Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g er með grunnskóla- próf í sundi, há- skólapróf, hef lokið skyndihjálp- arnámskeiði og sat barnfóstrunámskeið þegar ég var 12 ára gömul. Samt er sumt sem ég á erfitt með að átta mig á. Til dæmis er búið að segja mér sjö sinnum hvernig flugvélar virka en ég á samt erfitt með að skilja hvernig margra tonna stálklump- ur getur hafið sig si svona til lofts og þotið um himinhvolfið með frí- hafnargóss, tonn af mannabeinum og slepjulegan eggjarétt í mat- arbökkum. Ég skil ekki hugmyndina á bak við hátæknisjúkrahúsið. Þarf ekki fyrst að manna þær deildir sem fyrir eru og hætta reglulegum lok- unum þeirra? Ég skil ekki af hverju Selma vann ekki Júróvísjón á sínum tíma og ég veit að Evrópuþjóðir hafa hreinlega ekki náð boðskap Gleði- bankans. Sigurinn hefði verið okk- ar ef þær hefðu vitað um the wor- ries you should not have of all the yellow notes. Ég skil ekki hvernig fólki getur fundist sjálfsagt og eðlilegt að land vort sé að breytast úr Íslandi í Bíl- sland. Í ágústmánuði voru fluttir inn 80% fleiri nýir bílar en á sama tíma í fyrra. Hei, kaupum endilega ál og meira ál og það á lánum og fleiri lánum. Það eru ofsa góðir lánamöguleikar þarna hjá BK banka og hreint unaðsleg kjör hjá Arðræningjanum Fjármálastofn- un – einungis 21% vextir og mögu- leiki á endalausum yfirdrætti. Já, mér er raunar lífsins ómögu- legt að skilja að bankarnir finni ekki til ábyrgðar sinnar gagnvart neyslu og skuldsetningu þjóð- arinnar. Allra augu beinast að Seðlabankanum og því hvaða há- tækni-kælisprey Davíð ætli að galdra fram til að úða á hagkerfið. En hvað með bankastofnanirnar sem lánuðu Nonna og Manna fyrir einbýlishúsum og utanlands- ferðum? Ákvarðanatakan er auð- vitað fólksins – en hver hélt lán- unum að lýðnum? Maður reynir ekki að telja átján ára bólugröfn- um unglingi trú um að hann þurfi bæði fartölvu og fínt visakort – þótt maður sé í samkeppni. Maður hugsar ekki daga og nætur, fund eftir fund, hvernig hægt sé að fá hann til að spreða sem mestu og halda að honum yfirdrætti – þótt mann langi ofboðslega að koma vel út á næsta ársfjórðungsyfirliti. Ég skil ekki af hverju það var talið lífsnauðsynlegt að ég gæti hoppað yfir hest í skólaleikfimi og gert aðrar hundakúnstir. Hverjum datt í hug að það væri hollt og gott fyrir æsku landsins að æða að trampólíni, taka stökk og fara síð- an hríðskjálfandi í kollhnís á harðri trékistu? Ég fullyrði að ég hef aldrei lent í þeirri stöðu að þessi kunnátta hafi verið ómiss- andi. „Bíddu, bíddu, nú ætla ég að taka kistukollhnísinn!“ Ég var ein- ungis nýbyrjuð í grunnskóla þegar ég slasaði mig á kisturassgatinu. Ég hitti ekki á kistuna og endaði uppi á sjúkrahúsi með marin rif- bein. Og kistan? Hún var þarna enn þegar ég kom til baka og hélt áfram að hrella mig. Næstu tíu ár- in. Ég skil ekki hvernig hægt er að vera voða hissa á því að allt hafi farið í bál og brand í Írak. Sá sem var fjölmiðlafulltrúi Bandaríkja- hers þegar ráðist var inn, hefur viðurkennt að hafa vitað nákvæm- lega ekkert um landið og stuðst við bókina Iraq for Dummies. Ég skil ekki af hverju þjóðin er alltaf að tala um Baugsmálið. Mér er ómögulegt að skilja hví hún hef- ur ekki séð að þetta er Stóra- Jónsmálið og miklu yfirgripsmeira en sem nemur einungis Baugi. Það er augljóst að seinustu daga höfum við ekki verið neitt annað en leik- soppar valdamikils Jóns sem um- vefur íslenskt samfélag. Það er ekki Baugur