Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Anna Birna Jensdóttir, hjúkr-unarforstjóri á Sóltúni, segirekkert réttlæta það að eitt hjúkrunarheimili fái hærri daggjöld en annað ef bæði heimilin bjóði upp á sam- bærilegt þjónustustig. „Jafnmikið fé á að mínu mati að fylgja sjúklingum með sömu hjúkr- unarþörf. RAI-kerfinu svonefnda, sem ég átti m.a. þátt í að innleiða hér á landi fyrir allnokkrum árum, er ætlað að meta hjúkrunarþyngd heimila. Greini- legt er að Landspítalinn er að vísa til okkar þyngri sjúklingum en á Vífils- staði þar sem við mælumst með meiri hjúkrunarþyngd,“ segir Anna Birna. „Við erum ekki að halda því fram að Sóltún eigi að fá hærri daggjöld en önn- ur hjúkrunarheimili heldur erum við að halda því fram að daggjöldin, sem við fáum frá ríkinu, séu til þess að mæta því þjónustustigi og þeim kröfum, sem ríkið sjálft setti fram í kröfulýsingu til okkar í þjónustusamningnum. Það má vel vera að önnur hjúkrunarheimili telji sig vera að bjóða upp á sambærilega þjónustu og við erum með. Hins vegar eru önnur heimili ekki með þjónustu- samning við ríkið eða kröfulýsingu af þess hálfu og þeim er heldur ekki skylt að taka fyrst og fremst aldrað fólk af spítölunum inn til sín, líkt og Sóltún er skyldugt til. Á meðan Landspítalinn sér alfarið um það hverjir vistast hjá okkur hafa önnur hjúkrunarheimili ekki viljað láta þau völd frá sér að ákveða hverjir fá vistun og hverjir ekki. Í þessu liggur reginmunurinn.“ Að sögn Önnu Birnu má ekki gleyma því í umræðunni að útboði ríkisins vegna byggingar og rekstrar Sóltúns hafi fylgt margra blaðsíðna kröfulýsing um aðbúnað, meðal annars um sérbýli á öllum herbergjum. „Þessi krafa var ekki uppi þegar Vífilsstaðir voru end- urgerðir og svo virðist sem þessi krafa sé ekki uppi í dag því gert er ráð fyrir tvíbýlum í nýju hjúkr- unarheimili sem er að rísa á Selfossi svo dæmi sé tekið. Við buðum ein- faldlega, ásamt fleirum, í ákveðnar kröfur, sem rík- ið lagði fram, og fengum verkefnið í kjölfarið. Og nú erum við að reka heimilið á grundvelli samningsins með það að leiðarljósi að uppfylla kröfur ríkisins og reyn- um auk þess að sýna út- sjónarsemi í rekstri.“ Á Sóltúni hefur verið lögð á það áhersla, að sögn hjúkrunarforstjór- ans, að tryggja mönnun sem næst sjúklingnum þar sem ástæða fyrir vistun er sú að viðkomandi ein- staklingar geti ekki annast lengur um sig sjálfir. Á öðrum stofnunum er hins vegar oft kvartað yfir fáliðun í umönn- uninni þótt ekki verði vart við mann- eklu í margvíslegum stoðeiningum og skrifstofubákni, sem gjarnan verður til á löngum tíma, segir Anna Birna. Þjónustan á æðra plan Hún segist vissulega taka undir þá full- yrðingu að brotið hafi verið blað með Sóltúns-samningnum því í fyrsta skipti hafi hið opinbera sett það niður á papp- ír hvernig það vildi haga þjónustunni. Þær kröfur hafi verið langt umfram þann staðal, sem íslensk öldrunarþjón- usta hafi búið við fram að opnun Sól- túns. „Ég hélt, sa þetta væri sú lína ust leggja fyrir ok framvegis, og því tvíbý nógu urken menn grund að ve herbe þegar bleiur er he nánas fólk í lega l unni kosta Við viljað viljum ustun um,“ forsva hafa nú lagt til við nýr þjónustusamn ingar, sem fyrirhu við Sóltún og ætla menn, en alls eru 92 talsins. „Við erum m.a. að okkur þjónustu aða, aldraða alzhe aldraða þroskahe ast hvergi að þar þeim. Við gætum byggingunni strax skipulagið er frág borgarinnar liggu okkur geta boðið kost því þörfin er il.“ Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri á Sóltúni Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri í Sóltúni. Sömu daggjöld gildi fyrir sama þjónustustig H lutafélagið Öldungur hf., sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltún, fær hlut- fallslega meira fé úr ríkissjóði en aðr- ar öldrunarstofnanir, hvort sem þær eru sjálfseignarstofnanir eða í sam- félagslegum rekstri. Mikil óánægja ríkir í röðum for- svarsmanna þeirra öldrunarstofnana, sem ekki sitja við sama borð og Sóltúnsheimilið og benda þeir á að engin sanngirni sé í því hróplega ósamræmi, sem töl- ur og staðreyndir sýni svart á hvítu. „Það þarf ekki mikla reikningshausa til að sjá það út að Sóltún hefur hærri fjárhæðum úr að spila, get- ur borgað starfsfólki sínu hærri laun en aðrar umönnunarstofnanir og á þar af leiðandi auðveldara með að manna stöður á meðan aðrir eru í vandræð- um. Hvað sem þessu líður er það alls ekki svo að orð- ið „einkarekstur“ sé lausnarorðið því þetta snýst miklu meira um það að hinn svokallaði „einkarekst- ur“ fær meira af opinberu fé en önnur heimili, hvort sem litið er til daggjalda eða húsnæðisgjalds,“ segir Sveinn Skúlason, forstjóri Hrafnistu. Tímamótasamningur Samningur, sem heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið gerði við hlutafélagið Öldung hf. vorið 2000 um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík með einkaframkvæmdarsniði markaði sannarlega tímamót í öldrunarþjónustu hér á landi enda í fyrsta sinn sem samningur af þessu tagi er gerður við einkaaðila. Með samningnum skuldbatt Öldungur hf. sig til að leggja til og reka í 25 ár hjúkrunarheimilið Sóltún og skyldu þeir einstaklingar hafa forgang sem biðu hjúkrunarheimilisvistar á sjúkrahúsum. Markmið ráðuneytisins var að leysa vanda þeirra, sem mesta hjúkrun þyrftu og því þótti þá eðlilegt að gjöld vegna rekstrar væru hærri, samkvæmt samningnum, en al- mennt tíðkaðist. Daggjald, sem er heildargjald fyrir einn vistmann í einn sólarhring, skiptist á Sóltúni annars vegar í rekstrargjald og hins vegar í húsnæðisgjald og eru bæði þessi gjöld vísitölubundin, sem daggjöld ann- arra stofnana eru ekki. Heildardaggjald Sóltúns nemur nú um mundir tæpu 21 þúsundi króna, þar af er húsnæðisgjaldið nú rétt um þrjú þúsund krónur og rekstrargjaldið 17.607 kr. Húsnæðisgjaldi Sól- túns er ætlað að standa undir byggingarkostnað rekstri og öllu viðhaldi. Að auki fær Sóltún greiddan lyfjakostnað fa hann fram úr ákveðinni viðmiðun sem önnur heim fá ekki og einnig fær Sóltún, eitt heimila, greitt fyr persónubundin hjálpartæki. Til samanburðar má nefna að daggjald Grunda sem tekur um 65% nýrra innlagna beint af sjúkr stofnunum, nemur nú 13.588 krónum og daggjaldið Hrafnistu á Vífilstöðum, sem fær 90% nýrra in lagna af öldrunardeildum sjúkrastofnana líkt og Só tún, er nú 13.754 krónur. Eftir harða gagnrýni vegna Sóltúnssamningsin ákvað ráðherra fyrir tveimur árum að taka upp hú næðisgjald til handa öðrum hjúkrunarheimilum t að mæta viðhaldskostnaði