Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 33 MINNINGAR ✝ Steinþór Gests-son var fæddur á Hæli í Gnúpverja- hreppi 31. maí 1913. Hann lést í Reykja- vík 4. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Gísladóttir, húsfreyja og organ- isti, f. 30. september 1885, d. 7. júní 1969, og Gestur Einars- son, bóndi og oddviti Gnúpverja, f. 2. júní 1880, d. 23. nóvem- ber 1918. Systkini Steinþórs eru Gísli, f. 6. maí 1907, d. 4. október 1984, Einar, f. 15. október 1908, d. 14. október 1984, Ragnheiður, f. 23. maí 1910, d. 19. ágúst 1912, Þor- geir, f. 3. nóvember 1915, d. 19. júní 2005, Hjalti, f. 10. júní 1916, Ragn- heiður f. 7. febrúar 1918, d. 26. júní 1997. Hinn 12. júní 1937 kvæntist Steinþór Steinunni Matthíasdóttur frá Skarði í Gnúpverjahreppi, f. 8. október 1912, d. 6. febrúar 1990. Foreldrar hennar voru hjónin Jó- hanna Bjarnadóttir og Matthías Jónsson. Steinunn og Steinþór eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Jóhanna, fyrrv. skólastjóri, f. 27. nóv. 1938, var gift Birgi Sigurðs- syni rithöfundi, þau skildu. Börn þeirra eru: Steinþór, kvikmynda- gerðarmaður, kona hans er Ásta Vilhjálmsdóttir og eiga þau eina dóttur og Steinþór eina fósturdótt- ur, Freyja, lektor við KHÍ, maður hennar er Halldór Magnússon, og eiga þau tvö börn og Steinunn Björg, kennari, maður hennar er Koch kennara. Dætur þeirra eru: Dórótea Höeg, menntaskólanemi, Helga Höeg, menntaskólanemi og Jóhanna Höeg, grunnskólanemi. Steinþór lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1933. Þar stofnaði hann MA- kvartettinn ásamt Þorgeiri bróður sínum og skólafélögum þeirra Jak- obi Hafstein og Jóni frá Ljárskóg- um. Kvartettinn starfaði í tíu ár og varð mjög vinsæll. Steinþór var bóndi á Hæli árin 1937 til 1974. Hann sat á Alþingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn sem þingmaður Suður- landskjördæmis frá 1967 til 1978 og frá 1979 til 1983. Þá sat hann í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps 1938 til 1974 og var oddviti hennar í 30 ár. Einnig sat hann í sýslunefnd Árnessýslu. Steinþór var formaður Lands- sambands hestamannafélaga árin 1951 til 1963 og fyrsti formaður Hestamannafélagsins Smára og var það samfellt í tuttugu ár. Hann var formaður Vélanefndar ríkisins 1963 til 1972. Þá sat hann í Þing- vallanefnd 1970 til 1979 og 1980 til 1984. Hann sat í fleiri nefndum og gegndi m.a. formennsku í bygg- inganefnd Þjóðveldisbæjar 1974. Þá sat hann í stjórn Stóðhestastöðv- ar ríkisins frá 1979 til 1995. Enn- fremur sat hann í stjórn Búnaðar- félags Íslands, Framkvæmda- stofnunar og Áburðarverksmiðju ríkisins en þar gegndi hann stjórn- arformennsku. Hann var sæmdur Fálkaorðunni fyrir störf sín. Steinþór var ritstjóri Suðurlands árið 1979 og skrifaði auk þess fjölda rita og greina um sunnlensk- ar byggðir, landssamtök hesta- manna og MA-kvartettinn auk fleiri viðfangsefna. Útför Steinþórs verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Hólmsteinn Jónasson, og eiga þau tvö börn. 2) Gestur, skattstjóri í Reykjavík, f. 7. júní 1941, kvæntur Drífu Pálsdóttur, skrif- stofustjóra í dóms- málaráðuneytinu. Börn þeirra eru: Páll, verkfræðingur, kona hans er Dagrún Árna- dóttir og eiga þau þrjá syni, Steinunn, lektor við KHÍ, maður hennar er Atli Magn- ússon, og eiga þau tvær dætur og Steinþór, flugnemi. 