Morgunblaðið - 20.09.2005, Side 31

Morgunblaðið - 20.09.2005, Side 31
hann hefur kennt og miðlað svo mörgu varðandi listina og nálgun hennar, kennt mönnum að skynja að- alatriðin, að kunna að skilja kjarnann frá hisminu, greina það sem skiptir máli. Fjölmargir hinna ungu leikara skilja þetta, skynja þetta og nýta þetta. Þetta er hans arfur til leiklist- arinnar, til þjóðarinnar. Við eigum eftir að njóta áhrifa hans og listar hans um langa hríð. Vinátta okkar Bessa hefur varað nú hátt á fimmta áratug og hef ég lengst af talið hann minn allra besta vin í þessu lífi og hefur aldrei brugðið skugga á þá vináttu og tel ég það honum til tekna en ekki mér, því fáir menn sem ég hef kynnst hafa eins mikla sjálfsstjórn og yfirvegun í um- gengni við annað fólk og Bessi, elsku- leg framkoma hans og jákvæð út- geislun heillaði alla þá sem umgengust hann og hann átti fjöl- marga vini og hefur ætíð reynst öll- um vinum sínum vel, enda eru þeir margir sem völdu hann sem sinn besta vin. Minningarnar um Bessa eru fjöl- breytilegar, allt frá samvinnu okkar í Þjóðleikhúsinu, útvarpinu, sjónvarp- inu og annars staðar sem við unnum saman að leikverkum, svo og ára- langri samvinnu okkar að félagsmál- um í stjórn Félags íslenskra leikara. Að ógleymdum þeim tíma sem við eyddum saman í sumarbústöðum okkar sem ekki eru langt hvor frá öðrum eða hestamennskunni, sem við stunduðum saman í ríflega 30 ár. Fyrstu spor mín í hestamennsk- unni voru á þann hátt að Bessi fór að bjóða mér í reiðtúra með sér en þá hafði hann lagt stund á hesta- mennsku í nokkur ár og átti hesthús og svo bauð hann mér að nota hesta sína að vild. Þetta varð til þess að bakterían kviknaði og vorum við lengst framan af saman í þessu Bessi, Klemenz vinur okkar Jónsson og ég. Við höfum farið í ótal reiðtúra og ferðalög á öllum þessum tíma, en eft- irminnilegust eru kannski ferðalögin sem við fórum saman í með vinum okkar Benedikt Árnasyni og Flosa Ólafssyni og fleirum. Auk þessa höf- um við farið í ótal skemmri ferðalög og meðal annars kannað allt Heng- ilssvæðið á hestbaki og umhverfi Þingvallavatns ásamt vini okkar Jörgen Berndsen. Með afbrigðum skemmtilegar og ævintýralegar ferð- ir. Þá höfum við haft þann háttinn á í fjöldamörg ár að við höfum eytt páskunum saman í sumarbústöðum okkar ásamt Jörgen og Ernu og snætt veislumat hver hjá öðrum þessa hátíðisdaga og ævinlega hefur Sigurður bóndi á Villingavatni verið með okkur. Þessar minningar eru okkur öllum dýrmætar og ógleyman- legar. Bessi átti forláta bát í sumarbú- staðnum, sem frændi hans Bjarni Snorrason hefur gert eins og nýjan. Við höfðum talað um það raunar ár- um saman að leggja í stórleiðangur og kanna allt Þingvallavatn á bátn- um. Einhverra hluta vegna var þess- um leiðangri alltaf slegið á frest, en í fyrrasumar létum við svo loks verða af þessu og héldum í þennan leiðang- ur ásamt syni mínum Alfreð og ekki sáum við eftir því, enda um margt að ræða af þessu tilefni. Það er einhvern veginn þannig með Bessa að maður gat aldrei feng- ið nóg af að umgangast hann, tala við hann og raunar ekki heldur að hugsa um hann. Hans þáttur í lífi mínu hef- ur verið svo stór að ég á raunar mjög erfitt á þessari stundu með að gera mér grein fyrir því. En eitt veit ég að hans hlutverki í mínu lífi er ekki lok- ið. Hann verður ætíð með mér, í huga mér, og ég kem til með að njóta vin- áttu hans til æviloka enda eru minn- ingarnar um hann alls staðar í kring- um mig. Í dag kveðjum við Bessa Bjarna- son hinstu kveðju, en úr því ég hafði tök á að fylgjast með því get ég ekki látið hjá líða að minnast á hversu um- hyggjusöm, nærgætin og natin börn- in hans, þau Kolbrún og Bjarni, og eiginkona hans Margrét og