótt Stefán kalli mig „áhugamann um tón- list“ og væntanlega er Ashkenazy líka sama. Ekki ætla ég að kalla hann „áhugamann um verkfræði“, því mér finnst það niðrandi í hans garð. En því miður, svona er oft talað til lista- manna. Tónlistarhús og gagnrýni Atli Heimir Sveinsson fjallar um tónlistarhús og hönnun þess ’Ekki finnst mér tón-listinni gert hátt undir höfði í þessum hug- myndum.‘ Atli Heimir Sveinsson Höfundur er tónskáld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.