3) Aðalsteinn, starfsmaður Lands- virkjunar við Búrfell, f. 6. júlí 1943, var kvæntur Hólmbjörgu Ólöfu Vil- hjálmsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: María Dögg verslunar- stjóri, maður hennar er Agnar Daníelsson, Aðalbjörg Hólm, nemi, sem á eina dóttur og kjörsonur Að- alsteins Vilhjálmur Geir, sem er lát- inn, hann átti einn son. 4) Margrét, bóndi og leikskólakennari. Fyrri maður hennar, nú látinn, var Einar Kári Sigurðsson. Börn þeirra eru: Steinþór Kári, arkitekt, kona hans er Þorgerður Björnsdóttir, og eiga þau tvær dætur, Sigurður, smiður, kona hans er Eygló Jósephsdóttir og eiga þau tvö börn og Birna, tamningamaður, maður hennar er Sigurður Óli Kristinsson, og eiga þau eina dóttur. Seinni maður Mar- grétar var Már Haraldsson, einnig látinn. Þeirra börn eru: Bjarni, smiður, kona hans er Bryndís Eva Óskarsdóttir og Ragnheiður, nemi. 5) Sigurður, bóndi á Hæli, f. 21. mars 1954, kvæntur Bolette Höeg Á sólríkum sunnudagsmorgni þegar haustlitirnir voru að byrja að skarta sínu fegursta fékk tengdafað- ir minn, Steinþór Gestsson á Hæli, hægt andlát. Hann fékk að kveðja eins og hann hafði sjálfur óskað sér, hélt reisn sinni til síðasta dags og átti tíða samfundi við börn sín og aðra ástvini allt til þess. Að tengjast Steinþóri og konu hans, Steinunni Matthíasdóttur, fjöl- skylduböndum fyrir næstum fjöru- tíu árum þegar Gestur sonur þeirra og ég gengum í hjónaband tel ég vera mesta gæfuspor í lífi mínu. Ást- rík sambúð þeirra og gagnkvæm virðing voru fyrirmynd sem hefur verið leiðarljós fyrir mig og börn okkar hjóna. Steinþór var ættfaðirinn á Hæli, þangað leituðum við og sóttum hann heim, öll stórfjölskyldan, og nutum samvista við hann og Nunnu meðan hún lifði. Fjölmenn áramótagleði á Hæli var einstök, full af gleði og söng, en þó var því aldrei sleppt að lesa húslesturinn áður en gleðin hófst. Þannig hélt hann fornum hefð- um í heiðri á Hæli eins og svo mörg- um öðrum góðum gildum. Það var þó ekki einungis á Hæli sem við nutum samvista við Steinþór og Nunnu. Um árabil bjuggu þau í íbúð í húsinu okkar Gests á Sólvalla- götunni, meðan Steinþór sat á Al- þingi. Á samveru þar bar aldrei skugga og var börnum okkar ómet- anlegt að geta leitað til afa og ömmu með hvaðeina þegar önnum kafnir foreldrarnir voru ekki til staðar. Eftir andlát Nunnu nutum við Gestur þess að fá Steinþór oft í heimsóknir til okkar, iðulega í nokkra daga í senn. Minnumst við indælla samverustunda þegar hann sat með okkur, ræddi um þjóðmálin, hlustaði á sígilda tónlist og hafði oft um hönd gamanmál. Þá átti hann það til að herma eftir ýmsum sam- ferðamönnum, sem aldrei var þó broddur í, heldur ávallt gert af kurt- eisi og tillitsemi við þá sem áttu í hlut. Betri ættfaðir en Steinþór hlýtur að vera vandfundinn. Alla sína löngu ævi hélt hann einstaklega góðu sam- bandi við fjölskyldu sína, börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn, sem öll hændust mjög að honum. Hann fylgdist allt til hinsta dags vel með því hvað þau tóku sér fyrir hendur við nám og starf og gladdist við hvert framfaraspor þeirra. Steinþórs verður ekki minnst án þess að geta um mörg áhugamál hans og hugðarefni, sem bera vott um fjölhæfni hans. Hann þótti góður leikari á yngri árum þegar hann lék með Ungmennafélagi Gnúpverja, var afburða hestamaður og tónlist- armaður svo af bar. Á árinu 1932 stofnaði hann MA kvartettinn með bróður sínum Þorgeiri, Jóni frá Ljárskógum og Jakobi Hafstein. Fegurri samhljómur er vandfundinn og því ekki að undra að söngur þeirra ómar ósjaldan á öldum ljós- vakans. Steinþór sinnti alla tíð rit- störfum af áhuga og ánægju. Skrif- aði m.a. sögu Hælsbænda frá árinu 1740 til 1937, er hann