sem á Ísland og Dan- mörku. Það er Jón. Það skiptir engu hvort um er að ræða lögfræð- inga eða stórkaupmenn, Jón er í þeim öllum. Hann er Ásgeir, Ger- ald og Steinar. Þegar betur er að gáð sést að Bónusheitið er ekkert nema yf- irskin yfir hið rétta nafn versl- unarinnar: Jónus. Og hver stofnaði Jónus? Jú, það var Jóhannes. Nafnið Jón er ekkert nema stytt- ing á nafninu Jóhannes. Jóhannes skírari er á ensku John the bapt- ist. Kæru Íslendingar, fjallkona og fjármálaspekúlantar, þetta ber allt að sama brunni: Nefnilega Jóni. Jón er bæði karl og kona. Ég sjálf er til dæmis Jónsdóttir en pabbi minn heitir Jón. Tilviljun? Nei, þetta sýnir einfaldlega hversu klókur Jón er. Seinustu vikur hefur Jón farið mikinn og hlegið hátt í Stóra- Jónsmálinu. Hann hefur tekið myndir allra sem að því koma. Hann er sem dæmi Jónína Ben. Hann er líka yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra: Jón H.B. Snorrason. Jón hinn allt umlykjandi reyndi að dulbúa sig í Haraldi Johannessen, ríkislög- reglustjóra, en ég sá í gegnum gervið. Og hver er fréttaritstjóri Fréttablaðsins nema Sigurjón M. Egilsson? Auk þess hef ég það fyr- ir víst að bæði Styrmir og Kjartan Gunnarssynir þekki báðir þó nokkra Jóna og séu jafnvel frænd- ur einhverra. Það er sem ég segi: Jón er alls staðar. Hann er í lagatextum: Jón er kominn heim. Hann er í sjampó- brúsum: Johnson&Johnson. Og haldið þið að það sé tilviljun að hinn máttugi miðill sjónvarp, sem tröllríður íslensku nútíma- samfélagi, heitir einmitt sjónvarp? Haldið þið að það sé hending að konungur skógarins, sá sem öllu ræður, er einmitt ljónið? Nei, Jón ræður. Eru vinsældir Sálarinnar hans Jóns míns? Er það tilviljun að orðið jól er grunsamlega líkt orðinu jón? Nei. Jól eru Jón og velta því milljörðum. Ég botna kannski ekki í flug- vélaverkfræði en ég sé í gegnum hann Jón. Ég sé þig, Jón! Það eru ofsalega góðir lánamöguleikar þarna hjá BK banka og hreint unaðsleg kjör hjá Arðræningjanum Fjármála- stofnun – einungis 21% vextir og mögu- leiki á endalausum yfirdrætti. VIÐHORF Sigríður Víðis Jónsdóttir sigridurv@mbl.is JAKOB Frímann Magnússon ger- ir athugasemd við athugasemd mína vegna greinar hans um það sem hann kallaði „dýrustu embættisaf- glöp Íslandssögunnar“. Hann setti reyndar spurningarmerki á eftir fyr- irsögninni, en vinnu- brögð embættis Rík- islögreglustjóra sagði hann „forkastanleg“ og einnig að innrás í fyr- irtæki Baugs árið 2002 hafi verið „algerlega óþörf“. Rannsókn efna- hagsbrotadeildar á bókhaldi Baugs er að hans mati eini glæp- urinn sem framinn hef- ur verið. Í greininni gaf Jakob sér að „skaðræðið af völdum Ríkislög- reglustjóra-innrásarinnar“ hafi numið 300 milljörðum plús ein- hverjum afleiddum trilljónum sem hann átti reyndar erfitt með að skil- greina. Síðast en ekki síst komu svo hótanirnar um hugsanlega máls- höfðun Baugsmanna á hendur ríkinu (íslenska skattgreiðendur), þegar ákærðu yrðu sýknaðir. Jakob Frí- mann er þannig búinn að kveða upp sinn dóm áður en dómstólarnir hafa náð að opna málsgögnin. Ég benti einfaldlega á fáránleikann í rök- semdafærslu hans hvað varðaði meint tap fyrirtækisins. Þá snýr hann við blaðinu og fer að dylgja um leka sem átti sér stað meðan á rann- sókninni stóð. Þessi leki á að sýna að ekki hafi verið heiðarlega staðið að vinnslu málsins. Kannski er Jakob svo upptekinn á samsæriskenniga- fundum Samfylkingarinnar að hann hafi ekki tekið eftir því að þessa dag- ana er þjóðfélagið