Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Nýjar ullar- og vattkápur Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. www.belladonna.is Vissir þú: • að belladonna er ítalska og þýðir falleg kona • að Belladonna er verslun með föt í stærðum 38-60 Við eigum eins árs afmæli og þér er boðið í veislu! Veislan stendur frá miðvikudegi 5. okt. til laugardags 8. okt. og þá verður 20% afsláttur af öllum vörum í versluninniHvenær megum við leika, kennari? Fræðsludeild Þjóðleikhússins efnir til umræðufundar um þátt leiklistar í listgreinakennslu í skólum í Dómsalnum (gamla Hæstaréttarhúsinu) við Lindargötu 3, 6. október nk. kl. 20 Flutt verða þrjú framsöguerindi: · Hvenær megum við leika, kennari? – Anna Jeppesen, aðjúnkt í KHÍ · Hafið þið komið til Hafnar í Hornafirði? – Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og fræðslustjóri Þjóðleikhússins · Eftir hverju bíðum við? – Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri Almennar umræður Fundarstjóri Ingibjörg Þórisdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. GEIRÞRÚÐUR Anna Guðmunds- dóttir, 11 ára, varð stúlknameist- ari Taflfélags Reykjavíkur, en mótið fór fram 1. október sl. í skákhöllinni Faxafeni 12. Geir- þrúður hlaut 4 vinninga úr 6 skákum og varð efst stúlkna sem eru félagar í Taflfélagi Reykjavík- ur, en hlutskörpust á mótinu varð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem hlaut 5,5 vinninga. Mótið var opið öllum stúlkum 15 ára og yngri. Á mótinu tefldu 11 stúlkur sem flestar hafa Íslands-, Reykjavíkur- eða Norðurlandameistaratitla. Á eftir Jóhönnu kom Sigríður Björg Helgadóttir með 5 vinn- inga. Geirþrúður Anna varð þriðja með 4 vinninga, hærri á stigum en Tinna Kristín Finn- bogadóttir. Titilinn tryggði Geirþrúður Anna sér með sigri yfir tvöföldum Norðurlandamótsfara, Júlíu Rós Hafþórsdóttur, í skák í síðustu umferð. Skákstúlkurnar Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Sigríður Björg Helga- dóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir með verðlaunagripi sína. Geirþrúður Anna stúlknameistari TR ER hálshnykkur læknisfræðilegt eða lögfræðilegt úrlausnarefni? verður spurt á málþingi um hálshnykks- áverka sem halda á næstkomandi föstudag á Grand hóteli í Reykjavík. Að því standa Læknafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Við- skiptaháskólinn á Bifröst og stendur það daglangt frá kl. 8.20 að morgni. Á málþinginu er ætlunin að fjalla almennt um hálshnykksáverka svo og um mat á miska, örorku og fleiri atriði sem tengjast læknisfræði og lögfræði. Í frétt um málþingið í Læknablaðinu segir að hálshnykkur sé algengur áverki sem kosti þjóðfélagið milljarða króna á ári. Slíkir áverkar séu bæði læknisfræðilegur og lögfræðilegur vandi; læknisfræðilegur vegna grein- ingar og meðferðar og lögfræðilegur þegar komi að bótamálum vegna var- anlegs miska. Meðal íslenskra fyrirlesara eru Ingvar Sveinbjörnsson hrl. og Guð- mundur Björnsson læknir sem fjalla um orsakatengsl og sennilegar afleið- ingar við hálshnykksáverka, Brynj- ólfur Mogensen fjallar um faraldurs- fræði hálshnykks í Reykjavík árin 1974 til 2004, Birgir G. Guðjónsson hrl. fjallar um mat á örorku og Hjör- dís E. Harðardóttir hdl. fjallar um bætur fyrir tímabundið líkamstjón samkvæmt 2. gr. skaðabótalaga vegna hálshnykks. Erlendir fyrirlesarar eru þrír: Terje Mathinsen, lögmaður í Osló, fjallar um norsku reynsluna, Bent Mathisen, yfirlæknir hjá danska vinnuslysaráðinu, fjallar um mat á miska og Mohammed Manavaya, pró- fessor frá Bandaríkjunum, fjallar al- mennt um þessa áverka og miskamat samkvæmt reglum í Bandaríkjunum. Málþing um áverka eftir hálshnykk STUÐNINGSMENN Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar hafa sett upp vefsíðu til stuðnings framboði hans í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosning- anna. Síðan er til upplýsingar fyrir almenning um feril Vil- hjálms ásamt greinarskrifum, helstu málefnum og fréttum af baráttunni. Slóð vefsíðunnar er www.vilhjalmurth.is. Hefur opn- að vefsíðu ANDRÉS Pétursson hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í próf- kjöri framsókn- armanna í Kópa- vogi fyrir komandi bæjar- stjórnarkosning- ar. Andrés, sem á sæti í stjórn Framsóknar- félags Kópavogs og situr í full- trúaráði fram- sóknarfélaganna í Kópavogi, hefur verið virkur í starfi framsóknar- félaganna í mörg ár. Hann hefur m.a. setið sem fulltrúi Kópavogs í heilbrigðisnefnd Hafn- arfjarðar og Kópavogssvæðis frá árinu 1999, lengst af sem formaður. Andrés var einnig formaður Sam- taka heilbrigðiseftirlitssvæða á Ís- landi 2002–2004. Hann var einnig varamaður í leikskólanefnd áður en hann tók sæti í heilbrigðisnefndinni. Þá hefur Andrés tekið þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi í Kópavogi Andrés er með M.Sc. próf í hag- fræði og sögu frá London School of Economics og starfar nú sem skrif- stofustjóri Rannsóknaþjónustu Há- skóla Íslands. Hann er einnig for- maður Evrópusamtakanna á Íslandi. Andrés hefur áhuga á að halda áfram því uppbyggingarstarfi sem hefur verið í Kópavogi undanfarin ár á sviði íþrótta og æskulýðsmála og að skapa fyrirtækjum og einstak- lingum svigrúm til að vaxa og dafna í Kópavogi. Andrés Pét- ursson gefur kost á sér í annað sætið Andrés Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.