fjöl- skylda hans öll voru við hann í veik- indum hans. Hann naut hlýju þeirra og ástúðar til hinstu stundar. Ég færi þeim öllum, svo og öðrum vinum og vandamönnum, innilegar Jónatan ræningja í Kardimommu- bænum. Refurinn er auðvitað skúrk- urinn í stykkinu og ræningjar eru nú einu sinni ræningjar. Hvernig stóð þá á því að Bessi var eftirlæti barnanna sem sitja í leikhússalnum með ómengaða réttlætiskennd sína? Jú, innst inni fundu krakkarnir, að hann var í rauninni vinur þeirra og góður inn við beinið. Og engum blandaðist hugur um að ræninginn Jónatan myndi fyrr en varði snúast til heillavænlegra verka og afleggja ránskap. Á botninum í listsköpun Bessa var nefnilega mikil og hlý væntumþykja, gróinn húmanismi. Og börnin fundu það alltaf. Lítum á söngleikina. Þar átti Bessi nokkra sína stærstu sigra. Ég nefni sem dæmi Ég vil, ég vil, Stöðvið heiminn og Kabarett. Meðan þau Bessi og Sigríður Þorvaldsdóttir, söngleikjastjarna þessara ára voru að leika Ég vil, ég vil, varð Bessi fyrir persónulegri sorg. Forveri minn í Þjóðleikhúsinu, Guðlaugur Rós- inkranz, vildi fella niður sýningu þann dag. Bessi sagðist ætla að leika og gerði það. Þar komu fram aðrir aðdáanlegir eiginleikar hans, skyldu- rækni, samábyrgð, köllun. Og fátt er betra til að sigrast á sorg, þegar upp er staðið. Í Stöðvið heiminn örlaði á djúpri örvæntingu, persónulegri og samfélagslegri, sem Bessi skilaði af dýpt. Menn sögðu: Af hverju leikur þessi maður ekki harmræn hlutverk? Og ekki síður í Skemmtanastjóran- um í Kabarett; ísmeygilegur elegansi á yfirborðinu, undir niðri angist heillar álfu. Svo lék hann auðvitað alvarleg hlutverk og gerði það með sóma. Mig langar að nefna tvö: Annað var í leik- riti Jökuls Jakobssonar Í öruggri borg, þar sem þessi í raun duli maður fór nærfærnum höndum um kviku persónunnar, Tómasar. Hitt var í þýsku leikriti eftir Harald Müller sem gerist á aðfangadagskvöld, þar sem Bessi lýsti flóknum persónuleika sonar sem vitjar móður sinnar með vonda samvisku; þar var leikið á allan tónstigann. Kannski væri ekki úr vegi að nefna hlutverk leikarans í rómaðri sýningu á Náttbólinu eftir Gorki, persónan sú mjög í anda skáldsins, í senn ofsafengin og við- kvæm, enda leikstjórinn sérfræðing- ur í verkum Gorkis. Það má svosem segja líka að sam- leikur þeirra Margrétar Guðmunds- dóttur, konu Bessa og hans í þeim vinsæla gamanleik Á sama tíma að ári hafi verið á flestum nótum tón- stigans, í senn trúverðugur, en með þeim kómísku yfirtónum sem gerir tilveruna skemmtilega mitt í allri al- vörunni. Og svo lætur að líkum að Bessi var auðvitað fæddur til þess að skila frægum persónum hinna klassísku gamanleikbókmennta. Ég hafði þá ánægju að vinna með honum að tveimur af höfuðpaurum Molieres, sem Argan í Ímyndunarveikinni og Harpagon í Aurasálinni, og þá er ég glámskyggn, ef frammistaða Bessa hefði ekki vakið heimsathygli, ef at- hygli heimsins beindist yfirleitt að ís- lensku leikhúsi. Ég gleymi til dæmis ekki örvæntingu Harpagons, þegar peningakassinn, hans dýrasta djásn, var horfinn. Það var gaman að vinna með Bessa. Samleikarar hans höfðu ómælda ánægju að fylgjast með því hvernig hann nálgaðist leiktexta sína. Satt að segja lagði hann fyrst á minnið, innihaldið og samdi svo sjálf- ur iðulega orðalagið, okkur hinum til óblandinnar ánægju, því að þar spratt margt blómið. En svo þegar leið að frumsýningu voru öll réttu orðin komin á sinn stað. Bessi hafði líka hæfileika, sem ekki er öllum leik- urum gefinn – hvort sem þeir eru kallaðir gamanleikarar eða ekki – hann gat spunnið á staðnum. Af því komu iðulega upp spaugileg atvik. En allt var það innan ramma list- ræns aga, því að Bessi var agaður listamaður, samviskusamur, háttvís og tillitssamur. Og hinn besti dreng- ur sem ekki þoldi að heyra samleik- urum sínum hallmælt. Bessi átti við vanheilsu að stríða nokkur síðustu árin, og nú er hann allur. Um leið og ég sendi Margréti mínar innilegustu samúðarkveðjur og harma að geta ekki kvatt hann heima, er ég að velta því fyrir mér hvað Guð ætli að gera við hann núna. Því að slíkan gleðigjafa þarf auðvitað að halda áfram að virkja. Blessuð sé minning Bessa Bjarna- sonar. Sveinn Einarsson. Þegar fréttin af andláti Bessa barst mér til eyrna, vildi þannig til að ég var staddur einmitt á stað, sem honum var kær hér í Provence í Suð- ur-Frakklandi. Þarna sat ég og horfði á „sveskjutréð“ hans. Ég var að velta fyrir mér margslunginni kímnigáfu hans: hvernig honum tókst að gera allt þannig að það vakti kátínu viðstaddra, ungra sem gam- alla, hvort sem var í leikhúsi eða utan sviðs. Tímasetning, látbragð og fas allt var grínista á heimsmælikvarða og vald hans á alvarlegri verkefnum var aðdáunarvert. En nú er ég byrjaður að „analýs- era“, skilgreina, – eitthvað sem Bessi tók helst ekki þátt í, þegar misviturt leikhúsfólk sat og rembdist við að brjóta til mergjar leikrit og hlutverk. Það, sem skipti máli hjá Bessa var hvort eitthvað „gerði sig“, hvort orð og/eða æði næði til áhorfenda. Fyrir nokkrum árum vorum við síðsumars saman á ferð á þeim fagra stað þar sem ég er núna með minn- ingunum. Hann fór og fékk sér göngutúr meðal ólífutrjánna, kom aftur eftir skamma stund og sagði: „Það er ekki búið að tína sveskjurnar af trjánum ennþá!“ Þetta „gerði sig“, viðtstaddir svöruðu með góðum hlátri, en um leið hafði Bessi auðgað flóru jarðar með ímyndunarafli sínu. „Sveskjutré“ var orðið til. Eins auðg- aði hann og bætti okkur öll, sem kynntumst lífi hans og list. Ég kveð góðan dreng og votta ást- vinum hans samúð mína og held áfram að lifa með fjölbreyttum minn- ingunum. Au revoir – eða „róa“, einsog Bessi sagði á sinni frönsku. Benedikt Árnason. Ég er tíu ára og staddur í Þjóðleik- húsinu, ljós úr sal, leiksýningin er að hefjast, Kardimommubærinn, ég er heillaður eins og eflaust flestir aðrir í salnum. Jónatan ræningi borðar sáp- una, ógleymanlegt, þarna er á ferð Bessi Bjarnason. Það er örugglega þarna sem ég ákvað innra með mér að gerast leikari þegar ég yrði stór, án þess þó að gera mér nokkra grein fyrir því þá. En það sem mest er um vert, að ég hef eignast fyrirmynd og átrúnaðargoð. Ellefu árum síðar er ég aftur mættur í Þjóðleikhúsið og þá „lærður leikari“ vitandi þó lítið. Og á móti mér tekur sjálfur meistarinn Bessi Bjarna, við erum að fara að æfa sam- an Dýrin í Hálsaskógi. Nú hefst hið eiginlega leiklistarnám, sem fólst nú aðallega í því að fylgjast með meist- aranum að störfum, þvílík snilld. Ég á svo því láni að fagna að vinna mikið með Bessa í tæp 30 ár í Þjóð- leikhúsinu, sjónvarpi og kvikmynd- um, og urðum auk þess góðir félagar utansviðs. Það er hægt að segja með góðri samvisku að Bessi hafi verið einn ást- sælasti leikari þjóðarinnar, virtur og dáður af áhorfendum sem og sam- starfsfólki. Elsku Bessi, takk fyrir frábæra og skemmtilega samleið. Sigurður Sigurjónsson. „Formaður, þú skrifar um okkur karlana þegar þar að kemur,“ sagði Bessi í stríðnistóni. Hann sat í góðra vina hópi yfir kaffibolla í erfidrykkju eins vinanna, Klemenzar Jónssonar. Og þó ég sé ekki lengur formaður er mér bæði ljúft og skylt að kveðja og þakka öðlingnum og gleðigjafan- um Bessa Bjarnasyni fyrir samfylgd- ina. Það glampar á perluband minning- anna, bjart og fallegt. Ein perlan er minningin um Bessa í hlutverki Jakobs Krækifingurs í Túskildingsóperunni 1972. Pollý var mitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu og ég hafði enn ekki komið mér upp mótefni gegn uppátækjum Bessa. Hann þurfti því aðeins að breyta áherslu á orði til að veikja varnar- garð minn og fá mig til að skella upp úr þegar síst skyldi. Önnur perla er minningin um stjörnuleikarann Bessa í hlutverki kabarettstjórans í söngleiknum Kabarett 1973. Hann fór snilldarlega með þetta erfiða hlutverk, enda feng- um við hin í sýningunni aldrei nóg af að fylgjast með honum hrista áhorf- endur ýmist af hlátri eða hrolli. Það var góður skóli í leiklist! Þriðja perlan er af öðrum toga, en það er minningin um gjaldkerann Bessa og árin þrjú sem við sátum saman í stjórn Félags íslenskra leik- ara. Hann hélt aldrei langar ræður heldur kom sér vel fyrir með eintak dagsins af dagblaðinu Vísi, en sperrti eyrun og lagði eitthvað gott til mál- anna þegar ástæða var til. Þar lærði ég að hægt er að leysa flókin og allt að því óyfirstíganleg verkefni með gamansemi og ákveðnum léttleika. Yndislegasta perlan er minningin um Bessa þegar hann kom skríðandi á fjórum fótum svo lítið bar á inn í stúku Þjóðleikhússins þar sem ég sat með Fróða minn tveggja ára gamlan að horfa á Dýrin í Hálsaskógi. Barnið lifði sig svo inn í leikritið að þegar Mikki refur kom skríðandi og togaði í skóinn hans og hvíslaði einhverju í eyra hans, þá var það eðlilegasta þró- un sem hugsast gat á spennandi æv- intýri. Perlurnar eru ótal margar og ég þakka hjartanlega fyrir þær allar, en sú síðasta er dýrmæt minning um skemmtilegt kvöld fyrir rúmum tveimur vikum með vinunum Bessa og Gísla Alfreðs, konum þeirra og fleirum í glæsilegu kvöldverðarboði hjá Sigríði Þorvaldsdóttur. Ég votta Margréti, börnum, tengdabörnum og barnabörnum Bessa samúð mína. Lengi lifi minn- ing um góðan dreng og afburða leik- ara sem fékk alla þjóðina til að kynn- ast og njóta leiklistarsystranna Grátur og Hlátur. Edda Þórarinsdóttir, fyrrverandi formaður Félags íslenskra leikara. Lífið er kabarett eitt kvöld … Oft hef ég verið spurð hvað hafi valdið því að ég ákvað að leggja leik- listina fyrir mig og þegar ég hef skoðað hug minn þá skýtur ævinlega sömu myndinni upp í kollinum á mér; myndinni af Bessa Bjarnasyni í hlut- verki hirðfíflsins í Undraglerunum, sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu 1959. Undraglerin voru fyrsta leiksýningin sem ég sá, þá 4 ára gömul, og myndin af Bessa greypti sig svo inn í opinn barnshugann, að þar á hún enn sinn trygga sess. Og ég leyfi mér að halda því fram að þarna hafi hugmynd um mögulega framtíð skotið rótum í barnssálinni. Þökk sé Bessa, því ekki man ég nokkurn skapaðan hlut ann- an úr sýningunni. Hitt er ég svo nokkuð viss um að tugir þúsunda Ís- lendinga varðveita í hugskoti sínu svipaðar myndir af Bessa Bjarnasyni í fjölbreytilegustu hlutverkum, oftar en ekki úr skrautlegum barnasýning- um Þjóðleikhússins. Svo þegar ég var komin til vits og ára og leiklist- arnámið hófst, þá staldraði ég oft við túlkun Bessa. Öll þjóðin veit að hann hafði sérstakt lag á að fá mann til að hlæja, enda valdist hann oft í kómísk- ustu rullurnar eða fann kómísku hlið- arnar á þeim rullum sem honum var treyst fyrir. En hann hafði líka stór- kostlega hæfileika til að láta mann finna til. Ég minnist þeirrar hliðar hans sérstaklega í hlutverki Gústafs í leikritinu Hvernig er heilsan? sem Þjóðleikhúsið sýndi 1975. Í sjálfu sér ekkert tímamótaverk, en túlkun Bessa á Gústaf þessum verður mér ógleymanleg. Verkið fjallaði um sál- arangist ólíkra einstaklinga og Gúst- af átti í sérstökum vandræðum með karlmennsku sína og þurfti að takast á við sársaukafullar minningar sem tengdust veikri sjálfsmynd. Á æf- ingatímanum drakk ég í mig hvert skref sem Bessi tók í glímu sinni við hlutverkið, öll