Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 1
Klæðileg tíska Tískuvikan í Mílanó Vor/sumar 2006 er nú að baki | 42 Vinnuvélar | Tenging farartækis við jörðina  Vísindin í vöruflutningum Úr verinu | Róið út í eitt í fiskiríi  Gæðasaltfiskur hefur sérstöðu Íþróttir | Chelsea meistari í mars?  Gunnar Heiðar með tll Varsjár Glæsilegur blaðauki um atvinnubíla og vinnuvélar fylgir Morgunblaðinu í dag HJÓLBARÐARNIR  VERKSMIÐJUNÚMER  BÍLAKÓNGAR   SCANIA VÉLAR  NEI VIÐ SADDAM  BÆNDAFERÐ Klæðskerasniðnar lausnir Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in ri k Pé tu rs so n l w w w .m m ed ia .is /h ip “fia› er metna›ur okkar a› veita ávallt klæ›skerasni›na rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja. Vi› sní›um fjármögnun í takt vi› flarfir hvers og eins, enda vitum vi› a› hver vi›skiptavinur okkar er einstakur.“ Arnar Snær Kárason Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja Vinnuvélar, Úr verinu og Íþróttir STOFNAÐ 1913 269. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is HÆRRI laun gætu orðið til þess að stórfyr- irtæki hættu að fjárfesta í nýjum verk- smiðjum í Kína á næstu árum og þau eru því farin að huga að öðrum ódýrum framleiðslu- löndum, til að mynda í Afríku. Fréttavefur Jyllands-Posten hafði þetta í gær eftir Gabrielu Styf Sjöman, yfirmanni farsímafyrirtækisins Ericsson í Kína. Sjöman segir að fyrirtæki eins og Erics- son þurfi að gera áætlanir um stórar og flóknar verksmiðjur langt fram í tímann og telur að launin verði orðin svo há í Kína inn- an tíu ára að landið verði ekki vænlegur fjárfestingarkostur fyrir slík fyrirtæki. Að sögn Jyllands-Posten telja Sjöman og stjórnendur fleiri sænskra fyrirtækja að Afríka geti tekið við af Kína í þessum efnum þegar fram líða stundir. Spá því að Afríka taki við af Kína HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði látið hefja vinnu í því skyni að ein- falda stjórnsýsluna og gera hana markvissari og nútímalegri. Í því felst m.a. endurskoðun á lögum og reglum um Stjórnarráð Íslands. „Við verðum að hugsa um al- menning og fyrirtækin í landinu sem þurfa að haga störfum sínum og háttsemi í samræmi við lögin sem hið háa Alþingi samþykkir,“ sagði Halldór. „Ríkisstjórnin hefur af þessu tilefni ákveðið að hrinda af stað sérstöku átaki um Einfaldara Ísland. Gert er ráð fyrir að hvert ráðuneyti fari yfir lög og reglur, sem undir það heyra, með það fyrir augum að einfalda regluverkið, minnka skriffinnsku og auka skil- virkni enn frekar.“ Forsætisráðherra sagði endur- skoðun stjórnarskrárinnar vera eitt veigamesta verkefni Alþingis og þjóðarinnar allrar. Meiri samstaða þyrfti að vera um stjórnarskrár- breytingar en lagabreytingar yfir- leitt. Halldór sagði að uppi væru óskir um að fulltrúalýðræðið yrði endurnýjað þannig að almenningur fengi færi á að taka virkan þátt í ákvörðunartöku um sameiginleg málefni, ekki einungis í þingkosn- ingum heldur einnig þess á milli, t.d. í þjóðaratkvæðagreiðslum. Sagði Halldór að skoða þyrfti vel reynslu annarra þjóða í því sambandi. „Von mín er sú að þegar upp verði staðið getum við sagt með stolti að með gagnsæjum og vönduðum vinnuað- ferðum við endurskoðun stjórnar- skrárinnar hafi verið rennt nýjum stoðum undir lýðræði á Íslandi.“ Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjórnin ætlaði að leggja fram frum- vörp um grunnskóla-, framhalds- skóla- og háskólastigið á þessu þingi. M.a. er ætlunin að jafna stöðu ríkisrekinna háskóla og þeirra sem reknir eru af öðrum. Þrjú megin- markmið hafa verið skilgreind fyrir byggðaáætlun 2006–2009. Efla á landshlutakjarna jafnframt því að treysta þær byggðir sem búa við fólksfækkun, einnig að byggðarlög nái að laga sig að örri samfélagsþró- un og hröðum breytingum í at- vinnuháttum og í þriðja lagi að at- vinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafnræði verði styrkt á landsbyggðinni. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gær Sérstakt átak til að einfalda stjórnsýsluna  Einblínum | Miðopna Bagdad. AFP, AP. | Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðust í gær hafa gagnrýnt nýlega breytingu á kosningalögunum í Írak fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna 15. þessa mán- aðar um drög að stjórnarskrá lands- ins. Súnní-arabar hótuðu því að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni vegna þess að eftir lagabreytinguna er það nánast ógerningur fyrir þá að fella stjórnarskrárdrögin. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak sagði að embættismenn sam- takanna hefðu látið í ljósi áhyggjur af breytingunni og beitt sér fyrir því að hætt yrði við hana. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í höfuðstöðvum þeirra í New York sagði að laga- breytingin stæðist ekki alþjóðlegar reglur um lýðræðislegar kosningar. Bandaríkjamenn andvígir Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði að það væri and- vígt breytingunni. Einn af fulltrúum Kúrda á íraska þinginu, Mahmoud Othman, sagði að bandarískir emb- ættismenn hefðu beitt sér fyrir því að þingið breytti lögunum aftur. Fyrir breytinguna kváðu lögin á um að tveir þriðju greiddra atkvæða í að minnsta kosti þremur héruðum nægðu til að fella stjórnarskrárdrög- in. Eftir breytinguna þarf hins vegar tvo þriðju atkvæða allra skráðra kjósenda til að fella drögin, ekki að- eins þeirra sem kjósa. SÞ gagnrýna breytt lög í Írak  Sjítar og Kúrdar | 15 KONA virðir fyrir sér verk eftir tyrk- neska listamanninn Burak Delier á sýn- ingu í Istanbúl í gær, en í verkinu sést kona klæðast fána Evrópusambandsins. Helstu dagblöð Tyrklands fögnuðu í gær viðræðunum sem hafnar hafa verið um aðild landsins að Evrópusambandinu. „Ný Evrópa, nýtt Tyrkland,“ sagði í for- síðufyrirsögn dagblaðsins Milliyet. „Vín er fallin,“ sagði blaðið Hurriyet og bætti við: „Tyrkir, sem voru hraktir tvisvar sinnum frá borgarhliðum Vínar [ á 16. og 17. öld], halda nú innreið sína í Evrópu með friðsamlegum samruna.“ | 14 „Ný Evrópa, nýtt Tyrkland“ TALSMENN stjórnmálaflokkanna á Alþingi hlýddu á stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í alþingishúsinu í gærkvöldi og lögðu út af henni í ræðum sínum. Sitt sýnd- ist hverjum, eins og vænta mátti. Af hálfu talsmanna ríkisstjórnarinnar var lögð áhersla á stöðugleikann í efnahagslífinu, aukið frelsi í þjóðfélaginu, útrásina, velsæld- ina, vöxtinn, góða stöðu ríkissjóðs og bjartar framtíðarhorfur. Stjórnarandstaðan lagði hins vegar áherslu á blikur á lofti efnahagslífsins, vaxandi verð- bólgu, ruðningsáhrif stóriðjuframkvæmda, erfiða stöðu útflutningsgreina og uppsagnir í sjávarútvegi, hvernig ríkisstjórnin ynni gegn markmiðum Seðlabankans, um vaxandi ójöfn- uð í samfélaginu og bága stöðu ýmissa hópa þess. | 10 Morgunblaðið/Kristinn Tekist á um stefnumálin á þingi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 269. tölublað (05.10.2005)
https://timarit.is/issue/262339

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

269. tölublað (05.10.2005)

Aðgerðir: