Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR og pólitískir foringjar og heyrði ég talað um að Einar Benediktsson skáld hefði verið tíður gestur á Hæli og einnig listamennirnir Ásgrímur Jónsson og Einar Jónsson frá Galta- felli. Þá kom þar oft Jónas Jónsson frá Hriflu og margir fleiri áhuga- menn um stjórnmál. Margt var þá rætt um efnahags- mál og gerðar áætlanir um arðgæf- ari búskaparhætti en þá almennt tíðkuðust. Þá voru ýmsar slíkar framkvæmdir þá þegar komnar í framkvæmd á Hæli, en þó ekki komnar á neitt lokastig. Þá var faðir minn einnig að vinna að víðtækum stjórnmálasamtökum, sem áttu með aðstoð aflsins í foss- unum að skapa mikla aukningu kaupmáttar almennings og bættum samgöngum með lagningu járn- brautar um helstu framleiðslusvæði landsins. Með ótrúlegum krafti vann hann að framgangi þessa máls og m.a. keypti hann blöðin Þjóðólf og Suðurland og gaf þau út um skeið frá Eyrarbakka, og fátt virtist nú geta stöðvað hans sterka vilja. En þá kom spænska veikin og hún þyrmdi fáum. Hann kom heim úr ferðalagi, þar sem hann var að vinna að þessum málum og var þá orðinn veikur af kvefi. Þegar hann kom heim að Hæli var hann kominn með háan hita og á öðrum eða þriðja degi þar frá gaf hjartað eftir. Eiríkur Einarsson alþingismaður bróðir hans var hjá honum þegar hann dó, en öðrum megin við þilið lá Einar Gestsson faðir hans og sagði Eiríkur þegar hann kom inn til hans, að nú væri þetta búið. Gamli maðurinn sagði þá: „Þetta munu þykja mikil tíðindi og spyrjast víða.“ Á Hæli lagðist nú yfir dimmur vet- ur og nú var enginn sem gat komið fólkinu til að brosa og gleðjast yfir litlu. Mamma hafði tekið loforð af Steinþóri og Þorgeiri, bræðrum mín- um, að segja mér ekki frá því að pabbi væri látinn. Og það var ekki fyrr en á útmánuðum, að við snáð- arnir þrír tókum upp á því eins og oft áður fyrr, þegar okkur var farið að lengja eftir pabba úr einhverju ferðalagi, að setjast á hlöðuvegginn, þar sem vel sá til heimreiðarinnar og bíða þangað til við sæjum hann koma. En ekkert kom nú til hjálpar, nema þegar mamma lét kalla á okk- ur, og sagði að nú ætlaði hún að spila fyrir okkur og kannski kenna okkur nýtt gítarlag og texta sem hún hefði nýlega lært að spila og syngja. Þetta hreif, allur leiði hvarf, og við vorum fljótir að læra þetta litla lag og text- ann við það. En svo komu inniverkefnin. Steini var orðinn læs, þá kom næst hjá hon- um að læra að skrifa, en Geiri var farinn að læra að lesa, en þótti það mjög erfitt, en ég fékk frí, þangað til ég yrði sex ára. En fljótlega kom eitt undrunarefni. Steini gat fljótt skrif- að betur en nokkur annar á heim- ilinu. Hann hafði þá komist í gamla skrifbók þar sem Einar afi hafði far- ið að æfa sig og hann gat fljótlega skrifað eins og afi, en afi byrjaði að læra að skrifa með broddstaf á ís. Þegar Steini kom í barnaskólann 10 ára gamall, skrifaði hann svo vel, að hann var látinn gefa öllum hinum krökkunum forskrift, og þau fengu flest ágæta rithönd. Steini var líka mjög duglegur að læra, og af fullnaðarprófi var hann að mig minnir hæstur í skólanum, og það þótti nú ekki lítil upphefð og fáum strákum tókst það að komast upp fyrir allar stelpurnar. Einar afi okkar var orðlagður smiður bæði á járn og tré og auk þess duglegur að steypa bræddan málm í mót. Steinþór fór um fermingu á nám- skeið í skeifnasmíði og gekk mjög vel og held ég að hann hafi mátt heita ágætlega lagtækur. Annan hæfileika hafði Steinþór, sem ég hygg að honum hafi ekki síð- ur þótt vænt um, en það var að hann reyndist fljótt vera laginn við hesta, bæði sem tamningamaður og einnig ágætur reiðmaður. Steinþór var ungur þegar hann eignaðist Brúnku frá Vestra-Geldingaholti og reyndist hún sæmilegt reiðhross, en svo