og bróðir hans Einar tóku við búinu á Hæli af Mar- gréti móður sinni. Þá skrifaði hann sögu MA kvartettsins, sögu Lands- sambands hestamanna og fleira. Steinþór var ekki einungis gæfu- maður í einkalífi sínu. Hann átti einnig farsælan æviferil sem bóndi, sveitarstjórnarmaður, sýslunefndar- maður og alþingismaður, sem aðrir munu verða til að segja frá. Öllu því vandasama starfi sinnti hann af vandvirkni og alúð og hlaut virðingu samferðamannanna fyrir. Á síðustu mánuðum var Steinþór á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hann hafði óskað eftir að fá að dvelja. Á Grund naut hann umhyggju og nærfærni starfs- fólksins, sem hann var ákaflega þakklátur fyrir. Við margir ástvinir Steinþórs nutum þess að búa í næsta nágrenni við Grund og gátum því sótt hann heim nánast daglega og notið enn einu sinni gefandi stunda með honum. Fyrir það verðum við ávallt þakklát. Að lokum þökkum við Gestur af alhug fyrir góða aðhlynningu við Steinþór á Grund. Ég kveð Steinþór tengdaföður minn með virðingu og mikilli þökk fyrir allt það sem hann hefur verið mér og fjölskyldu minni. Guð blessi minningu hans. Drífa Pálsdóttir. Afi minn og alnafni, Steinþór Gestsson á Hæli, dó að morgni sunnudagsins 4. september. Þann sama dag ætlaði ég að kveðja hann áður en ég færi til Bandaríkjanna til að læra að fljúga þyrlum. Kveðjan varð þó öðruvísi en ég hélt að hún myndi verða, þar sem ég kvaddi hann dáinn. Ég er þó þakklátur fyrir að hafa verið með fólkinu mínu þenn- an dag og verð í huganum hjá afa og fjölskyldunni þegar hann verður jarðaður. Mér þótti afskaplega vænt um afa og á eftir að sakna hans mikið. Afa þótti hvergi betra að vera en í sveitinni sinni og ég ætla að kveðja hann með erindum úr kvæði föður- bróður hans, Eiríks Einarssonar frá Hæli, sem heitir Vísur gamals Ár- nesings. Ég veit að afa þótti vænt um þetta kvæði. Þú Árnesþing, ég elska nafnið þitt. Þar upp til fjalla er helgisetrið mitt, er morgungeislans mildi fyrst ég naut við móðurskaut. Í hinum gamla, göfga minjasal þú geymir Skálholt, Þingvöll, Haukadal. Því segir Ísland: Sjá, við háborð mitt er sæti þitt. Nú læt ég hætta hugarstarfið mitt við hlíðarfaðm og sezt í grasið þitt og ilmi þínum anda þar að mér, svo enginn sér. Það er bjart yfir minningunni um afa minn. Steinþór Gestsson. Með afa okkar er horfinn maður sem tók lífinu opnum örmum. Hann virtist alltaf í sátt við tilveruna, sama hvað hún færði honum og þannig menn hafa áhrif á fólk í kringum sig. Frá þeim stafar styrkur og ró sem við sem börn upplifðum sterkt. Stór hluti lífsins snerist um afa á Hæli. Hann var eins og klettur. Til hans var alltaf hægt að leita og hjartahlýj- an dró okkur að honum eins og seg- ull. Þegar við urðum eldri fundum við í afa vin sem alltaf sýndi áhuga og umhyggju. Margt sem hann sagði er greypt í huga okkar allra og hann hafði einstakt lag á benda á það já- kvæða og fá mann til að öðlast trú á sjálfan sig. En hann gerði líka kröfur og það var langt í frá að hann sam- sinnti öllu. Hann hafði sterkar skoð- anir og ríka réttlætistilfinningu og orðaskipti um ólík sjónarmið gátu orðið snörp. Hann hafði mikla ást á tónlist og kvöldstundir með Jussi Björling og Kristni Sigmundssyni eru óaðskiljanlegur hluti minningar- innar um hann. Það er erfitt að trúa því að afi sé horfinn á braut. En þó söknuðurinn sé sár erum við þakklát fyrir að hafa þekkt hann og notið samvista við hann svona lengi. „Ég er svo rólegur að þú trúir því ekki,“ var eitt það síðasta sem við heyrðum afa á