upp að hnjám í leka. Lekar orsakast einkum af tvennu. Annars vegar eru það lítilsigldir ein- staklingar sem reyna að upphefja sjálfa sig með því að segja frá því sem aðrir ekki vita, hins vegar er leki stundum notaður til að koma höggi á aðra. Dæmi um slíkan leka er birting einkapósts Jónínu Benedikts- dóttur og Jóns Geralds Sullenberger í Frétta- blaðinu. Mér er fyr- irmunað að sjá að upp- lýsingar fréttamanna um rannsókn Baugsmálsins hafi á nokkurn hátt getað gagnast ríkislögreglustjóra- embættinu. Það segir sig sjálft að viðvörun um húsleit er ekki í þágu rannsóknaraðilanna. Það er því eng- an veginn á hreinu hver lak né hver tilgangurinn með upplýsingunum var. En fyrst Jakob nefnir þátt Stöðvar 2 er ekki úr vegi að benda honum á að Baugur á nú bæði Stöð 2 og Norðurljós með manni og mús. Því ætti að vera hægt um heimatök- in fyrir þessa aðila að komast að því hvaðan upplýsingarnar komu. Það er að segja hafi Jakob, Samfylkingin eða jafnvel Baugur áhuga á að leita uppsprettunnar. Mér sýnist áhugi Jakobs og félaga þó frekar snúast um áróðursgildi dylgnanna. Það er ábyrgðarhlutur að grafa undan tiltrú manna á opinberum stofnunum. Samfylkingin hefur lagt sig í líma við að gera ríkislög- reglustjóraembættið tortryggilegt í augum almennings. Einkum virðist ríkislögreglustjórinn vera þeim þyrnir í augum. En þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á að hann hafi brotið annað af sér en að vera sonur fyrrverandi ritstjóra Morg- unblaðsins er aur og skít slengt í all- ar áttir í von um að eitthvað festist einhvers staðar. Nú hefur Jakob Frímann tekið við keflinu. Spurn- ingin er hins vegar í hvaða átt hann eigi að hlaupa. Til að létta honum valið bendi ég honum vinsamlegast á að rannsókn efnisatriða málsins er nú lokið og málið í höndum dómstól- anna. Grein hans er því eins og hver önnur „rauð síld“, sem hefur þann tilgang einan að draga athyglina frá meginatriði málsins, sem er „brutu Baugsmenn af sér eða ekki?“ Leki á leka ofan Ragnhildur Kolka svarar Jak- obi Frímanni Magnússyni: ’Samfylkingin hefurlagt sig í líma við að gera ríkislögreglu- stjóraembættið tor- tryggilegt í augum al- mennings.‘ Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. HINN 8. október næstkomandi verður efnt til kosninga í 62 sveit- arfélögum með því yfirlýsta mark- miði að fækka sveitarfélögum um meira en helming, úr 95 í 42. Full- yrt er að ekki séu aðrir kostir vænlegri til að „efla sveit- arstjórnarstigið“ en megindriffjöður á bak við er ríkisvaldið með félagsmálaráðherra í fararbroddi. Hann skipaði „sameining- arnefnd“ sem fékk það veganesti að standa fyrir til- lögugerð um um- rædda fækkun sveit- arfélaga. Valdboðið í þessu afdrifaríka máli kom þannig að ofan en ekki frá einstökum sveitarfélögum. Ríkið lagði bæði til fé og mannafla til að reka áróður fyrir þessari patent- lausn á meintum vanda sveitarfé- laga vítt og breitt um landið, en nú eftir á reynir ráðherrann að gera sem minnst úr sínum hlut og aðrir eru látnir taka við keyrinu. Samræmd kollsteypa Ekki er ástæða til að amast við breytingum á sveitarstjórnarstig- inu ef eðlilega er að þeim staðið og þær endurspegla vilja fólks á við- komandi svæðum. Sveitarstjórn- arstigið stendur næst fólkinu í við- komandi byggðum og mikilvægt er að það þróist í góðri sátt og þann- ig að íbúarnir séu þátttakendur í ákvörðunum. Þessu er ekki að heilsa í þeirri samræmdu koll- steypu sem nú er undirbúin. Kosn- ingar eiga