þeirra. Það fé er greitt ú Framkvæmdasjóði aldraðra og nemur nú 2.11 krónum á ári á hvern fermetra, sem heimilin hafa y ir að ráða, en er ekki hluti af daggjöldum, líkt og hú næðisgjald í Sóltúnssamningnum. Mismunandi þyngdarstuðlar Heildarfé til rekstrar hjúkrunarrýma er skipt ni ur á stofnanir með reiknilíkani, m.a. til að tryggja a greiðslur séu í samræmi við heilsufarsástand íbú Hið einkarekna hjúkrunarheimili Sóltún fær hærri greiðslur frá ríkinu en önnur slík heimili. Umbjóðendur annarra heimila kvarta yfir því að fá ekki að sitja við sama borð. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér málið Sveinn Skúlason, forstjóri Hrafnistu- heimilanna. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri á Grund. Meira skattfé í e HEILSUGÆSLA OG SPARNAÐUR Íslenska heilbrigðiskerfið er dýrt írekstri og mikilvægt að reynt sé að nýta vel þá peninga, sem varið er til heilbrigðismála. Því er eðlilegt að leitað sé allra leiða til að spara. Um leið er ljóst að sparnaðurinn má ekki leiða til þess að þjónustan versni eða heilsu sjúklinga sé stefnt í voða. Að sama skapi þarf að hafa í huga að- stæður sjúklinga og þær byrðar, sem sparnaðaraðgerðir kunna að leggja á þá. Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um að athuga eigi aukna kostnaðar- þátttöku sjúklinga vegna vaxnadi göngu- og dagdeildarstarfsemi Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Saman- tektin verður gerð að ósk Margrétar S. Björnsdóttur, sem er fulltrúi Sam- fylkingarinnar í stjórnarnefnd LSH. Það hefur um nokkurt skeið verið markmið á sjúkrahúsinu að fækka legudögum þar eftir megni. Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH, segist í fréttinni ekki telja ástæðu til að áætla mikla kostnaðaraukningu fyrir sjúklinga vegna þessa. „Þetta er óhjákvæmilegt og það er nú til staðar ákveðið örygg- isnet,“ segir Jóhannes, „menn fá af- sláttarkort þegar vissri hámarks- greiðslu er náð.“ Það getur skipt máli fyrir sjúkling hvort hann er lagður inn eða ekki, til dæmis að því leyti hvort greiða þurfi komugjöld eða lyfjakostnað. Þótt verið geti að ekki sé um mikinn kostnað að ræða fyrir hvern einstak- ling á mælikvarða ríkisútgjalda má ekki gleyma því að margir eru í þeirri stöðu að ná vart endum saman. Það á ekki síst við um langveika sjúklinga og aldrað fólk. Þegar fólk hefur ekki mikla peninga á milli handanna geta aukin útgjöld haft verulega þýðingu. Þá má ekki gleyma því að það getur verið erfitt fyrir veikt fólk, sem áður þótti ástæða til að leggja inn, en nú hefur verið ákveðið að þurfi ekki á því að halda, að þurfa reglulega að ferðast jafnvel langar leiðir til þess að sækja heilbrigðisþjónustu. Heilsugæsla fyrir alla er grundvall- aratriði í íslensku samfélagi. Það á ekki að þurfa að segja það að sparn- aður og aðhald er sjálfsagður og eðli- legur hlutur. Í sparnaðinum má hins vegar ekki gleyma því fyrir hverja heilbrigðiskerfið er rekið. Markmiðið með heilbrigðiskerfinu er að tryggja ákveðin lífsgæði. Það markmið má ekki gleymast í endalausu þjarki um það hvernig standa eigi að heilbrigð- ismálum. BANDARÍKJAHATUR? Blaðakóngurinn heimsfrægi Rupert Murdoch sagði í ræðusl. laugardag, að Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hefði sagt við sig