Hæli segja. Þá var hann kominn á sinn síðasta verustað við lok langrar ævi. Og hvað sem tekur við handan við okkar jarðneska líf erum við þess fullviss að honum líður vel hvar sem hann er. Steinþór, Freyja og Steinunn. Þegar við hugsum um afa á Hæli kemur margt upp í hugann. Allt frá því að við munum eftir okkur skipaði hann fastan sess í lífi okkar. Flesta morgna þegar mamma var farin í skólann og pabbi í fjósið, var gott að trítla niður til afa og fá sér kremkex, djús eða dökkbrúna súrmjólk litaða af púðursykri, eitthvað sem við feng- um aldrei á efri hæðinni. Það var alltaf hægt að leita til hans með hvað sem var og hann hafði áhuga og tíma til að tala við okkur. Það var sama hvert umræðuefnið var, við töluðum við hann um upplifanir okkar í hesta- mennskunni, daginn okkar í skólan- um eða nýja lagið sem við höfðum fengið til æfinga á hljóðfærin. Hann hlustaði á æfingar okkar, hvenær sem var dagsins jafnvel á fréttatíma en eftir á að hyggja er skrítið að hugsa til þess hvers vegna við þurft- um alltaf endilega að spila um leið og fréttirnar voru lesnar í sjónvarpinu. Afi sagði okkur frá mörgu sem hann hafði upplifað á langri ævi, okkur var hann botnlaus brunnur frásagna og visku. Við komumst m.a. að því að okkur þótti gaman að leika okkur á sömu stöðum og honum þegar hann var barn, t.d. í Holtlæknum. Við fór- um að segja honum hvernig við höfð- um komið okkur fyrir með hesthúsi, fjárhúsi og fjósi en hann leiðrétti okkur þá og sagði að þegar hann lék sér þar forðum var húsaskipanin öðruvísi. Þegar við bjuggum eitt ár úti í Danmörku söknuðum við afa mikið. Hann sá þá til þess að við gætum alltaf hlustað á hann með því að lesa inn á kassettu íslenskar þjóð- sögur og senda okkur. Hún vakti mikla lukku. Síðan þá gátum við ekki sofnað nema hlusta á afa. Í sérstöku uppáhaldi voru sögurnar um Kol- rössu krókríðandi og Stein Bollason. Á meðan á dvölinni í Danmörku stóð var lítið um íslenskan mat. Okkur var því mikið farið að langa í svið. Þrátt fyrir að við kæmum heim um miðja nótt hafði afi gert sér lítið fyrir og kippt nokkrum kjömmum upp úr kistunni og útbúið sviðaveislu handa okkur. Mikið vorum við glaðar. Nú þegar afi er farinn vitum við að við eigum eftir að sakna hans oft. Við er- um þakklátar fyrir allar þær góðu minningar sem við höfum um hann. Afi talaði oft um að hann hlakkaði til að hitta ömmu aftur. Við erum þess vegna sannfærðar um að núna líður honum vel hjá henni. Stelpurnar á Hæli, Dóra, Helga og Jóhanna. Fyrstu kynni mín af afa á Hæli sem ég man vel til hófust tiltölulega seint á hans langa og farsæla lífs- ferli. Þá var hann búinn að afreka svo ótal margt sem þingmaður og í hinum ýmsu sveitastjórnar- og fé- lagsstörfum sem aðrir þekkja betur til og eru frekar í stakk búnir að segja frá. Það sem stendur upp úr í minningunni er hversu traust stoð og stytta afi var öllu sínu fólki, sama hvað bjátaði á. Þar var enginn und- anskilinn og eðlilega gengur ýmis- legt á í löngu lífi. Þessi eiginleiki afa var bara einn af hans mörgu góðu kostum, en líklega sá sem ég dái hann hvað mest fyrir og heimurinn væri betri ef fleiri væru honum gæddir. Afi átti 16 barnabörn þegar hann dó. Ég var ekki búinn að átta mig á því fyrr en ég taldi þetta saman að börnin hans fimm, sem á annað borð eignuðust strák, skírðu öll í höfuðið á honum og eru þrír Steinþórar í hópnum. Við höfum flest kynnst óvenjuvel af frændsystkinum að vera og alla tíð hefur verið mikill vin- skapur og hjálpsemi okkar á milli. Stór hluti ástæðunnar fyrir þessu er áreiðanlega hinar traustu rætur sem við höfum alltaf átt í afa á Hæli. Afi var alltaf til staðar, yfirveg- aður og rökfastur og skipti ekki sínu góða skapi. Alltaf var frábært að hitta hann og hann hafði ósvikinn áhuga á því hvað allir í kringum hann voru að bjástra og var vel að sér í öllum málum. Að hafa svona jarðfasta og trausta kletta í lífi sínu er ómetanlegt. Þótt hann sé farinn núna eru áfram til staðar minning- arnar um hann og reynslan af því að hafa kynnst honum. Þessu mun ég búa að alla ævi. Blessuð sé minning afa á Hæli. Páll Gestsson. Andlát afa bar fljótt að. Þrátt fyrir að hann væri kominn yfir nírætt var fráhvarf hans reiðarslag fyrir börn, tengdabörn, barnabörn og aðra sem standa honum nærri. Þegar við ætt- ingjarnir söfnuðust saman heima hjá foreldrum mínum á Sólvallagötunni eftir að afi var lagður í kistu og rifj- uðum upp margar góðar minningar um hann varð mér ljóst að sorgin sem við upplifum skapast af því að afi skilur eftir sig skarð í lífi hvers og eins sem enginn annar getur fyllt. Það er enginn eins og afi á Hæli. Hann á sérstakan sess í hjarta mínu, með sinni hæglátu nærveru, visku, hógværð og lífsgleði, og því sem virt- ist takmarkalausri umhyggju fyrir fólkinu í kringum hann. Eftir að hafa verið lengi í burtu við nám í annarri heimsálfu var ég búin að hlakka til að sjá meira af honum næstu árin. En nú þegar söknuðurinn er sár hugsa ég með þakklæti til þess að hafa átt afa sem var engum líkur, að hann hafi verið hluti af mínu lífi svona lengi, hversu sáttur hann var við sitt líf alla tíð og til þess að hann gat lifað með reisn til síðasta dags. Meira að segja nú þegar hann er far- inn, veit ég að hann hvílir sáttur við hliðina á ömmu og ég sit eftir og hugsa með hlýju til marga yndisleg- ara minninga. Blessuð sé minning afa. Steinunn Gestsdóttir. Við andlát Steinþórs Gestssonar bónda á Hæli í Gnúpverjahreppi 4. september sl. vakna margar kærar minningar. Við vorum sex systkinin sem kom- umst upp, fimm bræður og ein syst- ir, en eldri systir okkar dó af slysför- um tveggja ára, hún var þriðja í röðinni, bráðefnileg og sárt saknað af öllum, sem kynntust henni. Faðir minn sem bar sinn harm í hljóði sagði við móður okkar og börnin, við skulum hætta að gráta, því við mun- um fá þetta bætt, og sú spá rættist þegar yngri systir okkar Ragnheið- ur fæddist, yngst systkinanna, og alla ævi elskuð og virt af öllum sem kynntust henni. Margir hafa sagt mér, sem voru heimilismenn hjá foreldrum mínum, þegar þau bjuggu saman á árunum 1906–1918 að skemmtilegra og gleði- ríkara heimili hafi ekki þekkst, en þeirra stóra heimili. Húsbóndinn einstakur gleðigjafi, ætíð með gam- anyrði á vörunum og kastaði oft fram smellnum vísum, sem margar hafa lifað á vörum fólksins í sveitinni fram undir þessi ár, og þegar glað- værðin gaf tilefni til gátu komið þaulhugsaðar stökur eða grínvísur, sem hittu svo vel í mark, að allir lærðu þær og gleymdu þeim seint. Móðir mín lét ekki sitt eftir liggja. Hún tók oft daglega í orgelið og allir nutu þess að heyra hana spila hug- ljúf sönglög eftir þýsku meistarana Schubert og Mozart og fleiri snill- inga. Hún tók einnig oft í gítarinn, sérstaklega í skammdeginu og söng þá með ýmis falleg sönglög með sinni hljómþýðu söngrödd, sem hún kunni að beita á mjög smekklegan hátt. Þá var á þessum árum mjög gest- kvæmt á Hæli og stundum dvöldu þar í fleiri daga, skáld og listamenn STEINÞÓR GESTSSON SJÁ SÍÐU 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.