voru þau skref á dýpt- ina og sífellt færðist hann nær kjarn- anum, nær sársaukanum. Í myrkrinu úti í sal mátti sjá glampa á tár ungra ómótaðra leiklistarnema, sem nutu þess að horfa á snillinginn Bessa Bjarnason skapa. Og núna, síðustu mánuðina, hefur myndin af skemmtanastjóranum þín- samúðarkveðjur mínar, konu minnar og fjölskyldu. Gísli Alfreðsson. Öll þessi ár sem ég hef unnið með Bessa hafa verið ógleymanleg. Ég man þegar við vorum að læra einn af dönsunum fyrir „Ég vil – ég vil“ hjá Bisted og hann tók alltaf dansinn aft- ur og aftur. Við vorum víst orðin þreytt – en ansi góð sagði hann – og það var komið matarhlé. Þá sagði Bisted: „Krakkar mínir, þið gerið þetta bara einu sinni enn“ – og við lit- um hvort á annað og svo dönsuðum við einu sinni enn. Þegar við vorum á leiðinni út, þá stoppaði Bessi og sagði: „Bisted, eigum við ekki bara að gera þetta einu sinni enn?“ og þar með sprungu allir úr hlátri og hlupu í mat. Ég hitti Bisted í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Hann kyssti mig í bak og fyrir og sagði mér meðal annars frá því að hann hefði aldrei unnið með jafnklárum manni og Bessa. Nú geta þeir eflaust hist!!! Bessi var alltaf svo þægilegur og kátur, til dæmis ef veðrið var leið- inlegt úti, þá lét hann það bara vera skemmtilegt inni. Hann var mér góður vinur og mun ég sakna hans. Elsku Magga mín, ég samhryggist þér á þessum sorgarstundum. Sigríður Þorvaldsdóttir. Miðvikudaginn 31. ágúst sl. hringdi Bessi Bjarnason, tryggur vinur og starfsbróðir í meira en hálfa öld, og sagðist ætla að kalla á nokkra nána vini og samstarfsmenn í 75 ára afmæliskaffi á heimili þeirra hjóna hinn 5. september. Auk þess bað hann mig um að hafa samband við einn af gömlu félögunum sem hann hafði ekki náð til. Þetta gerði ég og nú var bara að bíða afmælisins. En skjótt skipast veður í lofti. Næsta dag var Bessi kominn á sjúkrahús fárveikur. Daginn eftir afmælið heimsótti ég hann á Landspítalann. Bessi var mjög þjáður en sjálfur sér samkvæmur og kvartaði ekki. Hann hélt í hönd mína, brosti veikt og sagði lágt: „Gunni, það er komið að lokum hjá mér.“ Á þeirri stundu komu í huga minn þessar örfáu línur úr 103. Davíðssálmi: Lofa þú Drottinn, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottinn, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, hann krýnir þig náð og miskunn. Mikilhæfur listamaður er genginn. Ég veit ég mæli fyrir munn þeirra fjölmörgu er unnu með honum er ég segi: Það var gott að vera samferða Bessa Bjarnasyni. Ég lýk þessum hugleiðingum um látinn vin með lokaerindi úr kvæðinu Vorið eftir norska skáldið Aasmund Olavson Vinje í þýðingu Þorsteins Gylfason- ar: Sú kemur tíð að ég sjálfur sný heim og svíf út í bláinn, bylti mér syndandi í þytinum þeim. En þá verð ég dáinn. Allt það sem vorið á brjóstum sér bar, þau blóm sem þú tínir: Feðranna andi fagnar þér þar, og fornvinir þínir. Því máttu vita að á velli og í mó er vorið mér gáta. Flautu ég skar sem flissaði og hló. Samt fannst mér hún gráta. Megi hið eilífa ljós lýsa honum, hann hvíli í friði. Gunnar Eyjólfsson. Bessi Bjarnason var prýði leik- hússins. Og hann var gleðigjafi fjög- urra kynslóða, heillar þjóðar um ára- tuga skeið. Hann hafði til að bera það sem þessir fáu útvöldu hafa, þetta sem engum hefur tekist að skil- greina, en allir vita hvað er þegar þeir upplifa það. Hann var auðvitað gamanleikari af Guðs náð eins og það er kallað, en á hinn bóginn er það ekki nægileg ein- kunn til að lýsa fjölhæfni hans. Við skulum til dæmis byrja á Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi og MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 31 MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.