eign- aðist hún þrjá syni, sem allir urðu gæðingar. Hann fékk einnig tvö hross frá Skarði, sem bæði voru úr- vals reiðhross. Steinþór átti síðan alla ævi ágæt hross og þar af nokkra mikla gæðinga. Haustið 1932 fengu þeir Steinþór og Þorgeir að fara norður á Akur- eyri og þreyta próf upp í þriðja bekk menntaskólans. Þetta tókst þeim vel og um vorið, var Steinþór efstur í B-bekknum með háa I. einkunn, en Þorgeir varð þriðji í bekknum einnig með háa einkunn. Þennan vetur stofnuðu þeir bræð- ur, aðallega í jólafríinu MA-kvart- ettinn með tveimur sjöttu bekking- um, þeim Jóni frá Ljárskógum og Jakobi Hafstein frá Húsavík. Stein- þór var þarna aðalsöngstjórinn og söng 2. tenór, Þorgeir söng 1. tenór, Jakob 1. bassa og Jón 2. bassa. Þessi kvartett varð einstaklega vinsæll og sungu þeir víða um land og oftast fyrir fullu húsi. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari veitti þeim bræðrum mikla athygli, enda hafði hann verið náinn vinur föður okkar og hafði fylgst ná- ið með hans djörfu áætlun um virkj- un fallvatnanna og lögn járnbrautar til þess að greiðar samgöngur gerðu víðtækar framkvæmdir mögulegar og arðbærar. Við lok gagnfræðaprófsins spurði skólameistari Steinþór hvort hann ætlaði ekki að setjast í 4. bekk MA næsta vetur, en fékk það svar, að nei, það yrði nú ekki því efnahag- urinn leyfði ekki að hann héldi áfram námi. Skólameistari sagði þá, að hann skyldi launa Gesti góða vináttu og bjóða Steinþóri hjálp til skólavist- ar til stúdentsprófs. En Steinþór vildi heldur fara heim og hjálpa móð- ur sinni og systkinum að kljúfa þá erfiðleika, ef fjölskyldan vildi hjálp- ast að með að treysta búskapinn, svo að við systkinin gætum öll tekið að minnsta kosti gagnfræðapróf og móðir okkar ætti öruggt skjól hjá okkur börnunum. Móðir okkar tók þann kost að leigja ¾ hluta jarðarinnar árin 1924– 1928, þar sem við börnin vorum mörg svo ung, að betra myndi vera að bíða þangað til við næðum meiri þroska. Þetta reyndist þjóðráð, því að árið 1931 og næstu fimm ár vorum við fjórir bræðurnir orðnir býsna öflugir vinnumenn og mamma var hress og mjög dugleg til vinnu og ég held að eftir á hafi okkur öllum þótt þessi ár einhver þau skemmtilegustu, sem við höfðum lifað. Steinþór hafði mikla hæfileika til að verða góður leikari og honum tókst að gæða margar sagnapersón- ur í íslenskum gamanleikritum í mjög trúverðugan og skemmtilegan búning. Ég hygg að Steinþór hafi farið með stórt hlutverk á leiksviði í heimasveit í 10–20 ár og sjaldan misst marks að koma með persónur sem áttu heima í sveitinni alllengi að sýningum loknum. Steinþór var formaður Ung- mennafélagsins á árunum 1932–42 og var miklu lengur einn af bestu starfskröftum félagsins. En nú voru að verða breytingar á högum okkar margra. Þeir Einar og Steinþór föstnuðu sér báðir konuefnis árið 1935 og 36 og vildu báðir gifta sig og taka við búi vorið 1937. Gamla íbúð- arhúsið á Hæli var orðið lélegt og var því ákveðið að byggja nýtt íbúð- arhús með tveimur íbúðum. Við Þorgeir ákváðum að drífa okk- ur í 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vík haustið 1936, en tvöfalt brúðkaup átti að halda næsta vor, þar sem Ein- ar ætlaði að giftast Höllu Bjarna- dóttur frá Stóru-Mástungu en Stein- þór hafði fastnað sér sem konuefni Steinunni Matthíasdóttur frá Skarði í Gnúpverjahreppi, en þau voru fjór- menningar Steinunn og Steinþór. Þetta tvöfalda brúðkaup var svo haldið 12. júní og ungu hjónin fluttu í nýju íbúðirnar en móðir mín og Gísli afi fengu sérherbergi í nýja húsinu. Steinþór og Steinunn stóðu fyrir búskap í 39 ár í vesturbænum á Hæli og Steinþór vann mikið að fé- lagsmálum samhliða búskapnum. Þannig var hann í hreppsnefnd í 36 ár og þar af 30 ár oddviti, þá var hann 24 ár sýslunefndarmaður og al- þingismaður var hann í 14 ár. Hann var 8 ár í stjórn Búnaðarfélags Ís- lands, formaður hestamannafélags- ins Smára í 21 ár og formaður Land- sambands hestamannafélaga í 12 ár og ýmis fleiri trúnaðarstörf mætti nefna. Eins og hér hefur verið rakið, hafði Steinþór ótrúlega fjölþætta hæfileika og hefði getað látið muna um sig á mörgum sviðum, næstum hvað sem hann hefði lagt fyrir sig. En þó held ég, að hann hefði síst vilj- að vanrækja sönglistina, og því næst leiklistina og svo hestamennskuna, en öllum þessum listgreinum sinnti hann vel og náði þar miklum árangri. Steinþór var mikilsvirtur bóndi og sveitarhöfðingi og er nú sárt saknað af stórri fjölskyldu og öllum í sveit- inni hans og af fjölmörgum sam- starfsmönnum. Ég er nú einn eftir af systkinunum á Hæli og er stoltur af hinum mörgu góðu og velunnu störf- um Steinþórs bróður míns og þakka honum hans lífsglaða máta að lifa líf- inu. Þau Steinþór og Steinunn voru einstaklega gestrisin, og við hjónin og börnin okkar áttum þar margar gleðistundir með miklum og góðum söng með söngglöðu frændfólki okk- ar. Börn þeirra hjóna eru fimm, tvær dætur og þrír synir og eru þau öll mjög vel gefin og einnig ágætlega vel verki farin. Heimili þeirra var mjög skemmtilegt, enda húsbóndinn mikill skemmtikraftur, ef hann mátti vera að því að gefa sér dálítið lausan tauminn. Steinþór var búinn að hlakka mik- ið til réttanna núna og ég var að vona að hann hefði heilsu til að koma þar og heilsa upp á fólk og fénað. Það gat nú ekki orðið, en mér er efst í huga innilegt þakklæti fyrir hans merka lífsstarf og glæsilega forystu á langri ævi í þjónustu þessarar sveitar. Ég kveð hann svo með kærri þökk fyrir allt gamalt og gott samstarf í nærri níu áratugi. Hjalti Gestsson. Bernskuárin mín á Hæli hjá föð- urbróður mínum Steinþóri og Stein- unni konu hans voru í minningu minni þau bestu af ævi minni. Hæli var alltaf sveipað helgiljóma, þaðan er faðir minn og fékk ég allar sög- urnar, ævintýrasögurnar af honum og systkinum hans í leik og starfi. Steinþór hafði þar stóran sess í sög- unum. Þegar ég man fyrst eftir mér á Hæli þá voru þar margir krakkar enda fimm systkini á hvorum bæ og einnig mikið af frændliði og fleira fólki. Amma Margrét var þá lifandi og þegar systkinin komu heim þá lét hún þau safnast saman við orgelið og þá var mikið sungið. Við öll þessi börn höfðu nóg fyrir stafni í leik, íþróttum og ærslum. Þessi staður var svo sannarlega nafli alheimsins í augum mínum. Sjö ára gamall var ég fyrsta heila sumarið mitt hjá Stein- þóri og Steinunni, þá var skólafríið tæpir fimm og hálfur mánuður. Ég var alls sjö sumur hjá þeim, trúlega lítið gagn að mér fyrstu árin. Það voru engar þvottavélar eða upp- þvottavélar þá og mikill gestagangur á Hæli á þessum árum. Húsmæð- urnar á Hæli fóru fyrstar á fætur á morgnana og síðastar í háttinn í þá daga. Ég fékk strax hlutverk hjá Stein- þóri, gefa kálfunum, reka kýrnar í haga og fljótlega kenndi Steinþór mér á hest. Eftir það var ég gjald- gengur í að sækja stóðið. Það gekk á ýmsu, oft datt ég af baki og kom grátandi heim en þá var Steinþór þar kominn að hugga mig og var ég strax kominn aftur á bak. Ég hef aldrei kynnst öðrum sem hafði ann- að eins lag á hestum og Steinþór, enda átti hann alltaf mjög góð reið- hross og það hefur fylgt afkomend- um hans. Mitt síðasta sumar sem snúningadrengs á Hæli gaf Steinþór mér afburða fallegan hest, Surt að nafni, tinnusvartan, hágengan tölt- ara sem Steinþór hafði tamið. Ég hef aldrei setið annan eins hest síðan. Steinþór var mjög hæfileikaríkur og það hlóðust á hann mikil fé- lagsstörf. Hann var leiðtogi sinnar sveitar í tugi ára, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum á Suðurlandi og alþingismaður til margra ára. Einnig var hann í fjölmörgum nefnd- um og félögum og oftast formaður þar. Hann var söngmaður frábær, leikari góður og listaskrifari, góður hagyrðingur sem fáir vissu um. Það lék flest allt í höndunum á honum, tamningar á hrossum, smíðar og fleira. Það var oft mikil kátína og gleði á réttardaginn á Hæli, mikið sungið og bræðurnir þar fremstir í flokki. Mér er minnisstætt eitt borð- hald á réttarkvöldið, þá var mikill fjöldi manna, Steinþór fór á kostum og hermdi eftir flestum við borðið án þess að meiða nokkurn að ég held. Ég kom iðulega til Steinþórs og Steinunnar eftir mína veru, alltaf var tekið jafn vel á móti mér og minni fjölskyldu. En það bar fljót- lega á alvarlegum veikindum hjá Steinunni. Þessi ár voru Steinþóri mjög erfið en þar sýndi hann mikinn styrk og dugnað fyrir Steinunni. Enn átti Steinþór eftir að taka að sér afahlutverkið. Þar átti hann eftir að sýna hvað góðan mann hann geymdi því enn bar á mjög alvar- legum veikindum í fjölskyldu Stein- þórs hin síðari ár. Þar áttu allir skjól og styrk hjá þessum ljúfa og háttvísa manni. Ég sá til hans síðustu árin sinna barnabörnunum sínum og gera það einstaklega vel og var hann stoð þeirra. Söknuður þeirra er mik- ill enda Steinþór einstakur afi. Ég og fjölskylda mín sendum börnum, barnabörnum og öllum ást- vinum Steinþórs samúðarkveðjur. Aldrei verður dauðans djúp dagsins æðsti réttur. Hvolfist yfir Hæli og Núp himinninn blár og léttur. (Eiríkur Einarsson frá Hæli.) Vertu sæll, frændi, blessuð sé minning þín. Ólafur Hjaltason. Steinþór frændi hefur nú kvatt okkur, 92 ára að aldri. Minningar um hann eru samofnar öllu okkar lífi. Faðir okkar, Einar, var bróðir Stein- þórs. Þeir voru ótrúlega samstiga í gegnum lífshlaup sitt. Þeir giftu sig sama dag árið 1937, hófu saman bú- skap, í sama húsi, hvor í sínum enda, áttu jafnmörg börn og þau á líkum aldri. Nunna kona Steinþórs og Halla móðir okkar elduðu saman í sömu pottunum fyrstu árin. Til þess að aðgreina fjölskyldurnar urðu til nöfnin austur- og vesturbæingar. Steinþór var vesturbæingur. Hann var glettinn, bjó yfir ótrúlegum leik- hæfileikum og var mikil eftirherma. Eins var að þegar hann fór í útreið- artúr þá hópuðumst við í gluggann „austrí“ til að horfa á hann hleypa niður Brúarhliðsbrekkuna og leggja á skeið heim brúna. Þetta var ógleymanleg sjón. Hann las fyrir okkur krakkana á kvöldin, þá var innlifunin leikhúsi líkust. Eins var það, ef tekið var lagið, þá stjórnaði hann og allir sungu í röddum. Yfir æskuárunum ríkir ljómi, minningar um samheldni, frændrækni, söng, gáska og gleði. Hann innleiddi ríka menningu á margan hátt í okkar líf ásamt föður okkar. Þetta er gömul arfleifð sem ríkir í bæjarbragnum á Hæli. Áhugamál hans voru söngur, hestamennska, kveðskapur og lestur góðra bóka. Auk þess bjó hann stórbúi ásamt föður okkar. Síðar varð hann alþingismaður. Steinþór fékk alla krakka auð- veldlega í lið með sér. Þegar við fór- um að hægja á okkur fótgangandi á heimleið, þá efndi hann til kapp- hlaups og vann oftar en ekki. Voru þó innan um hópinn upprennandi íþróttamenn, miklu yngri. Hann var ótrúlega sprettharður, kenndi bæði austur- og vesturbæjarkrökkunum að skrifa, þó með mismunandi ár- angri austurbæinga. En ekki er hægt að lá kennaranum, því hann hafði fallega rithönd og hélt henni alla tíð. Okkur austurbæjarsystkinunum þótti afar vænt um að Steinþór tók saman ritsmíðar föður okkar eftir að hann lést og gaf þær út í bókinni Heima og heiman. Þá hefur hann einnig tekið saman ættir Hæls- bænda og margt fleira væri hægt að telja upp. Hann unni ættjörðinni. Nú eru leiðarlok hjá Steinþóri frænda. Það er skrýtið fyrir alla að fara „vestrí“, hitta