að vísu að skera úr, en skipulag þeirra er með þeim hætti að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins væri fullsæmd af fyr- irkomulaginu. Falli atkvæði meiri- hluta manna í einu sveitarfélagi gegn sameiningu skulu þeir hinir sömu eiga kost á að endurskoða hug sinn að sex viknum liðnum! Öll sund til baka eru hins vegar tryggilega lokuð eins og Svarfdæl- ingar hafa nýlega mátt reyna. Hagræðing og hagkvæmni ráða för Þessi sameiningarkollsteypa er fyrst og fremst rekin á fjárhags- legum forsendum og undir þeim formerkj- um að viðkomandi sveitarfélög „væru nægilega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum án sam- vinnu við önnur sveit- arfélög“ eins og segir í nýju dreifiriti Sam- einingarnefndar á miðsvæði Austfjarða. Samvinna sveitarfé- laga um skyld málefni er samkvæmt þessum boðskap óæskileg. Al- þekkt er að hagkvæmnirök leiða þá sem á þau trúa út í að leita lausna í stöðugt stærri og stærri einingum. Í sveitarstjórnarmálum verður slíkt hins vegar á kostnað lýðræðis, þ.e. yfirsýnar fólks yfir þau málefni sem næst því standa og tengsla við þá fulltrúa sem það kýs til setu í sveitarstjórnum. Vax- andi skrifræði og ópersónulegt embættismannavald er þá skammt undan í stað lifandi samskipta í nærumhverfi. Hallarbylting í sumarleyfum Á Austurlandi sem annars stað- ar eru trippin nú rekin hratt. Sjö ár eru frá því að stofnað var sveit- arfélagið Fjarðabyggð með sam- runa Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Talsvert vantar á að festa hafi skapast í málefnum þess sveitarfélags og margir sjá enn eftir fyrra umhverfi. Vandinn tengist ekki síst því að um er að ræða þrjá þéttbýlisstaði sem ekki ná að mynda heildstætt samfélag nema með markvissu og þol- inmóðu ræktunarstarfi. Nú á í einu vetfangi að bæta við þremur byggðarlögum, hverju með sinn byggðakjarna. Samstarfsnefnd og málefnahópar fulltrúa frá sveit- arfélögum á þessu svæði höfðu að- eins þrjá sumarmánuði, júní til ágúst 2005, til að bera saman bæk- ur sínar um tillögur að mál- efnaskrá sem nú skal kjósa um innan hálfs mánaðar. Bæklingur „sameiningarnefndarinnar“ sem dreift hefur verið ber skýr merki þessa óðagots og er lítið annað en fyrirsagnir án innihalds. Ekki er þar fjölyrt um hvernig tryggja eigi lýðræðislega aðkomu íbúa byggð- arlaganna að eigin málefnum. Sem rök fyrir sameiningu má í bæklingnum m.a. lesa undir yf- irskriftinni Velferð íbúa: „Þá auð- veldar það störf á félagsþjón- ustusviði í stærri sveitarfélögum að nálægð starfsmanna og þeirra sem þurfa að nota þjónustuna er ekki eins mikil og í smærri sveit- arfélögum.“ (s. 5, leturbr. HG) Það er jafn gott að smælingjarnir séu ekki að trufla vitringana sem að úrlausnum vinna! Við annan tón kveður þegar kemur að fjárfestum: „Nýtt sveit- arfélag komi eins og frekast er kostur til móts við þær kröfur sem fjárfestar og fyrirtæki gera til að- stöðu og þjónustu á þess vegum.“ (s. 11) Til að þetta gangi eftir er auðvitað handhægt að hafa höf- uðstöðvar stjórnsýslu á Reyð- arfirði, eins og boðað er í bækl- ingnum, þ.e. undir verksmiðjuvegg þess atvinnurekanda sem hvort eð er mun verða hæstráðandi í Fjarðabyggð. Sameining sveitarfélaga á kostnað lýðræðis Hjörleifur Guttormsson fjallar um sameiningu sveitarfélaga ’Kosningar eiga að vísuað skera úr, en skipulag þeirra er með þeim hætti að framkvæmda- stjórn Evrópusam- bandsins væri fullsæmd af fyrirkomulaginu.‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.