í einkasamtali, að umfjöllun BBC um hamfarirnar í Bandaríkjun- um hefði einkennzt af Bandaríkja- hatri og að það hefði hlakkað í starfs- mönnum BBC yfir óförum Banda- ríkjamanna. Nú er það að vísu ekki siðaðra manna háttur að vitna opinberlega í einkasamtöl en fæstir fjölmiðla í eigu Murdochs hafa borið virðingu fyrir slíku. Þar að auki veit Murdoch að Blair og Verkamannaflokkurinn eiga svo mikið undir stuðningi blaða hans í Bretlandi, að hann getur leyft sér nánast hvað sem er gagnvart þeim. Murdoch styður repúblikana í Banda- ríkjunum en Verkamannaflokkinn í Bretlandi vegna þess að það hentar viðskiptahagsmunum hans. Í grundvallaratriðum hafa tvær spurningar vaknað í tengslum við hamfarirnar í Bandaríkjunum. Í fyrsta lagi sú spurning, hvers vegna stjórnvöld í Bandaríkjunum voru svo illa undir þessi ósköp búin í ljósi þess að sjá mátti fyrir með nokkrum fyr- irvara í hvað stefndi, og í öðru lagi hvort það geti verið að veikburða við- brögð í upphafi hafi stafað af því, að á hamfarasvæðunum bjuggu öðrum fremur fátækt fólk og blökkumenn. Í því felst ekki Bandaríkjahatur að spyrja þessara spurninga. Banda- ríkjamenn verða að þola athugasemd- ir og spurningar eins og aðrir í hinu alþjóðlega samfélagi. Það er erfitt að trúa því að fátækt og litarháttur fólks hafi haft áhrif á seinagang yfirvalda í Bandaríkjunum en það segir auðvitað nokkra sögu, að þessari spurningu skuli hafa verið varpað fram víða um heim. Það er ekki síður umhugsunar- efni fyrir Bandaríkjamenn en marga aðra. Síðbúin viðbrögð bandarískra stjórnvalda gagnvart hamförunum eru hins vegar staðreynd, sem ekki verður deilt um. Hvað veldur þeim í ljósi þess að viðbrögðin voru mun sterkari, þegar ráðist var á turnana í New York og Pentagon fyrir nokkr- um árum? Sumir telja að ástæðan sé sú, að í síðarnefnda tilvikinu hafi þjóðin þjappað sér saman gegn sam- eiginlegum óvini, en ekki var um slíkt að ræða nú. Hver sem ástæðan er fer ekki á milli mála, að Bandaríkjamenn hljóta að gera ráðstafanir til að vera betur undirbúnir næst, þegar náttúran tek- ur völdin. En fela athugasemdir af þessu tagi í sér Bandaríkjahatur? Auðvitað ekki. Það má gagnrýna Bandaríkin án þess að í því felist hatur. Það má gagnrýna Bush og ríkisstjórnir repúblikana í Bandaríkjunum án þess, að í því felist óvild í garð Bandaríkjamanna. Viðleitni manna á borð við Murdoch til þess að koma þeirri söguskýringu á, að gagnrýni og athugasemdir í garð Bandaríkjanna séu ígildi haturs í þeirra garð, er beinlínis hættuleg. Í henni felst tilraun til einhvers konar ritskoðunar. Það er augljós tilhneig- ing hjá öfgamönnum til hægri að koma á einhverri tegund ritskoðunar, sem annaðhvort felst í því að hræða fólk frá því að segja skoðun sína eða misþyrma staðreyndum. Bandaríkin eru merkilegasta lýð- ræðisríki veraldar. Þar hefur frelsi, skoðanafrelsi, ritfrelsi, tjáningar- frelsi, náð lengra en í flestum öðrum löndum. Þetta var styrkur Bandaríkj- anna í kalda stríðinu. Þess vegna þjöppuðu frjálsar þjóðir heims sér um þennan fánabera frelsis í vestri. Það er afskræming á frelsisbaráttu Bandaríkjamanna að halda því fram að gagnrýnar athugasemdir í þeirra garð jafngildi Bandaríkjahatri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.