hann ekki á rétt- ardaginn og taka með honum lagið um kvöldið eftir kjötsúpuna. Við systkinin erum þakklát fyrir nær- veru hans alla tíð. Hann var ekki bara frændi okkar. Eftir lát föður okkar var hann kjölfestan í sam- félaginu. Með þakklæti og samúðarkveðj- um. Frændgarðurinn í austurbænum. Níræður stóð Steinþór Gestsson á réttardaginn í fjósinu á Hæli og heilsaði erlendum gestum, sem bar að garði og komnir voru til þess að skoða búreksturinn. Komumenn tóku varla eftir, að hann studdist lít- ið eitt við staf sinn því ljúft geð hans og háttvís en um leið virðuleg fram- ganga fangaði athyglina í þetta sinn sem endranær. Það er gott að minn- ast þessarar stundar nú þegar hann er genginn. Hún geymir góða mynd af stjórnmálamanninum og bóndan- um Steinþóri Gestssyni. Stjórnmálin færðu okkur saman. Á sínum tíma var mér sem ungum manni mikill sómi að því að taka sæti Steinþórs Gestssonar sem fulltrúi Árnesinga á framboðslista sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi. Og það var sjálfgefið að velja stólinn hans, er kom að fyrsta fundi í þingflokknum. Þegar þetta var stóð hann á sjötugu og kvaddi Alþingi að loknum farsæl- um þingmannsferli. Hann gaf eftir- manninum veganesti, sem lengi býr að. Traust hans og atfylgi í meðhaldi sem móthaldi var óblandið alla tíð. Steinþór Gestsson var raungóður stjórnmálamaður. Hugmyndaheim- ur hans var skýr og af kögunarhóli hans var vítt til allra átta. Málafylgja hans í þágu umbjóðenda sinna var eindregin en að sama skapi átaka- laus. Skörp greind hans gerði honum létt að láta til sín taka án þess að mikið færi fyrir. Nútíma pólitískur bægslagangur var ekki háttur hans, og hann sóttist ekki eftir þakklæti eða lofi. Og ekki verður um hann sagt, að hann hafi hreykt sjálfum sér á vopnaþingi stjórnmálanna. Ég tók eftir því á síðasta þingvetri Steinþórs, þegar hann greindi kjós- endum sínum frá niðurstöðum um fjárveitingar til kjördæmisins, að hann blandaði sjálfum sér ekki í frá- sögn um þær ákvarðanir. Þar um gátu menn sagt sér sjálfir. Ef til vill var honum að því leyti líkt farið og konunni, sem Halldór Laxness léði þau einföldu og hæversku orð, sem lengi munu standa í Sögunni af brauðinu dýra: „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyr- ir.“ Það var ekki tilviljun að menn leit- uðu eftir forystu Steinþórs Gests- sonar á Hæli og trúðu honum fyrir margvíslegum sameiginlegum mál- efnum. Hann dró plóginn í málefnum sveitar sinnar um langa hríð. Hann var kallaður til ábyrgðar í samtökum bændastéttarinnar. Hvar sem hann kom að reyndist hann ráðhollur og drjúgur. Söngrödd hans og félaga úr Menntaskólanum á Akureyri hljóm- aði á sinni tíð um land allt. Listfengi hans í söngnum var reyndar til vitnis um, að hann hafði vaxið úr vænu grasi rótgróinnar íslenskrar bænda- menningar. Á síðustu árum færði hann í letur ýmsan sögulegan fróð- leik meðal annars um sögu heima- haga sinna. Þó að menn minnist þessara ritstarfa ekki með sama hætti og söngsins fyrrum hafa þau eigi að síður verið ýmsum lesning bæði til ánægju og fróðleiks. Það framlag til þátta í sögu Árnesinga er vissulega vert umtals, og ber glögg- an vott um fjölhæfni hans. Nú heyrir Steinþór Gestsson sjálf- ur sögunni til og vígist moldu sveitar sinnar. Hugur hluttekningar er á kveðju- stundu með söknuði þeirra, er næst honum stóðu. Hitt lifir, að það var öllum auðnubót að eiga hann að. Þorsteinn Pálsson. Með Steinþóri á Hæli er genginn merkur forystumaður úr liði bænda. Eins og títt er um slíka forystumenn á síðustu öld kom hann víða við og lagði mörgum góðum málum lið. Heima í sveitinni var hann lengi for- ystumaður og oddviti sveitarstjórn- STEINÞÓR GESTSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.